Morgunblaðið - 19.06.1976, Page 8

Morgunblaðið - 19.06.1976, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JtJNÍ 1976 FJÓRIR slökkviliðsmenn sitja í makindum og spila rommí. Þeir láta fátt trufla sig. Það kviknaði I tunnu við Tómasar- haga. Kellíng I Breiðholtinu læsti sig úti. Þeir láta það bara eiga sig. Smotterí. „Það gerir ekkert til þó ég fái svona spil, því að það má alltaf stokka þau upp aftur," syngja slökkviliðsmennirnir I makindum sínum. Kona kemur æð- andi með látum og segir að kveikt hafi verið I husi neðar I götunni. Fjandans ónæði, segja slökkviliðsmennirnir og drattast á fætur. Þannig hefst Undir suðvestur- himni nýr og nýstárlegur tslenzkur tónleikur, sem Nemendaleikhúsið mun flytja sem framlag íslands til Norrænu músíkdaganna. Höfund ar eru Sigurður Pálsson (leikverk .5) og Gunnar Reynir Sveinsson (tónlist og allir songtextar, utan tveir). Undir suðvesturhimni steypir saman fantasfu og veru leika með óvenju djörfum hætti. Inn á kunnulegan reykvfskan leikvettvang er flutt maffufjöl- skylda upp á ftalska mátann með tilheyrandi blóðþorsta, samvizku- og siðleysi. Og hinir værukæru borgarar, — þar með taldir sjálfir öryggisverðirnir, eins og slökkvi- liðsmennirnir í upphafi leiksins, — virðast hvorki hafa viðnáms- þrótt né vilja til að sporna við útþenslu þess Iffsstfls sem hugar- heimur maffunnar skapar. Hér hafa angar Geirfinnsmálsins svo- nefnda teygt sig inn á reykvískt leiksvið. Það er notað sem æp- andi dæmi um ákveðna þjóðfé lagsþróun. En útfærsla þessa stefs fer hins vegar eftir lögmálum frjálsrar stflfseringar. Og það er slegið á ýmsa strengi, — létta sem dimma; Ijóðræna og draumur túlkun síðan hann lauk námi f leikhúsfræðum í Parfs 1974, — nú síðast við Leiklistarskóla ís- lands. Leikatriðin f Undir suðvest- urhimni er 21. í hlutverkunum eru Anna Ein- arsdóttir (sfmastúlkan Finna), Ása Ragnarsdóttir (höfuð Konráðfjöl- skyldunnar, Dona Óðal), Elfsabet Þórisdóttir (Dona Dóttir), Evert K. Ingólfsson (Áslákur, gamall starfs- maður hjá Fjölskyldunni), Nanna I. Jónsdóttir (vofan), Ólafur Örn Thoroddsen (Don Carlos), Sigurð- ur Sigurjónsson (Don Juan), Spl- veig Halldórsdóttir (hampiðju- stúlkan Tinna), Viðar Eggertsson (Lómur, sonur Ásláks) og Þórunn Pálsdóttir (Dona Elvfra). Auk þess koma karlleikararnir fram sem slökkviliðsmenn og lögreglumenn. Ein úr hópnum, Svanhildur Jó hannesdóttir, var aðstoðarleik- stjóri. Leikmyndin er gerð af sex nem endum f Myndlista og handfða- skóla íslands. Leik- og danshreyf- ingar eru eftir Guðbjörgu A. Skúladóttur, ballettdansara. Hilde Helgason og Ásta Thorstensen önnuðust raddþjálfun. Sýningarn- ar á Undir suðvesturhimni verða Portrett af The Family: f.v. Don Juan (Sigurður Sigur- jónsson), Dona Elvíra (Þór- unn Pálsdóttir), Dona Óðal (Ása Ragnarsdóttir) Don Carlos (Ólafur Thoroddsen) og Dona Dóttir (Elísabet Bjarklind Þórisdóttir). eiginlega ekkert leikrit til. Við byrjuðum að æfa rétt fyrir páska me8 því sem þá var til, — þ.e. músfk og söngtextum, og svo nokkrum senum á stagli. Síðan var þetta heiviti mikil törn að koma þessu heim og saman. Mað ur skrifaði oft á nóttunni og svo var æft á daginn. Þetta sama þurfti Gunnar Reynir að gera lika. Og mjög margt breyttist i meðför- um. Sumar persónur tóku algjör- um stakkaskiptum. Ef