Morgunblaðið - 10.06.1976, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 10.06.1976, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JUNÍ 1976 29 VELVAKAIMIDI Velvakandi svarar' I síma 10-100 kl. 1 4— 1 5, frá mánudegi til föstu- dags O Fyrsta staupið Sigriður Asmundsdóftir skrifar: „Húsmóðir“ skrifar í „Vel- vakanda" hinn 4. júní síðastl. og lýsir vanþóknun sinni á ráðstöfun menntamálaráðherra viðvíkjandi vínveitingum. Veslings konan: Já margt er nú mótlætið. Ekki væri nú mikið um áfengis- vandamál ef aldrei væri tekið fyrsta staupið, frúin þekkir senni- lega ekki fólkið, bæði karla og konur, sem orðið hafa vínnautn- inni að bráð, og eyðilagt líf sitt og vandamanna sinna, og allar þær hörntungar sem af áfengisnautn geta skapazt. Það ætlar sér vist enginn að verða áfengissjúkling- ur þegar hann byrjar að neyta veiganna. En gamalt máltæki segir: Fyrsta staupið tekur maðurinn, annað staupið tekur hið næsta, en þriðja staupið tekur manninn. Ömurlegt er að sjá dauða- drukknar konur og ungar stúlkur sem ekki kunna fótum sínum for- ráð á neinn hátt, og finnst mér það sízt sæma okkur konum að mæla með áfengisneyziu, og væri það verðugt verkefni fyrir konur svona að nýloknu kvennaári að hamla gegn áfengistízkunni eftir mætti. Heill sé menntamálaráðherra, og heill sé öllum þeim, sem vinna að góðum og göfugum málum meðal þjóðar vorrar. Ekki veitir af. 0 Lokaðá laugardögum Maður, sem kallar sig barnakarl, skrifar: Það var á síðast liðnu hausti að leikvallanefnd Reykjavíkur kom á leikvöllinn á horni Njálsgötu og Rauðarárstígs. Þessir herrar furðuðu sig á því að konurnar, sem þarna vinna, skuli geta gengið í þessum kafsandi og sögðu að þetta væri engum bjóð- andi. Nú fyrst í gær bregður svo við að menn koma frá bænum og taka mörg bflhlöss af sandi af leikvellinum, sem var nauðsyn og setja svo perlumöl yfir. En þeir verða að setja yfir allan völlinn, annað er ómynd. Hvenær ætlar bærinn að sjá um að leikvallakonur fái frí á laugar- dögum, eins og annað starfsfólk borgarinnar. Konurnar hafa farið fram á þetta, en verið svarað að þá mundu þær ekki skila nógu mörgum vinnustundum. Þetta er fyrirsláttur. Það er vel hægt að jafna því. Það er athugandi að borgin veit- ir þessa þjónustu fyrír ekki neitt og er tsland eina norræna landið sem það gerir. Sumir vellirnir eru lokaðir á laugardögum. # Hvað um börnin? Velvakandi vil rétt skjóta því að, hvort ekki sé rétt að at- huga hvernig það kæmi við börn- in og barnakonurnar, ef leikvellir væru lokaðir á laugardögum. Það sakar ekki stöku sinnum að líta svolítið til þeirra líka, þegar teknar eru ákvarðanir um vinnu- tíma þeirra, sem gæta barna. Nýlega talaði móðir ein við Vel- vakanda og spurði hvort rétt væri að börnum á barnaheimilum Reykjavíkur hefði verið fækkað um nær 100 vegna kjarasamninga fóstranna, eftir að takmarkað var hve mörg börn hveufóstra mætti hafa. Hún kvaðst koma með barn sitt á eitt af barnaheimilum borgarinnar og sjá að húsrými væri svo sannarlega ekki við nögl skorið, svo ekki gæti það verið það. Fannst henni alveg fjarstæða i þeim barnaheimilisvandræðum sem eru, að fækkað væri á heimilunum. Þar væri hvorki ver- ið að hugsa um börn né mæður. Það mun rétt vera, að með nýjum lögum og reglugerð sem vinstri stjórnin setti, var það fest að ekki mættu vera fleiri börn á hverjar tva>r fóstrur en að meðal- tali 16, það er að tvær gættu frá 12 og upp í 20 barna. Og að sjálf- sögðu fylgir það að fækka varð börnum á barnaheimilum í borginni. Dagheimilin í borginni munu vera 17 eða 18 talsins, svo auðvelt er að sjá hvort það munar ekki um það, ef fækkar á hverjum stað. Séu börnin nær 100, sem fækkar um, þá eru það meira en heilt dagheimili. Þar fyrir utan eru leik- skólarnir, sem munu vera álíka margir svo og skóladagheimilin þrjú. Jú, það mætti stöku sinnum líta á það, að þessar stofnanir eru fyrir börnin og til hagræðis fyrir mæðurnar, en ekki sérstaklega byggðar fyrir starfsfólkið. læti, en kannski ekki ófreskja, heldur aðeins þægindagráðugur dekurdrengur með ákveðnar illar hvatir, sem aðrir höfðu æst upp 1 honum. Paui sneri sér að Gautier. Hann sagði næstum þvf virðulega. — Helen hefur rétt fyrir sér, Jaeques. Við verðum að horfast í augu við þetta. Við vorum fífl að halda að þetta kæmist ekki upp. Eg ek aftur heim til hallarinnar. — Ætlarðu að segja lögregl- unni allt sem gerzt hefur? spurði Gautier. — Já. — Og skýra frá mfnum þætti f málinu? — £g skal auðvitað forðast að bendla þig meira við málið en nauðsynlegt er. Þú ert vinur minn. — Auðvitað, sagði Gautier og skaut hann. Hann hné niður við fætur Hel- enar. Hún æpti ekki. Hún hopaði eins og ósjálfrátt á hæli og greip höndum fyrir e.vrun fáein andar- tök. I)avid stökk til hennar til að grípa hana ef hún hrasaði. HÖGNI HREKKVÍSI ■x.nf l»76 9 A M,NauKht „Hvaé'varð um alla peningana?4 AUÐVELT IUPPSETNINGU - ÖHDVEGIS GEYMSLA Reiöhjól, sláttuvélar, garðyrkjuáhöld o.fl. þurfa líka „þak yfir höfuðið” HÖFUM Á LAGER KANADÍSK GARÐHÚS ÚR STÁLI 10% AFSLÁTTUR AAn^ort klrnAir ondsst %funna'/ S4þ&á'thb(m h.i. Akureyri ■ Glerárgötu 20 Simi 2-22-32 Reykjaytk - Sudurlandsbraut 16 ■ Simi 3-52-00 LSHenán 16975 SMIIVUVEGI6 SÍMI 44144 Skodsborgarstóllinn Hátt sæti. Háir armar, höfuðpúði og íhvolft bak fyrir góða hvíld Ný stóltegund hönnuð fyrir þá, sem erfitt eiga með að rísa upp úr djúpu sæti, þurfa góðan stuðning og þægilega hvildarstell- ingu. Stóllinn er framleiddur fyrir áeggjan forstöðumanna elli- og endurhæfingarstofnanna hér á landi. Nafnið gáfum við honum, án nokkurrar hugmyndar um hvort svo góður stóll sé til á þvi fræga hvildarsetri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.