Morgunblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNI 1976 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. JUNI 1976 21 mj | ~ HssAHf Wmtt i%í Pwiiz* mm m m i m! ~ . 4'..... . . .. . Hermann Gunnarsson hefur skotið að markinu, en Þorsteinn var fljótur niður og náði að verja. Einar Ásbjörnsson, Ingi Björn Albertsson, Guðjón Guðjónsson, Dýri Guðmundsson, Lúðvfk Gunnarsson og Guðmundur Þorbjörnsson eru áhorfendur að atvikinu. - sagði þjálfari Valsmanna í lok leiks Vals og ÍBK „£G ER mjög ánægður með þá knattspyrnu, sem Valsliðið hefur sýnt I tslandsmótinu. Við reynum að leika öðru vfsi knattspyrnu en liðin með ensku þjálfarana, reyn- um að spila en leggjum minna upp úr langspyrnum og hlaupum fram völlinn. Þetta hefur gefið okkur árangur og æ fleiri áhorf- endur koma til að sjá Val leika," sagði Rússinn dr. Youri Ilitehev, þjálfari Vals, í stuttu spjalli við blaðamann Mbl. eftir leikinn við IBK á sunnudaginn. „Sú knattspyrna, sem Valsliðið reynir að leika er stundum kölluð meginlandsknattspyrna, en það mætti alveg eins kalla hana nú- tfmaknattspyrnu," sagði Youri. Hann kvaðst vera sérstaklega ánægður með framfarir ungu mannanna f liði Vals. „Þeir eru orðnir mjög góðir en eiga eftir að verða betri. Þeir eru landsliðs- menn framtíðarinnar." Þegar Youri var spurður um leikinn við IBK sagðist hann vera ánægður með útkomuna, annað væri ekki hægt eftir frammistöðu sinna manna, sérstaklega þó f seinni hálfleik. Aðspurður sagði Youri, að fs- lenzk knattspyrna hefði tekið miklum framförum frá því hann kom hér fyrst, sem þjálfari Vals vorið 1973. Sagði hann að þetta væri fyrst og fremst að þakka erlendum þjálfurum, sem hefðu komið með svo margt nýtt inn f fslenzku knattspyrnuna. „Islenzk- ir knattspyrnumenn eru bæði bet- ur þjálfaðir og kunna meira en þegar ég korii hingað fyrst,“ sagði Youri. Hann kvaðst vera mjög ánægður með að vera kominn aft* ur til tslands sem þjálfari. „Ég kann mjög vel við mig hér, hér er rólegt og veðrið hefur verið mjög gott f sumar. Mér hefur Ifkað vel við tsland alveg frá byrjun, að öðrum kosti hefði ég ekki komið aftur tíl að þjálfa," sagði Youri að lokum. Guðmundiir og Hermann héldu sínu striki og Texti: Valur vann IBK 2-0 MARKAKÓNGAR Valsliðsins, Hermann Gunnarson og Guðmundur Þorbjörnsson sáu um að Valur hlaut bæði stigin í viðureigninni við Keflvíkinga á nýja vellinum í Laugardal á sunnudagskvöld. Þeir skoruðu sitt markið hvor og Valur vann mjög verðskuldaðan sigur 2:0. Það má segja það með sanni að lánið leiki við Valsmenn svona í byrjun mótsisn, leikir þeirra fara ætíð fram í bezta veðri, aðstæður sem henta hinu léttleikandi Vals- liði bezt, og þá er þetta ekki sfður heppilegt fyrir kassann, en þangað rúlla peningarnir í stríðum straum- um. Tæplega 2000 manns komu á völlinn í þetta sinn og sáu Valsmenn yfirspila slakt lið ÍBK svo til frá byrjun. Áhorfendur hafa væntanlega ekki orðið fyrir vonbirgð- um með leik Valsmanna, en aftur á móti var ekki sama hrifning yfir Keflvíkingunum, sem léku sinn lélegasta Ieik í mótinu til þessa. Sem fyrr segir tóku Valsmenn leikinn í sínar hendur svo til frá byrjun. Þeir voru miklu ákveðn- ari en andstæðingarnir, unnu flestöll návigi og reyndu ætið að byggja upp spil. Fyrsta umtals- verða skotið féll þó Keflvíkingum í skaut, þegar Gísli Torfason átti mjög gott langskot að Valsmark- inu á 15. mínútu en Sigurður greip boltann af öryggi efst i markvinklinum. Rétt á eftir komst Atli Eðvaldsson í gegnum vörn IBK en kaus að reyna sjálfur markskot i stað þess að renna boltanum á Guðmund Þorbjörns- son