Morgunblaðið - 19.06.1976, Side 15

Morgunblaðið - 19.06.1976, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JUNÍ 1976 15 200 mílur Frakka: Útfærsla við nýlendur t FRAMHALDI af frétt I Mbl. s.l. fimmtudag um að franska stjórnin hefði boðað útfærslu auðlindalögsögu f 200 mílur við strendur hvaða fransks yfirráðasvæðis, sem væri, hafði blaðið samband við Einar Benediktsson sendiherra f Parfs f gær og spurði hann nánari fregna af málinu. Kvaðst Einar hafa fengið þær ráðuneytinu, að Frakkar hefðu upplýsingar í franska utanríkis- hér í huga auðlindalögsögu við Portúgal: Maður lét Ufið í óeirðum eftir kosningafund Evora, Portúgal 18. júní. Reuter. EINN maður lézt af skotsárum og sex slösuðust er til átaka kom f bænum Evora f suðurhluta Portú- gals, eftir framboðsfund þar í gærkvöldi. Stuðningsmenn Otelo Carvalho gerðu aðsúg að Antonio Ramalho Eanes, er hann var að ganga f átt til bifreiðar sinnar að fundinum loknum. Öryggisverðir hans skutu þá af vélbyssum upp f loftið og óeirðalögreglan kom á staðinn. Norðmenn herði eftirlit í Barentshafi Björgvin 18. júnf NTB. AÐ MINNSTA kosti 35 spánsk- ir og 20 portúgalskir togarar eru við veiðar í Barentshafi úti fyrir Noregsströndum og þessi mikli fjöldi skipa er ekki i neinu samræmi við þann veiði- kvóta sem þessum tveimur þjóðum hefur verið úthlutað- ur. Norðmenn munu því að öll- um líkindum leggja til á fundi á Norðausturatlantshafsfisk- veiðinefndinni um mánaða- mótin, að hert verði á eftirliti með þessum veiðum með ákveðnum aðgerðum. Knut Vartdal fiskimálastjóri Noregs sagði þetta i samtali við Fiskaren. Hann sagði að þær ráðstafanir væru hugsaðar til þess að hægt yrði að fylgjast með eðlilegu samræmi milli fjölda fiskiskipa og veiðikvóta og væri þá hægt að grípa til nauðsynlegra aðgerða ef grun- ur léki á að farið væri fram úr aflakvóta sem leyfður væri. Síðar lézt einn maður af skot- sárum og sex manns voru sárir, þar á meðal fréttamaður Reuters, Alberto Pontes. Ekki er vitað hver hleypti af því skoti sem varð manninum að ban'a. Lögreglan kvaðst ekki hafa skotið og vitni segja að einu skothvellirnir sem hafi heyrzt hafi verið úr vélbyssu öryggisvarðanna. Kommúnistaflokkurinn f Portú- gal hefur mjög mikið fylgi í Evora og nágrenni hennar og nýtur Car- valho þar trausts, enda þótt hann hafi verið sviptur öllum völdum og áhrifum eftir að Eanes braut á bak aftur tilraun kommúnista til valdaráns í nóvember sl. Stjórnmálafréttaritarar segja að þessi átök i Evora hafi orðið til að óhug hafi slegið á fólk í Portú- gal, þar sem kosningabaráttan vegna forsetakosninganna hefur gengið hingað til friðsamlega fyr- ir sig. strendur nýlendna sinna, fremur en við strendur Frakklands. Hann sagði ennfremur, að franska þingið kæmi saman til auka- fundar í júlíbyrjun, og væri við því búizt, að frumvarpið yrði tekið fyrir á þeim fundi. Eins og áður er fram komið, er ráð fyrir því gert f texta frum- varpsins, sem franska stjórnin hefur samþykkt að leggja fyrir þingið, að stjórninni verði heimilt að lýsa yfir 200 mflna auðlinda- lögsögu, þegar og ef hún telur rétt að gera það. Þá fékk Mbl. þær upplýsingar hjá Henrik Sv. Björnsyni, ráðu- neytisstjóra í utanríkisráðuneyt- inu, að útfærsla auðlindalögsögu við strendur nýlendna Frakka stangaðist ekki á við samninga þeirra við Efnahagsbandalagið. Meðal nýlendna Frakka er Martinique, svo og eyjaklasarnir St. Pierre