Morgunblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. JUNI 1976 13 Afmœli í dag: Halldór 0. Þorbjörnsson verzlunarmaður sjötugur Halldór Ö. Þorbjörnsson verslunarmaður, Stangarholti 20, Reykjavík, elsti starfsmaður Fálkans h/f, verður sjötugur í dag. Halldór hefur starfað óslitið í Fálkanum frá því á fyrri hluta ársins 1928 til þessa dags, eða um 48 ár. Ég minnist þess greinilega þeg- ar Halldór, þá mjög ungur maður, kom til min er ég var við vinnu á svokölluðu „nikkeleringsverk- stæði" i Fálkanum og falaðist eft- ir vinnu. Mér fannst þessi ungi piltur hinn snaggaralegasti, og varð að samkomulagi að hann réðst til föður míns, Ólafs Magnússonar. Kaupið var þá ein króna á tímann og þótti víst alls ekki sem verst miðað við það sem þá tíðkaðist. Það kom strax i ljós að Halldór var mjög laginn og í raun góður smiður. Var honum því falið að gera við grammófóna auk þess sem hann fékkst við reiðhjólavið- gerðir, en grammófónaviðgerð- irnar voru býsna vandasamar. Á þessum tima var fiutt inn allmik- ið af Triumph-bifhjólum og hafði Halldór það starf með höndum að setja hjólin saman og annast vara- hlutapantanir, sem hann gerði með mikilli prýði. Þegar Fálkinn fór að selja saumavélar i allstór- um stíl eftir 1930, var Halldór sjálfkjörinn til þess að annast stillingar og viðgerðir á þeim, sem hann hefur gert æ siðan. Þegar Fálkinn hafði tekið umboð fyrir keðjufyrirtækið Renold árið 1937, annaðist Bragi heitinn pantanir á þeim vörum þar til hann fór til náms í Bretlandi árið 1941. Tók þá Halldór að sér að sjá um birgð- ir og afgreiðslu á þessum vörum allt til loka ársins 1955, þegar Bragi heitinn réðst til P’álkans að nýju. Starf þetta innti hann af hendi af stakri samviskusemi og nákvæmni eins og öll önnur störf sem hann hefur innt af hendi um dagana. Eg tel því að faðir okkar, Olafur Magnússon, og hluthafar Fálkans eigi Halldóri þakkir skildar fyrir einstaklega trúverðuga þjónustu í 48 ár. Halldór verður að heiman í dag. Haraldur V. Ólafsson. Fyrsta skemmti- ferðaskipið á fimmtudag FYRSTA skemmtiferðaskip sumarsins er væntanlegt hing- að á fimmtudaginn kemur. Er það Estonia sem er með 500 — 600 Þjóðverja um borð oglsern- ur skipið hingað á vegum Ferðaskrifstofu Zoéga. Alls er von á níu skemmti- ferðaskipum hingað í sumar á vegum ferðaskrifstofunnar en eitt gæti hugsanlega bætzt í hópinn. Er þetta nokkur aukn- ing skipa frá því sem var i fyrrasumar en þó mun færri skip en áður var, því að þegar mest var um komur skemmti- ferðaskipa komu hingað 22 skip. Engin skip koma nú hing- að til lands með brezka skemmtiferðamenn vegna þorskastríðsins. fullan skólastyrk. Jú, það hefi ég haft allan tímann í Banda- rikjunum. Þetta breytti dálítið lífi mínu, en nú er ég ósköp fegin að svo varð. Seinna hefi ég hugsað mér að fara til Evr- ópu, ætla til George Neikrug. Fái ég þessa styrki sem ég á von á, býst ég við að geta valið hvar ég verð. — Þetta hefur verið mikil og góð reynsla í Bandaríkjunum og góð rækifæri. Juliard- skóiinn er í svo miklum tengsl- um við Lincoln Center, þar sem hægt er að kynnast alhliða list- greinum, t.d. í óperunni og ball- ettinum. Ég fór oft i tíma í ballettinum, til að hlusta á og sjá hvort ég gæti ekki lært af þeim hvernig þeir hreyfa sig. Við hljóðfæraleikarar þurfum lika að einbeita okkur þanriig að hugurinn og hreyfingarnar verði eitt. Og þarna í New York er óskaplega mikið um að vera, eilíf listahátíð. í Curtis í Phila- delfiu, þar sem nemendafjöldi er minni, kynnist maður meira. Þangað komu t.d. á afmælishá- tíð allir þessir, sem einhvern tíma höfðu verið nemendur þar. Sumurin tvö, sem ég var í Aspen í Colorado, kynntist ég Dorothy DeLay, sem kenndi mér þar. Ég varð svo hrifin af henni, sá að hún átti svo vel við mig, og það varð til þess að ég ákvað að flytja mig til Juliard- skólans, þar sem hún er. Þetta er i fjallaþorpi og maður kynnt- ist vel öllum, sem komu. Þar komu t.d. Zuckerman og Perl- man, Micha Dichter og Juliard- kvartettinn og var mjög gaman að kynnast þeim. Þessi sumur stundaði ég nám þarna og iék í sinfóníuhljómsveitinni. — I fyrrasumar? Jú, þá fór ég til Sviss og komst að hjá Natan Milstein, sem mig var búið að langa til lengi. Hann hafði komið til Juliard-skólans og veitt tilsögn þeim, sem lengst voru komnir. Þarna i Sviss fengu aðeins 10 á spila fyrir hann, en hinir hlustuðu. Daglega hafði hann opna tíma, kenndi einum, en fjöldi manns hlustaði. Ég komst í að spila fyrir hann. Það var ákaflega lærdómsríkt. Þó ekki væri þetta lengi, þá lærði maður meira á einni mínútu þar en á löngum tíma annars staðar. Það er svo stórkostlegt að kynnast því hvernig svona maður vinn- ur og hugsar og reyna að sjá hvað það er sem veldur því að hann kemst svona langt. Þann- ig er það um alla listamenn. Og alltaf er hægt að finna nýjar leiðir og bæta sig. Þess vegna er þetta viðfangsefni svo fullnægj- andi. Unnur María ætlar að halda áfram námi erlendis næstu ár- in, eins og fram hefur komið. Og henni býðst nú líka að leika einleik með sinfóníuhljómsveit- um á ítalíu og í Sviss. — Það er mjög gaman, segir hún. Nú fer maður að geta unnið eitthvað með náminu. Ég fer að undir- búa mig fyrir hljömleika og keppnir næstu árin. Og þá kem- ur hin sígilda spurning: Ætlar hún síðan að koma heim til Islands? — Já, mér þykir svo vænt um ísland, svarar Unnur Maria um hæl. — En það verð- ur auðvitað' að fara eftir því hvort ég fæ nóg að gera hér, bætir hún svo við. En hún segir að sér hafði þótt óskaplega vænt um að fá tæki- færi til að koma núna. — Það er bæði heiður og ánægja að fá tækifæri til að leika á listahátið með Sinfóniuhljómsveitinni, segir hún. Það er allt annað að fá að spila í heimalandi sínu. í fyrstu var ætlunin að hún léki konsert Tsjaikovskys en sfðan varð út að það yrði Mend- elsohn. Það varð að samkomu- lagi milli hennar, hljómsveitar- stjórans og listahátíðar. Hún kvaðst hafa verið að æfa hann i nokkra mánuði og hitti Free- man í New York. Hann kom til tslands fyrir helgina og er far- inn að æfa með hljómsveitinni og á Unnur María að koma til æfinga á miðvikudag. — E. Pá. HÖFUM OPNAÐ Qalleri^J LAUGAVEGI 42

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.