Morgunblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 40
jhdo BVRJENDANAMSKEIO JUDODEILD ARMANNS ARIUHJLA 32, SÍMI 83295. J ÞRIÐJUDAGUR 1. JUNl 1976 HflDRVSTlTKKI HF. D0D0D0D04Í4I4Í4I SKÚLAGÖTU G'l - S:1356Q IDlDXf OSOG Kílóið af laxi sek á 1200 kr. í verzlunum LAXVEIÐI í net hófst 20. maí. Enn sem komið er er Iftið fram- boð á laxi og hann þvf f háu verði. Kostar hvert kg af laxi út úr búð 1000 krónur ef laxinn er seldur í heilu lagi en 1200 krónur kg ef laxinn er seldur f sneiðum. Verð- ið lækkar sfðan venjulega, þegar laxveiðar hefjast af fullum krafti og framboð eykst. Það er einmitt f dag að fyrstá áin verður opnuð fyrir stangaveiði. Er það Norðurá f Borgarfirði. Öðrum toll- verðinum sleppt úr varðhaldi Á LEIÐ UT — Brezka freigátan Torquay — F 43 á siglingu út úr íslenzku fiskveiðilandhelginni á sunnu- dagskvöld en hún mun síðan hafa haldið heimleiðis til Bretlands, því að hana var ekki að finna í nánd við miðlinuna í gærdag. Bretar féllust á skilyrðin og flotinn farinn út fyrir Vitað um einn togara á veiðum en varðskip stuggaði við honum ÞRJÁR brezkar freigátur og dráttarbátar bíða nú átekta á tveimur stöðum utan við miðlínu milli íslands og Færeyja en skipin sigldu út úr landheiginni aðfararnótt gærdagsins og fullnægðu þar með þeim skilyrðum er íslenzk stjórnvöld settu fyrir viðræðunum i Ósló s.em hófust í gær. Freigáturnar Sehilles, Diomede og Áx- mouth haida sig um 212 sjómílur austur af Hvalbak en fjórar freigátur sem hér voru, virðast hafa haidið heim- leiðis. Dráttarbátarnir eru hins vegar um 40 sjómílur fyrir utan miðlínuna vestur af P’æreyjum. f gær var einnig 21 brezkur togari á miðunum við island og voru þeir flestir eða 14 talsins á siglingu norður og vestur með landinu — áleiðis á Vestfjarðamið, að menn ætla. Tveir togarar voru á leið vestur með Suðurlandi en fimm togarar halda kyrru fyrir eystra og láta reka. Aðstoðar- skipin Othello og Hausa eru einnig eftir á miðunum. Að því er Gunnar H. Ólafsson hjá Landhelgisgæzlunni tjáði Mbl. í gærkvöldi, var vitað um einn brezkan togara, sem reyndi veiðar í gær en varðskip stuggaði við honum. Ennfremur lék grunur á því að annar togari hefði rennt veiðarfærum í sjó. tilkynningu fslenzku rfkisstjórn- arinnar sagói, að rfkisstjórnin hefði ákveðið — að fullnægðu því skilyrði að brezk herskip og flug- vélar hefðu yfirgefið 200 mflna fiskveiðilögsöguna kl. 21 þann dag — að kanna hvort unnt væri að ná samkomulagi til skamms tfma f fiskveiðideilunni við Bret- land. Myndu ráðherrarnir Einar Ágústsson og Matthias Bjarnason fara til Óslóar mánudaginn 31. maf til viðræðna við brezka utan- rfkisráðherrann. Á sunnudaginn kl. 4 var sfðan boðað til sameiginlegs fundar I utanrfkismálanefnd og land- helgisnefnd alþingis, þar sem nefndarmönnum var greint frá þessari ákvörðun ríkisstjórnar- innar að senda tvo ráðherra til viðræðnanna f Ósló. Þar lýstu fulltrúar stjórnarandstöðuflokk- anna sem fyrr yfir þvf að þeir væru andvfgir þvf að gengið yrði til samninga við Breta á þeim Það var kl. 9 á sunnudagsmorg- un, að rfkisstjórnir tslands og Bretlands gáfu út hliðstæðar vfir- lýsingar um viðræðurnar í Ósló. 1 Afli Dagnýj- ar 63 % stór- þorskur Siglufirði 31. maí MIKLAR annir voru f frysti- húsunum hér f bænum um helgina, en þá komu togararnir Dagný og Sigluvfk inn með afla. Var Dagný með rúmlcga 130 tonn af fiski og aflinn 7,5 milljóna króna virði. Voru 63% aflans stórþorskur af Skagagrunni, 31% var fiskur af millistærð og 6% smáfiskur. Sigluvfkin var með 70 tonn. m.j. grundvelli sem kynntur hefur verið hér heima. Létu fulltrúar stjórnarandstöð- unnar bóka eftirfarandi í því sambandi: „Fulltrúar stjórnarandstöðu- flokkanna í landnelgisnefnd og utanrikisnefnd taka enn fram, að þeir telja þann grundvöll að samningi við Breta sem kynntur hefir verið, óaðgengilegan og eru andvígir því að gengið verði til samninga á þeim grundvelli. Þeir telja, að áður en bindandi samningur við Breta er gerður beri að kalla Alþingi saman til að fjalla um málið.