Morgunblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNI 1976 15 Isak Jónsson innleiddi hljóð- kennsluaðferðina við lestur Skólagjald fyrir 5 ára börn er kr. 10.000 á skólaárinu frá hausti til vors, en kr. 6.000 fyrir aðra aldursflokka. Laun kennara eru greidd úr ríkissjóði. Borgin sparar árlega stórfé í útgjöldum vegna framtaks og framlaga foreldra, sem átt hafa börn í skólanum. Skólanefnd Skóla Isaks Jóns- sonar hefur boðað til þessarar samkomu til þess að minnast 50 ára afmælis skólans. Býð ég ykkur öll hjartanlega velkomin. Sérstaklega vil ég bjóða Birgi ísleif Gunnarsson, borgarstjóra og konu hans, frú Sonju Back- man, Vilhjálm Hjálmarsson, menntamálaráðherra, og konu hans, frú Margréti Þorkels- dóttur, og frú Sigrúnu Sigur- jónsdóttur, ekkju tsaks, börn þeirra og frændfólk velkomið, ásamt kennurum skólans og mökum þeirra. Einnig býð ég frétta- og blaðamenn velkomna. Mér þykir hlýða að skýra í upphafi frá dagskrá samkom- unnar, sem fer fram á efra gangi skólans: Hún hefst klukkan 2 með ávarpi formanns skólanefndar. Tvær stúlkur, Sigrún Andra- dóttir og Sigrún Karlsdóttir, afhjúpa brjóststyttu af Isaki Jónssyni, skólastjóra, sem gerð er af Sigurjóni Ólafssyni, myndhöggvara. (Litlu stúlkurnar bera ömmunöfn sín: frú Sigrúnar konu tsaks og frú Sigrúnar Ingólfsdóttur alþingismanns frá Fjósatungu, en sonur hennar, Karl Kristjánsson, Karlssonar skóla- stjóra á Hólum er tengdasonur ísaks og frú Sigrúnar). Birgir tsleifur Gunnarsson, borgarstjóri, og Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráð- herra, flytja stutt ávörp. Síðan verður gengið um skólastofurnar sjö, uppi og niðri, svo og um ganga skólans. Sýndar verða myndir og teikningar, sem börnin hafa gert. Þar á meðal myndskreytt saga skólans með skýringum. Fjölritað hefur verið blað með sögum, ævintýrum, stuttum lýsingum, frásögnum og ljóðlínum, sem börnin hafa samið. Blaðið er til sölu á kr. 200 eintakið. I efra gangi skólans og í kennarastofu verða fram- reiðsluborð með kaffiveiting- um og snyddum, sem ætlast er til að neytt verði í ganginum, er menn gera hlé á skoðunar- ferðum sinum. XXX ísak var borinn og barn- fæddur 31. júlí 1898 að Gilsár- teigi í Eiðaþinghá i Suður- Múlasýslu. Hann andaðist 3. desember 1963. Foreldrar hans voru hin góð- kunnu hjón Jón hreppstjóri að Seljamýri I Loðmundarfirði, Þorsteinsson og kona hans Ragnheiður Sigurbjörg, ljós- móðir, ísaksdóttir, bónda frá Eyvindará í Eiðaþinghá. Isak varð búfræðingur frá Hvanneyri vorið 1919, tvítugur að aldri. Hann sótti síðar alþýðuskólann að Eiðum 1920—21. ísak tók próf fr^ Kennara- skóla íslands 1924. Naut hann þar kennslu Magnúsar Helga- sonar, skólastjóra, frá Birtinga holti, hins ágæta skólamanns, og nokkurra þjóðkunnra manna annarra, þar á meðal Ásgeirs Ásgeirssonar, síðar for- seta. Isak sótti kennslustundir í norrænudeild Háskóla islands hjá Sigurði Nordal 1924—26. Hann sótti kennaranámskeið í Lýðháskólanum I Askov á Jót- landi 1926 og fór námsferð um Norðurland sama ár. Isak veitti því athygli, er hann hóf kennslu í Miðbæjar- skðlanum, og æfingadeild Kennaraskólans, í forföllum Ásgeirs Ásgeirssonar, hve árangur af lestrarkennslu var grátlega lélegur. Taldi isak, að það hlytu að vera til fleiri og betri aðferðir til þess að kenna börnum lestur en gamla ,,staut“ eða stöfunaraðferðin. Ný aðferð við lestrarkennslu hafði rutt sér til rúms í Þýzka- landi um miðja 19. öld og höfðu Svíar