Morgunblaðið - 19.06.1976, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. JUNÍ 1976
Mikill mannfjöldi tók þátt í 17.
júnf hátfðarhöldunum á Akur-
eyri sem tókust mjög vel, en
hátfð Akureyringa var með
nýstárlegu sniði að þessu sinni
þar sem flest dagskráratriði
fjölluðu um fiskinn, framtfð !s-
lands og fjárhagslegt sjálfstæði
þess. Dagskráin hófst fyrir
hádegi og var almenn þátttaka í
öllum dagskrárliðum, einnig
fyrri hluta kvöldvökunnar á
Ráðhústorgi, en f liðlega eina
klst. var úrhellisrigning. Lét
fólk það ekkert á sig fá og svo
stytti upp og hátfðinni lauk f
bezta veðri kl. 01 eftir mið-
nætti, en skömmu áður höfðu
nýstúdentar farið f fylkingu
um torgið með söng og bros á
vör. Ljósmyndir frá Akureyri:
Sv. P.
Verðlaunaafhending f ýmsum keppnisgreinum ungs fólks a olafs-
firði.
Mikil þátttaka í 17. júní
hátíðahöldum í Hafnarfirði
Ung Reykjavfkurmær með fánann á lofti. Ljósmynd Mbl. Ól.K.M.
Fjölmenni á útihátíða-
höldunum í Reykjavík
17. JUNl hátfðahöldin 1 Hafn-
arfirði hófust samkvæmt boð-
aðri dagskrá með guðsþjónustu
f báðum kirkjum bæjarins og
þar eftir skrúðgöngu frá Þjóð-
kirkjunni til Hörðuvalla.
Veður var milt og hlýtt og
naut sólar lítið, en hið milda
veður helzt til dagskrárloka,
sem voru klukkan hálf eitt eftir
miðnætti. Það mun almanna-
rómur í Hafnarfirði, að hátíða-
höldin hafi tekizt óvenjuvel að
17 JÚNÍ hátíðahöldin á Húsa-
vík hófust með messu, sem sr.
Björn Jónsson flutti. Eftir há-
degíð fóru fram hátíðahöld við
Barnaskólann í hinu fegursta
veðri. Ræðu dagsins flutti Sig-
urður Gizurarson sýslumaður,
ávarp Fjallkonunnar flutti
Kristjana Helgadóttir. Kristinn
þessu sinni. Dagskráin gekk
snurðulaust og dagskráratriði
þóttu í betra lagi. Það sem helzt
á skyggði var það, að sum
dagskráratriði sáust ekki nógu
vel á Hörðuvöllum.
Mikill mannfjöldi sótti sam-
komur dagsins og við Lækjar-
skólann um kvöldið var meiri
og almennari þátttaka í dansi
en áður hefur verið.
í þjóðhátíðarnefnd voru
Snorri Jónsson, Birgir Finn-
bogason og Ægir Sigurgeirsson.
Jóhannsson og Helga Alfreðs-
dóttír frá Akureyri sungu ein-
söng, Ómar Ragnarsson fór með
gamanmál, fimm ungar stúlkur
fluttu dægurlög og Lúðrasveit
Húsavíkur lék undir stjórn
Hólmfríðar Benediktsdóttur.
Dansað var í Félagsheimilinu
um kvöldið.
—Fréttaritari.
Kynbótastand,
naglaboðhlaup
og reiptog
í Mývatnssveit
Björk, Mývatnssveit
17. júní.
UNGMENNAFÉLAGIÐ Mý-
vetningur gekkst fyrir sam-
komu hér á þjóðhátíðardaginn
á svokallaðri Alftabáru og
hófst samkoman kl. 14 með
fjölmenni. Aðalræðu dagsins
flutti Þorgrímur Starri. Hann
ræddi um sjálfstæðisbaráttu fs-
lenzku þjóðarinnar.
Þessi samkoma fór vel fram
og var margt reynt að gera sér
til gamans, svo sem naglaboð-
hlaup, keppni i ræðumennsku,
kynbóta- og afkvæmadómar,
reiptog o.fl. Veðrið var eins og
bezt varð á kosið, sólskin og
hægur vindur og hitinn fast að
20 stigum. Um kvöldið var svo
dansleikur í Skjólbrekku. —
Kristján.