og Miquilon við Ný- fundnaland, hvaðan þorskveiðar hafa verið stundaðar hingað til. Eftir að fregnin barst um þessa fyrirætlun Frakka birti Mike Burton, formaður samtaka brezkra togaraeigenda, yfirlýs- ingu þar sem hann réðst harka- lega á brezku stjórnina fyrir slæ- lega frammistöðu hennar í fisk- veiðimálum. I yfirlýsingunni sagði m.a.: „Hver svo sem tilgangurinn er og hverjar sem afleiðingarnar verða, er ljóst, að hér er franska stjórnin enn einu sinni að leggja áherzlu á þá afstöðu sína, sem felst í öllum hugsanlegum stuðningi við franskan fiskiðnað. Við leggjum á móti skammsýni, máttleysi og stöðugan skort á viðbúnaði, en þetta virðist ráða stefnu ríkis- stjórnar okkar í fiskveiðimálum." Lögreglu- sljórinn myrtur ERLENT Buenos Aires 18. júní Ntb. Reuter. YFIRMAÐUR argentfsku lögregl- unnar Casareo Cardozo hershöfð- ingi var myrtur f morgun er hann var að koma til heimilis sfns f Buenos Aires ásamt konu sinni, móður og dóttur. Konurnar þrjár slösuðust allar alvarlega. Cardozo var að stfga út úr lyftunni við fbúð sfna þegar sprenging kvað við og beið hann samstundis bana. Algerlega var óljóst hver hefur komið sprengjunni fyrir. Lýst var yfir neyðarástandi í höfuðborginni, er uppvíst varð um tilræðið og innanrikisráð- herra Argentínu, Albano Harquindeguy, hefur sjálfur tek- ið að sér að stjórna rannsókn málsins. Cardoso er annar lög- reglustjórinn í Argentínu sem myrtur er á röskum tveimur ár- um. Alberto Villar var drepinn í nóvember 1974 og lýstu þá Montoneros skæruliðasamtök vinstri-perónista víginu á hendur sér. Cardoso er sjöundi hershöfð- inginn sem drepinn er síðan Maria Estela Peron var látin vfkja frá völdum. Mikil spenna var i höfuðborg- inni fram eftir degi og lögregla og hermenn höfðu mikinn viðbúnað. Óbreyttum borgurum var ráðlagt að vera sem allra minnst á kreiki. Bretar geta ekki skorazt undan framkvæmd fiskveiðistefnu EBE — segir Roy Hattersley 1 FYRRADAG lét Roy Hattersley, aðstoðarutanrfkisráðherra Breta, svo um mælt f umræðum f brezka þinginu um þróun mála innan Efnahagsbandalagsins frá nóvem- ber 1975 til loka aprílmánaðar s.l„ að Bretar hefðu ekki laga- legan rétt til að skorast undan framkvæmd sameiginlegrar fisk- veiðistefnu bandalagsrfkjanna. Sagði Hattersley, að hér væri um að ræða stefnu, sem st jórn thalds- flokksins hefði samþykkt skönimu áður en samningur um inngöngu Breta f bandalagið var undirritaður. „Endurskoðun krefst sam- hljóða samþykktar allra aðildar- ríkjanna og hvert þeirra, sem er, gæti komið i veg fyrir að hvaða breytingartillaga okkar sem væri næði fram að ganga,“ sagði Roy Hattersley. „Innan bandalagsins gera menn sér vel grein fyrir þörfum brezku útgerðarinnar. Tæki bandalagið ekki tillit til þessara þarfa, mundi það strfða gegn anda þeim, sem bandalagið er reist á. Slfkt áfall fyrir brezku útgerðina myndi um leið skaða alvarlega orðstír bandalagsins, og sá skaði yrði ekki auðveldlega bættur,“ sagði Roy Hattersley. Staðreyndin er sú, að núverandi fiskveiðistefna banda- lagsins er ekki stefna, sem Bretar geta komið í veg fyrir með því að beita neitunarvaldi sínu hjá bandalaginu. Skýjaborgir og loftkastalar Ein er sú sýning, sem mikla athygli hefur vakið, þótt hún láti lítið yfir sér og sé lítið auglýst og henni fylgi jafnvel engin sýningarskrá né neinn leiðarvísir, sem að sjálfsögðu er stór ókostur. Er hér um að ræða sýningu íslenzkta