Morgunblaðið - 03.07.1976, Side 31

Morgunblaðið - 03.07.1976, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JULl 1976 31 Enn eitt vopnahléið í Iibanon Ekki miklar vonir við það bundnar Beirut, Líbanon, 2. júlí — AP, Reuter. ALLIR aðilar að borgarastyrjöld- inni, sem geisað hefur i IJbanon í 14 mánuði, hafa nú enn einu sinni fallizt á að gera vopnahlé frá og með miðnætti í nótt. Ekki eru þó miklar vonir bundnar við þetta vopnahlé, frá þvf borgara- styrjöldin hófst f aprfl f fyrra hefur 49 eða 50 sinnum verið samið um vopnahlé — menn eru ekki á einu máli um hvor talan sé rétt — og öll hafa þau farið út um þúfur svo til strax. Bardagar í dag hafa aðallega staðið við flóttamannabúðir Palestínumanna í Tal Zaatar, eins og undanfarna daga, en um sex þúsund manna lið hægrisinna sit- ur um búðirnar og er búið sprengjuvörpum, þungum fall- byssum og um 130 skriðdrekum og brynvögnum. Tókst hægrisinn- um í morgun að rjúfa fremstu víglínu Palestínumanna og múhameðstrúarmanna við búð- irnar, og var barizt af mikilli hörku í návígi. Bardagarnir þarna hafa staðið i 11 daga, og í dag barst Palestínumönnum loks liðs- auki. Vopnahléið, sem nú hefur verið samið um, er gert með samþykki allra deiluaðila, en talsmenn hægrisinna hafa þó sett ákvæðin skilyrði, meðal annars þau að skæruliðar Palestínumanna megi ekki fara út fyrir ákveðin og tak- mörkuð svæði. Náðist samkomu- lag um vopnahlé að loknum löng- um fundum, sem Mahmoud Riad, aðal-framkvæmdastjóri Araba- bandalagsins, átti með fulltrúum hægrimanna í Beirut. — Gíslarnir Framhald af bls. 1 skýrt frá því að hún sé reiðubúin til að leysa einhverja fanganna úr haldi, en þótt fallizt hafi verið á samningaumleitanir þýði ekki að Israel sé reiðubúið að fallast á allar kröfur ræningjanna. Eftri komuna til Port Louis sagði Idi Amin forseti að gíslarnir á Entebbe-flugvelli hefðu sæmi- legan aðbúnað í flugstöðinni, þar sem flugræningjarnir gæta þeirra vopnaðir og sprengjum hefur verið komið fyrir í stöðinni. Hóta ræningjarnir því að sprengja stöðina, gíslana og sjálfa sig í loft upp verði ekki gengið að kröfum þeirra fyrir kl. 11 á sunnudags- morgun. Sagði Amin að fyrir brottförina frá Entebbe hefðu sumir gislanna grátbænt sig um að fara ekki, því þeir álitu að hann einn gæti bjargað lífi þeirra. Þess vegna sagði hann við fulltrúa á ráðstefnu OAS, að þeir skyldu ekki verða hissa þótt hann hyrfi fyrirvaralaust af ráðstefn- unni, þar sem hann hefði mjög áríðandi skyldum að gegna gagn- vart „110 gíslum, sem eru þarna inni umkringdir sprengiefni." r — Arangurslaus Framhald af bls. 2 Þá ræddi Morgunblaðið við Birgi ísleif Gunnarsson, borgar- stjóra. Hann kvaðst ekki eiga von á að neitt sérstakt gerðist i deil- unni á meðan verkfræðingarnir héldu svo fast við kröfur sínar. Hann kvað embættismenn borgar- innar reyna að afgreiða þau er- indi, er þeim bærust, enda væri það álit lögfræðinga borgarinnar að þeir gætu gert það. — Sævar Framhald af bls. 32 um leyfi til þess að ræða við Sævar — en hins vegar hefði hon- um verið neitað að ræða við hann einslega. Sagði