Morgunblaðið - 03.07.1976, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 03.07.1976, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JULl 1976 3 Félag einstæðra foreldra kaupir hús FÉLAG einstæðra foreldra vinn- ur nú að því að kaupa húseignina Skeljanes 6 C Skerjafirði og sam- kvæmt upplýsingum formanns fé- lagsins, Jóhönnu Krist jónsdóttur, verður gengið frá húskaupunum eftir helgina. Hefur félagið að sögn Jóhönnu notið mjög vinsam- legrar fyrirgreiðslu frá hendi Reykjavfkurborgar I sambandi við þessi kaup. Ástæðan fyrir því að Félag ein- stæðra foreldra kaupir þetta hús, sagði Jóhanna að væri vegna þess að félaginu hefði verið lofað lóð í öðrum áfanga að byggð í Eiðis- granda. Öllu skipulagi þar og framkvæmdum hefur seinkað mjög m.a. vegna ágreinings milli Reykjavíkur og Seltjarnarnes- Harður árekstur og fjórir slasaðir MJÖG harður árekstur varð klukkan 16,15 við gatnamót Höfðabakka og Vesturlandsvegar og voru ökumenn beggja bíla, sem þar rákust saman, svo og tveir farþegar í öðrum, fluttir f slysadeild Borgarspftalans, en áverkar fólksins reyndust ekki alvarlegir. Annar bfllinn, sendi- kaupstaðar. Þess vegna sá félagið sér ekki annað fært en leggja út i þessa fjárfestingu. -1 húsi þessu verður svokölluð neyðarþjónusta fyrir fólk, sem er einstætt og á börn. Húsnæðis- vandi þessa ákveðna þjóðfélags- hóps er mikill, en þetta hús, Skeljavegur 6, er stórt og gefur ýmsa möguleika. 1 því eru 14 til 16 herbergi auk kjallara, þar sem unnt verður t.d. að koma upp ein- hverri aðstöðu fyrir börn, auk þess sem félagið sjálft getur þar fengið félagslega aðstöðu. Nauðsynlegt mun verða að framkvæma ýmsar endurbætur á húsinu og viðgerðir. Er stefnt að því að hefja þær sem fyrst, svo að unnt verði að taka húsið í notkun að einhverju leyti í haust. ferðabfll, mun vera mjög mikið skemmdur. Tildrög slyssins voru þau, að sandflutningabíl var ekið Höfða- bakkann og út á Vesturlandsveg í veg fyrir sendibifreið, sem var á leið austur. Ökumaður sendi- ferðabílsins beygði undan vöru- bílnum og tókst honum að forðast mestu hörkuna í árekstrinum, en hliðar bilanna skullu þó saman. Eins og áður sagði slösuðust báðir ökumenn og tveir farþegar i sendibílnum. Mismunandi raforku- verðshækkun á land- inu — mest nyrðra NÝLEGA var þess getið að iðnaðarráðuneytið hefði heimilað Rafmagnsveitu Reykjavfkur að hækka gjaldskrá sína um 11%. 1 B-deild stjórnartfðinda er aug- lýsing um hækkun raforkuverðs f smásölu og eru þar tilfærðar gjaldskrárhækkanir hjá hinum ýmsu rafveitum og er heimiluð hækkun allt frá 10% og upp f 20% eftir þvf hver rafveita á I hlut. Vatnsleysustrandarhrepps um allt að 10%, Rafveitu Njarðvíkur um allt að 10%, Rafveitu Sand- gerðis um allt að 10%, Rafveitu Grindavíkur um allt að 10%, Raf- veitu Borgarness um allt að 12%, Rafveitu Húsavíkur um allt að 15%, Rafveitu Akureyrar um allt að 20%, Rafveitu Sauðárkróks um allt að 20%, Rafveitu Isafjarð- ar um allt að 11% og Rafveitu Patreksfjarðar um allt að 11%. Starfsmenn Landhelgisgæzlunnar ganga um borð f Ægi. Land- helgis- gœzlan 50ára f GÆR var öllum yfirmönnum Landhelgisgæzlunnar og eigin- konum þeirra boðið um borð í varðskipið Ægi þar sem haldið var upp á fimmtfu ára afmæli Gæzlunnar. Þar komu saman á þriðja hundrað manns, bæði yfirmenn eins og fyrr sagði og starfsmenn flugvéla, ásamt nokkrum starfsmönnum í landi. Ráðherrunum Geir Hall- grfmssyni og Ólafi Jóhannes- syni ásamt eiginkonum var og boðið og flutti Ólafur Jóhannesson ávarp, þar sem hann óskaði starfsmönnum Landhelgisgæzlunnar til ham- ingju með daginn og þakkaði fyrir vel unnin störf í þorska- strfðinu. Hann lfkti þvi við ævintýri hve stækkun fiskveiði- landhelginnar hefði verið mikil á sfðustu 25 árum og sagði að nú hefði brautin verið rudd, 200 mflur væru viður- kennd staðreynd. - y*■* Sigurður Árnason skipherra tekur á móti Baldri MöIIer ráðune.vtis stjóra og konu hans. Ný fjölfræðibók AB: Plönturíkið Deilt