Morgunblaðið - 19.06.1976, Síða 5

Morgunblaðið - 19.06.1976, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JUNI 1976 5 Norrænir músíkdagar í Reykjavík 3 sænskir ein- leikarar með Sinfóníiinni AÐRIR tónleikar Norrænu múslkdag- anna. verða haldnir I Háskólablói I dag og hefjast kl. 13. Sinfóniuhljóm- sveit Islands leikur undir stjórn Páls P. Pálssonar en með hljómsveitinni koma fram þrir einleikarar frá Sviþjóð. Fyrsta verkið á efnisskránni er Til Apollon eftir danska tónskáldið Knud- áge Riisager sem er nýlátinn Riisager var það tónskáld Dana sem hvað mest hefur verið flutt eftir erlendis og af tónskáldskap hans ber hæst balletta. Hann var m a. formaður danska tón- skáldafélagsins og siðar rektor Tón- listarháskólans i Kaupmannahöfn. Næsta verkið er básúnukonsert eftir Hans Eklund sem nú er kennari i hljóm fræði við Tónlistarháskólann I Stokk- hólmi Einleikari i þvi verki er Christer Torgé, sem er frægasti básúnuleikari Svia Hann er fyrsti básúnuleikari útvarpshljómsveitarinnar I Stokkhólmi en sú hljómsveit er álitin ein sú besta í Evrópu. Torgé hefur unnið til margra verðlauna fyrir leik sinn. Patria er verk eftir finnska tónskáldið Leif Segerstam, ungt tónskáld. sem hefur áunnið sér mikla frægð Seger- stam er auk þess einn besti hljóm- sveitarstjóri á Norðúrlöndum. Þar næst kemur annað finnskt verk Konsert fyrir flautur eftir Einojúhani Rautavaara, sem er eitt þekktasta tón- skáld Finna Hann er prófessor við Sibeliusarakademiuna i Helsinki og árið 1965 hlaut hánn Sibeliusarverð- launin VerkifTer samið fyrir einleikar- ann Gunillu von Bahr, sem er einn frægasti flautuleikari á Norðurlöndum Leikur hún á margar flautur, þ.á m bassaflautu. altflautu og pikkólóflautu Raunar leikur Gunilla von Bahr jöfnum höndum gamla og nýja músik, og hefur hlotið mikið lof fyrir grammófón- plötu-upptökur sinar. Seinasta á efnisskránni er verk eftir danska tónskáldið Ole Buck og nefnist það Álfar Buck er ungur maður sem hefur hvarvetna hlotið mikið lof fyrir tónsmiðar sínar Einsöngvari i þvi verki er sænska söngkonan llona Maros Hún syngur i sænska Útvarpskórnum sem er einn besti kór sinnar tegundar i heiminum og auk þess hefur hún mikið flutt nútímatónlist með Maroshópnum, og hvarvetna fengið frábæra dóma. Tónlist fyrir áhugafólk Á NORRÆNU músíkdogunum sem nú standa yfir hér í Reykjavík verða frumflutt fimm verk sem sérstaklega eru samin fyrir áhugatónlistarfólk I Reykjavík og verða þau flutt I Háteigskirkju og á Kjarvalsstöðum I kvöld kl. 20 en eitt verkanna verður frumflutt degi siðar i Lindarbæ, á morgun, sunnudag kl. 13, og endur- tekið kl. 1 7 sama dag. Hvað tónleikana í dag áhrærir þá mun Hljómsveit Tónlistarskólans flytja verkið Re-Bah-Beil sem finnska tón- skáldið Jukka Tiensu (f 1 948) samdi fyrir hljómsveitina, en Tiensu er með efnilegustu tónskáldum í Finnlandi og hlaut hann Koussevitzky-verðlaunin 1973. Þetta verk pantaði NOMUS Þá mun Kór Tónlistarskólans flytja verkið Bæn eftir kornungt norskt tón- skáld, Magnar Am. en þetta verk hefur nýlega verið tekið upp á plötu í Noregi undir stjórn Karstens Andersens. Strengjaleikarar úr Sinfóníuhljómsveit- inni leika með undir stjórn Marteins Friðrikssonar og norska söngkonan Anne Bolstad Haugen syngur einsöng Danska tónskáldið Helmer Nörgárd hefur samið verk fyrir Kirkjukór Háteigssóknar, sem nefnist Sálmar 1976, strengjakvartett og flauta leika undir i verkinu en verkið var pantað af Nomus. Sænska tónskáldið Lennart Hedwall hefur skrifað sex kórlög, sem nefnast Árstíðaljóð, fyrir Kór Mennta- skólans við Hamrahllð. Þetta verk var einnig samið af tilhlutan NOMUS. Norska Tónskáldið John Persen er Sami að uppruna og hefur hann samið verkið Sámesiidat — cSv fyrir Karla- Gunnilla og Róbert von Bahr með flauturnar sem Gunnilla leikur á fyrir hljómleikagesti I Háskólabfói f dag. tónskáld hafa samið sérstaklega fyrir hana yfir 40 ólík verk. Siðastliðið ár var hún einleikari á 1 20 hljómleik- um og segir það sína sögu um vinsældir hennar. Gunnilla leikur á fjórar flautu- tegundir, piccolo, venjulega, alt