17. júní í
Þorlákshöfn
Þorlákshöfn 18. júní.
HÁTlÐAHÖLDIN 17. júní fóru
fram með hefðbundnum
hætti. Þau hófust með
skrúðgöngu um þorpið
klukkan 13.30 að Félagsheimil-
inu, þar sem hlýtt var á messu.
Sóknarpresturinn, Tómas Guð-
mundsson, predikaði, Söngfé-
lag Þorlákshafnar söng undir
stjórn Ingimundar Guðjónsson-
ar og formaður þjóðhátíðar-
nefndar, Þorvarður Vilhjálms-
son, flutti ræðu dagsins. Fjall-
Framhaíd á bls. 18
MEIRI þátttaka var f útihátíða-
höldunum f Reykjavfk á þjóð-
hátíðardaginn en verið hefur á
undanförnum árum. Fylgdist
mikill mannfjöldi með sfð-
degisskemmtununum á
Lækjartorgi enda veður fremur
hagstætt, stillt en sólarlaust.
Sérstakar dagskrár voru einnig
í Breiðholts- og Arbæjarhverfi
og voru skemmtanirnar þar
viðameiri en verið hefur en um
kvöldið var sfðan dansað á sex
stöðum f borginni. Hátfðahöld-
in fóru hið bezta fram, að sögn
lögreglunnar. Drykkjuskapur
var með minna móti en oftast
áður nú um langt skeið. Um
kvöldið bar helzt á einhverri
ölvun við Melaskólann enda var
þar mesta fjölmennið þegar
tekið var að stfga dansinn en
annars þurfti lögreglan að hafa
Iftil afskipti af fólki vegna
ölvunar, jafnvel minni en
gerist og gengur á venjulegu
föstudagskvöldi.
Dagskrá hátfðahaldanna f
Reykjavík hófst að venju um
10-leytið með því að Ólafur B.
Thors, forseti borgarstjórnar
lagði blómsveig frá Reykvíking-
um á leiði Jóns Sigurðssonar og
lúðrasveit lék Kl. 10.40 setti
Már Gunnarsson, formaður
þjóðhátíðarnefndar, hátiðina á
Austurvelli og þar lagði forseti
Islands blómsveit frá íslenzku
þjóðinni að minnisvarða Jóns
Sigurðssonar á Austurvelli og
Geir Hallgrímsson, forsætisráð-
herra, flutti ávarp. Að lokinni
dagskránni á Austurvelli var
messa í Dómkirkjunni og var
prestur sr. Ulfar Guðmundsson.
Eftir hádegi voru farnar
skrúðgöngur frá þremur
stöðum — Hlemmtorgi, Mikla-
torgi og Melaskólanum og
gengið að Lækjartorgi. Lúðra-
sveitir fóru fyrir göngunum. Á
Lækjartorgi var síðan barna-
skemmtun undir stjórn
Klemensar Jónssonar og komu
þar fram Gísli Rúnar Jónsson,
Guðrún Ásmundsdóttir, Jón
Hjartarson, Diabolus in Musica,
Baldur Brjánsson, Ketill Lar-
sen Róbert Arnfinnsson,
Guðrún Stephensen og Gíslj Al-
freðsson en síðar var síðdegis-
skemmtun, þar sem Kór
Menntaskólans við Hamrahlíð
söng, Dixílandhljómsveit Árna
ísleifssonar lék og hljómsveitin
Paradís skemmti. Einnig voru
íþróttamót um svipað leyti í
Laugardal.
Einnig voru um svipað leyti
haldnar viðamiklar
skemmtanir f Árbæjarhverfi og
f Breiðholtshverfi með fjöl-
þættri skemmtidagskrá og
þóttust þær takast hið bezta.
Um kvöldið var sfðan stiginn
dans við sex skóla í borginni, og
fóru hann hið bezta fram, eins
og að framan greinir.
Þjóðdansafélagsfólk tekur sporið fyrir f jölda hátfðargesta f Árbæ.
Ljósmynd Mbl. Friðþjófur.
Karlakórsfélagar á Dalvfk f 17. júnf-stuði.
HÚSVÍKINGAR HÉLDU
17. JÚNÍ HÁTÍÐLEG-
AN í FÖGRU VEÐRI
Húsavfk 18. júnf.