Morgunblaðið - 19.06.1976, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 19.06.1976, Qupperneq 19
MORC.UNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JUNI 197« 19 Kafli úr ræðu Guðmundar Guðmunds- sonar útgerðar- manns á sjómanna- daginn „Starfið er margt en eitt er bræðrabandið” GUÐMUNDLR Guð- mundsson útgerðar- maður frá ísafirði var- fulltrúi útgerðarmanna við hátíðahöld sjómanna- dagsins í Reykjavík. Ilér fer á eftir kafli úr ræðu, sem Guðmundur flutti: A þessum sjómannadeKÍ veröa aó verðleikum heiðraðir þeir menn, s.m fremur öðrum hafa borið þunfjann í barátl- unni fyrir rétti okkar í landhelgismálinu og verið þar í fararbroddi, starfsmenn Land- helgisgæslunnar og þá sérstak- lega áhafnir varðskipanna. Það hefir vakið verðskuldaða athygli og aðdáun allra af hve mikilli festu og stillingu þessir menn hafa rækt hið erfiða hlut- verk í viðureign við marfalt ofurefli. Sá árangur sem náðst hefir er fyrst og fremst frammistöðu þessara manna að þakka. Það verður nú að kosta kapps um það að búa þannig að land- helgisgæslunni að hún verði þess umkomin að gegna því erfiða hlutverki, sem framundan er. Breyttir útgerðarþættir hafa valdið því að víðast hvar er nú ekki um það að ræða að unglingar eigi þess kost að nema handtökin við hin ýmsu störf er lúta að sjósókn svo til jafnóðum og þeir vaxa úr grasi og verða með því fullgildir þátt- takendur jafnskjótt og líkam- legum þroska er náó. Þessi snerting varð til þess að fleiri gáfu sig að sjómehnsk- unni fyrr á tímum. Vegna þessara breytinga þarf að taka þennan þráð upp i öðru formi og koma á aukinni verk- mennt í sjómennsku á stigi unglingafræðslu. Ég er á þeirri skoðun að fræðslukerfið sem við búum við miðist einum of mikið við það að bókvitið sé það sem fyrst og fremst gildir. Það eru ekki allir jafnmót- tækilegir fyrir þeim áhrifum, sem þurr bókarlærdómur skilur eftir sig. Vinnan göfgar manninn var sagt og mun sannmæli. Reynslan hefir margoft sýnt fram á það að sá einstaklingur sem finnur sjálfan sig i starfi, sem fellur að hæfileikum hans, hann á í vændum að öðlast þá lifsfyllingu. sem gefur lífinu gildi. Það er stöðugt að verða meir áberandi í okkar þjóðlífi hve margir eru haldnir rótleysi og leita lífshamingjunnar á þeim sviðum og við þær kringum- stæður, þar sem hana er alls ekki að finna. Að velja sér lífsstarf er vissu- lega mikilsverð ákvörðun og mestu varðar að viðkomandi einstaklingur geri sér grein fyr- ir því hvert hugurinn stefnir. Við unga menn vildi ég segja. Sjómennskan er heilbrigt og gott starf. Þar tel ég mig geta af reynslu mælt eftir að hafa stundað þá atvinnu á þriðja tug ára. Þö stundum komi fram í hug- ann leiði yfir löngum fjarvist- um frá heimili og ástvinum þá hverfur það fljótt fyrir tilhugs- un um að eiga von á ánægju- legri heimkomu með góðan afla. Ungir og hraustir menn fá óvíða frekar útrás fyrir ómælda starfsorku en við störfin á sjón- um. Meðal útvegsmanna og sjó- manna þarf jafnan að vera gott samstarf og ríkja gagnkvæmur trúnaður, ef vel á að vera. Sem betur fer er þetta viða fyrir hendi og þekki ég vart annað af minni reynslu. Mikill þorri útvegsmanna er uppalinn við og á sjó og kunna þeir því af eigin raun betur að meta allar kringumstæður en ella væri. Þrátt fyrir allt amstur á verð- bólgutimum held ég að íslend- ingar geti litið vongóðir til framtiðarinnar. Landið er sem fyrr fagurt og frítt og náttúran svo til óspillt af mengunarvöldum nútímans. Sú kynslóð æskufólks, sem nú er að komast til þroska er myndarleg og vel af guði gerð andiega og líkamlega. mögu- leikar til menntunar hafa aldrei verið meiri. Láti þetta unga fólk ekki glepjast um of í kapphlaupinu eftir einskisverðum lystisemd- um, þá er það áreiðanlega þess umkomið að axla byrðarnar og taka við þegar þess vitjunar- tfmi kemur. Þrátt fyrir allt dægurþras ættum við jafnan að hafa t huga það sem Hannes Hafstein segir i ljóðinu: „Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið, boðorðið hvar sem þér í fylking