Morgunblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 12
12 MORC.UNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. JUNt 1976 Nái maður ekki andanum í músikinni, til hvers eru þá fingraæfingar? Unnur Marfa. Myndin var tekin á heimili hennar f gær. Ljósm. Kax. segir fiðluleikarinn Unnur María Ingólfsdóttir Mfnar bestu stundir f Iffinu voru þegar við systurnar vorum saman og lékum saman, segir Unnur Marfa. Við höfðum sömu áhugamál og vorum alltaf mjög samrýndar. A OPNUNARTÓNLEIKUM listahátíðar á föstudagskvöld leikur ung fslenzk stúlka, Unn- ur Marfa Ingólfsdóttir, fiðlu- konsert Mendelsohns með Sin- fónfuhljómsveit tslands undir stjórn Bandaríkjamannsins Pauls Douglas Freemans. Til þess kom hún f sl. viku heim frá New York með sitt nýunna BA-háskólapróf í músik frá Juliardskólanum fræga. Er fréttamaður Mbl. hitti hana á heimili móður hennar/ Ingu Þorgeirsdóttur, á Hofteigi 48, og lét þau orð falla með ham- ingjuóskum, að Ifklega væri hún fegin að vera búin f skólan- um, tók hún þvf fjarri. — Nú hlakka ég einmitt til að halda áfram að læra. sagði Unnur María. Auðvitað er mik- il og góð reynsla að Ijúka próf- um. Og f þessum skólum, sem ég var f, Curtis Institut og Juliard-tónlistarskóla, verður maður að gangast undir vissan aga og skila sinni vinnu refja- laust. Það er allt annað eða vera f einkatfmum. Oft þótti mér að vfsu varla nægur tími til æfinga vegna aukagrein- anna. En einmitt þeirra vegna finnst mér núna ég hafa ein- hverja þekkingu til að vinna úr og fara að standa á eigin fótum. Við að kynnast hugsunarhætti fólks með svo mikla reynslu í tækni og tónlist, fer maður að hugsa öðruvfsi. Og nú finnst mér einmitt svo spennandi að horfa fram á veginn og halda áfram að læra. Ég vona að ég sé búin að fá styrk til næstu tveggja ára, til að halda áfram erlendis. Fulbright-styrk til næsta árs og Ifklega annan fyr- ir árið 1977 — ’78. Aður en lengra er haldið, er rétt að rifja upp 24ra ára ævi- feril Unnar Maríu, þar sem tón- list hefur alltaf skipað stórt rúm, allt frá því hún gar farið að syngja og leika á flautu og fékk 5 — 6 ára gömul að fylgj- ast með Rut systur sinni i fiðlu- tímum hjá Rut Hermanns. Hún á til tónlistarfólks að sækja, dóttir Ingólfs Guðbrandssonar söngstjóra og Ingu Þorgeirs- dóttur, og allar systurnar fimm léku á hljóðfæri frá bernskuár- um. Fjórar þeirra hafa valið sér tónlist að ævistarfi, þrjár leggja t.d. nú skerf til listahátíðar 1976. Rut er í Sinfóníuhljóm- sveitinnv leikur líka á fiðluna í Sögu dátans eftir Stravinsky í Iðnó. Inga Rós, sem var að ljúka prófi í Tónlistarskólanum i sellóleik, leikur með Sinfóníu- hljómsveitinni og á kammer- tónleikum og Unnur María ein- leik með Sinfóníurini, sem fyrr segir. Þorgerður nam píanóleik og söng og tók söngkennara- braut í framhaldsnámi og stjórnar m.a. Hamrahlíðarkórn- um. Og þó fimmta systirín, Vil- borg, sé við hjúkrunarfræði- nám í Háskólanum, hefur hún sitt hljóðfæri og leikur á það. — Við sungum allar i kórum og lékum á hljóðfæri, segir Unnur María. Félagar okkar úr tónlistarskólanum komu oft heim með okkur. Og við spiluð- um saman og mynduðum hljómsveitir. Þetta eru yndis- legustu stundirnar i lífi mínu. Jú, jú, víð vorum í menntaskóla líka, allar stúdentar frá MR og það vað alltaf fjarska mikið að gera. Hver stund var skipulögð. Mamma sýndi þessu alltaf svo mikinn áhuga og veitti okkur stuðning. Við vorum á mismun- andi aldri og studdum hver aðra. Systur mínar hafa alltaf verið mínar bestu vinkonur, þvi áhugamálin voru þau sömu. Við höfum ætíð verið mjög sam- rýndar. — Það var mikil breyting að koma ein til New York, segir Unnur María. Hún lauk stú- dentsprófi 1971 og árið eftir útskrifaðist hún úr Tónlistar- skólanum hér með einleikara- próf. Og þá hélt hún út til Philadelphiu i Curtis Institut, þar sem hún nam í eitt ár hjá Jascha Brodsky. Hún tók próf inn í