Morgunblaðið - 03.07.1976, Page 5

Morgunblaðið - 03.07.1976, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JULI 1976 5 FRA BORGARSTJÓRN: Reikningar Reykjavíkurborgar 1975: Hrein eign borgarinnar jókst um 3 milljarða á árinu Fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 1975 stóðst í meginatriðum, sagði Birgir ísl. Gimnarsson borgarstjóri Við fyrri umræðu reikn- inga Reykjavíkurborgar fyrir árið 1975, sem fram fðr í borgarstjórn í fyrra- dag, flutti borgarstjðri, Birgir isleifur Gunnars- son, greinargott yfirlit um einstaka þætti ársreikn- ingsins. Þar kom fram að endurskoðuð fjárhagsáætlun Reykjavíkurborg- ar var samþykkt i borgarstjórn 17. apríl sl. Niðurstöður rekstrar- gjalda vóru 4032 m.kr. og eigna- breytingagjöld 1961.7 m. kr. og samtala áætlunarinnar þvi 5.993.6 m. kr. Þá var gert ráð fyrir því að áhrifi verðlags- og kaupgjalds- hækkana á rekstur næmu 300 m. kr., þar af 120 m. kr. vegna launa- hækkana og 180 m. kr. vegna al- mennra hækkana. Þessi áætlun stóðst í meginatriðum. TEKJUR Tekjur vóru áætlaðar 5.993.6 m. kr., en reyndust samkvæmt reikn- ingi 6.343.7 m. kr. eða 5.8% hærri. Hér er um að ræða bókfærðar en ekki innborgaðar tekjur. REKSTRARGJÖLD Rekstrargjöld vóru áætluð 4.031.9 m. kr. en urðu 3.947.4 m. kr. þ.e. 84.6 m. kr. undir áætlun eða 2%. Gjaldahlið reikninga borgarinnar ber með sér að hinir einstöku gjaldaliðir reyndust mjög nálægt áætlun, nema gatna- gerð. Hún er 88 m. kr. undir áætl- un, sem er nánast munurinn á áætluðum og raungjöldum. Þann- ig hefur áætlunin staðizt í megin- atriðum. Þó varð að draga úr framkvæmdum við gatnagerð vegna greiðsluerfiðleika. Yfirfærsla á eignabreytinga- reikning var áætluð 1961.7 m. kr. en reyndist 2.396.3 m. kr., eða 435 m. kr. umfram áætlun. Þessi mun- ur stafar af 350 m. kr. hærri bók- færðum tekjum og 85 m. kr. lægri rekstrargjöldum. Eins og fyrr segir urðu rekstr- argjöld 2% undir áætlun, þrátt fyrir verulega verðbólgu og meiri launahækkanir, en gert hafði ver- ið ráð fyrir. EINSTAKIR GJALDLIÐIR Stjórn borgarinnar nam í heild- arkostnaði 18.6%. nam 222.5 m. | kr. Verður að telja þessa útkomu allgóða þar sem laun og launa- tengd gjöld hækkuðu almennt um 28 til 30% milli ára. Brunamál stóðu nánast áætlun, þrátt fyrir hækkaðan launakostn- að. Fræðslumál fóru 24 m. kr. fram úr áætlun, en til þeirra var varið 785.5 m. kr. Mestur hluti umfram- eyðslu kemur fram I liðun um heilsugæzla í skólum og-rekstri barna- og gagnfræðaskóla. Listir, íþróttir og útivera er i heild í áætlun, þótt misvisun sé á einstaka liðum. Má þar til nefna landgræðslu á Hólmsheiði, 8.5 m. kr., sem fært var undir þennan lið, en hér var um brýnt verkefni að ræða, varðveizlu lands og landsgæða, er auk þess skapaði mörgum unglingum atvinnu yfir sumartimann. Heilbrigðis- og hreinlætismál reyndust 44 m. kr. eða 11% undir áætlun. Þessi munur kemur nær allur fram á hreinlætismálum og að hluta talinn ávöxtur ákvæðis- kerfis við sorphreinsun. Félagsmál tóku til sin 940.6 m. kr. sem er 4.3 m. kr. umfram áætlun, sem telja verður óveru- legt. Reksturskostnaður vistheim- ila fór nokkuð fram úr áætlun. Tvö ný heimili tóku til starfa á árinu, þ.e. dagvistun drykkju- manna og gistiheimili kvenna. Fasteignir. Reksturskostnaður varð nokkuð hærri en leigutekj- ur, sem eðlilegt væri, að stæðu undir rekstri. Verðstöðvun og verðlagsákvæði hafa komið í veg fyrir að það tækist. Gatnagerð. Borgarstjóri rakti sundurliðaðar framkvæmdir borgarinnar við gatnagerð, sem í heild vóru nokkuð undir áætlun. 