Morgunblaðið - 03.07.1976, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚLl 1976
23
sögu Kennaraskólans í heild frá
upphafi. Erindi hans var ýtarlegt,
og þannið hnitmiðað að efni og
orðfæri, eins og hann læsi allt af
blöðum. Þótti mér gaman að
heyra og sjá, hve vel hann dugði í
sinni gömlu íþrótt, þótt kominn
væri nokkuð á áttunda tuginn. Eg
hraðritaði hvert orð að hans eigin
ósk, og skilaði vélrituðu.
Marga nemendur Freysteins
hef ég heyrt nefna nafn hans fyrr
og sfðar, og er mér minnisstæður
hreimurinn í röddinni og birtan i
yfirbragði þeirra, — bjarminn frá
endurminningUm um drengileg-
an og traustan mann, sem vildi i
hvivetna greiða fyrir þeim á
menntunarbrautinni og unna
þeim alls hins besta.
Freysteinn var mikill vinur
vors og æsku. í skólasöngnum,
sem nemendum þótti svo vænt
um, segir skáldið Freysteinn, sem
allar hendingar i ljóðabókum sín-
um orti af kunnáttu og smekkvísi:
,,Við leggjum út á Iífsins braut
um Ijósa mörgunstund, og mætum
hugrökk hverri þraut með hressa’
og glaða lund. Við eigum þor og
afl og fjör og æskudjarfa sál. Með
bjartan hug og bros á vör við
bergjum lífsins skál.“
Fagurt er hið skæra kvöldskin
ævitryggðar og gagnkvæmrar um-
hyggju þeirra hjóna, Freysteins
Gunnarssonar og Þorbjargar Sig-
mundsdóttur, þrátt fyrir hnigandi
heilsu beggja, en hún lifir nú
mann sinn. Sú birta fölskvast
ekki, en mun tengjast við morg-
unbjarmann á landi Iifenda. Frú
Þorbjörg bar ávallt hina mestu
umhyggju fyrir manni sínum og
börnunum báðum. Endurminn-
ingar mínar hvarfla einnig til
þeirra beggja, Sigmundar og Guð-
rúnar, eins og þau voru á nem-
endaárum sínum hjá mér. Öllum
ofannefndum aðstandendum og
þeirra nánustu bið ég Guðs bless-
unar. Guð huggi þá, sem hryggðin
slær.
Helgi Tryggvason
Langri og gifturíkri ævi er
lokið, minnisstæður maður
kvaddur. Við slík leiðaskil er okk-
ur tamt að staldra ögn við í erli
hversdagsins og líta yfir farinn
veg, rifja upp feril hins látna og
minningar okkar um hann.
Freysteinn Gunnarsson var
aldrei neinn hávaðamaður, af
honum stóð hvorki styr athafna-
mannsins né þess sem ætlar sér
nokkurn hlut á mannfundum eða
í þjóðmálabaráttunni. Hann var
hinn hógláti maður starfsins, sem
íamara er að vinna verkið en fjöl-
yrða um það.
Starfsvettvangur Freysteins
var ekki víður en því meiri rækt
lögð við hann og þar var ekki
tjaldað til einnar nætur. Það var
einkum á tveim sviðum sem hann
markaði sér rúm, þ.e. á sviði
kennslumála og bókmennta. Svo
mikil var staðfesta hans og lítil
hneigð til hverflyndis að segja má
að ævistarfið sé unnið innan
sömu stofnunar og raunar sömu
byggingar frá upphafi starfsferils
til hárrar elli.
Freysteinn kom sem nemandi í
Kennaraskólann haustið 1910, i
upphafi 3. starfsárs stofnunar-
innar, og brautskráðist þaðan sem
kennari með glæsilegum vitnis-
burði vorið 1913. Hann hélt síðan
Afmælis-
og
minning-
argreinar
ATIIYGLI skal vakin á þvf, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast hlaðinu með
góðum fvrirvara. Þannig verð-
ur grein, sent birtast á í ntið-
vikudagsblaði, að berast f sfð-
asta lagi fyrir hódegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera í sendibréfsfornii eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
Ifnubili.
áfram námi, lauk stúdentsprófi
og síðar prófi í guðfræði auk
námsdvalar erlendis. Hann kem-
ur aftur að Kennaraskólanum
haustið 1921 en þá sem kennari.
