Morgunblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. JUNI 1976 Alvöru- borgin eftir Hugrúnu ekki eiga þá, það er ég alveg viss um.“ Þótt strákarnir væru komnir í hvarf upp fyrir hæðina heyrðu kralckarnir hvernig þeir öskruðu eins og villidýr í skógi. „Ég ætla að biðja Guð að refsa þeim,“ sagði Anna litla sem varla gat varist tárum, þegar hún horfði á eyðilegg- inguna. Borgin okkar var svo falleg. Hún hefði getað staðiö í marga daga, ef ekki hefði rignt.“ „Þeir skulu fá þetta launað, þótt seinna verði,“ sagði Jonni og kreppti hnefana. Þeir skulu fá að kenna á þeim þessum.“ „Mamma segir að vió eigum að biðja fyrir óvinum okkar.“ sagði Rebekka, „Ég get ekki fyrirgefið þeim,“ sagði Bjössi. „Fyrst verðum við þó að fyrirgefa óvinunum áður en hægt er að biðja fyrir þeim,“ bætti Rebekka við. „Ekki ætla ég að biðja Guð og englana að gæta þeirra,“ sagði Kútur litli. „Guð vill ekki koma nálægt svona óþokkum.“ „Hann fyrirgefur þó syndir,“ sagði Rebekka. „Jesús bað líka Guð að fyrir- gefa þeim sem negldu hann á krossinn, ættum við þá ekki að reyna að fyrirgefa þessum strákum. Mér finnst, að þeir eigi bágt.“ „Þeim hlýtur að líða illa ef þeir hafa einhverja samvisku", sagði Inga „Við vorum ekki að gera þeim neitt illt. Þeir eru bara svona illa innrættir. Þetta er glæpur.“ „Það getur ekki talist glæpur, en ljótur hrekkur er það,“ sagði móðir barnanna á Hóli. Hún hafði komið án þess að þau tækju eftir þvi. „Við getum ekki fyrir- gefið þetta marnrna," sagði Bjössi. „Við vorum ekkert að gera þeim, þeir komu bara eins og óargadýr og eyðilögðu allt fyrir okkur.“ „Ég veit það,“ sagði móðir hans, „Ég fylgdist með þessu öllu, en þið megið ekki fyllast beiskju. Fyrirliði þessara pilta er sá sem er nýkominn að Heiði. Hann hefur átt ósköp bágt í uppvextinum, frændi hans ætlar að reyna aó bjarga honum, en hann er ekki öfundsverður af því að hafa hann. Verst er ef hann dregur aðra drengi út í óknytti." „Á hann ekki pabba og mömmu,?“ spurði Anna litla. „Jú, það á víst að heita svo, en faðir hans hefur verið drykkfelldur, og móðir hans andlega sjúk, svo drengurinn hefur átt fjarska bágt. Við verðum að taka tillit til þess. Hann er orðinn svo beiskur og tillitslaus, það er eins og honum finnist hann verða að gera eitthvað sem bragð er að. Honum finnst karlmennska í því. Hann hefur aldrei fengið aó njóta sín.“ Börnin horfðu á húsmóðurina alveg undrandi. Þau gátu ekki fellt sig við það að hún væri að afsaka óknyttina, þau gátu ekki almennilega skilið að hún var að afsaka drenginn, en ekki gjörðir hans. „Ekki hefði okkur dottið í hug að gera þetta öðrum krökkum," sagði Jonni. „Þið hafið fengið öðruvísi uppeldi sem betur fer. ég vona að ekkert ykkar komi svona fram í daglegri umgengni við annað fólk, hvort sem það eru börn eða fullorðnir,“ sagði DRÁTTHAGIBLÝANTURINN VtEP MORÖÚN-ípK kafp/nu \\ r* Lilli litli má ekkert sjá svo hann klifri ekki upp á það. Ur auglýsingu eftir stroku- fanga: — Sérstaklega er auðvelt að þekkja manninn á svörtu vangaskeggi, sem hann hefur þó sennilega rakað af sér. X Presturinn: — Hvað gerðirðu svo, lambið mitt, þegar hann kyssti þig á kinnina. Dóttirin: — Kg hagaði mér kristilega — og bauð honum hina kinnina. X Prestur sagði eitt sinn I stól- ræðu, að allir þyrftu að endur- fæðast, ef þeir ættu að komast til himnarfkis. Þá fór Oli litli að gráta. Þegar hann var spurður, hvers vegna hann væri að gráta, svaraði hann: — Ég er svo hræddur um, að þá verði ég stelpa. Marfa litla: — Þegar ég verð orðin stór, mamma mfn, þá ætla ég að vera miklu spar- samari en þú. Ég ætla aldrei að gifta mig og enga stúlku að fá til þess að passa börnin. Það ætla ég að gera sjálf. X Flestir menn eru betri en orð- rómurinn segir meðan þeir lifa en verri en eftirmælin segja, þegar þeir eru dánir. X Það er ekki minnkun að beygja sig viljugur, en það er minnkun að láta aðra beygja sig nauðugan. X Til eru tvær tegundir af fiski- mönnum, þeir, sem fiska sér til gamans, og svo þeir, sem veiða fisk. V Arfurinn í Frakklandi Framhaldssaga eftir Anne Stevenson Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 78 að skrá þau þar sem þau b : núna. Og þar sem síminn hér e. ekki i lagi getum við ekki