eitthvað grær vitlaust saman við svona samningu, þá verður að brjóta það upp aftur, og reyna aðgræða sam- an á nýjan hátt. En i byrjun mai var þetta allt mikið til komið og við höfum æft sleitulaust alveg fram að frumsýningu. Ætli þetta sé ekki samt mettimi fyrir svona sýningu." Reykjavlk 1976: - Nýr isienzkur tönleikur irumsýndur i Lindarbæ á sunnudag skjóta upp kolli milli hversdags- mynda; verkið stekkur áfram f fremur stuttum svipmyndum sem tónlistin brýtur upp. Undir suð- vesturhimni er — hvað sem heild arútkomunni líður — óvenjuleg sýning, flutt af verulegri leikni af hinum ungu leikurum. Sex sýningar að sinni Frumsýningín á Undir suðvest- urhimni verður á morgun, sunnu- dag 20. júni, en alls verða sex sýningar að þessu sinni. Vonir standa þó til að sýningar hefjist aftur i haust. Tónleikurinn er sam- inn sérstaklega fyrir nemendaleik- húsið til flutnings á Norrænu músikdögunum, og er þetta þriðja verkefni leikhússins, sem starfar í tengslum við Leiklistarskóla ís- lands. Leikararnir I sýningunni eru þeir fyrstu sem útskrifast úr is- lenzkum leiklistarskóla i fjögur ár, en þeir luku allir námi nú í vor. Gunnar Reynir Sveinsson tón- skáld semur alla tónlistina og alla texta, fyrir utan tvo sem eru eftir Sigurð Pálsson („Nóttin er til þess að gráta I. . .") og Bóluhjálmar (., Ég á þig eftir Jesú minn"). Gunnar Reynir útsetti einnig og æfði tónlistina og sér um undir- leik, gerir elektróniska músík, musique concréte og leikhljóð fyr- ir sýninguna og stjórnar hljóð- bandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Gunnar Reynir semur að öllu leyti tónlist fyrir islenzkt leikhúsverk, en hann samdi lög fyrir sýningu Nemendaleikhússins á „Hjá Mjólkurskógi" i vetur. Lögin I Undir suðvesturhimni eru á þriðja tug. Sigurður Pálsson er kunnurfyrir Ijóðabók sína „Ljóð vega salt", sem út kom á síðasta ári og sem eitt af Listaskáldunum vondu. En Undir suðvesturhimni er frumraun hans sem leikritahöfundar, og Tinna (Sólveig Halldórs- dóttir) og Finna (Anna Ein- arsdóttir). sunnudaginn 20. júni kl. 13 og 17 á vegum Norrænu músikdaganna. en nerrfendaleikhúsið mun einnig sýna verkið á mánudag, fimmtu- dag, föstudag og sunnudag 27. júní kl. 21. Sýningarnar verða i Lindarbæ. Hinn gamli og hinn nýi heimur „Jú, það má kannski segja það, að grunntónninn I þessu verki sé móralskur," sagði höfundur leik- verksins, Sigurður Pálsson i stuttu spjalli. „Á margan hátt er megin temað samspil hins gamla tima og hins nýja I Islenzku þjóðlifi, — hvernig þessir tveir timar mætast og hvernig hinn nýi étur hinn gamla upp. Fóikið í leiknum eru böm þessara tveggja tlma. Sú skipting er t.a.m. undirstrikuð ingarinnar. Sigurður hefur verið kennari I leiklistarsögu og leik- Textl: ÁD Myndlr: RAX vegar er það Konráðfjölskyldan, — fulltrúar hins nýja verðmæta og siðferðismats, — og hins vegar „venjulega fólkið", sem enn ber I sér mismunandi miklar leifar af gömlu „ungmennafélagsmenning- unni" ef við getum kallað hana svo." Manan Vofan (Nanna Ingibjörg Jónsdóttir) grípur inn I at- burðarásina og gefur Lómi (Viðari Eggertssyni) góð ráð. Myndirnar eru teknar á æfingu. „Til þess að draga fram þessar andstæður hef ég svo felit inn á stílfærðan máta þau sakamál sem svo mjög hafa sett svip sinn á nýliðinn vetur