Morgunblaðið - 10.06.1976, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JUNl 1976
J6n Stefánsson og Þorvald-
ur Skúlason í Listasafni ASI
I TILEFNI Listahátírtar hefur
verið opnuð óvenju skemmtilee
sýninp í Uistasafni A.S.Í., sem
er til húsa á þrióju hæð í húsi
Alþýóubankans vió Uaupaveí;.
held, aó fullyróa mepi, aó
þessi sýninK sé ein af t)estu
sýninpum. sem peróar hafa ver-
ió á íslenskri list. Hún er sér-
lejja vönduó on ekki of stór í
snióum til þess aó snobba þurfi
fyrii* meóalmennskunni, sem
því mióur er dra«bítur á mörK-
um samsýninKum, sérstaklepa á
seinni árum.
Sú hupmynd aó koma saman
sýninpu, sem I)\kj>ó er á verk-
um þeirra Jóns Stefánssonar og
Þorvalds Skúlasonar, er aó mín-
um dómi áj>æt. Báóir ei«a þess-
ir menn einn mestan þátt í því
aó hafa stutt þannÍK aó ís-
lenskri myndlist, aó hún hefur
oróió meira en föndur oj> nátt-
úruskoóun. Jón Stefánsson er
um marpt okkar merkilejtasti
myndlistarmaóur á þessari öld
oj; kom til Islands meó óvenju-
lejta stranpa skólun oj; nýstár-
lej;ar hujjmyndir um eóli oj> til-
j;anj> máherksins, enda hafói
hann notió þeirra einstöku for-
réttinda, ;ió vera í Iteri hjá sjálf-
um Matisse þann stutta tíma, er
hann rak einkaskóla sinn i
París. Kn Matis.se by j;j»ói
kennslu sína mikió á verkum
Cé/.anne og var þar meó kom-
inn aó kjarna þeim, er átti eftir
aó hafa ein mestu áhrif á mynd-
list á tuttuj;ustu öld. Þorvaidur
Skúlason komst snemma í
kunninj;sskap vió Jón Stefáns-
son ok var því þej;ar frá
unj;linj;sárum kominn i snert-
inj;u vió þaó, sem efst var á
bauj;i í myndlist samtímans. Og
ef éj> veit rétt, var það Jón
Stefánsson, sem réð hvert Þor-
valdur fór til náms, þegar hann
um vettvangi. Þvi er það ekki
gripið úr lausu lofti að sýna
þessa tvo brautryðjendur ís-
lenskrar samtímalistar saman.
Einn af sölum Listasafns A.S.I.,
er helgaóur portrettum af
nokkrum íslenskum listamönn-
um í tilefni listahátíðar, og þar
eiga þau Snorri Arinbjarnar.
Nína Tryggvadóttir og Jón Eng-
ilberts, eftirminnileg verk, sem
falla ágætlega aö öðru efni sýn-
ingarinnar, en allt þetta fólk
var i nánum listrænum tengsl-
um skóp í rauninni vissan kapi-
tula í islenskri myndlist. Enn-
fremur má geta þess, að margur
samtíóarmaðurinn er þeirrar
skoðunar, að einmitt þetta
timabil sé skemmtilegasti þátt-
ur myndlistar okkar að undan-
förnu. Sé það rétt, þá er hér
gott tækifæri til að kynnast
völdum verkum, sem öll eru i
eigu Listasafns A.S.I, en eins
og allir vita, er þetta einkasafn
Ragnars Jónssonar, sem hann
afhenti A.S.I. að gjöf fyrir
nokkuð mörgum árum.
