Morgunblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. JUNI 1976 25 Samkomulags- horfur í Ósló Símamynd AP f KVÖLDVERÐARBOÐI NORDLIS — Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, og Anthony Crosland, utanríkisráðherra Bretlands, spjalla saman í kvöldverðarboði Odvar Nordlis, forsætisráðherra Noregs, í gærkvöldi. FRAKKAR BYGGJA KJARN- ORKUVER í S-AFRIKU Framhald af bls. 1 ingar takast. Mér finnst hins vegar þegar liðið hefur á daginn að frekar hafi þok- azt i samkomulagsátt og and- rúmsloftið er betra en áður var. Því er auðvitað ekki að leyna að það sem gerzt hefur undanfarin misseri getur ekki verið grafið og gleymt eftir jafn harða og ill skeytta deilu og staðið hefur í um það bil hálft ár. Hinu ber ekki að neita að deilur enda með samningum þvi að ekki verður á móti því mælt að þrátt fyrir þrjú þorskastríð við Breta eigum við margvísleg önnur samskipti við brezku þjóðina, á sviði menningarmáia, viðskiptamála og siðast en ekki sízt á sviði heil- brigðismála. Þrátt fyrir stjórn- málaslit hefur haldizt gott og mikilvægt samband á milli Islands og Bretlands á sviði heil- brigðismála og ekki hefur staðið á brezkum læknum og sjúkrahús- um að koma til móts við óskir Islendinga i þeim efnum. Við verðum likaaðmetaþaðsem vel er gert, en megum ekki eingöngu muna það sem á móti okkur er gert þó að það taki okkur sárt og það taki tima að jafna sig og fyrnast. Þorskurinn er mikil- vægari fyrir okkur íslendinga til að lifa af en nokkuð annað. En lifið er samt meira en þorskur. Við tslendingar þráum að eiga vinsamleg samskipti og frið við aðrar þjóðir og þess vegna hefur það ávallt verið mín skoðun frá upphafi þessarar illvígu deilu að samningar innan skynsamlegra marka til mjög skamms tima myndu horfa til heilla fyrir íslenzku þjóðina. Við megum ekki láta gremju og tilfinningahita ráða gerðum okkar en þó að ég segi þetta allt nú þá þýðir það ekki að samningar við Breta séu komnir í heila höfn þegar þessi orð eru töluð." UNDIRNEFNDIR SKIPAÐAR Fyrsti samningafundur ráð- herranna Einars Ágústssonar ög Matthíasar Bjarnasonar með Anthony Crosland hófst hér í Ösló skömmu eftir að íslenzku ráð- herrarnir lentu á Fornebu- flugvelli. Hófst fundurinn kl. 12.30 að staðartima og stóð í um það bil klukkustund. A fyrsta fundinum urðu menn ásáttir um að skipaðir yrðu undirnefndir til þess að kanna einstaka efnisþætti og atriði sem upp komu. í undir- nefnd af Islands hálfu voru Hans G. Andersen sendiherra, Sigfús Schopka fiskifræðingur og Einar Ingvarsson aðstoðarmaður sjávar- útvegsráðherra. Kl. 17.00 hófst síðan nýr fundur. Áður en islenzku ráð- herrarnir fóru til þess fundar átti blaðamaður Morgunblaðsins stutt spjall við ráðherrana. Einar Agústsson sagði aðspurður um það um hvernig stjórnmálasam- bandi yrði komið á á ný, að hann liti svo á'að yrði samkomulag og forsenda stjórnmálaslita brysti myndi stjórnmálasambandi komið á af sjalfu sér. Matthias Bjarna- son kvaðst ekkert geta fullyrt á þessu stigi, hvort samningar næðust. Hins vegar kvað hann •ríkja betra andrúmsloft á fundun- >um en áður. Hann kvað niður- stöðu fundarins eða samningaum- leitananna ráðast af þvi hver niðurstaða þeirra atriða yrði sem undirnefndír fjölluðu um. Þeir þremenningarnir sem fjalla um þessi atriði kanna ekki sömu málefni heldur hafa þeir skipt sér niður á hin ýmsu mál til þess að flýta fyrir samningaumleitunum. Matthias sagði að skýrt hefði verið frá skoðunum og tiltekin atriði rædd. EFTIRLEGU FREIGÁTA? 