0 1 árslok 1975 vóru malbikaðar götur í borginni 217.3 km en ómalbikaðar götur 34.1 km, þar af eru 19.3 km bráðabirgðagötur, sem eiga að leggjast niður skv. skipulagi. 0 Á árinu vóru malbikaðar 7.6 km gatna, eða 62.533 ferm. Malar- götur, sem eftir er að malbika, eru 14.8 km en vóru árið áður 14.9 km eða 5.9%. • Gangstéttarframkvæmdir urðu mestar f Breiðholti. AHs vóru steyptir eða malbikaðir 16.045 fcrm af gangstéttum og stfgum. • Holræsaframkvæmdir urðu langmestar í nýju hverfunum, að- allega f Breiðholti II. Skildinga- neshverfi, við Hafnarfj.veg, Nóa- tún, f Vatnagörðum og Elliðaár- vogi. Samanlögð lengd holræsa i árslok nam 336.5 km, þar af lögð 1975 12.4 km. BORGARSTOFNANIR Borgarstjóri rakti siðan afkomu einstakra borgarstofnana: Á- haldahúss, Vélamiðstöðvar, Mal- bikunarstöðvar, Grjótnáms, Pípu- gerðar, Byggingarsjóðs, Húsa- trygginga, Vatnsveitu, Rafmagns- veitu, Hitaveitu, Reykjavikur- hafnar, Bæjarútgerðar Reykja- víkur og Strætisvagna Reykjavík- ur. Rúm blaðsins leyfir ekki að þær niðurstöður séu raktar að þessu sinni, utan þess að geta þess, hvar erfiðleikarnir eru mestir. Rekstrartap BÚR nam 111.7 m. kr. (afskrf. 61.0 m. kr.). Gjöld umfram tekjur hjá SVR námu 205 m. kr. eða 42% af veltu, en sama hlutfall 1974 var 48%. Framlag borgarsjóðs á árinu nam 370 m. kr., er notað var til rekstr- ar- og vagnkaupa. LOKAORÐ BORGARSTJÖRA Að siðustu sagði Borgar- stjóri: „Eins og ég benti á i upp- hafi máls míns er nú í fyrsta skiþti birt i reikningum borgar- innar samandregið yfirlit yfir eignir og skuldir borgarsjóðs og fyrirtækja hans í árslok. Segja má, að hér komi fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar skýrast fram, og mun ég því fara nokkrum orð- um um einstaka liði yfirlitsins. Handbært fé i bönkum og sjóð- um nam um áramót 118.6 m. kr., og er það álíka upphæð og árið áður. Þegar haft er í huga, að hér er um að ræða fé, sem notað er til að greiða daglegan reksturskostn- að, og að launagjöldin ein námu á fimmta milljarð á árinu 1975, er auðséð, að vandasamt er að stýra fjármálunum þannig, að hvorki sé of eða van. Óþarflega mikið hand- bært fé hefur i för með sér vaxta tap, en skortur þess vaxtakostnað úr hófi fram, ef lán e,ru ekki fáan- leg án íþyngjandi Vaxta. í rekstri sveitarfélags líkt og í rekstri fyr- irtækja er stöðugt glímt við þessi vandamál. Einkennandi fyrir rekstur islenzkra sveitarfélaga er, að tekju- og gjaldastraumarnir falla illa saman. Framkvæmdir hljóta alltaf að vera í háinarki yfir sumartimann, en einmitt þá Birgir tsl. Gunnarsson borgar- stjóri. mánuði eru tekjurnar minnstar. Með góðri aðstoð viðskiptabanka borgarinnar, Landsbanka Islands, og hliðrun framkvæmda tókst að halda greiðslustöðu borgarinnar í viðunandi horfi á árinu 1975, þrátt fyrir erfiðari innheimtu en oft áður. Aukning eftirstöðva gjalda er bein afleiðing tregari innheimtu og var 1.8 milljarður þannig bundinn um áramót og hafði auk- izt um 560 m. kr. á árinu, sem er verulega meira, en áætlað hafði verið, og er hér um að ræða helztu skýringu þess, að ekki tókst að standa við framkvæmdaáætlun að fullu. Liðurinn skuldunautar hefur aukizt um 1.2 milljarða á árinu, og hef ég fyrr í ræðu minni útskýrt ástæður þess nokkuó. Birgðir eru að verðmæti um 1 miiljarður og hafa aukizt um 370 milijónir á árinu, og er þar að verulegu leyti um að ræða aukn- ingu á efnisbirgðum Hitaveitu vegna framkvæmdanna í grann- sveitarfélögum. Veltufjármunir hafa i heild aukizt um 65% frá fyrra ári og nema 5.5 milljörðum. Samanburð- ur við skammtímaskuldir, sem námu 1.7 milljarði, sýnir, að greiðsluhæfni borgarinnar og