Morgunblaðið - 03.07.1976, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 3. JÚLÍ 1976
í dag er laugardagurmn 3 júli,
185 dagur ársins 1976, jörð
fjærst sólu Árdegisflóð er í
Reykjavik kl 10.21 og siðdeg
isflóð kl 22 42 Sólarupprás í
Reykjavík er kl 03 09 og sól
arlag kl 23 53 A Akureyri er
sólarupprás kl 02 06 og sólar
lag kl 24 23 Tunglið er i
suðri i Reykjavik kl 18 33
(íslandsalmanakið)
Andi Drottins er yfir mér,
af því að hann hefir smurt
mig til að flytja fátækum
gleðilegan boðskap, hann
hefir sent mig til að boða
bandingjum lausn og
blindum, að þeir skuli aft
ur fá sýn, til að láta þjáða
lausa, til að kunngjöra hið
þóknanlega ár Drottins.
(Lúk. 4 18)
ást er . . .
að horfa mót
framtíðinni.
TM R*g U.S. P•« OM — All rlghtt rat«rv*d
1 1976 by Lo» Angalaa Tlm*« ^
ÁFTIMAO
MEIL.LA
80 ára er í dag, 3. júli,
Friðrik Þorsteinsson hús-
gagnameistari, Túngötu
34. Hann tekur á móti gest-
um á heimili sinu milli 4 og
7.
í dag kl. 15.00 verða gefin
saman í hjónaband í Há-
teigskirkju af sr. Arngrimi
Jónssyni Sigrfður Hjördfs
Hjörleifsdóttir, Safamýri
23, og Þormóður Sveinsson
Grænuhlíð 14. Heimili
þeirra verður i Lundi í Sví-
þjóð.
I dag laugardaginn 3. júli
kl. 17, verða gefin saman í
Keflavíkurkirkju ungfrú
Helga Margrét Guðmunds-
dóttir og Theódór Magnús-
son. Heimili þeirra verður
að Hamraborg 16 í Kópa-
vogi.
60 ára er í dag, 3. júlí,
Reynir Sveinsson, Klliða-
vatni.
| FRÁ HÖFNINNI j
Þessi skip hafa komið og
farið frá Reykjavíkurhöfn
í gær og fyrradag: í fyrra-
dag kom ensk skúta,
Barqui í höfnina og þýzka
eftirlitsskipið Mynden og «
Bakkafoss komu einnig. |
Eldvík fór f fyrradag og
sama dag fóru Vigri og
Ögri á veiðar. t gær kom
hingað Susana Tholstrup,
sem er á leið til Grænlands
og einnig rússneskur verk-
smiðjutogari. Þá var vænt-
anlegt í gær skemmtiferða-
skipið Kongsholm og Laxá
og Dettifoss áttu að fara úr
höfninni í gær.
GREIÐA FYRIR AFNOT
H
|KRDSSGATA
LÁRÉTT: 1. fipa 5. komast
7. brodd 9. slá 10. eyddir
12. skst. 13. svelgur 14. úr
15. snjalla 17. ílát.
LÓÐRÉTT: 2. draga and-
ann 3. tangi 4. gamall 6.
særðar 8. ílát 9. sveifla 11.
ferð (aftur á bak) 14.
reykja 16. keyr.
Lausn á sídustu
LÁRÉTT: 1. fálkar 5. óra 6.
AA 9. kláfur 11. KL 12.
ama 13. ón 14. nös 16. la 17.
nikka
LÓÐRÉTT: 1. frakkinn 2.
ló 3. krafan 4. AA 7. all 8.
grama 10. um 13. ósk 15. öi
16. la.
BLÖO OG TlfVfARIT
ARSRIT Skógræktarfélags ís-
lands 1 976 er komið út. Með
al efnis í ritinu er grein eftir
Sigurð Blöndal skógarvörð á
Hallormsstað og nefnist hún
Horft um öxl á afmælisári, en á
árin'u 1974 var aldarafmæli
skógræktar á íslandi Ræðir
Sigurður í grein sinni árangur
skógræktar á íslancj' í Ijósi
markmiða Grein er eftir Klem-
enz Kr Ktistjánsson um áhrif
skógarskjóls á kornþunga og
Snorri Sigurðsson ritar grein-
ina Nokkrar hugleiðingar um
gæðamat á plöntum. Skemmd-
ir á lerki af völdum hreindýra
nefnist grein eftir Jón Loftsson
Þá er í ritinu fjallað um starf-
semi Skógræktar ríkisins árið
1974 og störf skógræktarfé-
laganna
Komið er út 3. hefti tima-
ritsins Heilsuverndar, en það
er gefið út af Náttúrulækninga-
félagi íslands Margar greinar
eru í ritinu og má þar m.a.
nefna grein eftir Björn L Jóns-
son, — Are Waerland — ald-
arminning, en Are er kunnast-
ur brautryðjanda náttúrulækn-
ingastefnunnar á Norðurlönd-
um, Einnig eru i heftinu endur-
minningar Jónasar Kristjáns-
sonar, þættír um garðyrkju,
sagt frá fundum í NLFR o.m.fl.