í dauðafæri. Þorsteinn varði skot Atla. Nokkru síðar kom svip- að atvik fyrir, Ingi Björn komst í gegn og reyndi sjálfur skot í stað þess að renna boltanum á Guð- mund, sem var sem fyrr i dauða- færi. Guðmundur fékk nú reynd- ar boltann í afbragðsfæri nokkru síðar en skaut yfir. Þá fékk Her- mann Gunnarsson mikið klapp hjá áhorfendum þegar hann reyndi að lyfta boltanum yfir Þorstein markvörð af 35 metra færi, en Þorsteinn hafði farið of langt út úr markinu. Boltinn fór rétt yfir, en þarna var Hermann fljótur að hugsa og skotið vel framkvæmt. Hermann átti svo eftir að reyna þetta aftur i seinni hálfleik og þá hrósaði hann sigri í viðureigninni við Þorstein. Seinni hálfleikurinn var miklu fjörugri en sá fyrri. Á 11. mínútu munaði minnstu að IBK tæki óvænt forystuna þegar Steinar Jó- hannss. komst í gott færi en Sig- urður sló boltann yfir. Ur horn- spyrnunni fékk Jón Olafur gott skallafæri en boltinn flaug rétt framhjá markinu. Það var svo á 20. mínútu að markið kom loksins hjá Val. Keflvíkingar fengu auka- spyrnu út við hliðarlínu hægra megin á vallarhelmingi sínum. Guðni Kjartansson tók spyrnuna en mistókst hún herfilega. Bolt- inn barst til Bergsveins Alfons- sonar, sem var ekki seinn á sér að senda hann fram til Guðmundar Þorbjörnssonar, sem var á auðum sjó á miðjunni, þar sem Guðni hélt sig venjulega. Guðmundur nýtti tækifærið mjög vel og sendi boltann með glæsilegu skoti í hornið fjær, án þess Þorsteinn kæmi vörnum við. Var jjetta sér- lega vel gert hjá Guðmundi I þröngri aðstöðu. Aftur á móti var þarna illa að staðið hjá vörn IBK og furðulegt kæruleysi að Lúðvík bakvörður skyldi ekki taka stöðu Guðna á meðan hann fram- kvæmdi aukaspyrnuna. Á 23. mínútu seinni hálfleiks komst Hermann Gunnarsson i dauðafæri eftir hornspyrnu Inga Björns, en honum tókst ekki að hemja boltann og Þorsteinn góm- aði hann. Einni mfnútu síðar varð Þorsteinn hins vegar að sækja boltann úr netinu eftir skot Her- manns. Guðni Kjartansson var þá með boltann fyrir utan vítateig ÍBK en var fullrólegur í tíðinni og lét Hermann ná af sér boltanum. Hermann lék upp að markinu og sendi boltann síðan af öryggi yfir Þorstein markvörð og í netið. Eftir þetta mark sóttu Vals- menn af kappi og byggðu upp margar fallegar sóknarlotur. Upp úr einni slíkri fékk Atli Eðva'lds- son boltann i góðu færi en Þor- steinn var vel á verði og tókst að verja skallabolta Atla. Undir lok- in fengu svo Keflvíkingar tvö mjög góð tækifæri. Fyrst skallaði Gísli Torfason yfir upp úr auka- spyrnu og rétt á eftir skallaði Guðni Kjartansson boltann í þver- slá eftir hornspyrnu. En inn í markið vildi boltinn ekki. Það er engum vafa undirorpið, að Valsliðið er það lið, sem hefur sýnt beztu knattspyrnuna það sem af er íslandsmótinu. Ungu mennirnir í liðinu eru stöðugt að vinna á og kjölfestan í liðinu, hinir eldri og reyndari menn spila nú eins vel og þeir hafa bezt gert áður, þeir Sigurður Dagsson, Bergsveinn Alfonsson og Her- mann Gunnarsson. Þeir Hermann og Guðmundur Þorbjörnsson eru báðir í landsliðsformi og ættu með réttu að vera landsliðs- miðherjar okkar nú. Sigurður er traustur í markinu, í miðju varnarinnar eru þeir Dýri Guðmundsson og Magnús Bergs orðnir mjög öruggir og virðist Magnús stefna hraðbyri I lands- liðið. Vilhjálmur Kjartansson hef- ur aldrei verið eins góður og núna en Grímur Sæmundssen hefur aftur á móti ekki náð sér vel á strik í sumar. Sama má segja um félaga hans Kristin Björnsson. Aftur á móti eru þeir Atli Eðvaldsson og Albert Guðmunds- son í stöðugri frarpför, Berg- sveinn hefur komið mjög sterkt