Morgunblaðið - 01.06.1976, Side 31

Morgunblaðið - 01.06.1976, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. JUNl 1976 31 Ingibjörg Jónsdótt- ir—Minningarorö Fædd 22.11. 1905. Dáin 26.5. 1976. Miðvikudaginn 26. maí andaðist á Heilsuverndarstöðinni Ingi- björg Jónsdóttir, eða amma Imba eins og við systurnar kölluðum hana alltaf. Hún hafði að undan- förnu átt i baráttu við erfiðan sjúkdóm sem ekkert fékk stöðvað. Það var eitthvað svo undarlegt að heimsækja ömmu Imbu á sjúkra- hús og sjá hana veika. Þessi háa, myndarlega kona sem var svo sterk og hraust, og alltaf vinn- andi. Hún var hörð af sér og ekki bar hún tilfinningar sínar utan á sér. Stundum fannst mér jafnvel að lifið hefði gert hana svona harða og stundum bitra, og að hún notaði það til að hylja við- kvæmar tilfinningar. Hún átti hægara með að sýna hlýjan hug með gjöfum en orðum. Amma Imba hafði fallega söng- rödd. Á hverjum jólum hljómaði rödd hennar yfir okkar hinna og breiddi yfir það sem miður fór hjá okkur, er við sungum Heims um ból. Amma Imba söng í mörg ár í Fríkirkjukórnum, og þaðan á Krabbameinsfélag Amessýslu: Varar við auglýs- ingastarfsemi tóbaksframleiðanda AÐALFUNDUR Krabbameins- félags Arnessýslu var haldinn á Selfossi 20. maí. Auk venjulegra aðalfundarstarfa var Itarlega fjallað um framtíðarstarfsemi félagsins. Var einhugur um að félagið legði áherslu á fræðslu á sviði krabbameinsvarna, ekki slst um skaðsemi reykinga. Flutti framkvæmdastjóri Krabbameins- félags Reykjavíkur I fundarlok erindi um leiðir I baráttu gegn tóbaksnautn. Á fundinum var einróma sam- þykkt ályktun þar sem varað er sterklega við tilraunum tóbaks- framleiðenda og umboðsmanna þeirra til að draga virt almanna- samtök, t.d. innan íþrótta- hreyfingarinnar, inn i áuglýsinga- starfsemi sina, svo sem með fyrir- hugðu skákmóti á vegum sígarettuframleiðanda. Jafnframt er fagnað afstöðu Skáksambands íslands til móts þessa og tékið undir áskorun þess til skákmanna að hafna þátttöku í mótinu. Nú eru um 420 félagar í Krabbameinsfélagi Árnessýslu. Samþykkti aðalfundurinn að leita eftir styrktarfélögum meðal félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana í Árnessýslu. Formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu er nú Þórhallur B. Ólafsson, héraðslæknir í Hvera- gerði, en aðrir í stjórn, Arndís Þorbjarnardóttir, Selfossi, Ást- hildur Sigurðardóttir, Birtinga- holti, Gróa Jakobsdóttir Eyrar- bakka og Sigurveig Sigurðar- dóttir Selfossi. ég margar góðar minningar um hana. Frá því að ég var smástelpa fékk ég sunnudag eftir sunnudag að fara með henni niður í Frí- kirkju, standa hjá, syngja með, kynnast lífinu og fólkinu þar. Það eru stundir sem ég minnist oft með þakklæti. Mér er einnig minnisstæð ferð okkar tveggja austur í Skarð, eina verslunarmannahelgi fyrir mörg- um árum. Við sátum fremstar í troðfullri rútu, og ræddum helstu vandamál þjóðfélagsins af mikilli alvöru, hún á sextugsaldri, ég átta ára, en við ræddum eins og jafn- öldrur og vinkonur. Hún tók mér þannig og leyfði mér aó þykjast vera fullorðin. Þó var það einn dagur ársins sem amma Imba átti sérstaklega, það var jóladagur. Á jóladag fór- um við öll á Grettisgötuna til ömmu Imbu, og þar sátum við í góðu yfirlæti langt fram á kvöld. Þar fengu allir að vera þeir sjálfir, hún var þægilegur gest- gjafi. Það verður tómlegt næsta jóladag, enginn amma Imba lengur. En það er gott að minn- ingin deyr ekki, heldur fáum við að halda í hana og ylja okkur á henni. Ég þakka ömmu fyrir allt það sem ég fékk að njóta með henni, bænir mínar fylgja henni. Halla. Ingibjörg var fædd og alin upp í Reykjavík hjá foreldrum sínum, Önnu Jónsdóttur frá Mjósundi i Flóa og Jóni Einarssyni frá Ferju- nesi í sömu sveit. Börn þeirra voru átta, fimm systur og þrír synir. Faðir þeirra, Jón, lærði múraraiðn í Danmörku og vann lengi hjá Reykjavíkurbæ. Ingibjörg var af mjög góðu bergi brotin i báðar ættir. Þegar hún