fyrirtækjanna í heild er því nægjanleg og raunar langt umfram það. Fastafjármunir nema nú 20.7 milljörðum og hafa aukizt um 3.2 milljarða á árinu. Langmestur hluti þessarar aukn- ingar stafar frá stækkun veitu- kerfis Hitaveitunnar. Rétt er að vekja athygli á, að nokkurs mis- ræmis gætir í uppfærslu fast- eigna til eignar. í flestum tilfell- um eru fasteignir bókfærðar á fasteignamatsverði, en í öðrum tilfellum er notað kaupverð með eða án afskrifta. Telja verður því raunverulegt verðmæti nokkru hærra en fram kemur í yfirlitinu. Liðurinn „lóðir og lönd“ sýnir hins vegar allar lóðir á matsverði. Til mótvægis hækkunar erlendra langtima-skulda vegna gengislækkana er sýndur í yfirlit- inu eignfærður gengismunur að upphæð 785 m. kr„ en hann verð- ur afskrifaður um leið og lán greiðast niður. Gengistap Hita- veitu s.l. tvö ár, sem nemur um 840 m. kr„ er talið með fastafjár- munum, þar eð veitukerfi Hita- veitunnar er endurmetið árlega og afskrifast því gengismunurin í jafnhliða kerfinu sjálfu. Yfirlitið sýnir, að langtím; - skuldir nema um 7 milljörðun , þar af eru rúmir 5 milljarðar ei- lent lánsfé. Stærsta hluta þess a fjár hefur verið aflað til stækL- unar veitukerfa Rafmagnsveit í og Hitaveitu, og eru skuldir þes: - ar sýndar i reikningum þessar i fyrirtækja. Framkvæmdir Ra - magnsveitu og Hitaveitu koma t I góða bæði Reykvíkingum o; þjóðarbúinu ' í heild, en þes: i mikla erlenda skuldsetning geri • fyrirtækin mjög viðkvæm fyri ■ brotsjóunum, sem yfir haf i gengið i íslenzku efnahagslifi, o; verður því ætíð að vera vel á verði, ef tryggja á fjárhagslegt sjálfstæði. Hrein eign borgarinnar og fyrirtækja hennar nemur nú 18.3 milljörðum og jókst um 3.1 millj- arð á árinu. Eftir framsöguræðu borgar- stjóra, Birgis ísleifs Gunnarssonar, tók Sigurjón Pétursson (ABL) til máls. Hann átaldi mjög harðlega að skýrsla endurskoðunardeildar Reykja- víkurborgar hefói ekki legið frammi um leið og reikningar borgarinnar. Þá væri ekki boðlegt að reikningar Reykjavíkurborgar bærust borgarfulltrúum í hendur aðeins tveim dögum fyrir fund í borgarstjórn. Sigurjón sagði að nú væru bókfærðir margir liðir sem ekki hefðu verið bókfærðir áður og hljóðuðu þeir upp á tugi milljóna. Hlutverk endurskoð- unardeildarinnar væri að veita aðhald i slíku, því liðir sem þessir kæmu einkennilega fyrir sjónir. Hins vegar sagðist hann nú sjá að auðvelt væri að láta áætlanir standast þegar ekki væru kosn- ingar. Þessir reikningar bæru með sér að áætlun hefði nokkurn vegin verið fylgt þó undantekn- ingar væru þar á. Sigurjón sagði að viðhaldskostnaður væri mjög hár, ennfremur varzla borgar- landsins og stjórnun borgarinnar. Björgvin Guðmundsson (A) sagði að Reykvikingar bæru enn á herðum sér kosningavíxil Sjálf- stæðisflokksins frá 1974 og hefði hann nú hækkað úr 600 milljón- um í 690 milljónir. Björgvin sagði að áberandi væri hversu mjög fjárhagsáætlun borgarinnar hefði Framhald á bls. 25 y 0000 EIGENDUR Volkswagen-, Golf-, Passat- og Audi Verkstæði okkar verður lokað vegna sumarleyfa frá 12. júlí til 11. ágúst. Þeir, sem þurfa 1000 km uppherslu og skoöun á nýjum bílum, hafi samband viö söludeild okkar. Símar: 21240 og 11276. Viljum vekja athygli viöskiptavina okkar á því, aö eftirtalin Volkswagenviögeröarverkstæöi verða opin á þessum tíma: Bílaverkstæði Jónasar, Ármúla 28, sími 81315 og Vélvagn, bílaverkstæði, Borgarholtsbraut 69, Kópavogi, sími 42285. ★ SMURSTÖÐ okkar verður opin eins og venjulega ★ HEKLA ICrVLM HF. Laugavegi 170—172 — Slmi 21240

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.