og bassaflautur Auk þess að hún er fjölhæfur flautuleikari þá er eigin- maður hennar, Robert von Bahr, einnig flautuleikari, þannig að flaut- an er vinsælt hljóðfæri i þeirri fjöl- skyldu — Maðurinn minn er versti gagnrýnandi sem ég fæ, sagði Gunnilla og brosti er við ræddum við hana i gær — Hann finnur óspart að því sem miður fer, en ég tek þvi vel því nauðsynlegt er að fá gagnrýni þeirra sem vel þekkja til. — Það er gaman að vera komin hingað til íslands og við ætlum að eyða hér viku til að skoða okkur um og hvila okkur, því i sumar verður nóg.að gera heima í Sviþjóð. Hver Flautan vinsœl í fjölskyldunni Gunnilla von Bahr meðal einleikara í Hásk6labí6i í dag HVER stórviðburðururinn rekur annan ( listaheiminum. listahátið stendur yfir i Reykjavik þessa dagana og I gærkvöldi voru fyrstu hljómleikarnir á „Norrænu músik- dögunum". i dag fara fram í Háskólabíói aSrir tónleikar þess- arar hátiðar og meSal þeirra sem koma fram er sænski flautuleikar- inn Gunnilla von Bahr. Er hún einn fjölhæfasti flautuleikari i heimi og eini flautuleikarinn á NorSurlöndum, sem hefur fullan starfa af þvi aS leika einleik meS hljómsveitum. Á hljómleikunum i dag leikur hún verk eftír finnska tónskáldið Rautavaara, en það er sérstaklega samið fyrir hana Rautavaara er þó ekki eina tónskáldið, sem samið hefur verk fyrir Gunnitlu, þvi 25 hljómlistahátiðin rekur aðra og ég. vinn núna að þremur plötuupptök- um, segir Gunnilla, en þegar hafa’ verið gefnar út 13 hljómplötur með henni sem einleikara Eiginmaður hennar, Robert von Bahr, rekur hljómplötuútgáfu i Stokkhólmi og hefur sérhæft sig i sigildum verkum Hann hefur gefið út nokkrar hljómplötur með konu sinni sem einleíkara og meðal annarra sem hann hefur gefið út plötur með er sænska óperusöng- konan Birgitta Nilsson Auk þess að hlusta á leik konu sinnar i Háskóla- biói i dag og slappa af hér á landi vinnur hann að undirbúningi að hljómplötu með islenzkum tónlistar- mönnum, sem dreift yrði á alþjóð- legum markaði „Má ég þáfrekar biðja um Island” .Chríster. Torgé meó básúnuna sfna á Hótel Borg I gær. (ljósm. RAX) CHRISTER TORGÉ er senni- lega þekktastur sænskra bás- únuleikara þó ekki sé hann nema 33 ára gamall. Á hljóm- leikunum f Háskólabfói mun Torgé flytja verk samið af Ilans Eklund sérstaklega fyrir Torgé ásamt 24 hljóðfæraleik- urum úr Sinfónfuhljómsveit- inni undir stjórn Páls P. Páls- sonar. Verkið hefur Torgé flutt 10 sinnum opinberlega og það sfðasta sem hann gerði áður en hann hélt til tslands var að Ijúka upptöku á verkinu sem sfðan verður gefin út á hljóm- plötu f sumar. Christer Torgé er nú f annað sinn staddur hér á landi, fyrra skiptið var 1972 er hann kom hingað með Útvarpshljómsveit- inni í Stokkhólmi árið 1972. Rabbað við básúnu- leikarann Christer Torgé frá Svíþjóð Líkaði Torgé þá mjög vel dvölin á íslandi og sagðist vera ánægð- ur með að fá tækifæri til að taka þátt í „Norrænu músik- dögunum" hér á landi er blaða- maður Morgunblaðsins ræddi við hann i gær. — Ég dvaldi hér í fimm daga 1972 og allan timann var mjög gott veður hér á landi og hitinn um og yfir 20 stig, sagði Torgé. — Héðan héldum við síðan til Flórens á Italíu og þar var hit- inn yfir 40 stig þannig að hvorki var verandi innan húss eða utan — má ég þá frekar biðja um tsland. Annars er það slæmt hversu sjaldan norrænir tónlistarmenn koma til tslands, því hér er dýrlegt að vera, nátt- úran stórkostleg og andrúms- loftið tært, Eg vona að ég kom- ist út úr bænum á morgun til að skoða heitu hverina t.d., áður en ég fer heim til Sviþjóðar sagði Torgé. — Ég var á æfingu með ís- lenzku tónlistarmönnunum í morgun, sagði Torgé, og gekk æfingin mjög vel. Sannaði fyrir mér það sem ég reyndar vissi fyrir að íslendingar eiga mjög góða hljómlistarmenn og ég hlakka til að leika á þessum hljómleikum í Háskólabíói, sagði Torgé að lokum. Eitt h vað fyrir alla Konur og „kalla” í Festi í kvöld * GudÍÓt^and.seaiSegir 9Ömtudansa N^-^ÍeuiuraöeinsUam; ^sTe^-ngu. SÆTAFERÐIR FRATORGI B.S.Í. OG HAFNARFIRÐI. Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.