tekið hana upp eftir Þjóð- verjum. Var þetta hin svonefnda hljóðaðferð. Jón Þórarinsson skólastjóri Flensborgarskólans i Hafnar- firði frá 1882—1908 og Jóhannes Sigfússon, sam- kennari hans, gáfu út tímarit um uppeldi og menntamál á árunum 1888—1892. I þessu tímariti er hinni nýju aðferð við lestarkennslu lýst rækilega og mælt með henni. Jón Þórarinsson var fræðslu- málastjóri frá 1908 til dauða- dags 1926. Hvernig sem á því hefur staðið, virðist hann sem fræðslumálastjóri ekki hafa beitt sér fyrir því að hljóðað- ferðin yrði almennt innleidd við lestrarkennslu hér á landi, þegar til kastanna kom, enda hafði hljóðaðferðin ekki verið sérhæfð fyrir islenzka tungu. Þar varð Isak Jónsson braut- ryðjandinn. XXX I ítaliu var uppi, á árunum 1870—1952 mjög merk kona, Maria Montessori, sem var höfundur að sérstöku kennslu- kerfi, Montessorikerfinu. Fyrstu bók sina um kerfið birti hún árið 1912. Hún tók próf í læknisfræði við háskólann i Róm 1894, og var fyrsta konan í Italíu, sem lauk prófi i læknisfræði. Henni var falið að kenna þroskaheftum börnum og tókst kennslan svo vel, að undrum þótti sæta. Datt henni þá í hug að nota mætti aðferðina við kennslu yngri barna í einka- skólum eða skólum, sem nytu styrks af almanna fé. Aðal- atriðið væri að vekja áhuga barnanna og gera kennsluna skemmtilega og lifandi. Sagði hún, þegar hún hafði kynnt sér kennsluaðferðir víðs- vegar í Evrópu, að farið væri með börnin eins og fiðrildi, sem raðað væri upp á prjóna. Yrði þetta ekki til að þroska börnin, þvert á móti til þess að eyði- leggja þau. Nauðsynlegt væri að sinna sérþörfum einstakra barna. XXX ísak leitaði árið 1928 á vit valdsmanns, sem þá var mikils megandi, og fór fram á styrk til siglingar í því skyni að kynna sér nýjar aðferðir við lestrar- kennslu, en fékk daufar undir- tektir. Isak útvegaði sér þá lán til ferðarinnar og var forseti bæjarstjórnar, Guðmundur Ásbjörnsson, ábyrgðrmaður, og sparisjóður Rvk og nágrennis lánveitandinn. Isak stofnaði Skóla ísaks Jónssonar haustið 1926 fyrir börn á aldrinum 6—8 ára. Hafði skólinn fyrst aðsetur i einni stofu í Miðstræti 12, og voru fyrsta árið 12 börn í skólanum. XXX Þegar ísak hafði rekið skól- ann fyrir eigin reikning i 20 ár, hafði tilkostnaður vaxið svo vegna styrjaldarinnar, að hann treysti sér ekki til þess að halda lengur áfram, vegna halla- reksturs. Boðaði ísak um vorið 1946 til fundar foreldra, sem áttu börn í skólanum. Hinn 6. maí 1946 hafði skólanefnd verið kosin og skipuðu hana þau: Sveinn Benediktsson, formaður, Gunnar Espholin Benedikts- son, varaformáður, Felix I tilefni af afmæli skólans var honum gefið rafmagnsorgel úr Minningarsjóði Isaks Jónssonar og foreldra hans. Frú Magnús- ína Magnúsdóttir, sem starfaði sem ráðskona við skólann í 30 ár, gaf kr. 50.000,- til minningar um ísak. Ræstingafólk hefur gefið fallega blómakörfu. Kennarar skólans hafa unnið mjög mikið starf að þessu sinni eins og oft áður í sjálfboða- vinnu að undirbúningi sýninga skólans. Hafa þeir sérstaklega vandað til þessarar afmælissýn- ingar, vegna 50 ára starfsemi Skóla Isaks Jónssonar. Skólastjóri, starfandi kennar- ar og fyrrverandi, ásamt börn- um Isaks hafa gefið sýningar- vél til skólans, sem kostar á annað hundrað þúsund krónur. Hinn góði andi, sem ríkir og rfkt hefur í röðum kennara frá upphafi, verður aldrei full- þakkaður. XXX Isak var að sjálfsögðu skóla- stjóri i einkaskóla sínum frá Ræða