Morgunblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1, JUNI 1976 37 VELVAKAMDI Velvakandi svarar i síma 10-100 kl 14—15. frá mánudegi til föstu- dags 0 Góður forseti Kristln Guðmundsdóttir, 4 götu 2, Rauðavatni skrifar: Kæri Velvakandi, þökk fyrir siðast. Ég get ekki stillt mig um að skrifa þér línu og láta ánægju mína og minna í ljós með að fá að hafa Kristján Eldjárn doktor fyrir forseta næsta tímabil. Hann er maður, sem alveg sómir sér vel í sinni stöðu og er landi voru til sóma, bæði heima og erlendis. Ágætlega menntaður maður og vitur maður, góðgjarn og blátt áfram og í alla staði vaxinn sínu starfi. Megi drottinn blessa hann og hans ágætu konu. 0 Gölluð vara Jóna Hannesdóttir Reyni- grund 81 I Kópavogi skrifar: Leyfist verzlunum að svíkja gallaða vörur inn á viðskiptavini sína? Ég keypti kuldastigvél í skó- verzlun (Velvakandi sleppir nafninu) í Reykjavík. Mér var sagt að þetta væru ágæt stígvél, en væru á niðursettu verði vegna þess árstíma, sem nú fer í hönd. Þau litu líka ágætlega út og ég mátaði annað þeirra áður en kaupin voru gerð. Við nánari athugun reyndist vera svo mikið ósnið á þeim, að ógerningur er að ganga á þeim. Lagði ég því leið mina aftur i verzlunina og spurði kurteislega hvort ég mætti ekki leggja þau inn, þar sem þau væru ónothæf. Afgreiðslustúlkan brást hin versta við, og sagði það ekki koma til mála, og bætti því við, að ég væri i a.m.k. 10. manneskjan i dag (þetta var um hádegið), sem kæmi með sams konar stigvél til- baka, vegna sama galla, og væri hún alveg óhagganleg í því, að hún tæki þau ekki aftur. Ég spurði hana hvort þetta væri þá ekki sönnun þess, að verið væri að selja fólki ónothæfa vöru, en svarið var, að kaupandinn bæri sjálfur ábyrgð á þvi sem hann keypti. Verzlunin Iegði kapp á það að selja þessa vöru, en þær tæki ekki eitt einasta par aftur. Það er sjálfsagt rétt að kaupandinn beri ábyrgð á því sem hann kaupir, en þarna var ekki um augljósan galla að ræða, sem best sést á þvi að fleiri létu glepj- ast en ég. Finnst mér því rétt að vekja athygli fólks á þessu og segja, gætið vel að þvi sem þið eruð að kaupa. 0 Göngubrölt Þork. Hj. skrifar: Húsmóðir skrifar i Velvakanda hinn 19. maí sl. stutta klausu um Keflavíkurgönguna, er fór fram 15. maí sl. Þar segir „Húsmóðir" meðal annars: „Ævinlega er það jafn ömurlegt að sjá vellærða og frjálsa tslendinga beita sér fyrir striðs- og kúgunarvagn kommúnismans og með hverju ár- inu sem líður versna af honum sögurnar. Sízt ættu þær að vera gleðiefni lærðum mönnum sög- urnar frá Suður-Viet Nam og Kambódíu." — Já, þannig ritar „Húsmóðir", og svo sannarlega geta allir heil- brigt hugsandi íslendingar og óheilaþvegnir af Þjóðviljaáróðri tekið undir þessi orð með „Hús- móður". Nú, þegar e.t.v. hillir undir samninga við Breta í land- helgisdeilunni, tryllast kommar gjörsamlega, við að sjá óska- draum sinn að engu verða, um aó varnarliðið hverfi á brott og úr- sögn úr Nato sé alls ekki til umræðu. Og allt þeirra göngu- brölt milli Keflavikur og Reykja- víkur runnið út í sandinn. Árangurinn aðeins slitnir skó- sólar. 