út I sumar svo og Ingi Björn Albertsson, en hann hefur átt við meiðsli að stríða upp á siðkastið. Það má margt breytast, ef Vals- liðið verður ekki á toppi 1. deildar í haust. Um lið ÍBK þarf ekki að hafa mörg orð. Þar léku allir langt undir getu og aðeins hinn stór- efnilegi bakvörður Einar Ölafs- son stóð fyrir sínu af liðsmönn- um. Það má lika segja að það kunni ekki góðri lukku að stýra þegar Guðni Kjartansson gerir tvenn hrapalleg mistök í einum og sama leiknum, mistök sem kosta tvö mörk. 1 STUTTU MÁLI: Islandsmótið 1. deild, nýi gras- völlurinn I Lauga-dal. Sunnudag- ur 30. mai, Valar — ÍBK 2:0 (0:0). Mörk Vals: Guðmundur Þor- björnsson á 65. mínútu og Hermann Gunarsson á 69. mínútu. Áhorfendur: 1909. Áminning: Guðni Kjartansson ÍBK og Bergsveinn Alfonsson Val voru bókaðir fyrir að brjóta harkalega á andstæðingum sínum. Gekk hvorki né rak hjáKR eða Breiðablik HVORKI KR-iniíum né leikmönnum Breirtabliks tókst aö skora er liðin mættust í 1. deildinni í Kópavogi á sunnudaginn. Markalaust jafntefli varö því niðurstaöan í þessum leik ok voru það eftir atvikum sanngjörn úrslit, þar sem KR-ingarnir voru þó heldur hættulej'ri ef nokkuð var. Leikurinn einkenndist að miklu leyti af þvælingi á miðju vallarins, en að vísu brá þó fyrir skemmtilegum samleiksköflum, sem alltof oft runnu út í sandinn vegna ónákvæmni í sendingum. KR-ingar hafa fengið hrös fyrir það í leikjum sínum fram að þessu að þeir leiki nú mun betri knattspyrnu en undanfarin ár, þeir séu afslappaðn og yfir- vegaðri og gefi sér tíma til að spila. I leiknum á móti Breiðablik var þetta þó ekki upp á tenjngn- um. KR-ingarnir virtust vera und- ir sömu pressunni og undanfarin ár og hvað eftir annað þegar þeir höfðu nögan tíma var knettinum sparkað í burtu í einhverjum æðibunugangi. Breiðabliksliðið lék þarna sinn annan leik í 1. deildinni í ár og er nú komið á blað með eitt stig, en liðið tapaði 2:4 fyrir Val í fyrsta leik þess í mótinu. Það býr ýmis- legt gott í Breiðabliksliðinu og það á örugglega eftir að hala inn stig á Kópavogsvellinum, en f þvi eru greinilegir veikir hlekkir, sem valda því að Breiðabliksiiðið verður tæpast fyrir ofan miðju í deíldinni í ár. Svo vikið sé að helztu tækifær- unum í leiknum á sunnudaginn, þá leið fyrri hálfleikurinn án þess að mikið gerðist í vítateigum lið- anna. Það var helzt þess virði að lyfta pennanum þegar Arni Guðmundsson átti fast skot á Texti: Ágúst I. Jónsson Mynd: Ragnar Axelsson mark Breiðabliks, en Ólafur Hákonarson varði vel og hélt knettinum. Markverðir beggja liðanna áttu rólegan fyrri hálfleik, en í seinni hálfleiknum þurftu þeir báðir nokkrum sinnum að taka á honum stóra sínum og stóðu sig báðir vel. Vignir Baldursson átti til að mynda hörkuskot strax á 5. mínútu seinni hálfleiksins en Magnús bjargaði vel og sömuleið- is er Einar Þórhallsson — bezti maður Blikanna i þessum leik — skaut að marki KR eftir horn- spyrnu. Þá átti Ólafur ölafsson hættulegan skalla að marki Breiðabliks, en Ólafur var vel á verði. Eins og áður sagði var Einar Þórhallsson beztur í liði Breiða- bliks að þessu sinni. Ölafur mark- vörður stóð sig einnig vel og nýliðinn Vignir Baldursson lofar góðu. Gísli Sigurðsson er leik- maður sem alltaf er gaman að fylgjast með, en framherjar Breiðabliks Ólafur og Hinrik, fengu ekki í þessum leik frá honum eða hinum tengiliðunum rétta bolta til að vinna úr. Af KR-ingunum komst Guðmundur Ingvason bezt frá þessum Ieik, en Magnús var einnig traustur í markinu. Annars er ekki ástæða til að hrósa KR-liðinu, það getur svo miklu meira en þetta, það hafa