Sveins Benediktssonar, formanns skólanefn dar Sjálfseignarstofnun arinnar Skóla Isaks Jónssonar á 50 ára afmæli skólans Guðmundsson ritari, ísak Jónsson, skólastjóri og frú Að- albjörg Sigurðardóttir, sem átti nána samvinnu við Isak í fræðslu- og uppeldismálum, allt frá því að hann hóf einkaskóla sinn 1926. Siðar átti hún sæti i skólanefndinni í 38 ár til dauða- dags 1974. Hún var eldhugi, er hafði ómetanlega þýðingu fyrir eflingu skólans. SUMARGJÖF Isak átti sæti i stjórn Barna- vinafélagsins Sumargjafar frá 1929 og var formaður félagsins frá 1940—55. Var kona ísaks, frú Sigrún kennari Sigurjóns- dóttir, hans önnur hönd í því mikla starfi. Hún var ættuð frá Ingveldarstöðum í Hjaltadal. Þar ráku þau hjón búskap frá 1944 til æviloka ísaks. Þau giftust 12. febrúar 1938. Varð þeim 5 barna auðið: Gylfa, verkfræðings, Andra, uppeldis- fræðings, prófessors í uppeldis- fræði við Háskóla íslands, Ragnheiðar Sigurbjargar, hjúkrunarkonu, Elinborgar, kennara og Sigurjóns Páls, stúdents, starfsmanns við Orku- stofnunina. XXX Isak Jónsson ólst upp í skauti náttúrunnar við landbúnaðar- störf i skjóli ágætra foreldra. Hann hleypti heimdraganum snemma. Hann kynntist fjölda manns, og var fróðleiksfús og áhugasamur um fræðslumál barna og unglinga. Þar var hann í allra fremstu röð. Jafnframt var Isak svo fram- kvæmdasamur um þessi mál, að nær allir, sem til þekktu hrifust af eldmóti hans og vildu veita honum brautargengi. Isak valdi Sjálfseignarstofn- uninni Skóla ísaks Jónssonar kjörorð, sem marka skyldu stefnu skólans: STARF, HÁTTVÍSI, ÞROSKI, HAMINGJA Það hefur sannast á Skóla Isaks Jónssonar, að „mjór er mikils vísir“, þvf að í stað 12 barna í einni deild, sóttu skól- ann i vetur 529 börn á aldrinum 5—8 ára í 21 bekkjardeild. Við skólann starfa 19 kennarar og er skólaárið frá 1. september til maíloka, eða i 9 mánuði. Kennslutími á dag er hjá hverj- um nemanda tvær og hálf klukkustund. 1926—1946. Isak var skólastjóri Sjálfseignarstofnunarinnar Skóla Isaks Jónssonar árin 1946—1963, að einu ári undan- teknu, þegar frú Sigrún kenn- ari, Sigurjónsdóttir gegndi skólastjórastarfinu í fjarveru eiginmanns sins. Aðrir skólastjórar hafa verið: Helga Magnúsdóttir 1963—65 i 2 ár, Högni Egilsson 1965—69 í 4 ár og Anton Sigurðsson 1969 og er það enn. Lestrarkennsla með hljóðað- ferðinni fer mjög eftir tungu- málum og stafsetningu orðanna í hinum ýmsu þjóðtungum. Við ísiendingar eigum því láni að fagna, að stafrófið ís- lenzka hefur tvo stafi, ð og þ. sem vantar í stafróf flestra ann- arra þjóða. BYGGING SKÓLANS Bygging skólahússins var lengi i undirbúningi. Stofn- kostnaðurinn við byggingu skólans 1952—4 var greiddur að öllu leyti með fé foreldra þeirra barna, sem skólann sóttu. Virtust allar dyr lokaðar til lántöku til byggingarinnar. Þá kom sér vel að kosinn hafði verið í skólanefndina Gúnnar Espholin Benediktsson löfræð- ingur síðar hrl. Hann hafði m.a. annast fasteignasölur. Sonur hans, Birgir ísleifur Gunnars- son núverandi borgarstjóri var nemandi í skólanum. Gunnar lagði til að gefin yrðu út hlut- deildarskuldabréf með veði i skólabyggingunni. Til endur- greiðslu á nokkrum árum. Bréf- in yrðu síðan seld foreldrum barnanna og öðrum velunnur- um skólans. Reyndist þetta heillaráð og bjargaði málinu. Þáverandi borgarstjóri Bjarni Benediktsson fékk sam- þykkt í borgarstjórn, að borgin keypti kr. 500 þúsund í þessum hlutdeildarskuldabréfum en