hér á landi", sagði Sigurður er hann var spurður um mafíuveröld leiksins. „Ég held að fáir geri sér I rauninni greín fyrir þvi hversu sláandi hlutir þetta eru sem virðast vera að gerast hér. Menn eru hættir að laska hvern annan í fyllirii eða berja konuna sina til óbóta. Glæpirnir eru komn- ir upp á svið hins skipulagða og hins kaldrifjaða. Ég held að megi segja að verkið snúist um þá nýju tegund af mannlífi sem hér virðist vera að taka völd. En ég vil taka það alveg skýrt fram að þetta er ekki raunsæ eða natúralisk greinagerð fyrir þeim málum sem viR hnfitm verið aX kvnnast hir I vetur eða nákvæm lýsing á reyk- viskum veruleik annó 1976. Þetta er mjög leikfærð mynd sem dregin er upp, og sú stilisering kemur t.d. strax fyrir i nöfnum fjölskyldu- meðlimanna, svo og I skfrskotun- um i mýtuna um Don Juan. I þessu sambandi get ég tileinkað Höfundarnir Gunnar Reynir Sveinsson og Sigurður Pálsson leika sér. mér orð Arrabals: Ég er 100°A realisti, þvi ég tek drauma fólksins með lika. Þetta er þvi I aðra rönd- ina mjög stilfært, draumkennt verk. Það má kalla þetta hannað an raunveruleika. — eða kannski stilfærðan atferlisleik!" Skrifað að nóttu — æft á daginn „Þessi tónleikur er ekki unnin á alveg klassiskan máta." sagði Sig urður er hann var spurður um aðdraganda og tilurð verksins, „Þvi að fyrst lágu fyrir tónlist og söngtextar Gunnars Reynis. Síðan var ég beðinn um að skrifa leikrit i kringum þessa tónlist og þessa texta. Ég átti þá fyrir drög að leikriti þar sem þessi geggjaða ættmóðir. Dona Óðal var aðalper cénrn. io crcic ♦:! ákvcSÍRRS hluta úr þessum drögum við samningu leiktextans. En það var óneitanlega anzi erfitt að finna rétt samræmi og samfellu milli leikverks og tónverks, ekki sizt vegna þess hve stuttur timi vár til stefnu." „Fyrir svona 2'h mánuði var (drauml og veruielka Textar úr strætó, — leið fimm „Gunnar Reynir hefur staðið sig eins og hetja," sagði Sigurður. „honum hefur tekizt að gera mönnum sem fyrir fáum árum voru dæmdir laglausir kleift að syngja þessa tónlist átakalaust. Og þó eru þarna á meðal æðierfið lög, að ég held." „Þessir söngtextar hafa orðið til I strætó," sagði Gunnar Reynir Sveinsson er hann var inntur eftir þvi hvers vegna og hvernig þessir textar hans hefðu orðið til. „Ég hef búið þá til i fimmunni. Og svo skrifað þá niður þegar ég kom á áfangastað. En ég vil taka það fram að ég hef ekki i hyggju að gefa út Ijóðabók. Ætli sé ekki nógu erfitt að reyna að verða góð- ur kompónent. Ég kalla þessa iðju mína hönnun, — textahönnun. Það er i samræmi við rikjandi tizku i málfari. Mér hefur af ein- hverjum ástæðum fundizt vanta orð til að falla að tóni sem verið hefur fyrir hendi. og þvi eru þessir textar til orðnir i skyndingu. Orðin detta á tóninn og tónarnir detta á hendingarnar." „Það var úr miklu að velja þeg- ar til þess kom á fella saman tónleik," sagði Gunnar Reynir. „Ég er með á annað hundrað lög. En y:5 fiskuðum út þa5 !'k!es=stc og svo nálgaðist þetta hvaðannað á einhvern undarlegan hátt. Þessir textar eru einkum þrenns konar: i fyrsta lagi er um að ræða ábend- ingar um æskilegar breytingar, i öðru lagi eru textar sem falla undir hið úrelta orð „ádeila", og i þriðja lagi er svo græskulaust gaman."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.