Morgunblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAC.UR 1. JÚNl 1976 LÆKNAR VIÐ METROPOLITANSJÚKRAHÚSIÐ í New York sýna fréttamönn um hluti, sem teknir voru úr maga manns nokkurs við 2 klst. uppskurð. Hér var um að ræða geðsjúkling og hafði hann m.a. gleypt 300 peninga og 200 aðra hluti, svo sem brotinn hitamæli, dósaupptakara, hnífapör, lykla bolta og keðjur. Sögðu læknarnir að þetta hefði engum skemmdum valdið á innyflum mannsins. Fley og fagrir litir Hörpu-skipamálning Verndar skipið gegn veðri, vindum og seltu, á ferðum þess um höfin. Hörpu-vinnuvélalakk mikilvægur þáttur í verndun og viðhaldi véla og tækja. Þaulreynd og örugg efni, sem í áratugi hafa staðizt, hina umhleypingasömu íslenzku veðráttu. Verndandi — fegrandi. HARRA SKÚLAGÖTU 42 Simamynd AP Vantar mann á Brendan Donegal tralndi 31. mai AP EINN af leiðangursmön- um á írska leðurbátnum Brendan, sem er á leið yfir Atlantshafið til Banda- ríkjanna, tognaði illa í upp- hafi ferðarinnar og verður að hætta við þátttöku. Hefur leiðangursstjórinn Tim Sverin auglýst eftir góðum siglingaljósmynd- ara til að taka sæti Peters Mullets. Leiðangursmenn eru nú að róa til Iona á vestureyjum Skotlands frá Donegal á írlandi, þar sem þeir vonast til að fá nýjan mann. Bátur leiðangursmanna er úr leðri, 13 metra lnagur og er tilgangur leiðangurs- ins að sanna að írski munk- urinn heilagur Brendan hefði getar siglt til Banda- ríkjanna á 6. öld og komið þangað 900 árum á undan Kólumbusi. Leiðangurs- menn lögðu upp 17. maí sl. Nýtt fiskistríð á Sikileyjarsundinu Mazara del Vallo 31. maf — AP iTALtUSTJÓRN sendi I dag f jög- ur herskip tii Sikileyjarsunds, þar sem átök hafa verið að undan- förnu milli ftalskra fiskiskipa annars vegar og skipa frá Túnis og Lfbýu hins vegar. ttölsk stjórn- völd sögðu að herskipin, sem eru tundurduflaslæðarar vopnaðir fremur litlum byssum, hefðu ver- ið send til þess að sinna eftirlits- störfum og koma f veg fyrir frek- ari árekstra. Á undanförnum vik- um hafa allmargir ftalskir fiski- bátar verið teknir þar á sundinu og færðir til hafna f Túnis og Lfbýu á þeim forsendum að þeir hafi verið að veiðum innan fisk- veiðlögsögu landanna. Fiskimenn frá hafnarbænum Mazara del Vallo á Sikiley, sem færir heim meir en helming af öllum fiskafla ítala, hafa svo vit- að sé farið nokkrum sinnum inn á fiskimið Túnis og Líbýu í leit að túnfiski, sardínum og ansjósum sem meira veiðist af uppi við Afríkuströnd. I fyrra sendu ítölsk stjórnvöld herskip á vettvang er túnískir sjóliðar skutu til bana ítalskan sjómann en ítalski bátur- inn hafði reynt að komast undan. Herskipaverndinni var hins vegar hætt fyrir nokkrum mánuðum eftir að Túnis og ítalia komust að almennu samkomulagi um fiski- miðin. A-Timor sameinast Indónesíu Dili 31. maí — AP. ALÞÝÐUÞING Austur-Timor samþykkti f dag einróma sam- einingu landsins við Indónesfu og batt þar með enda á 400 ára nýlendustjórn Portúgala. Allir þingmennirnir, 28 talsins, sem eru fulltrúar hinna 13 héraða, þ. á m. höfuðborgarinnar Dili, lýstu fordæmingu sinni á ný- lendustefnu Portúgala og til- raunum þeirra til að sporna gegn sjálfsákvörðunarrétti til handa hinum 600,000 fbúum landsins. Sérstök sendinefnd mun bráðlega, sennilega á laug- ardag, fara flugleiðis til Jakarta til að gera rfkisstjórn Indónesíu grein fyrir úrslitum atkvæðagreiðslunnar. Þingfundurinn í dag var sá fyrsti frá því að borgara- styrjöldin brauzt út í ágúst s.l. Austur-Timon er nú undir stjórn hersveita hlynntum Indónesum, en þær hófu stór- sókn í desember. Aðeins örfáir flokkar Fretelin-skæruliðanna, sem berjast fyrir sjálfstæði Austur-Timor, hafast enn við í fjalllendinu. Meir en 5000 Timorbúar söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið f dag og sungu „Lengi lifi Suharto for- seti og lengi lifi sameining við Indónesíu". Egyptar vilja fulla aðild PLOað Arababandalaginu Kaíró 31. maí Reuter, STJÓRN Egyptalands lagði í dag til við Arababandalagið, að PLO, Frelsishreyfing Palestínu, yrði veitt full aðild að bandalaginu, en PLO er aukaaðili án atkvæðisrétt- ar f bandalaginu nú. Beiðni þessi var lögð fram formlega f dag af Ismail Fahmi utanrfkisráðherra Egyptalands í bréfi til aðalritara bandalagsins Fahmoud Riad. Fréttaskýrendur túlka þessa beiðni Egypta sem aðgerð til að auka samstarf og einingu Egypta og PLO í kjölfar mikils ágreinings þeirra um, ástandið i Miðaustur- löndum. Leiðtogar PLO fordæmdu fyrir 9 mánuðum samkomulag Egypta við ísrael um gagnkvæman brott- flutning herja í Sinaieyðimörk- inni og kölluðu samkomulagið svik við málstað Araba. Leiðtogar PLO og Egypta sátu nýlega á rök- stólum til að fjalla um ástandið í Miðausturlöndum þ. á m. ástandið í Libanon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.