meginhlutann keyptu foreldrar barnanna. Bréfin voru endur- greidd að fullu. Loks hefur viðhaldskostnað- ur byggingarinnar, ræstingar- kostnaður, ljós og hiti, stein- steyptur leikvöllur, húsbúnað- ur, kennslutæki og pappír verið greiddur af skólagjöldum og gjöfum foreldranna. Byggingarmeistarar skólans voru Indriði Nfelsson og Ragn- ar Finnsson. Leystu þeir störf sin af höndum með miklum ágætum. XXX ÍSLENZK MENN- INGARARFLEIFÐ Á Islandi hefur stafrófið ver- ið nær hljóðbrigðum málsins en hjá öðrum þjóðum. Snorra-Edda, sem er kennslu- bók í skáldskap og kenningum, hefur átt ómetanlegan þátt i varðveizlu íslenzkunnar til þessa dags. Rit Snorra Sturlu- sonar og staffræði og orðafræði Ólafs lögsögumanns hvita- skálds, Þórðarsonar, bróðurson- ar Snorra, hafa átt ríkastan þátt í því að bjarga tungunni og æfa hugsunina á hinum myrku mið- öldum kúgunar og fátæktar. Islenzkar bókmenntir frá þjóðveldistímanum og rímurn- ar voru leikfimi hugans, sem þroskuðu landsmenn svo, að þeim reyndist fær, þegar fullt þjóðfrelsi var endurheimt með stofnun lýðveldisins 17. júní 1944 að ganga fram í fylking frjálsra þjóða sem andlegir jafnokar þeirra. Þegar landsmenn þurftu ekki á meiri orðaforða að halda vegna starfa sinna, en 1000 til 2000 orðum, nam orðafjöldinn um 200 þúsund orðum, að sam- settum orðum meðtöldum. XXX tsaki Jónssyni skólastjóra tókst að laða hljóðaðferðina við lestrarkennslu á fslenzkri tungu, svo að þessi lestrarað- ferð hefur reynzt hafa yfir- burði yfir aðrar kennsluaðferð- ir hér á landi f þvf efni. I samræmi við stefnu skól- ans, lagði ísak skólastjóri ríka áherzlu á háttvísi. Börnum hef- ur verið kennt að tala i síma, einnig hefur þeim verið inn- rætt góð og tillitssöm fram- koma og lögð rík áherzla á um- ferðarfræðslu. Baldur Skarp- héðinsson, rafvirkjameistari, kom upp hátalara- og símkerfi i skólanum fyrir 1 /8 hluta verðs. Afbrigðileg börn njóta sér- kennslu. ísak hefur ritað fjölda greina og bóka til leiðbeiningar við kennslu. Gagn og gaman, sem Isak samdi með Helga Elíassyni, fræðslumálastjóra, hefur verið gefið út i 190.000 eintökum. Skólanefndin hefur ráðið Gunnar M. Magnús rithöfund til að rita sögu skólans. Honum til aðstoðar er ritnefnd, er þeir skipa Andri Isaksson, Anton Sigurðsson og Helgi Elíasson Skólanefnd Sjálfseignar- stofnunarinnar Skóla Isaks Jónssonar skipa fimm menn og eru þrfr kosnir af foreldrum barnanna, sem skólann sækja, en tveir eru tilnefndir af borg- arstjórn til fjögurra ára, eftir hverjar borgarstjórnarkosning- ar. 1 núverandi skólanefnd eru: Sveinn Benediktsson, formað- ur, Andri tsaksson, varaformaður, Bjarni Helgason, ritari, Helga Magnúsdóttir og Ingunn Árnadóttir. Frú Sigrún Aðalbjarnardótt- ir hefur starfað lengst allra sem kennari við skólann eða f 32 ár og gerir það enn. Hún kom tvftug að skólanum. Frú Sigrúnu, skólastjórum, kennurum og öðru starfsfólki, vil eg fyrir hönd skólanefndar- innar þakka svo gott samstarf, að á betra verður ekki kosið, f þau 30 ár, sem eg hefi verið formaður skólanefndarinnar. Góð samvinna hefur verið milli skólans og foreldra þeirra barna sem sækja skólann. Aðalatriðið ér, að börnunum þyki gaman að sækja skólann. Það er gagnkvæmt, að kennarar og börnin njóta þess að vera f skólanum og starfa þar f anda lsaks Jónssonar. Við væntum þess, að andi ís- aks skólastjóra svffi þar yfir vötnum um alla framtfð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.