leik- menn þess sýnt í öðrum leikjum sínum í Islandsmótinu. Jóhann Torfason f baráttu við Einar Þórhallsson og Harald Erlendsson, Bjarni Bjarnason fylgist með álengdar. ÁRMENNINGAR mættu Haukum á heimavelli sínum í Laugardalnum á föstudags- kvöldið og urðu úrslit leiksins 2:1 fyrir Ármann og voru þau úrslit sanngjörn eftir gangi leiksins. Fengu Armenningarnir þarna tvö dýrmæt stig, því Haukarnir hafa verið taldir líklegir til stórræða í 2. deildinni I sumar. I þessum leik voru þeir mjög sprækir fyrstu 20 mínútur leiksins, en síðan datt allur botn úr leik liðsins og það var iangt í frá að sami bragur væri yfir Haukaliðinu í þessum leik og i fyrri leikjum liðsins i vor. Kannski leikmenn liðsins haldi að þeir séu orðn- ir yfirburðamenn í íþróttinni eftir hina góðu byrjun á keppnistimabilinu? Haukarnir voru fyrri til að skora i þessum leik, Guðmundur Sigmarsson gerði markið eftir að leikið hafði verið i stundarfjórðung. Eftir markið sóttu Ármenningar mjög i sig veðrið og Birg- ir Einarsson — sem fór illa með mörg góð færi í þessum leik jafnaði á 33. mínútu leiksins. í seinni hálfleiknum tryggði Jón Hermannsson Ármenning- um síðan sigurinn með sannkölluðu draumamarki úr aukaspyrnu af um 25 metra færi. Skrúfaðist knötturinn framhjá varnarvegg Hauka og i sam- skeyti marksins, algjörlega óverjandi fyrir markvörð Hauka. Birgir Einarsson var Haukunum skeinuhættur og þvl eins gott að stöðva hann I tfma. (Ijósm. RAX). Draumamark Jóns færði írmanni bæði stígin gegn daufum Hanknm omv>i KA-menn á skotekónum ÞAU urðu alls sjö mörkin í leik Reynis og KA í 2. deildinni á laugardag sem fram fór á gras- vellinum að Árskógi. Þar af máttu heimamenn hirða knött- inn fimm sinnum úr neti sínu, en gestirnir tvívegis. Leikið var í blíðskaparveðri, hita, en dálítilli norðangolu, og voru talsvert margir áhorfendur viðstaddir fyrsta ieikinn á grasi fyrir norðan. Leikmenn KA, sem ekki hafa verið á skotskónum í leikjum sinum í deildinni til þessa komu gírugir til leiks að þessu sinni, a.m.k. í upphafi. Vart var fyrsta mínútan liðin þegar Gunnar Blöndal skoraði fyrsta markið af stuttu færi. Gunnar var svo aftur á ferðinni þegar um korter var af Ieik og skoraði glæsi- mark frá vítateigi. Skömmu siðar var Gunnar enn á ferðinni, en að þessu sinni gripu varnarmenn Reynis til þess úrræðis að fella Gunnar innan vítateigs og vítaspyrna var dæmd. Ur henni skoraði Sigbjörn Gunnarsson. Þá var komið að heimamönnum að setja mark sitt á leikinn. Það gerði Björgvin Gunn- laugsson með góðu skoti úr vítateig. Örskömmu fyrir leikhlé jók Jóhann Jakobsson (Donni) forskot KA og þannig var staðan í hálfleik, fjögur gegn einu fyrir KA. Snemma I síðari hálfleiknum minnk- aði Jón Gunnlaugsson muninn fyrir Reyni, skoraði úr þvögu af stuttu færi. Síðan gekk hvorki né rak iengi vel hjá liðunum þrátt fyrir ágæt færi, einkum þó Reynis, fyrr en Sigbjörn Gunnars- son skorað með lausu skoti úr víta- teignum þegar um tiu mínútur lifðu af leik. Fleiri urðu mörkin ekki, fimm gegn tveimur fyrir KA, og tvö stig til Akureyrar. Leikurinn i heild var ekki sérlega vel leikinn. Þó mátti oft sjá skemmtilegan samleik KA-manna í fyrri hálfleiknum. en í þeim síðari gekk boltinn langtím- um saman mótherja á milli. Enn sem komið er virðist iið Reynis ekki hafa yfir sama baráttuviljanum að ráða og s.l. sumar. Það er þó trúa undirritaðs að liðið nái sér á strik þegar á líður, þegar til þess er litið að aðstaða liðsins til æfinga er ákaflega bágborin fyrr en hægt er að taka grasvöllinn í notkun, það er að segja í byrjun júní. Arnþór Öskarsson var