Það, sem sýnt er eftir Jón
Stefánsson, er frá síðustu árum
hans. Þá hafði hann slakað
nokkuð á stífri formbyggingu,
er hann hafði stundað hvaö
mest islenskra þálifandi mál-
ara, og þau áhrif, er hann hafði
á samtíð sfna eru ómetanleg,
einkum og sér i lagi var Jón
valdur þess, aö þeir, er síöar
komu, lögðu meiri áherslu á
sjálfa myndbygginguna en áöur
tiökaðist. Hann var síleitandi i
list sinni, og ég held. aö hann
hafi sjaldan eöa alls ekki oróið
ánægður með verk sín. Hann
vann löngum verk sín á löngum
tíma og átti þaö til að endur-
vinna sum verka sinna, — svo
að árum skipti. Þótt furðulegt
megi virðast, hafa þessi ströngu
vinnubrögð Jóns valdið þeim
misskilningi hjá sumum, er um
listir rita i dag, að honum hafi
verið ósýnt um að koma saman
málverki og jafnvel hæfileika-
laus. Þetta er auðvitað fjar-
stæðukennd skýring og á sér
enga stoð í veruleikanum. Á
þessari sýningu gefur að lita
sjálfsmynd, sem að minum
dómi er eitt af merkustu verk-
um, sem ég hef séð eftir Jón.
A LISTAHÁTÍÐ
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
Hestar í jökulvatni, er annað
verk, sem ég bendi á. En raun-
verulega er það rangt að fara að
gera upp á milli þess, sem hér
er á boðstólum. Þetta eru mjög
ekta verk, sem sverja sig til
eins og sama upphafs. Jóns
Stefánssonar. Stórskemmtilegt
og fróðlegt er að kvnnast þess-
um verkum. Sama gildir um
verk Þorvalds Skúlasonar, sem
nú er nýlega orðinn sjötugur,
og satt að segja bjóst ég við, að
þessi tímamót mundu verða
betur notuð og að stór yfirlits-
sýning á verkum þessa meist-
fyrst leitaði sér fanga á erlend-
Jón Stefánsson: Sjálfsmvnd.
Sýning á verkum
Gerard Schneiders
LISTAHATÍÐ i Revkjavík er
hafin, og er það i fjórða sinn.
sem landsmenn fá að njóta
þess, er þar kemur fram. Það
má sannarlega kalla slíkan við-
burð hátíð, þar sem fólk fær
t;ekifæri til að sjá og kynnast
listsköpun, sem ekki er á boð-
stólum daglega í okkar ágæta
þjóðfélagi. Þessum orðum til
sönnunar bendi ég á hina
stórmerku sýningu á 40
Couaehemyndum eftir hínn
viðfræga snilling abstraktlist-
ar. Gérard Schneider, sem kom-
ið hefur verið fyrir i Kjarvals-
Á LISTAHÁ TÍÐ
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
sal á Kjarvalsstöðum. Þar eru
að vísu aðrar sýningar á vegum
listahátíðar, en um þær verður
ekki fjallað að sinni. Eitt vildi
ég þó minnast á, en það er, að
nú eru Kjarvalsstaðir með
fleiri sýningar og aðra listvið-
burði í senn, og nú ætti að koma
í ljós. hvort grundvöllur er
f.vrir slíku fyrirkomulagi í þess-
ari verðandi listamiðstöð
Reykjavíkur. Verður fróðlegt
að sjá, hvernig til tekst. Per-
sónulega er ég ekki í neinum
vafa um. að þannig á framtíðar-
skipulag þessa húss að vera. en
við skulum heldur ekki gera
okkur of miklar vonir strax í
byrjun. Ef ég þekki landa mína
rétt. þá þurfa þeir svolftinn
aðlögunartíma, þegar um list-
ra'nt átak er að ræða.