Allt frá þeim tíma hafa leiðir
Freysteins og Kennaraskólans
legið saman.
Haustið 1929 lét sr. Magnús
Helgason, fyrsti skólastjóri
Kennaraskólans, af störfum fyrir
sakir aldurs. Freysteinn tók þá
við stjórn skólans og hafði hana
með höndum þar til hann náði
aldursmarki opinberra starfs-
manna 1962. Það sama ár fluttist
meginhlutinn af starfsemi skól-
ans i nýbyggingu við Stakkahlíð
og samstarfsmaður Freysteins um
áratugi, dr. Broddi Jóhannesson,
tók við skólastjórn.
Freysteinn og fjölskylda hans
hafði allt frá því hann tók við
skólastjórn búið í íbúð skólastjóra
í skólahúsinu við Laufásveg.
Þegar flutt var í skólahúsið við
Stakkahlíð, var haldið áfram að
kenna handavinnu í gamla húsinu
og hefir svo verið langst af til
þessa dags. Það varð að ráði 1962
að Freysteinn byggi áfram i hús-
inu og hefði umsjón með því og
hefir sú skipan haldist síðan.
Jafnframt umsjón með skólan-
um gegndi hann jafnan miklum
prófdómarastörfum við stofnun-
ina og var m.a. prófdömari í
íslensku á kennaraprófi og siðar
stúdentsprófi til hins siðasta, en
gat ekki sinnt þessum störfum nú
í vor enda lagstur banaleguna.
Samhliða kennslu og skóla-
stjórn gegndi Freysteinn ýmsum
nefndar- og stjórnunarstörfum er
lutu að menntamálum, m.a. störf-
um fræðslumálastjóra 1931—34.
Engum getum þarf að því að
leiða hver geysileg áhrif maður
með persónuleika Freysteins
Gunnarssonar hefir haft á samtíð
sina og framtíð með mótun verð-
andi kennara um meira en fjög-
urra áratuga skeið.
Kennslan og skólastjórnin var
ævistarf Freysteins en bókmennt-
irnar urðu tómstundaiðjan. Bæði
var að starfsævin var löng og
hann með afbrigðum starfssamur
og öruggur í starfi að sögn kunn-
ugra, enda er afraksturinn af
tómstundaiðjunni orðinn mikill
og margbreytilegur: kennslu- og
fræðibækur, orðabækur, frumort
ljóð og síðast en ekki síst þýð-
ingar. Mig skortir þekkingu til að
meta þetta starf svo umfangs-
mikið sem það er. En ekki kæmi
mér á óvart þótt þýðingarnar,
einkum þýðingar á bókum fyrir
börn og unglinga, væri það sem
mest áhrif hafi haft og eigi eftir
að hafa.
Eg kynntist Freysteini heitnum
ekkert fyrr en hann var orðinn
gamall maður og hættur skóla-
stjórn. Atvikin höguðu þvi svo að
fyrsta vetuurinn sem ég starfaði
við Kennaraskólann, 1964—65,
var mér falið að hafa umsjón með
nokkrum bekkjardeildum i bók-
námi sem settar voru að nýju i
gamla húsið þar eð mikil þrengsli
voru orðin í nýja húsinu við
Stakkahlíð. Nokkur uggur mun
hafa verið í mér i fyrstu hvernig
þessi umsjón hentaði mér og ekki
síst það hvernig samvinnan
mundi ganga við hinn aldna hus-
ráðanda sem um áratugi hafði
ráðið þarna einn húsum, en nú
kæmi þarna nýgræðingur við
skólann og skyldi hafa þar
mannaforráð nokkur. Skemmst er
af því að segja að aldrei féll
skuggi á sambúð okkar Freysteins
þennan vetur né í samstarfi okkar
siðar.
Freysteinn var hlédrægur mað-
ur og virtist við fyrstu kynni þurr-
legur, en góðlátleg kimni dró
fljótt úr þeim áhrifum. Ég
undraðist oft þegar við unnum
saman að mati prófa hve vel hann
hélt andlegum hæfileikum sinum
og hve úthaldið var mikið þótt
líkaminn bæri greinileg merki
aldurs og hrörnunar, enda kom-
inn yfir áttrætt þegar við unnum
síðast saman.
