Morgunblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. JUNI 1976 33 fólk f fréttum Karlmenn eru beztir á nóttunni — þegar þeir sofa + Catherine Deneuve hefur nú hafið leik I bandarískri mynd og hyggst leggja Bandarfkja- menn að fótum sér. Catherine er fædd árið 1943 og er brún- hærð að réttu lagi en hefur þó löngum skartað ljósum lokkum I hlutverkum sínum I frönskum kvikmyndum. Catherine Deneuve á börn með leikstjóranum Roger Vad- im og Marcello Mastroianni þó að ekki hafi hún verið gift þeim en hins vegar á hún engin börn með David Bailey, sem var hennar löglegi ektamaki um skeið. Burt Reynolds er mótleikari Deneuve I myndinni Hustle sem nú er verið að taka upp I Hollywood. Myndin er sögð vera sakamálamynd með ýms- um djörfum ástarsenum. f við- tali sem fréttamenn áttu við Deneuve lét hún ýmislegt flakka og ekki allt par gott um karlpeninginn. „Franskir karlmenn eru eig- ingjarnir fram úr hófi og það eru karlmenn en ekki konur sem hafa fundið upp á þessum diskótekdansi þar sem maður og kona komast aldrei I snert- ingu hvort við annað.“ „Annars á það við alla karl- menn að þeir eru beztir á nótt- unni milli klukkan 2 og 5 — þegar þeir annaðhvort eru sof- andi eða þá ekki svo uppteknir af sjálfum sér að þeir eru við- mælandi." Burt Reynolds og Catherine Deneuve I hlutverkum sinum + Söngvarinn Rod Stewart og lagskona hans, Britt Ekland, hafa nú látið lausa svftuna á Savoy Hóteli f London og búa nú í lúxusíbúð f Chelsea og þar segjast þau ætla að búa þar til þau flýja að nýju til Kalifornfu vegna skattaáþjánarinnar f Englandi. + Danny Suhre heitir þessi býflugnabóndi í Kalifornfu, sem af myndinni að dæma virðist vera með skeggprúðari inönnum. Svo er þó ekki held- ur er það kvikfénaðurinn sem hér gerir sér dælt við hús- bónda sinn. Danny tók eina drottninguna og setti hana á höku sér og leið þá ekki á löngu áður en vinnuflugurnar komu á vettvang drottningu sinni ti) þjónustu reiðubúnar. + Fyrir nokkrum dögum af- henti nýskipaður sendiherra Hollands, hr. Robbert Fack, forseta íslands trúnaðarbréf sitt að viðstöddum utanrfkis- ráðherra, Einari Agústssyni. Síðdegis þá sendiherrann boð forsetahjónanna ásamt fleiri gestum. Sendiherrann hefur aðsetur f Lundúnum. Yogastöðin — Heilsubót er fyrir alla Líkamsþjálfun er lífsnauðsyn. Að mýkja — styrkja — losa um spennu — og örfa endurnýjunarstarf líkamans er forsenda fyrir heilbrigði. Morguntímar — Dagtímar — Kvöldtímar. Yogastöðin — Heilsubót, Hátúni 6A, sími 27710. Höfum fyrirliggjandi VON ARX rústhamra G. Þorsteinsson og Johnson h.f. Ármúla 1. Sími 85533.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.