var ung stúlka vann hún hér í Reykjavík í búð en fór svo með eldri systur sinni til Danmerkur og var þar bæði við starf og nokk- urt nám i tæp fimm ár, en kom svo heim og giftist síðar Ölafi syni Guðlaugs sýslumanns, sem þá var ekkjumaður og starfaði á Hótel Borg. Þau gengu í hjónaband 14. júni 1934. Ólafur dó 1959, eftir margra ára veikindi. Um eitt skeið höfðu þau hótel í Hafnarfirði, „Björninn", um 9 ár. Ingibjörg eignaðist 3 mannvæn- lega syni. Þann elsta missti hún 1973 og var hann henni harm- dauði mjög. Hann var giftur Þóru Runólfsdóttur. Hinir eru Jón Karl, kvæntur Hönnu Bachmann. Hann er forstjóri. Guðlaugur er yngstur, kvæntur Hrafnhildi Kristjánsdóttur, hann er bólstrari. Ingibjörg var góð móðir og átti líka góða drengi. Öll hennar fjöl- skylda hefur verið sérstaklega samrýnd. Þar hefur hver hjálpað öðrum þegar á hefur þurft að halda og glaðst saman af sannri einlægni. Ingibjörg hefur unnið i fjölda mörg ár hjá Sláturfélagi Suður- lands við matargerð. Það var enginn svikinn af verkum hennar, því að hún var bæði myndarleg og dugleg, en einnig hagsýn og fór vel með fjármuni. Ingibjörg var söngvin mjög og hafði mikla söngrödd. Hún söng mjög lengi í kirkjukór Fríkirkj- unnar. Hún varí Þjóðhátíðarkórn- um 1930, og kórnum sem Sigfús Einarsson fór með á söngmót Norðurlanda 1929, sem gat sér góðan orðstír. Hún eignaðist marga kunrtingja í sambandi við þetta, enda félagslynd og glöð sjálf. Húsmóðurstarfið rækti hún Ingibjörg mjög vel og ól syni sína upp af fyrirmyndarbrag. Sjálf var hún alin upp á þeim tíma er sjálf- bjargarviðleitnin dugði best til manndóms. Að heimta ekki allt af öðrum en mikið af sjálfum sér er mikil hollusta við lífið. Þá verður siður fúið undir fæti. Jngibjörg skilur eftir sig heil og hrein lífs- spor i þessum anda. Hún gerði meira af þ.ví að gefa en þiggja. Sem félagi var hún skemmtileg og hógvær, en sem vinur var hún sterk og sönn. Sá var ekki ber að baki sem átti vináttu hennar. Orðið vinur er stórt, og krefst mikils. En íslensk tunga er slyng og á líka orðið hollvinur, sem er dýpra að merkingu. Það er þetta orð, sem hægt er að nota um Ingi- björgu, og er þá mikið sagt. Ingibjörg kunni manna best að þegja um töluð orð og atvik. Það hefur löngum þótt bera vott um góða greind, en ekki siður um sterkan persónuleika, sem ræður yfir lágum hvötum, og er svo sannarlega ekki mjög algengt, enda var Ingibjörg föst fyrir, höfðingi í lund, og flíkaði ekki hugsunum sinum. Ég hef þekkt hana alla okkar lifstið og segi það, sem mér finnst sannast, og því var hún mér kær, að mér fannst hún vera eftir- sóknarverð til vináttu. Ég mun ekki vera ein um það. Á vistlegu heimili hennar var gott að dvelja, og það var líka gaman að opna dyrnar fyrir henni, með sinn glaða svip og traustleika vinarhugans. Ótal svipmyndir koma þeim fyrir sjón- ir sem voru kunnugastir henni. Hjálpfýsi þessarar duglegu konu, sem var boðin og búin til þess að miðla öðrum af getu sinni, er minnisstæð. Það er mikill missir að missa góðan vin og ástvin, en eftir lifir sterk og fögur minning um úr- valskonu og höfðingslund. Ingibjörgu þakka ég alla vin- áttu og votta aðstandendum hennar innilega samúð mina. Áslaug Gunnlaugsdóttir. I I ■ ■ ■ ■ Nú er hver síðastur að tryggja sér Skoda. Síðustu sendingarnar á hinu einstaklega lága afmælisverði eru að verða uppseldar. Shodh TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á /SLANDI H/E AUÐBREKKU 44 KÓPAVOGI SÍMI 42600 AKUREYRI: SKODA VERKSTÆÐIÐ A AKUREYRI H.lf. OSEYRI 8 EGILSTAÐIR: VARAHLUTAV GUNNARS GUNNARSSONAR. Auglýsendur athugið Auglýsingar sem birtast eiga í Morgunblaðinu laugardaginn 5. júní (síðasta útkomudag fyrir Hvítasunnu) þurfa að hafa borist auglýsinga- deildinni fyrir kl. 1 1 föstudaginn 4. júní. Auglýsingar sem birtast eiga í miðvikudags- blaði 9. júní þurfa að berast fyrir kM 1,8. júní. Auglýsingadeild Morgunblaðsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.