Morgunblaðið - 03.07.1976, Síða 10

Morgunblaðið - 03.07.1976, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JULÍ 1976 hennar, fyrr en þau voru fullgerð, enginn fékk að sjá. Á sýningunni eru fjöl- margar landslagsmyndir, frá ýmsum stöðum á landinu. „Við fórum á hverju sumri upp í sveit til að vinna, bjuggum í tjaldi eða fengum inni á bóndabæjum og dvöldumst vikum saman við að mála og teikna um- hverfið. Hún gerði ekki skissur, heldur-fullgerði myndirnar á staönum. Nema auðvitað grafik- rnyndir," Magnús tekur upp tréstungumynd af stuðlabergi. — „Þetta er frá Grímsey, þar vorum við einu sinni heilt sumar og þar var gott að vera. Og alltaf höfðum við son- „ Viðhittumstí VathöU og trú- lofuðum okkur viku síðar ” Narfakotssystkinin, veggteppið, sem Barhara gaf manni sínum í afmælisgiöf. inn okkar með, utan einu sinni, þegar hann var eins árs, en þá sórum við þess líka eið að skilja hann aldrei aftur við okkur.“ Tilraunir Barböru með vatnslitaþrykk hafa vak- ið mikla athygli bæöi inn- lendra sem erlendra kunnártumanna um grafíklist. Við inntum Magnús eftir þessari upp- finningu Barböru. „Henni bara datt svona i hug að reyna þetta,“ sagði hann, „hún var alltaf að finna upp á ein- hverju nýju, ekki nýju myndefni, heldur efni til að mála á, mynda með. 1 vatnslitaþrykk notaði hún sérstakan japanskan pappír, hríspappír. Hann er ekki sléttur og hvítur eins og venjulegur pappír, heldur verður hann hluti af myndinni sjálfri. Náttúran var Bar- böru hugleikin,“ bætir Magnús við, „hún notaði hana oft, var að mála „VIÐ hittumst fyrst á Þingvöllum árið 1936, vorum kynnt afskaplega formlega í hádegis- verðarboði i Valhöll og trúlofuðum okkur viku seinna." Magnús Árna- son, listamaður og eigin- maður Barböru heitinnar Árnason, gekk með blaðamanni Morgun- blaðsins um Kjarvals- staði og sagði frá myndunum og Barböru. Hann brosti við minning- unni, þar sem hann stóð fyrir framan vatnslita- mynd frá Þingvöllum. „Við vorum gift sex mánuðum seinna í enskri kirkju -r- við sáum aldrei eftir því.“ „Barbara hafði lengi ,'Við anddyri sýningarsalarins er þessi mynd eftir Magnús Árnason af Barböru. * Rœtt við Magnús Arnason, eigin- mann Barböru Árnason, um minningarsgningu listakonunnar á Kjarvalsstöðum J>etta er eina sjálfsmyndin, sem Barbara Árnason gerði. Máluð um 1935. Gestir á sýningunni við eitt af veggteppunum. haft áhuga á íslandi. Hún var fengin til að mynd- skreyta útgáfu á íslenzku fornsögunum og notaði launin í fyrstu ferðina til okkar íslendinga.“ Barbara Árnason bjó hér og starfaði í nær 40 ár. Á yfirlitssýningunni eru um 220 myndverk af ýmsu tagi, vatnslita- myndir, teikningar, grafik, gouachemyndir, veggteppi og bækur, sem Barbara myndsljreytti. Magnús staðnæmdist fyr- ir framan stórt vegg- teppi, unnið með svokall- aóri aladdinnál í íslenzk- an lopa, sem sýnir Magnús og systkini hans, Narfakotssystkinin 10. „Þetta gaf hún mér í afmælisgjöf, þegar ég varð áttræður, segir hann,“ ég hafði ekki hug- mynd um að hún var að gera þetta handa mér. Annars fékk ég aldrei að sjá neitt af verkunum Magnús Árnason myndir á börk, tína bein til að nota í veggteppin, og þessar kríumyndir.“ Hann bendir okkur á ör- litlar kríur í sýningar- borði. „Þetta gerði hún úr fífukollum, þær voru það síðasta sem hún bjó til og hún gaf starfsfólk- inu * á sjúkrahúsinu þetta.“ Barbara Árnason lézt árið 1975 og sýningin að Kjarvalsstöðum er minningarsýning um þessa ensku listakonu, sem gerði ísland að heimalandi sínu í 40 ár. Aðalsteinn Ingólfsson listfræöingur skrifar í sýningarskrá: „Enginn þeirra erlendu lista- manna, sem hér hafa fest rætur, hafa víkkað sjón- hring innlendrar listar eins mikið og Barbara Árnason," Sýningin að Kjarvalsstöðum er opin til 26. júlí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.