Dagana frá og með 2. júlí til 8. júlí er kvöld
og helgarþjónusta apótekanna i borginni sem
hér segir: í Apóteki Austurbæjar, en auk þess
er Lyfjabúð Breiðholts opin til kl. 22.00,
nema sunnudag.
— Slysavarðstofan í BORGARSPÍTALANUM er
opin allan sólarhringinn. Sími 81 200
— Læknastofur eru lokaðar á laugardögum
og helgidögum, en hægt er að ná sambandi
við lækni á göngudeild Landspitalans alla
virka daga kl. 20—21 og á laugardögum frá
kl. 9—12 og 16—17, simi 21230 Göngu
deiíd er lokuð á helgidögum. Á virkum dögum
kl. 8— 1 7 er hægt að ná sambandi við laekni i
sima Læknafélags Reykjavíkur 11510, en þvi
aðeins að ekki náist i heimilislækni. Eftir kl.
17 er læknavakt i síma 21230. Nánari
upplýsingar um lyfjabúðir og læknaþjónustu
eru gefnar í simsvara 18888. — Neyðarvakt
Tannlæknafél íslands i Heilsuverndarstöð
inni er á laugardögum og helgidögum kl.
17—18
Q II II/ D A UI IC heimsóknartím
O J U IXnHll Uö AR. Borgarspítalinn
Mánudaga — föstudaga kl. 18.30—19.30,
laugardaga — sunnudaga kl. 13.30—14.30
og 18.30'— 1 9. Grensásdeild: kl. 18.30--
1 9.30 alla daga og kl. 1 3— 1 7 á laugardag og
sunnudag. Heilsuverndarstöðin: kl. 15—16
og kl. 18 30—19.30. Hvita bandið: Mánud.
— föstud. kl. 19—19.30, laugard. —
sunnud. á sama tíma og kl. 15—16. —
Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl.
15—16 og 18.30—19.30 Kleppsspitali:
Alla daga kl. 15—16 og 18.30—19.30.
Flókadeild: Alla daga kl. 15.30—17. —
Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15—17 á
helgidögum. — Landakot: Mánud. — föstud.
kl. 18.30 — 19.30. Laugard. og sunnud. kl.
15— 1 6. Heimsóknartimi á barnadeild er alla
daga kl. 15—17. Landspitalinn: Alla daga kl.
15—16 og 19—19.30. Fæðingardeild: kl.
15—16 og 19.30—20. Barnaspitali Hrings-
ins kl. 15—16 alla daga. — Sólvangur.
Mánud — laugard. kl. 15—16 og 19.30-----
20. — Vifilsstaðir: Daglega kl. 15.15—
16.15 og kl 19.30—20.
O Ö C M BORGARBÓKASAFN REYKJA
oUrlV VÍKUR: — AOALSAFN Þing
holtsstræti 29A, simi 12308. Opiðmánudaga
til föstudaga kl. 9—22. Laugardaga kf.
9—18. Sunnudaga kl. 14—18. Frá 1. mai til
30 september er'opið á laugardögum til kl.
1 6. Lokað á sunnudögum. — STOFNUN Árna
Magnússonar. Handritasýning i Árnagarði.
Sýningin verður opin á þriðjudögum, fimmtu-
dögun, og laugardögum kl. 2—4 siðd.
KJARVALSSTAOIR — Sýning á verkum eftir
Jóhannes S. Kjarval er opin alla daga nema
mánudaga kl. 16.— 22.
ÁSGRÍMSSAFN Bergstaðastræti 74 er opið
alla daga nema laugardaga frá kl. 1.30 til 4
siðdegis. Aðgangur er ókeypis.
BÚSTAÐASAFN, Bústaðakirkju simi 36270.
Opið mánudaga — föstudaga —
HOFSVALLASAFN Hofsvallagötu 16. Opið
mánudaga til föstudaga kl. 16—19. — SÓL-
HEIMASAFN Sólheimum 27, simi 36814.
Opið mánudaga til föstudaga kl. 14—21.
BÓKABÍLAR bækistöð i Bústaðasafni, simi
36270. — BÓKIN HEIM, Sólheimasafni.