standið, hverníg sem stríðið þá og þá er blandið það er að elska, byggja og treysta á landið." Fyrir hönd útvegsmanna flyt ég sjómönnum, ástvinum þeirra og íslendingum öllum bestu kveöjur og árnaðaróskir. Lifið heil. 20% verðlækkun á trjám og runnum, aðeins í nokkra daga. Gerið góð kaup. Nú kosta sumar- blómin aðeins 36 krónur. Blómstrandi Dahlíur og Retúníur. KI9IN6L UnVPfíR BRffUT Birki Reynir Ribs Fjallaribs Glansmispill Birkikvistur RauStoppur BrekkuviSir ViSja Rósarunnar Vaftoppur Humall o.fl GARÐSHORN Við Reykjanesbraut Fossvogi Sími 40500 OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KLUKKAN 10 TIL 22 Landsfundur Kven- réttindafélagsins ræðir starfsval, menntun og uppeldi 14. LANDSFUNDUR Kvenrétt- indafélags Islands er haldinn i Reykjavfk dagana 18.—20. júní 197(5. Um 50 kjörnir fulltrúar niunu sa'kja fundinn. Fundurinn var settur að Ilótel Sögu. föstudagskvöldið 18. júní kl. 20:80 og voru þar ýmis skemmtiatriði og kaffiveitingar. Að venju sóttu félagsmenn og annað áhugafólk setningar- fundínn. Að öðru levti er fundur- inn haldinn að Hallveigarstöðum. Aðalumræðuefni fundarins að þessu sinni er: „Uppeldi, mennt- un og starfsval á jafnréttisgrund- velli". Frummælendur eru: Marta Sigurðardóttir fóstra og Herdís Egilsdóttir kennari, sem tala um frumbernsku og forskólaskeið. Kristín Tómasdóttir kennari og Kristján J. Gunnarsson fræðslu- stjóri tala um skyldunámsstigið og siðan tala Guðrún Halldörs- dóttir skólastjóri og Sveinn Sig- urðsson skólastjóri um starfs- menntun og starfsval. Kvenréttindafélag Islands var stofnað 27. janúar 1907 og verður því 70 ára i byrjun næsta árs, Stofnandi félagsins var Bríet Bjarnhéðinsdóttir, einn af frum- herjum i réttindabaráttu ís- lenzkra kvenna. Nú geta jafnt karlar sem konur verið félagar í Kvenréttindafélag- ínu. en auk þess eiga aðild að félagínu kvenfélög viðs vegar um landið. Markmið félagsins er m.a. að vinna að auknum mannréttind- um, sér í lagi jafnrétti karla og kvenna. Kvenréttindafélag íslands er deild í Alþjóðasambandi kvénna (International Alliance of Wo- men) og mun væntanlega senda fulltrúa á þing samtakanna. sem verður haldið i New York 20. — 29. júlí n.k. Bílareiptog meðal skemmtiatriða á sandspyrnukeppni SANDSPYRNUKKPPNl Kvart- míluklúbbsins fer fram á morgun á söndum við Ilraun i Ölfusi og hefst klukkan 14. Allur ágóði rennur í nýja akstursbraut, sem klúbburinn a-tlar að útbúa við Geitháls. Sandspyrnukeppni er í því fólg- in að farartækin aka stutta vega- lengd á sandinum. Þau verða að vera á löglegum hraða, svo mestu máli skiptir i keppninni að við- bragð sé gott. Að sögn Björns Emiissonar, stjórnarmanns í klúbbnum, hafa 30 bilar verið skráðir til keppninnar. og eru þeir útbúnir á margvíslegan hátt til að ná sem beztri spyrnu. Keppt er i þremur flokkum, jeppa-, fólksbila- og bifhjólaflokki. Hljómlist verður leikin á svæð- inu og þar verða ýmis skemmti- atriði, svo sem bilareiptog. Byrjað verður að selja aðgöngumiða klukkan 12. Mót barnastúkna í Galtalæk UM HELGINA dagana 19. og 20. júní, verður haldið vormót barna- stúkna I Galtalækjarskógi, en mótið munu sækja félagar um 8—10 stúkna á Suðurlandssvæð- inu. Þetta er I annað skipti sem slíkt mót er haldið. Gist er eina nótt i Galtalæk og hefst dagskrá á laugardeginum kl. 1,6 þar sem hinar ýmsu barna- stúkur munu koma með dagskrár- atriði, en að öðru leyti verða þarna iþróttir, knattspyrna og viðavangshlaup og um kvöldið verður diskótek og varðeldur. Á sunnudeginum halda íþróttir áfram og fleiri dagskráratriði. en mótinu lýkur siðdegis á sunnu- dag. Ungtemplarar, unglingaregl- an og Umdæmísstúka nr. I standa að mótinu. Séra Kjartan Orn í FRETT frá hátíðahöldum sjó- mannadagsins i Vestmannaeyjum misritaðist nafn séra Kjartans Arnar Sigurbjörnssonar. Biður blaðið viðkomandi velvirðingar. í SÝNINGARSAL OKKAR ER Á ÖLLU ÞVÍ SEM TILHEYRIR SUMARSTARFI HÚSEIG ANDANS. Aðgangseyrir s* kr 100 — Byggingaþjónusta Arkitekta Grensásvegi 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.