Morgunblaðið - 19.06.1976, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 19.06.1976, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JUNI 1976 17 Ræóa Geirs Hallgrímssonar, forsætisrádherra, 17. júní Fljótt eftir endurreisn Alþingis á síðustu öld, bárust þingmönnum bænaskrár, þar sem kvartað er yfir fiskveiðum útlendra hér við land. í nefndaráliti um slíka bænaskrá, sem dagsett er 3. ágúst 1 863, segir: „Sjá þjóðaréttur, sem nú gildir, hefur ekki verið settur allt i einu, heldur hefur hann skapast smátt og smátt um langan tíma, eftir kröfum og kring- umstæðum ýmissa þjóða, og þó æfinlega helst þeirra, sem mest hafa mátt sér. Það þarf nú ekki að draga nokkrar dulur á það, að ísland hefur aldrei verið í flokki þessara rikja, og það er því svo sem auðvitað, að ei mun hafa verið haft mikið tillit til sérstakra kringumstæða þess, þegar sá þjóða- réttur skapaðist um fiskihelgina undan landi, sem nú stendur." Ráð þingnefndarinnar til Alþingis er að rita konungi bænaskrá, þar sem þess er farið á leit, að dönsku stjórninni verði skipað að sjá svo um, að erlendir fiskimenn við ísland fái íslensk veiðilög á máli sínu. Jafnframt verði eftir því leitað við ríkisstjórnir Bretlands og Frakklands, að undan- tekningar verði gjörðar frá hinum almenna þjóða- rétti hvað fiskihelgina áhrærir hér undir landi, svo framarlega sem ei þjóðbúið allt og landsfólkið á að biða óbætanlegt tjón. Loks verði veitt lán i því skyni, að íslendingar geti hafið þiljuskipaveiðar Mikið vatn er runnið til sjávar siðan þessi bænaskrá var samin, en lítil breyting varð á þjóðarétti á þessu sviði áratugum saman. Fiskveiðisamningur Bretlands og Danmerkur frá 1901 um heimild Bretum til handa til fiskveiða i allt að 3 mílna fjarlægð frá ströndum íslands fól að þessu leyti ekki 5 sér neina breytingu gagnvart öðrum þjóðum, þar sem samningnum var beitt í framkvæmd gagnvart þeim. [ raun er það ekki fyrr en íslendingar tóku öll mál sin í eigin hendur og stofnuðu lýðveldið, er við minnumst i dag, að hafin var markviss sókn til að tryggja yfirráð íslendinga yfir fiskimiðum sín- um. í greinargerð um landhelgismálið eftir Hans G. Andersen, sem dagsett er 20. janúar 1948 og samin var í tengslum við setningu landgrunns- laganna, segir svo: „Aðal sjónarmið ætti að vera að reyna að ná sem mestum árangri með sem minnstum árekstr- um. Sýnist þá réttast að fara varlega af stað, en þó með einhliða ráðstafanir í huga — ráðstafanir, sem byggðar væru á ýtrustu sanngirni og vísinda- legum staðreyndum. Tvenns konar leiðir yrðu íarnar, annars vegar einhliða lagasetning og hins vegar viðræður við hlutaðeigandi ríki.. . . Jafnframt yrði svo að gæta þess vandlega að gefa engar yfirlýsingar sem orðið gætu til þess að ekki væri hægt að auka kröfurnar síðar meir." Stefnumörkun Islenskra stjórnvalda með setningu laganna um vísindalega verndun fiski- miða landgrunnsins ber vitni um mikla framsýni, enda hefur sú stefna nú skilað okkur yfirráðum yfir öllum íslandsmiðum, tæpum 3 áratugum eftir að lögin voru sett. Lengi stóðum við í stað, en síðustu ár og áratugi hefui* okkur fleygt hratt fram að settu marki. Auðvitað er skýringin fyrst og fremst hagstæð þróun þjóðaréttará sviði hafréttarmála. Þingnefndin 1863 taldi réttilega aðra hafa meiri áhrif á þjóðarétt en okkur íslendinga, en engu að siður höfum við átt, og eigum, verulegan þátt í þessari hagstæðu þróun hafréttar á undanförnum árum og áratugum. Við höfum, innan Sameinuðu þjóðanna, átt frumkvæði að sérstökum hafréttar- ráðstefnum, og með einhliða útfærslum fiskveiði- lögsögu og friðunaraðgerðum, verið frumkvöðlar — en jafnframt I svo nánum tengslum við þróun- ina, að aðgerðir okkar hafa staðist. X Tæpt ár er liðið siðan 200 mílna reglugerðin var gefin út og 8 mánuði hefur hún verið í gildi. Við vissum, að 200 milna fiskveiðilögsaga okkar mundi valda deilum og barátta var fram- undan, en ástand fiskstofna lífsnauðsyn þjóðat1 innar, knúði okkur til aðgerða. Geir Hallgrimsson, forsætisráðherra, flytur þjóðhátiðarræðu sina á Austurvelli i fyrradag. Við skulum ekki miklast yfir sigri, enda þarf sá, er telur hlutskipti sitt betra, ekki á þvi að haldá, en getur sýnt skilning og umburðarlyndi Við íslendinger höfum oft undrast, hvernig á þvi stæði, að styrjaldir brytust út, en ef við höfum i huga framvindu landhelgisbaráttunnar, þá meg- um við skilja, hvaða tilfinningar geta ráðið ferð- inni. Misskilið stolt getur orðið skynseminni