1 samninganefnd Islands á þess- um fundi eru auk ráðherranna tveggja Hans G. Andersen sendi- herra, Einar Ingvarsson aðstoðar- maður sjávarútvegsráðherra, Guðmundur H. Garðarsson al- þingismaður, Þórarinn Þórarins- son alþingismaður og Sigfús Schopka fiskifræðingur. Anthony Crosland er eini ráðherrann í brezku sendinefndinni en aðrir eru embættismenn þar á meðal er Kenneth East, sem var sendi- herra Breta á Islandi þegar stjórnmálasamskiptum landanna var slitið, sat hann Crosland á hægri hönd. Fundirnir fara fram í sérstöku móttökuhúsi norsku rikisstjórnarinnar að Parkvej 45 í Ösló. íslenzka sendinefndin fór utan til Óslóar í gærmorgun með Sólfaxa, flugvél Flugfélags Is- lands. Um það leyti sem farið var af stað komu fréttir af því að ein freigátan af sjö sem verið hafa á Islandsmiðum undanfarna daga hefði enn um kl. 0.05 verið innan fiskveiðilögsögunnar. Stóð Einar Ágústsson þá í sambandi við stjórnstöð landhelgisgæzlunnar um Gufunesradió þvi að ef frei- gátan hefði verið þar enn er til Óslóar var komið hefði skilyrðum tslands fyrir samningaumræðum ekki verið fullnægt. CROSLAND VONAST EFTIR URSLITUM A ÞRIÐJUDAG Þegar á Fornebuflugvöll kom var þar fjöldi fréttamanna sem réðst að íslenzku fréttamönnun- um og spurði þá um væntanlega samningaviðræður. Eftir fyrsta fund ráðherranna sagði Crosland við blaðamann Morgunblaðsins að hann væri hvorki bjartsýnn né svartsýnn. Bjartsýni og svartsýni væri nokkurn veginn i jafnvægi. Hann kvaðst vonast til þess að fundum lyki með árangri á þriðjudag. Hann kvaðst þó reiðu- búinn til þess að vera hér áfram á miðvikudág ef þess þyrfti með. Samkvæmt upplýsingum sem brezkir blaðamenn fengu hjá blaðafulltrúa Croslands mun aðal- lega vera þráttað um tvö atriði á fundunum, en þau munu vera erf- ið engu að siður. Er það gildistími samkomulagsins sem tslendingar leggja áherzlu á að verði til 1. desember en Bretar hafa viljað láta gilda út árið. Hitt er hvað við tekur er hugsanlegur samningur rennur út. Islendingar hafa lagt á það áherzlu að Bretar afsöluðu sér rétti til frekari samningaum- leitana um veiðiheimildir Breta innan 200 milna þ.e. að þeir viður- kenndu fiskveiðilögsögu Islands. En Bretar vilja ekki fallast á slíkt. Hefur Frydenlund að sögn norskra blaðamanna lagt á það áherzlu að þessu atriði yrði algjör- lega sleppt og ekkert yrði um það sagt í hugsanlegum samningi hvað við tekur eftir gildi hans. Þess má geta að lokum að þegar fyrsti fundur samninganefnd- anna hófst voru 15—20 íslenzkir stúdentar fyrir utan gestahús norsku ríkisstjórnarinnar og báru þeir mótmælaspjöld og kröfðust þess að engir samningar yrðu gerðir milli Islands og Bretlands. Santo Domingo 31. maí AP. JUAN Carlos konungur Spánar og Sophia drottning hans komu f opinbera heimsókn til Dófnínikanska lýðveldisins í dag á leið sinni til Bandaríkjanna. En þetta fyrsta opinbera heimsóknin, sem Spánarkonungur fer i eftir að hann var krýndur konungur í nóvember sl. Hann sagði i ræðu, sem hann hélt við komuna til Santo Domingo, að hann vildi minna öll ríki S-Ameríku á spánska arfleifð þeirra og sagði að þrátt fyrir ýmsa erfiðleika gæfi þessi arfleifð Ííeirra örugga vissu um að þau gætu, sigrazt á erfiðleikunum. París 31. mai AP — Reuter. SAMNINGUR Frakka um að byggja kjarnorkuver i Afrfku hefur sætt mikilli gagnrýní f Frakklandi og erlendis. Frakkar unnu sigur í harðri samkeppni við V-Þjóðverja og sameiginlegt fyrirtæki Hollendinga, Sviss- lendinga og Bandarfkjamanna um byggingu orkuversins, sem kosta á 500 milljónir sterlings- punda. Verður orkuverið reist skammt frá Höfðaborg. Blaðið Le Monde sagði f rit- stjórnargrein í dag að ákvörðun Frakka um að byggja orkuverið bæri að harma, einkum vegna þess að Frakklandsforseti hefði