ágætur dóm- ari þessa leiks. Sigb. G. Þorsarar slnppn með skrekkinn ÞÓRSARAR sluppu með skrekkinn á Húsavík á laugardag, þegar þeir mættu Völsungum f 2. deildinni. Þórsarar sigruðu með eina markinu sem skorað var I leiknum og var það skorað í upphafi leiksins. Varnarmaður Völs- unga hugðist senda til markvarðar, en sendingin var of laus og Oskar Gunn- arsson komst f milli og sendi knöttinn í netið. Sannkallað útsölumark, sem færði Þórsurum tvö kærkomin stig í safnið. í fyrri hálfleik buðu liðin annars upp á fremur tætingslegan leik og áttu liðin fá tækifæri til markskorunar. í síðari hálfleiknum tóku Völsungar hins veg- ar á honum stóra sinum, en Þórsarar virtust fremur óöruggir. Samt sem áð- ur tókst Völsungum ekki að jafna met- in þrátt fyrir góð tækifæri. Til að mynda komst hinn ungi og bráðefnilegi leikmaður Völsunga, Helgi Helgason, í gott færi, en skaut fram hjá. Þá átti Magnús Torfason, sem leikur nú að nýju með Völsungum, gott skot að marki sem Samúel varði vel. Þegar um tuttugu mín. voru af leik gerðist afar umdeilt atvik. Skotið var að marki Þórs og stefndi boltinn upp í hornið. Varn- armaður kom þá aðvifandi og virtist fiestum viðstöddum nema dómara og línuverði að varnarmaðurinn hefði blakað boltanum yfir markið með höndum. Var talsverð ólga í leikmönn- um Völsunga og áhorfendum eftir þetta umdeilda atvik. Völsungum tókst sem sé ekki að lagfæra stöðu sína og sátu eftir með sárt ennið. Það hefði hins vegar verið fyllilega sanngjarnt að Völsungar hefðu hlotið bæði stigin í þessum leik en ekki Þór, en það eru mörkin sem telja og að þessu sinni voru hamingjudísirnar á bandi Þórs- ara. Gísli Sigurðsson dæmdi leikinn og var afar önákvæmur í gjörðum sínum. Mætti hann til að mynda hafa í huga áður en hann leggur næst í slaginn, að sá brotlegi á aldrei að hagnast á broti sínu. Sigb.G. Sjálfsmark eftir 4 sekúndur —IBV borgaði 100 þúsund fyrir hvort stig á ísafirði SKYLDI það ekki hafa verið Islands- met I markaskorun er annar miðvörður liðs tBt setti á laugardaginn í leik við ÍBV I 2. deildinni. Eftir aðeins fjög- urra sekúndna leik hafði hann sent knöttinn I eigið mark og Vestmannaey- ingar tekið forystuna 1:0. Strax eftir upphafsspyrnu var knötturinn sendur langt fram völlinn og það var hlutverk Arnar Óskarssonar að koma knettinum sfðan rétta boðleið I netið. Örn náði þó ekki knettinum en það gerði annar miðvörður iBt-liðsins og óviðbúinn þessari óvæntu árás sendi hann knött- inn f eigið net. Ekki tókst betur til hjá hinum miðverði liðsins sem reyndi að stöðva Örn með þeim afleiðingum að hann tognaði illa og varð að yfirgefa völlinn. Eftir þessa orrahríð fyrstu sekúndur leiksins róaðist mannskapurinn og eft- ir að Tómas Pálsson hafði aukið for- ystu IBV í 2:0 með góðu skallamarki á 15. mínútunni má segja að leikurinn hafi verið búinn. Áfram var þó barizt af nokkrum krafti á miðjunni, en svo virtist sem ísfirðingar hefðu sætt sig við ósigurinn og Vestmannaeyingar gert sig ánægða með 2:0 sigur. Menn æstu sig eiginlega ekki upp aftur fyrr en farið var að gera upp reikningana, en þá kom i ljós að Vest- manneyingar þurftu að greiða 100 þús- und krónur fyrir hvort stig sem þeir fengu í ferðinni. Tapið á sjálfum leikn- um nam 14 þúsund krónum og hafði aðgangseyrir m.a. verið notaður til að greiða kostnað fyrir dómara frá Reykjavík 39.000 krónur. Hafði Einar Hjartarson reyndar verið með dómara- námskeið á ísafirði á laugardaginn, en ekki var haft samband við hann og hann beðinn að dæma, heldur menn sendir að sunnan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.