0 Áróðri laumað í barnastundina Þork. minnist á sögurnar frá Viet Nam og Kambódíu. Ekki hefur barnasöguhöfundurinn sænski Inger Sandberg eða lesari barnasögunnar um Friðbjörn Brandsson Sigríður Sigurðar- dóttir sýnilega áttað sig á þvi. I morgunútvarpinu er hún að segja böj-nunprtt upt Viet Nam, þar sem Bandaríkjamenn drápu menn, um að kommúnisminn sé það albesta, að hann segi ekkert annað en það sem Jesús Kristur sagði og svo framvegis. Hún er að reyna að telja börnunum trú um að Jesús Kristur hafi líklega sagt fyrir um hluti eins og þá sem nú eru að gerast í Suðaustur-Asiu, þar sem fjöldamorð fara fram eins og i Kambódíu. En tii hvers í ósköp- unum er íslenzkt ríkisútvarp að fara með þetta i barnastund, sem fólk varar sig ekki á? Líklega hafa útvarpsmenn ekki varað sig á lesaranum, þvi þessu er laumu- lega komið inn í söguna, allt í einu. Valið á þeirri sögu er þó áreiðanlega ekki gert af óvita- skap, eins og pistillinn var sl. laugardagsmorgun. alvarlegra en það, sagði David. — Það hefur ýmislegt gerzt sfð- an ég hitti þig sfðast. Má ég segja þér frá þvf. Enn einu sinni sagði hann sfðan frá atburðum sfðustu daga frá þvf hann hafði ekið út til hallarinnar, verið fagnað þar af Marcel og að sfðan hefðu skipazt veður f lofti. Hann sagði Gautier frá ferðinni til Spánar, frá viðræðum þeirra við Mme Desgranges og heim- komu þeirra. Hann sagði honum frá Lazenby og gullinu og sfðasta fundi sfnum og Mareel Carrier. Gautier hlutstaði af athygli eins og hans var vandi. ,— Þú virðist ekkert undrandi, sagði David, þegar hann hafði lokið máli sfnu. — I mfnu stafi verður maður aldrei hissa á neinu. Heldurðu þeim sé alvara í þvf að lögsækja Carrier. — Ég býst við þvf. En það getur tekið óratfma. Gautier brosti. — Öldungis hárrétt. En maður- inn er sterkrfkur og hann hefur efni á að ráða alla beztu lögmenn sem völ er á. Maður sem hefur komizt yfir gullstengur er ekki á flæðiskeri staddur. HÖGNI HREKKVISI „Þú^stendur í beðinu hans Högna!“ jazzBaLL©td8Kóu Búru Dömur athugið Nýtt 3ja vikna námskeið hefst 8. júní. h Líkamsrækt og megrun fyrir dömur á öllum aldri. líkcnn/icdsl + Morgun- dag- og kvöldtímar. Tímar 4 sinnum eða 2 í viku. Aðeins 2 námskeið fram að sumarleyfi. Uppl. og innritun í síma 83730. jazzDanedCQkdi búpu GARDENA FJOLBREYTT ÚRVAL SLÖNGUTENGI GARÐÚÐARAR UTSOLUSTAÐIR: Verslanir J. Zimsen, Reykjavfk Kron jðrnvöruverzlun, Reykjavlk, Byggingavöruverzlun Kópavogs, Kaupfélag Hafnfirðinga, Þakpappaverksmiðjan Garðahreppi, Kaupfélag Suðurnesja, Keflavlk, Gunnar Ásgeirsson h.f., Akureyri, Brynjólfur Vignisson, Egilsstöðum, Verzlunin Miðhús, Vestmannaeyjum, Verzlun J. Fr. Einarsson, Bolungarvik. unnai S^ógeitóóon k.f. SUÐURLANDSBRAUT 16. GLERÁRGÖTU 20. AKUREYRI. JVDO BYRJENDANÁMSKEIÐ Japanski þjálfarinn Naoki Murata 4 DAN þjálfar í öllum flokkum. Innritun og upp- lýsingar í síma 83295 alla virka daga frá kl. 13 — 22. JÚDÓDEILD ÁRMANNS ÁRMÚLA 32.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.