Bóka- og talbókaþjónusta viðaldraða, fatlaða
og sjóndapra. Upplýsingar mánud. til föstud.
kl. 10—12 isima 36814. — FARANDBÓKA-
SÖFN. Bókakassar lánaðir til skipa. heilsu
hæla, stofnana o.fl. Afgreiðsla i Þingholts-
stræti 29A, simi 12308. — Eng.'n barnadeild
er opin lengur en til kl. 19. — KVENNA-
SOGUSAFN ÍSLANDS að Hjarðarhaga 26, 4
hæð t.v., er opið eftir umtali. Simi 1 2204. —
BÓKASAFN NORRÆNA HÚSSINS: Bóka
safnið er öllum opið, bæði lánadeild og
lestrarsalur. Bókasafnið er opið til útlána
mánudaga — fóstudaga kl. 14—19. laug-
ard.—sunnud. kl. 14—17. Allur safn-
kostur, bækur, hljómplötur, timarit er heim-
ilt til notkunar. en verk á lestrarsal eru þó
ekki lánuð út af safninu, og hið sama gildir
um nýjustu hefti timarita hverju sinni. List-
lánadeild (artotek) hefur grafikmyndir til útl.,
og gilda um útlán sömu reglur og um bækur.
Bókabilar munu ekki verða á ferðinni frá og
með 29. júni til 3. ágúst vegna sumarleyfa.
— AMERÍSKA BÓKASAFNIÐ er opið alla
virka daga kl. 13—19 — ÁRBÆJARSAFN
opið klukkan 13—18 alla daga nema mánu
daga. Strætisvagn frá Hlemmtorgi — leið 10.
LISTASAFN Einars Jónssonar er opið kl.
1.30—4 siðd alla daga nema mánudaga. —
NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ er opið sunnud.,
þriðjud , fimmtud. og laugard. kl. 13.30—16.
— ÞJÓOMINJASAFNIÐ er opið þriðjudaga,
fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl.
1.30—4 siðdegis. SÆDÝRASAFNIÐ er opið
alla daga kl. 10— 1 9.
Galleriið i Kirkjustræti 10 er opið og þar
stendur nú yfir sýning á kirkjumunum i tilefni
af prestastefnunni, sem staðið hefur yfir.
Þessir kirkjumunir eru allir eftir Sigrúnu Jóns-
dóttur og eru þar á meðal höklar, altaristöflur
og teikningar af gluggum með lituðu gleri, en
tveir þeirra eru útfærðir að hluta.
VAKTÞJÓNUSTA
borgarstofnana
svarar alla virka daga frá kl. 1 7 síðdegis til kl.
8 árdegis og á helgidögum er svarað allan
sólarhringinn. Síminn er 27311. Tekið er við
tilkynningum um bilanir á veitukerfi borgar
innar og i þeim tilfellum öðrum sem borgarbú-
ar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstarfs-
manna.
BILANAVAKT
Sagt er frá því að þó
stutt sé síðan hið
nýja strandvarnar-
skip okkar hafi kom-
ið, hafi það nú þegar
tekið tvo togara.
Voru það þýzkir tog-
arar, sem höfðu verið staðnir að ólögleg-
um veiðum í islenzkri landhelgi. Annar
skipstjórinn játaði strax á sig landhelgis-
brotið og var talið að hann fengi fulla
sekt, en um hinn stóð dálitið þóf, — var
talið að hann hefði höggvið á trollið á
siðustu stundu, — en verið i landhelgi er
Óðinn kom. Þótti vel byrjað hjá hinu nýja
skipi, að hafa „veitt" tvo togara eftir svo
stuttan tíma.
GENGISSKRANING
NR. 122 — 2. júlí 1976.
Eining Kl. 12.00 Kaup Sala
1 Bandaríkjadollar 183.70 184.10*
1 Sterlingspund 330.20 331.20*
1 Kanadadollar 189.65 190.15
100 Danskar krónur 2985.10 2993.20*
100 Norskar krónur 3293.40 3302.40*
100 Sænskar krónur 4133.75 4145.05
100 Finnsk mörk 4733.50 4746.40
100 Franskir frankar 3871.60 3882.20*
100 Belg. frankar 462.60 463.90*
100 Svissn. frankar 7438.25 7458.45*
100 Gyllini 6739.80 6758.20*
100 V.-Þýzk mörk 7124.40 7143.80*
100 Llrur 21.39 21.99
100 Austurr. Sch. 997.55 1000.25*
100 Escudos 585.35 586.95*
100 Pesetar 270.45 271.15*
100 Yen 61.78 61.95*
100 Reikningskrónur —
Vöruskiptalönd 99.86 100.14*
1 Reikningsdollar —
Vöruskiptalönd 183.70 184.10*
*Breyting frá síðustu skráningu.