er hann hlaut kosningu sagzt vera fylgjandi frjálslyndri stefnu í utanríkismálum. Leiðtogar mótmælendakirkj- unnar í Frakklandi hafa fordæmt samninginn á þeirri forsendu að hann hefði mikla hættu i för með sér á aukinni útbreiðslu kjarnorkuvopna. Talsmenn frönsku stjórnarinnar hafa visað þessari staðhæfingu á bug sem fáránlegri og að hér væri aðeins um hrein viðskipti að ræða. Tals- maður vinstri sinnaða Sameinaða sósialistaflokksins sagði að hér væri enn eitt skrefið á braut sam- vinnu Frakka við fasistastjórn S- Afriku. Sigur Frakka í samkeppninni hefur valdið miklu umróti í stjórnarherbúðum i V-Þýzkalandi og Hollandi og segja stjórnmála- fréttaritarar að hann geti orðið til þess að hollenzka stjórnin falli. SKÁKÞING tslands fór að venju fram á páskum og eins og komið hefur fram í fréttum lauk þvf með sigri Hauks Ang- antýssonar f landsliðsflokki. Hann hlaut 9 v. af 11 möguleg- um. 1 2. sæti varð Heigi Olafs- son með 8 v., 3. Ingvar As- mundsson 7 v„ 4.—6. Björn Þorsteinsson, Margeir Péturs- son og Júlfus Friðjónsson 6 v. o.s.frv. Keppnin í landsliðsflokki var mjög spennandi frá upphafi ti* loka. Helgi Ólafsson tók forys', una í byrjun og hélt henni þar til f síðustu umferðunum. Benti flest til þess lengi vel, að Helgi myndi vinna þriðja mótið í röðs Haukur, sem fór rólega af stað, sótti hins vegar stöðugt er á leið og þegar ein umferð var eftir voru þeir Helgi jafnir. I sfðustu umferðinni hélt Haukur ró sinni og vann Jónas P. Erlings- son örugglega, en taugar Helga virðast hafa brugðist; hann tap- aði fyrir Haraldi Haraldssyni og varð að láta sér nægja annað sætið. Er þó alls ekki þar með sagt að Haraldur hafi ekki verðskuldað vinninginn, það gerði hann svo sannarlega. Þetta er i fyrsta skipti sem Haukur verður skákmeistari ts- lands og þykir víst mörgum sem fyrr hefði mátt vera. Ég vil hinsvegar nota tækifærið og óska Hauki til hamingju með titilinn, hann er mjög vel að honum kominn. Skák eftir JÓN Þ.ÞÖR Frá skák- þingi Islands 1976 Hér birtist að lokum ein skák frá hendi hins nýja íslands- meistara. Hún var tefld f 9. umferð og hlýtur að rifja upp ýmsar minningar hjá þeim, sem tefldu við Hauk f „gamla daga“. Þegar hann nær sókn stenzt fátt fyrir, en mörgum hefur þótt sem Haukur hafi hægt nokkuð á sér upp á siðkastið. Hvftt: Haukur Angantýsson Svart: Margeir Petursson Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — a6, (Najdorfafbrigðið nýtur alltaf vinsælda. Eins og þessi skák sýnir er það þó stórhættu- legt, ef svörtum verður ein- hversstaðar fótaskortur). 6. Bg5 — e6, 7. f4 — Be7, 8. Df3 — Dc7, 9. 0-0-0 — Rbd7, 10. Bd3 — h6, (Eða 10. — b5, sbr. 15. ein- vigisskák Fischers og Spassky, 1972). 11. h4!? (Fram til þessa hefur skákin teflt „eftir bókinni“. Þennan leik hef ég hins vegar ekki séð áður, en að baki honum er skemmtileg hugmynd). 11. — Rc5, (Svartur áræðir ekki að taka manninn. Eftir 11. — hxg5, 12. hxg5 hefði áframhaldið getað orðið: a)12. — Hxhl, 13. Hxhl — Rg8, 14. Hh8 og vinnur, eða b) 12. — Rh7, 13. g6 — fxg6, 14. Rxe6 ásamt Rd5 og svartur fær engum vörnum viðkomið). 12. f5 — hxg5? (Leiðir beint til glötunar. Skást var sennilega að leika 12. — Bd7 ásamt langri hrókun). 13. hxg5 — Hxhl, 14. Hxhl — Rfd7, 15. Hh8+ — Rf8,16. Í6 (Svartur er varnarlaus). 16. — gxf6, — 17. gxf6 — Bd8, 18. Df4 — Bxf6, (Svartur ákveður að gefa manninn aftur, en það breytir engu um úrslitin). 19. Dxf6 — De7, 20. Dh6 — Bd7, 21 Rf5! (Snotur lokahnykkur!). 21. — exf5, 22. Rd5 — fxe4, (Betra var að gefast upp.) 23. Rxe7 — Kxe7, 24. Dh4+ og svartur gaf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.