Morgunblaðið - 10.06.1976, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JUNI 1976
3
Nokkrum þús. króna stolið
úr Sparisjóði Kópavogs
Þjófarnir stálu lyklum sparisjóðsstjórans og komust þannig inn
VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegsins
er nú tekið að fjalla um verð-
ákvörðun á loðnu vegna hugsan-
Veiðarfæri könnuð
LANDHELGISGÆZLAN hef-
ur að undanförnu fylgzt vel
með erlendum skipum, sem
hér stunda veiðar innan fisk-
veiðilögsögunnar. Um hvíta-
sunnuna bar þessi starfi varð-
skipanna þann árangur að
vestur-þýzki togarinn Bremer-
haven var staðinn að veiðum
með ólöglegan poka. Var hann
strikaður út af skrá þeirra
þýzku togara, sem heimild
hafa til veiða innan 200 míln-
anna.
Samkvæmt upplýsingum
Gunnars H. Ólafssonar, skip-
herra, voru í gær 22 brezkir
togarar að veiðum við landið,
tveir voru á heimleið og einn á
leiðinni til landsins. Þá var
21 vestur-þýzkur togari að
veiðum við landið og einn á
leið utan. Þrir Belgar voru að
veiðum og tveir Færeyingar.
legra loðnuveiða I sumar.
Rannsóknarskipið Bjarni
Sæmundsson mun fara til loðnu-
rannsóknar og leitar norður af
Vestfjörðum og Norðurlandi
seinna í þessum mánuði en síðan
er gert ráð fyrir að hefja tilrauna-
veiðar á loðnu um mánaðamótin
júní—júlí.
Að sögn Hjálmars Vilhjálms-
sonar, fiskifræðings, leggur
Bjarni Sæmundsson upp i rann-
sóknarleiðangur umhverfis
landið þessa dagana og mun hann
í leiðinni kanna svæðið norður í
hafi með tilliti til loðnunnar.
Rannsóknarskipið er síðan
væntanlegt til hafnar aftur um
16. júní og í kringum 20. júní
heldur skipið síðan í leiðangur
gagngert til að athuga svæðið
norður af Vestfjörðum og fyrir
Norðurlandi og leita þar loðnu.
Hjálmar sagði, að sjávarútvegs-
ráðuneytið hefði fyrir nokkru
auglýst eftir skipum sem hefðu
hug á að taka þátt í tilraunaveið-
um á loðnu í sumar og fengið
margar umsóknir. V,æri gert ráð
fyrir 4—5 skipurf til þessara
veiða og væri ætlunin að þau
Framhald á bls. 18
ÞJÓFAR voru á kreiki í Spari-
sjóði Kópavogs 1 fyrrinótt. Kom-
ust þeir inn 1 sparisjóðinn með
lyklum sparisjóðsstjórans, sem
þeir höfðu stolið á heimili hans
fvrr um nóttina. Ekki komust
þjófarnir inn f peningageymslu
sparisjóðsins, sem er mjög ramm-
byggileg, og það eina sem þeir
höfðu upp úr krafsinu voru nokk-
ur þúsund króna í peningum, að
sögn rannsóknarlögreglunnar f
Kópavogi.
Ekki voru þetta einu þjófngð-
irnir í Kópavogi þessa sömu nótt.
Þjófarnir fóru einnig upp á efri
hæðir hússins Digranesvegur 10,
þar sem sparisjóðurinn er til
húsa. Brutu þeir upp hurðir hjá
sjúkrasamlaginu og tann-
lækningastofu. Ollu þeir miklum
skemmdum en munu hafa haft
lítið upp úr krafsinu. Auk lykl-
anna stálu þeir peningaveski úr
buxum sparisjóðsstjórans og
sömu leiðis stálu þeir veski með
nokkrum tugum þúsunda í öðru
húsi í Kópavogi. Komust þjófarn-
ir inn í báðar íbúðirnar með því
að reisa stiga upp að svölum.
Voru íbúar í báðum íbúðunum í
fasta svefni.
Rannsóknarlögreglan i Kópa-
vogi hefur mál þetta til rannsókn-
ar. Hefur hún beðið Mbl. á koma
því á framfæri, að ef einhver hef-
ur orðið var við ferðir bifreiðar-
innar Y — 100 þessa umræddu
Framhald á bls. 18
Þessi mvnd var tekin 1934 af Robert Kenneth Wilson við Loch Ness
og á að sýna Nessie. Sumir hafa haldið þvf fram að hér væri um
bakugga á.hval að ræða.
Leiðangur New York Times:
Nú á að upplýsa Loch
Ness leyndardóminn
Morgunblaðið kaupir einkarétt
á fréttum og myndum
UM ÞESSAR mundir stendur
yfir við Loch Ness i Skotlandi
umfangsmesta og nákvæmasta
tilraun, sem gerð hefur verið til
að ganga úr skugga um hvort
einhvers konar skepna eða
skrýmsli á sér bústað í vatninu.
Leiðangur þessi, sem skipaður
er um 30 þekktum bandarísk-
um visindamönnum, verkfræð-
ingum og tæknimönnum, er
gerður út af bandariska stór-
blaðinu New York Times og
bandarísku visindaakademí-
unni. Takmark leiðangurs-
manna er að komast að því i eitt
skipti fyrir öll hvort eitthvert
óvenjulegt fyrirbæri sé að
finna í Loch Ness, hvað sem það
kann að vera, og verður störf-
um ekki hætt fyrr en gátan
hefur verið leyst. Leiðangurinn
kann að taka 2—3 vikur, allt
sumarið, og fari svo, að ekki
fáist niðurstaða á þessu ári,
verður að ári haldið áfram með
enn fullkomnari tækjabúnaði
ef unnt verður að finna slfkan
búnað. Leiðangursmenn hafa
hins vegar á aö skipa einhverj-
um fullkomnasta ljósmynda-,
bergmálsmælinga- og liffræöi-
rannsóknarbúnaði, sem völ er
á. Morgunblaðið hefur keypt
einkarétt á íslandi af frásögn-
um og myndum af leiðangrin-
Dr. Robert Rines leióangurs-
stjóri t.v. við undirbúningsstörf
um borð 1 leiðangursskipinu á
Loch Ness nú í vikunni. ásamt
dr. Harold Edgerton frum-
kvöðli á sviði neðansjávarljós-
myndunar.
um og mun ásamt nokkrum
stærstu blöðum heims flytja
fyrstu fréttir. Á laugardag og
sunnudag birtast i blaðinu
fyrstu greinarnar og myndirnar
frá leiðangrinum og siðan jöfn-
um höndum eftir þvi sem þær
berast til blaðsins.
Tilraunaveiði á loðnu
hefst um mánaðamótin
f
mm
mmmm
Olíuverzlun ísiands hefur
keypt eignir British Petroleum hér á landi.
Á næstunni mun nýtt, íslenskt einkenni,
stuttnefniö OLÍS taka við af BP merkinu.
Bensintankar, birgðageymslur, bifreiðar
og tæki féiagsins verða m.a. þannig
merkt framvegis. Olís hefur þó áfram
umboð fyrir BP og MOBIL oiíur og aðrar
vörur þessara framleiöenda.
OLÍUVERZLUN
ÍSLANDS HE
m