um sölu Gás- eyrar við Eyjafjörð í auglýsingu ráðuneytisins seg- ir, að samkvæmt heimild í Orku- lögum nr. 58, 29. apríl 1967, hafi ráðuneytið heimilað eftirtöldum rafveitum að hækka smásöluverð raforku samkvæmt núgildandi gjaldskrá, frá og með 1. júli 1976: Rafveitu Hafnarfjarðar um allt að 11%, Rafveitu Keflavikur um allt að 10%, Rafveitu Gerðabæjar um allt að 10%, Rafveitu Voga- og Innlendir dagpen- ingar 4.750 kr. FERÐAKOSTNAÐARNEFND hefur ákveðið dagpeninga fyrir rfkisstarfsmenn, sem takast á hendur ferðalög innanlands f sambandi við vinnu sfna. Þurfi ríkisstarfsmaður að kaupa gist- ingu og fæði, fær hann á sólar- hring 4.750 krónur. Til kaupa á gistingu greiðist á sólarhring 1.750 krónur. Til kaupa á fæði hvern heilan dag, minnst 10 tíma ferðalag, eru greiddar 3.000 krónur og til kaupa á fæði i hálfan dag, minnst 6 tíma ferðalag, greiðast 1.500 krónur. Aður hafði verið getið í Morg- unblaðinu ákvörðunar ferða- kostnaðarnefndar dagpeninga fyrir ríkisstarfsmenn, sem ferðast á vegum ríkisins erlendis, og jafn- framt hafði verið skýrt frá ákvörðun nefndarinnar um kiló- metragjald. JÚNf-BÓKlN f Bókaklúbbi AB er sjötta Fjölfræðibók AB, PLÖNTURfKIÐ eftir Ian Tribe í þýðingu Jóns O. Edwalds lyfja- fræðings. Bókin er eina rit sinnar gerðar á fslenzkum bókamarkaði: yfirlit yfir plönturíkið, allt frá bakteríum til blómplantna. Hér er plönturíkið kynnt á nýstár- legan hátt frá ýmsum sjónarhorn- um — fjallað um margvfslega nytsemi plantnannaf-og um skað- semi sumra þeirra. Þessari bók er ætlað að leiða tvennt í ljós: annars vegar fjöl- breytnina í líkamsgerð innan líf- veruhóps sem telur að minnsta kosti 300.000 tegundir og hins vegar hyersu plöntur hafa leyst ýmis sömu undirstöðuvandamálin á margvíslegan máta. Þessi við- horf^ til plantnanna eru skoðuð hvort fyrir sig í bókinni og er sinn helmingurinn helgaður hvoru efni. „Plöntur njóta ekki verðugrar athygli," segir höfundurinn í for- Akureyri, 2. júlí — NÝVERIÐ var gengið frá sölu á svonefndri Gáseyri, sem er skiki úr landi jarðarinnar Gása f Glæsi- bæjarhreppi. Búið var að ganga frá sölu á landi þessu til aðila á Akureyri, en þá kom hrepps- nefnd Glæsibæjarhrepps til skjal- anna og taldi sig eiga forkaups- rétt að þessu landi og var þá kaupunum rift og keypti hrepps-’ mála bókarinnar. „Þegar frá eru taldir áhugamenn um ræktun garðagróðurs og skrautblóma veitir almenningur þeim tak- markaðan gaum og hlutur þeirra er harla lítill ef miðað er við þann órafjölda fróðleiksbóka og kvik- mynda sem völ er á um dýrin. Þetta misræmi má eflaust rekja til þess að mannskepnan sjálf er hluti dýraríkisins. Vonandi verður þessi litla bók til þess að draga eitthvað úr þessu mis- ræmi." Höfundurinn, dr. Ian Tribe, er visindamaður og kennari við Háskólann í Liverpool. Plönturíkið er 159 blaðsíður og prýdd fjölda litmynda. Setningu annaðist Prentsmiðja G. Bene- diktssonar. Prentun og band er unnið hjá Arnoldo Mondadori i Verona. nefndin eyrina á 13 milljónir króna, sem er margfalt Votmúla- verð. Hér er ekki um gróið land að ræða, heldur berar sandeyrar. Heyrzt hefur að hreppsnefndin greiði 17% forvexti af eftirstöðv- um kaupverðsins. Ekki er vitað hvað hreppsnefndin hyggst gera við land þetta, en möl hefur verið seld úr þessari eyri. Þá má geta þess að silungur veiðist við eyr- ina. Ekki er vitað til að hrepps- nefndin hafi leitað álits umbjóð- enda sinna á kaupum þessum né heldur borið þau undir sýslu- nefnd, svo sem gert var um Vot- múlann. Hinir upphaflegu kaup- endur véfengja forkaupsrétt hreppsnefndarinnar og hafa nú höfðað mál til riftunar á kaupum Athugasemd I tilefni af frásögn Morgunblaðs- ins í gær af kjaramálum opin- bera starfsmanna hefur Guð- mundur Skaftason tjáð blaðinu, að hann kannist ekki við i simtali við blaðamann að hafa látið í ljós nokkra skoðun á málflutningi aðila að málunum, hvorki aðildar- félaga né fjármálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.