Eg yerö að játa, að mér
hlýnaöi innvortis, er ég kom á
sýníngu Sehneiders. Ekki hafði
mig órað fyrir að sjá verk hans
hér á landi, og þar sem ég
dvaldi í Parisarborg einmitt um
það leyti, er Schneider var í
þann mund að koma aftur fram
á sjónarsviðið með verk sín
eftir tæpra þrjátíu ára hlé á
sýningu þeirra, fannst mér eins
og tíminn hefði staldrað við
andartak og gleði mín var engu
minni en er fundum okkar
Schneiders bar fyrst saman, en
síðan er liðinn góður aldar-
fjórðungur. Já það var í þann
tíð. er abstrakta listln var sú
slagæð, er einna örast sló meðal
framúrstefnumanna í álfunni.
og einn þeirra, er áttu sterk-
astan þátt í því ævintýri, var
Gérard Schneider. Hann er nú
farinn að eldast og er orðinn
það fótfúinn, að hann gat ekki
séð sér fært að koma hingað til
lands í tilefni þessarar
sýningar. G. Schneider er fædd-
ur 1896 í Sviss, en fór ungur til
náms til Frakklands og hefur
ílengst þar eins og margur
myndlistarmaðurinn fyrr og
síðar. Schneider er enn í fullu
fjöri sem málari, og hann hefur
ekki orðið til á einum degi frek-
ar en Rómaborg. Það yrði of
langt mál að rekja feril hans
hér, en þar sem væntanleg er
grein um hann í Lesbók á næst-
unni, fer ég ekki meir út í þá
sálma nú. Ég get vart látið vera
í þessum fáu línum að minnast
þess hér, hve við vorum hrifnir
af verkum þessa merkilega
listamanns, er við vorum við
nám í Parisarborg hér forðum
daga. En ekki varð nú. hagur
strympu minni er okkur var
boðið, íslensku málurunum, er
vorum þarna samankomnir, að
sýna á þeim fræga Salon de
Mai, og einn af máttarstólpum
þeirrar sýningar var einmitt
Gérard Schneider.
Sýning sú, er nú er á Kjar-
valsstöðum, gefur ágæta hug-
mynd um Schneider sem
málara. Hann er einn af þess-
um ótrúlegu kunnáttumönnum,
sem ekki eingöngu hafa lært
lexíuna. heldur bætt þar dálítlu
við, því sem gerir meðferð litar
og forms að því, sem orkar á
mannveruna, likt og áhrif
hljómkviðu. Schneider er einn
grundvöll með hávaða og als-
konar skringilegheitum. Hann
er einn þessara þöglu meistara,
sem hafa aðeins eitt takmark i
tilverunni: að fullkomna list
sina. Hann skapar þessi feikna-
legu sterku og einföldu verk
með eins litlu og mögulegt er,
stundum jafnvel finnst manni
við fyrstu sýn eins og hann sé
svolítið harður og kaldur i
myndsköpun sinni, en við
nánari kynningu kemur allt
annað í ljós. Sveiflur hans í
formi og einbeitni sú, er kemur
fram i grunntónum verka hans,
eru fyrst og fremst afrakstur
mikillar reynslu og næmrar til-
finningar fyrir efni og mögu-
leikum þess ásamt sjálfsögun.
Hann hefur á valdi sínu
markaða tækni, sem verður
auðveldlega lesin úr því öryggi
og snerpu, sem einkenna allt,
er Schneider leggur hönd á.
Verk hans eru svo persónuteg
að hann verður ekki endurtek-
inn án þess að allir þeir, er
þekkja til listar hans, viti, að í
upphafi var orðið, eins og segir
i ritningunni.
Ekki er ég þess umkominn að
gera upp á milli þeirra verka,
er þessi sýning samanstendur
af. Þau eru öll auðvitað mjög í
stíl Schneiders, en þau eru sér-
lega fjölbreytileg, og þarna
kemur einmitt vel í ljós,
hvernig hann vinnur. Samt
sakna ég þess, að ekki eru á
þessari sýningu nokkrar af
stærri olíumyndum Schneiders,
sem hafa að minum dómi enn
meiri slagkraft og ferskleika en
þessar gouachemyndir. Þetta er
að minum dómi mesti viðburð-
ur i myndlist, sem gefur að líta
á Listahátíð 1976. Ég fullyrði,
að enginn er svikinn af að sjá
þessa sýningu, og ég vona að,
sem flestir hafi tækifæri til að
njóta þeirrar auðlegðar, sem
Frakkar hafa sent okkur á
þessu vori.