arkitekta á teikning- um og líkönum bygginga, sem aldrei hafa risið. Sýningin hefst á tillöguuppdrætti Rögnvaldar Ólafssonar að háskólabyggingu í Reykjavík frá 1913, og er hug- myndin í fslenzkum burstastíl og mikill skaði, að hún skyldi ekki virkjuð, þvi að það væri æðri menntun mikill sómi að geta státað af slikri skólabygg- ingu í höfuðborginni nú. Síðan getur að lfta ýmsar „húsgerðarskrítlur", sem maður þakkar guði fyrir að fengu að vera í friði á teikning- unum eða lfkönunum, svo sem tillögur Guðjóns Samúelssonar að byggingum á Skólavörðu- holtinu og annarri af stúdenta- heimili í Reykjavík, hið fyrra í eins konar nýklassískri empire- stílsblöndu, en hið síðara er lík- ast betrunarhúsi. Hvað tillögu- líkani Sigurðar Guðmundsson- ar að nýskipan Grjótaþorps áhrærir, virðist aðeins vanta fallbyssur í garði og fyrir framan húsin til að kóróna verkið (1940). Hins vegar er hugmyndin að veitingastað og vatnsgeymum á Öskjuhlíð bráðsnjöll (Sigurður Guðmundsson og Sigurður Thoroddsen (1940)). —Fjölda- framleidd íbúðareining Einars borsteins Ásgeirssonar er skemmtileg, einkum er hann gerir Hallgrímskirkjubáknið manneskjulegt með því að setja svipaða íbúðareiningu yfir kirkjuna. Sumarbúðir lista- manna, sumarskóli, barnaleik- völlur og hótel eftir Valdísi Bjarnadóttur (skólaverkefni, aðskild) bera vott um manneskjulegt hugmyndaflug i andstöðu vió hina ísköldu og beinu linu rasspúðavinnunnar, Hundertwasser segir réttilega: „Gætið ykkar á hinni beinu línu, hún leiðir til glötunnar mannkynsins.“ „Hin beina lfna er guðlast, hin einasta lfna sem ekki skapar, hin beina lína leið- ir til helvftis!“ — Bókstaflega skal þetta ekki tekið, en er tímabær aðvörun, sem hefði getað forðað mannkyninu frá miklum mistökum, ef menn hefðu ljáð slíku eyra nokkrum áratugum fyrr. Af mörgu öðru, er athygli vekur, má nefna skemmtilega tillögu í sambandi við Klaustur Karþúsíumanna eftir Sigur- laugu Sæmundsdóttur (1962—63, skólaverkefni). Aðalskipulag Þorlákshafnar, samkeppnistillaga frá 1971 eftir Gunnlaug Baldursson, Sigurlaugu Sæmundsdóttur og Sigurfinn Sigurðsson, er um margt athyglisverð. en af hverju staðla þetta yndislega þorp, eða t.d. Eyrarbakka, þar sem mannlegar tilviljanir eru einmitt það, sem gefur þeim hlýlegt og aðlaðandi svipmót. Það má kalla þessa staði síðustu vígi gamla tímans á Suðurlandi og ætti miklu frekar að friða og varðveita þessi þorp, lagfæra, og flikka upp á þau. en láta reglustikuna spjalla þau. — Til- löguuppdráttur Skarphéðins Jóhannssonar og Guðmundar Kr. Guðmundssonar um kirkju á Laugaráshæð er snjall og hefði tvímælalaust átt að út- færa hann, en sóknarnefnd mun hafa hafnað þessari verð- launatillögu í þágu þyngsla- legri byggingar. Margt fleira athyglisvert getur að lita á þessari sýningu. bæði gott og slæmt og hún er mikill lærdómur leikum (sem lærðum), og sýnir og sannar hvílíkur skaðvaldur reglustrik- an getur verið, ef heitt og frum- legt hjarta slær ekki á bak við þann, er mundar hana. En annars, — furðulegt má vera hvað tilfinningar manna fyrir húsagerðarlist og mynd- list geta breytzt á nokkrum ára- tugum, svo að jafnvel leikmenn brosa í kampinn, er þeim verður litið á sumar tillögurn- ar, þetta eru tímanna tákn! Bragi Ásgeirsson: Tillaga að nýskipan Grjótaþorps: Sigurður Guð- mundsson. Sumarbúðir listamanna: Valdís Bjarnadóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.