Að leiðarlokum vil ég votta hin-
um látna virðingu og þökk og
færa eftirlifandi eiginkonu hans,
frú Þorbjörgu Sigmundsdóttur,
börnum þeirra, tengcjabörnum og
öðrum aðstandendufn innilegustu
samúðarkveðjur.
Baldur Jónsson.
Sigurður Vilmundur
Kristjánsson - Minning
F. 29.10.1970.
D. 26.6.1976.
Elskulegur, lítill drengur, vin-
urinn okkar hann Siggi Villi, er i
dag kvaddur i hinsta sinn.
Siggi Villi kom fyrst til okkar i
Reykjadal árið 1974 og fannst
okkur þá sem við sæjunt þar lit-
inn kroppaðan fugl, þvi svo mikið
var vist að þá og síðar var Siggi
Villi mjög sjúkur drengur. En
stutt var ávallt í fallega brosið
hans, og augun stóru skinu skær
mót hverjum þeim er sýndi hon-
um ástúð. Því Siggi Villi var skyn-
ugur drengur þó hann gæti ekki
talað, og við sem tókum þarna á
móti honum árið 1974, fundum
strax að áður en varði hafði hann
hrifið okkur með sér, og mörg
voru þau kvöld er við sátum i
setustofunni og ræddum saman
um það er við ætluðum að gera
fyrir Sigga Villa. Því miður var
það litið, sem við gátum fyrir
hann gert, en eitt reyndum við að
hjálpa honum við, og það var að
halda sífellt þeirri léttu lund, er
svo rik var hjá þessu þjáða barni.
Það er hryggilegt til þess að vita
að til stóð að Siggi Villi okkar ætti
að koma upp i Reykjadal eftir
nokkra daga og vorum við mikið
búnar að ræða það og hlökkuðum
mikið til. En þetta fór nú á annan
veg. Kristrún mín, dóttir mín átti
kost á því að vera I sveit í sumar,
en hún var ákveðin að koma í
Reykjadal þegar Siggi Villi kæmi
til að passa hann. Nú á ég það
verk fyrir höndum að útskýra það
fyrir henni 9 ára gamalli, að þaö,
sem hana langaði svo mikið, að
hann lærði að lesa og reikna eins
og önnur börn, mundi hann læra
annarstaðar. Því eitt er vist að á
himnum verður Siggi Villi feg-
ursta barn meðal engla.
Innilegustu samúðarkveðjur
sendi ég ykkur hjónum og börn-
umykkar. Andrea.
Skarphéðinn Kristinn
Guðmundsson bifreið-
arstjóri — Minning
Fæddur 17. janúar 1921.
Dáinn 25. júní 1976.
I dag verður til moldar borinn
Skarphéðinn Kristinn Guðmunds-
son bifreiðarstjóri, Þorfinnsgötu
2 í Borgarnesi. Hann kvæntist eft-
irlifandi konu sinni, Ágústu
Jóhannsdóttur, 26. desember
1942. Börn þeirra eru Ágúst,
framkvæmdastjóri i Borgarnesi,
og Jóhann, bifreiðarstjóri. Skarp-
héðinn varð bráðkvaddur undir
stýri i bifreið sinni.
Mín fyrstu kynni af nafna min-
um voru þegar hann kom til
Ölafsvíkur. Hann var þá bifreið-
Minning:
Erla
Jónas-
dóttir
I
arstjóri hjá Mjólkurbúi Borgar-
ness og nýkvæntur frænku
minni. Okkur krökkunum var þá
boðið i bilferð og hún er okkur
enn minnisstæð. Á timum þegar
fátt var um bíla var þetta viðburð-
ur i lifi okkar.
Fyrstu ferð mína til Reykjavík-
ur fór ég með nafna mínum. Ég
man enn númerið á bílnum. Það
var M 14. Þetta var á stríðsárun-
um og í Hvalfirði þurftum við að
skrifa undir skjal hjá bandarisku
vörðunum til að geta haldið áfram
ferðinni. Hann skrifaði undir fyr-
ir mig og mér þótti koma til þess.
Mér fannst ég stækka við undir-
skrift hans. Siðar fór ég með hon-
um margar ferðir milli Borgar-
ness og Reykjavíkur.