yfir- sterkara. Þótt hurð skylli oft nærri hælum og mannslíf væru sífellt i hættu, þökkum við nú, að Guð hélt verndarhendi sinni yfir öllum þeim, sem í hættu voru staddir. Við íslendingar teljum okkur hafa órðið fyrir vonbrigðum at^áhugaleysi og skorti á virkum stuðningi annarra þjóða við málstað okkar, þótL við gerum okkur grein fyrir, að stefnumörkun og ákvarðanataka getur verið seinvirk, ekki síst i lýðræðisríkjum. En við getum einnig litið i eigin barm og spurt, 'hvaða áhuga sýnum við deilum annarra þjóða? Við látum okkur örlög annarra of litlu skipta, en ætlumst til þess, að allir standi á öndinni, þegar vjð eigum i hlut. Islendingar h_afa staðið saman í baráttunni fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunnar og síst skal á hátíðisdegi ýfa-upp ágreining um einstök fram- kvæmdaatriði, sem eðlilegur er í lýðræðisríki. Hins vegar er hollt að lita um öxl og átta sig á, að spenna sú, sem stafaði af baráttunni út á við, sameinaði ekki alltaf þjóðina, eins og mátt hefði ætla, heídur §ætti spennunnar einnig stundum ínn á við, og torveldaði að við gætum einbeitt okkur og náð samstöðu um lausn mála. Hinn mikli árangur, sem við höfum náð með 200 mílna fiskveiðilögsögu á að sameina okkur til þess að leysa okkar eigin vandamál inn á við. Við höfum hvorki ástæðu né afsökun að byggja þetta land með öðru en eigin vinnu og framtaki og sníða okkur stakk eftir því, svo að við verðum ekki öðrum háð og getum áfram með fullri reisn komið fram gagnvart öðrum þjóðum og lagt okkar skerf til alþjóðamála ! því skyni að menn leysi Byggjum hntð med eigin vinnu og framtaki — og verdum ekki öðrum háð Baráttan undanfarna 7 mánuði átti ekki að koma okkur á óvart, miðað við áður fengna reynslu, en þó er ekki fyrir það að synja, að óþolinmæði og fljótræði fengju stundum yfirhönd- ina og tilfinningarnar bæru menn ofurliði i um- ræðum dagsins, enda mikið í húfi. En nú getum við fagnað. Fá okkar gerðu sér vonir um, að við gætum 1 7. júní 1 976 glaðst yfir þeirri staðreynd, að 200 milna fiskveiðilögsaga íslands er, með samkomulagi eða í raun, virt af öllum þjóðum, sem hingað til hafa talið sig eiga rétt til fiskveiða við ísland. Á þessari stundu minnumst við forvera okkar, bænaskráa frá fyrri timum jafnt og frumkvæðis framsýnna manna eftir stofnun lýðveldis. Við þökkum gæslumönn- um landhelginnar dáðrik störf og við virðum og metum stuðning vinaþjóða á alþjóðavettvangi. Nú biður okkar það verkefni að vernda og nýta þær auðlindir, sem komnar eru i forsjá okkar, sveltandi heimi engu siður en sjálfum okkur til gagns, svo að rætast megi orð Jóns Sigurðssonar: „Þá aðeins getur maður átt von á, ekki einungis að enginn annar dragi vorn fisk úr sjó, heldur einnig að vér getum sjálfir dregið vorn fisk úr sjó eða með öðrum orðum, að vér getum hlotið þau gæði sjávarins, sem guð hefur bersýnilega ætlað oss fyrstum manna, og notið þeirra eins og vera ber." Deilur þær, sem við höfum átt í, vegna útfærslu fiskveiðilögsögunnar, hafa verið lærdómsrikar. ágreiningsmál með samkomulagi og verndi friðinn í heiminum. Sjálfstæði íslands byggist á menningararfi kyn- slóðanna, og þótt við teljum islenska menningu hafa gildi fyrir aðra en okkur, er það skylda okkar í samfélagi þjóðanna að ætla okkur stærra hlutverk en að vera góður safngripur við ysta haf. í dag minnumst við 1 65 ára fæðingardags Jóns Sigurðssonar, forseta, og þá er enn rétt, eins og oft endranær, að hafa í huga orð hans: ....en því aðeins geta þjóðirnar til fulls þekkt sig sjálfar, að þær þekki einnig aðrar þjóðir, gefi nákvæman gaum að öllu lifi þeirra og framförum, og taki dæmi þeirra og reynslu sér til eftirdæmis og viðvörunar. En það er bágt fyrir þá, sem búa langt frá öðrum, eins og íslendingar, að þekkja nákvæmlega til sliks, og verður þeim þvi hætt við, eins og meir eður minna bryddir á hjá öllum eyjabúum, að þeir gjöra annað hvort of mikið úr sjálfum sér, eða of lítið, þykjast annað hvort vera sælastir manna eða vesælastir, og á Hínn bóginn meta allt hið útlenda annað hvort pfmikils eða oflítils." Þessi orð skírskota til okkar í dag. Hvorki stórmennska né minnimáttarkennd, heldur raun- sætt mat á hlutverki okkar, verður að vera leiðar- Ijós í samskiptum okkar inn á við og út á við, svo að við og niðjar okkar megi um alla framtíð halda 1 7. júní hátiðlegan í frjálsu, fullvalda lýðræðisríki. Ég árna öllum fjær og nær gleðilegrar þjóðhátíðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.