skólann, en skólastjórinn var Rudolf Serkin, vinur Björns Ólafssonar, sem var henni mjög velviljaður, segir hún. — Breytingin var mikil að koma út í hinn stóra heim, en kannski ennþá meiri að koma árið eftir til New York í Juli- ardskólann, sem er stærri. I Juliard-skólann kemur alls staðar að úr heiminum ungt fólk, sem er vant því að vera bezt. Það tekur svolitinn tíma að komast yfir það. í skólanum eru myndaðar hljómsveitir, sern eru hljómsveit eintómra einleikara. Það er hluti af nám- inu. Curtis-hljómsveitin er stundum kölluð litla Philadel- fíuhljómsveitin. Við lékum t.d. í hljómleikasal Sinfóníuhljóm- sveitarinnar þar undir stjórn Ormandys, meðan ég var þar. — Nei, nei, mér fannst ég ekkert illa að heiman búin, þeg- ar ég kom út, svarar Unnur Maria spurningu þar að lút- andi. — Ég er óskaplega þakk- lát fyrir þá menntun, sem ég fékk heima og Birni Ólafssyni fyrir alla þá hjálp, sem hann veitti mér. Hann lagði svo mikla elsku í músikina, að mað- ur lærði að bera lotningu og virðingu fyrir henni. Það missi ég aldrei frá mér aftur og það er dýrmætt, að ég hefði ekki með nokkru móti viljað fara þess á mis. Þvi ef maður nær ekki andanum í músikinni, til hvers eru þá fingraæfingar og allt hitt. í þessum hraða heimi finnst mér stundum svo margt annað gert að aðalatriði en það, sem er í músikinni sjálfri. Margir eru aldir upp í þvi að hljóðfærið sé tæki, en samband- ið við músíkina finna þeir ekki. Það finnst mér sárt að sjá, eink- um hjá hæfileikafólki. Þegar t.d. gömlu verkin eru leikin án þess að hafa þann anda, sem þau eru samin í. Hvað er þá eftir? Bravúr og trillur eru lát- in yfirgnæfa. Oft eru menn uppnumdir yfir einhverju, sem mér finnst ekki rista djúpt. Þá dettur mér í hug, hvort allt þurfi endilega að verða svona vélrænt í heiminum. En þetta á auðvitað ekki við um alla. Það er mikið af hæfileikafólki, sem hefur líka mikið að segja og sem gaman er að skiptast á skoðunum við. í Evrópu er þetta ekki eins áberandi og í Ameríku. Ég held að fólk sé þar ekki eins hrætt við að láta til- finningar sínar i ljós. Til að vera túlkandi listamaður, þarf maður að eiga auðvelt með að tjásig. Unnur María hefur leikið og komið fram á ýmsum stöðum með hljómsveitum, er hún var við nám á sumrin. — Já, ég var 14 ára, þegar ég fór til Svíþjóð- ar, sagði hún, þegar vikið var að því. — Og var í tvö sumur í Nordisk Ungdoms Orkester í Lundi. Og sumarið eftir var mér boðið til Interlachen í Michigan. Það voru min fyrstu kynni af Ameríku. Síðan var mér aftur boðið til Lundar, til að vera konsertmeistari í hljómsveitinni um sumarið og að leika Beethoven- fiðlukonsertinn. Við ferðuð- umst um í Danmörku og Sví- þjóð og lékum á ýmsum stöðum og í upptöku. Sumarið þar á eftir var ég konsertmeistari í kammerhljómsveit í Sviþjóð. Það var mjög gaman, þvi þá vorum við systurnar tvær sam- an. Inga Rós lék í hljómsveit- inni á selló. Sumurin tvö þar á eftir vorum við þrjár systurnar saman í Camford- sumarmúsikskólanum, ég, Þor- gerður og Inga Rós. Ég var kon- sertmeistari í kammerhljóm- sveitinni og í sinfóníuhljóm- sveit, það var skemmtileg reynsla. Þarna kynntumst við mörgu afbragðs fólki. Við feng- um að flytja sinfóníur, kamm- ermúsik, kvartetta og einleik og spilað var frá morgni til kvölds. Margt fólk kemur til Camford frá tónlistarskólanum í London og ég held enn sam- bandi við margt af þvl tónlistar- fólki, sem ég kynntist þar. Sumt hefur síðar komið hingað og leikið á tónleikum. Það var þetta sumar, sem ég ákvað að fara í framhaldsnám til Banda- ríkjanna. Hafði eiginlega ætlað til London, en Curtis-skólinn freistaði mín, þar sem ég hafði fengið þar ókeypis skólavist og Systurnar fimm mvnduðu hljómsveit og léku saman. Unnur Marfa lengst til vinstri, þá Vilborg og Rut með fiðlurnar, Þorgerður við pfanóið og Inga Rós lengst til hægri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.