Með okkur hélst alltaf góð vin-
átta. Ég verð honum ávallt þakk-
látur fyrir það sem hann gerði
fyrir mig, bróður minn og móður
mina. Hann var aufúsugestur á
heimili móður minnar á Lauga-
veginum og gisti þar oft. Hann
var skapmikill maður, fremur
dulur, en jafnan viðræðugóður.
Frjálslyndur var hann, en stjórn-
málaskoðanir hans voru fastmót-
hann hjá Oliufélaginu (Esso) og
loks ók hann eigin bíl.
Hann reyndist móður minni og
fóstra vel. Það kom ekki sist í ljós
þegar hún lést hvílíkur mann-
kostamaður hann var. Það gildir
raunar um þau hjón bæði. Þau
voru fóstra mínum stoð i sárum
missi hans og veit ég að hann er
þeim ævinlega þakklátur. Eftir
lát móður minnar fór hann til
þeirra hjóna í Borgarnesi og var
um tíma á heimili þeirra.
Við bræðurnir minnumst
Skarphéðins með hlýhug. Hann
og Ágústa, kona hans, voru okkur
mikils virði. Við fráfall nafna
míns hefur myndast tómarúm í
Fædd 14. 11.1927
Dáin 26. 6. 1976
Dáin, horfin, harmafregn.
Hvernig má það vera, að hún
Erla sé farin frá okkur svona
fljótt, svo.ung, lifsglöð og þrótt-
mikil kona eins og hún var, en
vegir Guðs eru órannsakanlegir
og okkur, sem eftir lifum, er ekki
ætlað að skilja það. Hér kveðj-
um við æskuvinkonu okkar og fé-
laga, og þökkum allar þær góðu
stundir sem við áttum saman með
henni. Við sem þekktum Erlu,
vitum hverja við erum að kveðja,
hún var vinur vina sinna, og brást
aldrei þeim sem hún treysti og
treystu henni.
Erla var gift Sigfúsi Ingi-
mundarsyni, og eignuðust þau
hjón 6 syni, einn af þeim er
ófermdur.
Eiginmanni, sonum, tengda-
dóttur, sonarbörnum, systkinum
og föður vottum við okkar dýpstu
samúð, og biðjum góðan Guð að
styrkja þau í þessari raun.
Gaua og Iðunn.
aðar.
Það er fátítt að bifreiðarstjórar
verði ekki fyrir neinum skakka-
föllum í starfi sinu, en aldrei kom
neitt fyrir nafna minn. Þótt hann
æki stundum hratt ók hann af
öryggi. Hann ók fyrst mjólkurbíl
eins og fyrr segir, siðan vann
lífi okkar sem ekki verður fyllt.
Dóttir Ágústu, Hanna Sigriður 01-
geirsdóttir, á líka um sárt að
binda. Öllum aðstandendum fær-
um við innilegustu samúðarkveðj-
ur. Við fylgjum í dag góðum
dreng til hinstu hvíidar.
Skarphéðinn Lýðsson.
SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM
Hef ég syndgað, af þvf að ég talaði á móti Biblfunni?
Páll postuli var svo ákafur í trú sinni fyrrum, að
hann bar ábyrgð á því, að kristnir menn voru
líflátnir. Samt hlaut hann fyrirgefningu, og að auki
varð hann mesti rithöfundur og Kristniboði, sem
kirkjan hefur átt. Biblían er hið ritaða ORÐ. Kristur
er hið lifandi ORÐ. Það getur verið, að við syndgum
gegn hvoru tveggja, en ef við iðrumst af hjarta,
getum við verið fullviss um fyrirgefningu. Þetta
hafa fjölmargir reynt, þó að þeir hafi einu sinni
lítilsvirt, vanmetið eða jafnvel hatað Biblíuna. Og
þegar þeir höfðu veitt Kristi viðtöku sem frelsara,
komust þeir að raun um, að ekkert var eins fræðandi
og yndislegt og að rannsaka orð hans. Vera má. aA
það sé ýmislegt, sem þér skiljið ekki, þegar þér far- '
að lesa orðið, og sumt kemur yður spánskt fyr
sjónir. En skilningur yðar vex smám saman, o
erfiðleikarnir hverfa, og ný sannindi ljúkast up I
fyrir yður daglega. Þér munió taka undir með sálm i '
skáldinu: ,,Ég hef valið veg sannleikans. Ég ihug,:
dóma þína.“