“ 1 Bretlandi sendu brezk stjórn- völd frá sér hliðstæða yfirlýsingu, þar sem sagði að brezki verndar- flotinn á islandsmiðum myndi yfirgefa fiskveiðlandhelgina kl. 21. Freigáturnar og dráttar- bátarnir fóru síðan ekki að tygja sig af miðunum fyrr en um kl. 9 eða eins og sagði í yfirlýsingunni. Freigáturnar þurftu siðan sumar hverjar að taka eidsneyti og einnig tók það dráttarbátana sinn tíma að komast út fyrir vegna þess hversu hæggengir þeir eru. Fóru þeir yfir miðlinuna um kl. 5 aðfararnótt mánudagsins eða Framhald á bls. 29 HARALDUR Henrýsson saka- dómari tjáði Morgunblaðinu f gærkvöldi, að öðrum toll- verðinum, sem setið hefur f gæzluvarðhaldi vegna tollmálsins, hefði þá um kvöld- ið verið sleppt úr haldi. Maður þessi hafði þá setið i gæzluvarðhaldi i 8 daga, en upphaflega var hann úr- skurðaður í allt að 20 daga gæzluvarðhald. Hinn tollvörð- urinn situr áfram í gæzlu- varðhaldi. Mennirnir eru báðir yfirtollverðir við Tollgæzluna i Reykjavík. Haraldur Henrýsson sagði að engar frekari fregnir væri að fá af rannsókn þessa máls á þessu stigi, en væntanlega væri hægt að skýra nánar frá málinu og rannsókn þess siðar í vikunni. Landbúnaðarvörur hækka: Mjólkurlítri hækk- ar um 3 krónur 1 DAG tekur gildi nýtt verð á landbúnaðarafurðum. Samkvæmt þessu nýja verði kostar hver mjólkurlitri nú 58 krónur en kostaði áður 55 krónur. Kflóið af súpukjöti, frampörtum og sfðum, hækkar úr 553 krónum f 584 krón- ur eða um 31 krónu. Orsakir þess- ara breytinga á verðlagi landbún- aðarvara eru hækkanir á rekstrar- liðum verðlagsgrundvallar Iand- búnaðarafurða og hækkun á smá- söluálagningu. Mest er hækkunin á áburði en sá liður verðlags- grundvallarins hækkar um 39,96% og liðurinn varahlutir f vélar hækkar um 30%. Samtals nemur hækkun grundvallarins 4,89%. Framhald á bls. 29 W Viðskiptaskuld Islands við Rússa 6700 miUj. Á að greiðast upp á næstu l'/z til 2 árum VIÐSKIPTASKULD Islands við Sovétrfkin nemur nú 6700 millj- ónum króna, samkvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl. aflaði sér f gær hjá Þórhalli Asgeirssyni ráðuneytisstjóra f viðskiptaráðu- neytinu. Eiga tslendingar að greiða þessa skuld á næstu 1!4 — 2 árum en greiðslan mun að hluta verða greidd f aukinni sölu á af- urðum okkar til Sovétrfkjanna. Þórhallur Ásgeirsson sagði, að allt fram tií ársins 1973 hefði ver- ið jafnvægi í viðskiptum islend- inga og Sovétríkjanna og þau far- ið fram á jafnkaupagrundvelli. Langmestur hluti þess, sem við keyptum af Sovétmönnum, voru olíuvörur og bensín. Þegar ólíu- kreppan varð um árið stórhækk- aði heimsmarkaðsverð á olíuvör- um og komst þá ójöfnuður á við- skiptin, sem haldizt hefur síðan og er viðskiptaskuldin nú orðin 6700 milljónir króna. Ef litið er á mánuðina janúar — marz á þessu ári, voru fluttar út vörur til Sovétrfkjanna fyrir 1607 milljónir króna en inn voru flutt- ar vörur fyrir 2369 milljónir. Munar þarna 762 milljónum okk- ur í óhag. Sömu mánuði i fyrra voru fluttar út vörur til Sovétríkj- anna fyrir 752 milljónir en inn fyrir 1187 milljónir króna. Sam- anburður milli ára er ekki raun- hæfur vegna gengisbreytinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.