beð.' um upplýsingar um nýja númen þeirra. David rétti fram höndina og lyfti tólinu en sfminn var dauður. — Get ég gert eitthvað annað? sagði Helen. David hafði verið að hugsa um nunnuna, sem hafði setið úti við gluggann á leiðinni hingað. Snyrtilega burstaða skóna, vinnu- lúnar hendur hennar, höfuðið hneigt f auðmýkt. Hann hugsaði um nöktu konuna f húsinu sinu, vinnulúnar hendur hennar. ró- legt yfirbragðið, fötin sem hvergi voru sjáanleg. Föt sem hefðu get- að gefið honum vísbendingu um hver hún var. Systir Madeleine, móðursystir hans, sem lá dáin á bernskuheim- iii sfnu. — Einhver hefur komið að þeim, sagði hann eins og við sjalf- an sig. — Kannski þeir hafi heyrt ‘ Mme Desgranges. Eða kannski gafst ekki tími til að flytja lfkið áðr.r en ég kom á vettvang. Ég fór f sómu lest, ég hefði getað farið beint þangað ... Var það ástæðan fyrir þvf að hún hafði verið myrt? Til að koma I veg fyrir hún hitti systur- son sinn? það hafði verið kald- hæðni örlaganna að þau skyldu hafa verið f nokkrar klukku- stundir f sama lestarklefa og hún hefði á þeim tfma getað sagt hon- um allt sem hún vlssi, allt sem hún var að fara til að segja honum. Öll leyndarmálin sem hún vissi og höfðu orðið til þess að hún var drepin. Til að loka á henni munninum. — Jaeques hlýtur að koma fljótlega aftur, sagði Helen. — Ef hann ætlar sér þá að koma aftur. David velti fyrir sér simhring- ingum Paul Derains. Hann rifjaði ailt upp fyrir sér, sem ha/ði verið að gerast sfðan hann sté fæti sfnum í þennan bæ, og eins og grfðarmikið púsluspil sá hann nú að myndin var að taka á sig form og hvert smástykkf var að falla á sinn stað. Og út úr myndinni kom andlit, og það andlit átti sér nafn. — Helen. Viltu gera mér smá- greiða, sagði hann. — Ef hann felst ekki f þvf að skilja þig hér eftir, sagði hún. — Það er Iftil krá hérna handan við veginn. Það gæti verið op- ið enn. Viltu fara og kaupa vfn- flösku handa okkur. Hann þagnaði þvi i sömu mund sá hann bflljós nálgast. — Gautier er að koma. Sjáðu nú 01. ef kráin er opin, skaltu fá þér drykk og tefja þar örstutta stund. Og ef er búið að loka gerðu mér þá þann greiða að sitja f hflnum stutta stund. Mfg langar til að tala við Gautier undir f jögur augu. Helen leit efablandin á hann. Hann sat við skrifborð Boniface. Hann var ákaflega þreytulegur, en henni fannst nýr svipur vcra kominn á andlit hans. Eins og hann skildi eitthvað sem vekti honum furðu og hryggð f senn. Hún fann enn á ný hroll fara um sig og fann að eitthvað illt var f vændum. Hún stóð upp án þess að gera athugasemd við beiðni hans. — Allt f lagi, herra minn. Ég skal vera þar eins lengi og þú vilt. Hvernig á ég að vita hvenær ég má koma aftur. Ætlarðu að veifa til mfn úr glugganum. Hann leít ráðleysislega á hana. — Helen mfn ... — Allt f lagi. Allt í lagi. Ég skal fara. Og ég skal ekki vera með neina léttúð. Fyrirgefðu. Hann óskaði með sér að hann hefði látið hana fara fyrr. Hann heyrði til hennar f forstofunni heyrði hana tala við Gautier. Hann heyrði hana hlæja og lög- fræðingurinn sagði eitthvað lágri röddu. Sfðan skullu útidyrnar að stöfum og Gautier kom brosandi inn f bókaherbergið. — Gaman að sjá ykkur. Ég hafði ákvcðið að láta við svo búið standa og gera ekki meira f kvöld. En nú getum við fengið okkur hressingu fyrir nóttina. Helen sagði mér að hún ætti að fara og útvega flösku. Hannn benti á handlegg Davids. Hvernig lfður þér annars? — Þetta er að skána. — Eg er feginn að heyra það. Hann kom sér þægiiega fyrir f hægindastólnum andspænis skrif- horðinu og geispaði. — Fékkstu gott að borða? spurði David. — Það var ekki sem verst. — Móðir þfn sagði okkur að þig væri að hitta hér. — Mér skilst það. — Meðan ég var staddur heima hjá þér leyfði hún mér að hringja. — Að sjálfsögðu. Hvað var að þvi? Gautier leit á hann eins og hann skildi ekki hvers vegna hann hefði orð á þessu. — Paul Derain hringdi. Hann er æstur f að ná f þig. — Einmitt það. Gautier hallaði sér fram til að kveikja sér f sfgarettu. — Nú hefur hann einu sinni enn lent í klandri með bflinn. Það máttu bóka. Hann hefur hvað eftir annað misst ökuréttindin. —Ég held að málið hafi verið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.