Morgunblaðið - 19.06.1976, Side 29

Morgunblaðið - 19.06.1976, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JUNÍ 1976 29 VELVAKANDI Einhvern tfma hefði þessi tfzkuflfk þótt tfðindum sæta, en hún er nýtt frá Vuokko og er á tízkusýningunni á Nytjalistasýningunni á listahátíð f Norræna húsinu. Raunar stendur sýningin enn og tískusýn- ingar kl. 4 f dag og kf. 4 á morgun. Ahorfendur eru sýnilega svolftið hissa á þessari tfzkuflfk. Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags. % Kennslusjónvarp Hér höfum við bréf frá J.P. um þarft málefni: Vonandi kemur að því fyrr en seinna að ráðamenn menntamála hér á landi koma auga á þann góða og mjög aðkallandi mögu- leika að hefja skipulagða kennslu á ýmsum gagnlegum fræðum i sjónvarpinu. Vissar námsgreinar mætti vafalaust kenna þarna al- veg og aðrar að verulegum hluta með aðstoð skóla. Þarna geta not- ið menntunar ungir sem aldnir eftir vild og getu. Þessi háttur á uppfræðslu mun flestum hugs- andi mönnum ofarlega i hug eink- um þegar sýnt er að sjónvarpið er óhemju sterkt afl til mótunar og ljóst er að þar nemur fólk furðu fljótt lög, ljóð og mælt mál, t.d. í auglýsingunum. Væri sá háttur hafður á að setja kennsluna í sjónvarpið, en ekki inn í lokaðar skólastofur, í hundraða vís um allt land, væri hægt að spara gíf- urlegar fjárhæðir i nýbyggingu og rekstri skólahúsnæðis og þar með hætta öllum þeim hvimleiða barlómi um fjárskort og þreng- ingar á því sviði, sem um áratuga- skeið hefur dunið á landsmönn- um. Einnig mætti þá fækka kenn- urum í stórum stil og gætu þeir sem lakari tökum hafa náð á kennslu og eru jafnvel ekki meir en svo æskilegir í því starfi, þá snúið sér að öðrum verkefnum, sem þeir næðu vonandi betri tök- um á. Einnig i fækkun kennara mundu sparast fjárfúlgur, sem kæmi sér sennilega ekki illa fyrir ríkiskassann. En mest um vert er að allar líkur eru á því, að ef rétt er að málum unnið, að þetta fyrir- komulag leiddi til mikilla fram- fara í menntun fólksins í landinu, og margur telur að það sé fyrst og fremst tilgangurinn með rekstrin- um á því bákni sem okkar stór- fenglega menntakerfi er. 0 Ekki hætta við hálfnað verk „Húsmóðirin" skrifar: Ég er frjálslyndur kapítalisti og vildi ekki láta Vesturveldin hætta við hálfnað verk, þegar búið var að sigra nasismann, þvi að þá var kommúnisminn eftir. Og ekkert frelsi finnst hjá honum. Hinn frjálsi heimur stakk bómull misk- unnarleysisins upp i eyrun og heyrði ekki angistarvein Ung- verjalands, og ekkert mátti gera Tékkóslóvakíu til frelsunar. Og svo kom, að sumir borgarflokkar rugluðust svo, að þeim fannst það sjálfsagt að taka upp vinsamlega samskipti við Rússa. Þá sýndi kommúnisminn sitt rétta andlit. Og allir þekkja ævintýrið um Willy Brandt. Sjálfsagt þótti lika að Banda- rikjamenn hálfpartinn gæfu Rússum korn. Nú höfðu þeir bæði töglin og hagldirnar, og Brezhnev setti á svið Helsinkiráðstefnuna. Þar voru samþykkt ferðafrelsi og ýmislegt, sem sjálfsagt þykir hjá öðrum þjóðum. Þetta átti svo auð- vitað allt að svíkja. En nú verður allt óhægara vegna Helsinkisam- þykktarinnar. Og svo fær maður núna meiri fréttir að austan, og þeim á að gefa gaum. Nú fær maður að vita, að það er hungur og matarskortur á hverju ári í bezta landbúnaðarlandi heims eftir hér um bil 60 ára stjórn, þar sem hagkerfi Karls Marx er kokkabókin, og enginn kapital- ismi finnst. Eg er viss um að ef uppskerubrestur hefði orðið vest- an hafs, hefði einhver i þeim hópi, sem gekk hér um götur, þegar Nixon var hér, borið spjald, sem á hefði staðið: „1 hve mörg- um ríkjum Bandaríkjanna er mat- arskortur og hvað hafa margir horfallið í þinni stjórnartíð?" Stalín vissi hvað hann var að gera, þegar hann hafði lokað land- inu og enginn fékk þaðan að koma, nema syngja lofsönginn, þegar heim kom. Hann skar heldur ekki við nögl rúblurnar, sem fóru í áróðurinn. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa og meira að segja hér „norður við heimskaut i sval- köldum sævi" ortu mörg skáld um hann iofið, svo bogaði af þeim svitinn. Mér dettur í hug hvort það hvarflar ekki núna að Brezhnev, þegar hann verður að leita á náðir Ameríku um kornkaup, að kannski væri uppskeran meiri hjá honum, ef hann hefði ekki eftir skipun Stalíns drepið úr hungri 5V4 milljón bænda i Ukrainu á sínum ungu dögum. Á siðasta kommúnistaþingi var viðurkennt að skóskortur væri í Sovétrikjun- um. Það þótti vera.mesta smán fyrir einn bónda, ef hann gat ekki svo mikið sem skóað konu sína. En kommúnisminn gerir hvort tveggja, að hann getur hvorki fætt né skóað almenning i Rúss- landi. Hvaða blessun hefur hag- kerfi Karls Marx fært heiminum? Og hve lengi á það að liðast? Annar kafli Hann var hærri og þreknari en hún hafði búizt við. Herðabreiður og með sterklegar hendur. And- litið sem hún þekkti mætavel af mvndum frá búkakápunum, var ótrúlega kraftmikið og karlmann- legt. Við þennan fyrsta fund fannst Malin sem mvnd þessa manns greyptist inn f huga henn- ar, hvert minnsta smáatriði, svart grásprengt hárið, dökkar auga- brýnnar, frekjulegur munnurinn og umfram allt augun sem lýstu langar leiðir af ráðríki og einurð... Frá þvf andartaki sem hann gekk inn í herbergið var þessi iitli hópur viðstaddra á hans valdi, svo algerlega að engu var lfkara en allir hefðu breytzt f leikbrúður. Ylva leit á hann með tilheiðslusvip og aðdáunin lýsti af henni langar leiðir, Cecilia hag- ræddi sér eins og ósjálfrátt svo að eggjandi harmurinn nvti sfn bet- ur, Kári reyndi árangurslaust að láta eins og ekkert væri og meira að segja Björg virtist leita eftir því að lesa úr svip drottnarans í hvaða skapi hann vaeri þessa stundina. HÖGNI HREKKVÍSI . 1976 McNaunht Syndicate, lnc „Hó'gni er í búningsklefanum' Plötujárn — stangarjárn. Fyrirliggjandi plötujárn í þykktum frá 5 mm til 50 mm, einnig ýmsar gerðir stangarjárn . . J. Hinriksson Vélaverstæði. Veiðileyfi í Geitabergsvatni eru komin til sölu. Ferstikla, Hvalfirði. p| Star innréttingar -við allra hæfi -í öll herbergi Star-innréttingar eru samsettar úr einingum, sem f ram- leiddar eru í Svíþjóð á vegum stærstu innréttingafram- leiðenda Evrópu. Þær geta hentað í allar stærðir eldhúsa, — en ekki aðeins i eldhús, heldur í öll önnur herbergi hússins. Star-innréttingar eru bæði til í nýtízku stil og með göml- um virðulegum blæ, en eru allar gerðar samkvæmt kröf- um nútímans. Komið með teikningu af eldhúsinu eða hinum herbergj- unum, þar sem þið þurfið á innréttingu að halda. Við gef um góð ráð og reiknum út, hvað innréttingar eins og ykkur henta muni kosta. Stuttur afgreiðslufrestur. Einstaklega hagstætt verð. Bústofn, Klettagarðar 9 Sundaborg — Sími: 8-10-77 Kvikmyndaviðburður Frumsýnum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.