Örn að i þessu tilfelli vildi Sakadómur að farið yrði að venjulegum reglum og að fulltrúi embættisins yrði viðstaddur samtal ræðismannsins og sakbornings. örn Höskuldsson sagði að ræð- ismaðurinn hefði fengið að ræða við Sævar, þar sem hann væri bandariskur ríkisborgari. Að- spurður um það, hvort beiðni þessi stæði í sambandi við þá staðreynd, að Sævar er nú að verða 21 árs — sagði Örn að hann vissi ekki erindi ræðismannsins við Sævar. Hins vegar sagði Örn, að þegar hann næði þessum aldri, ætti Sævar rétt á að velja um ríkisborgararétt. Hann ætti ís- lenzka móður og hefði verið mest- an hluta ævi sinnar hér á landi. A hann þvi samkvæmt íslenzkum reglum einhliða rétt á að ákveða sjálfur, hvort hann gerist islenzk- ur ríkisborgari og þá þarf ekki sérstaklega að samþykkja lög um ríkisborgararétt hans á Alþingi. Örn sagðist hafa boðið ræðis- manninum að vera viðstöddum, þegar Sævar Ciecielski yrði spurður að þvi, hvorn borgara- réttinn hann kysi og samþykkti ræðismaðurinn það. Þegar ræðis- manninum var siðan neitað um eintal við Sævar að lögfræðingi hans, Jóni Oddssyni, viðstöddum, neitaði ræðismaðurinn þvi boði. örn sagði að ekki kæmi til greina að heimila ræðismanninum að ræða við Sævar einslega og kvaðst hann alls ekki til viðræðu um slíkt. Þá ræddi Morgunblaðið við Doyle V. Martin, sem er fyrsti sendiráðsritari- bandaríska sendi- ráðsijis og í fjarveru sendiherra Bandaríkjanna nú æðsti maður sendiráðsins. Martin sagði að Sævar Ciecielski ætti rétt á bandariskum ríkisborgararétti og það væri fullkomlega eðlilegt, að sendiráð lands óskaði eftir því að fá að ræða við mann i varðhaldi sem hefði sama ríkisfang viðkom- andi sendiráðs. Eina ástæðan, sem við höfum til að ræða við hann, er að ganga úr skugga um, hvort honum hafi verið leyft að hafa samband við fjölskyldu sína og jafnframt að ganga úr skugga um að hann fái sömu meðferð og hver annar, sem handtekinn yrði fyrir sams konar sakir. Þetta er eingöngu formlegs eðlis. Morgunblaðið benti þá Martin á að ræðismanni sendiráðsins hefði verið heimilað að ræða við sak- borninginn — aðeins hefði því verið synjað að þeir ræddust við einslega. Martin sagði að hann gæti ekki séð hvers vegna fulltrúi sendiráðsins mætti ekki ræóa einslega við Sævar og um þetta atriði sagói hann að sendiráðið stæði í viðræðum við utanríkis- ráðuneytið og á þeim viðræðum hefði enn ekki fengizt niðurstaða. Sendiráðsritarinn tók fram að hér væri aðeins um formlega ósk að ræða og að baki henni væri ekkert sérstakt. Doyle V. Martin sagði, að þótt Sævar kysi íslenzkan ríkis- borgararétt, þyrfti það ekki að hafa nein áhrif á bandarískan ríkisborgararétt hans. Hann gæti haldið báðum, enda hefði hann samkvæmt bandarískum lögum fæðzt með báða ríkisborgara- réttina og þeim gæti hann báðum haldið. Þá ræddi Morgunblaðið við Pétur Thorsteinsson sendiherra. Hann kvað það venju þegar ríkis- borgari erlends ríkis væri tekinn fastur, að fulltrúi viðkomandi lands fengi að ræða við sak- borning. Ennfremur kvað hann lögfræðing sakbornings hafa lagt á þetta áherzlu. Hins vegar kvað Pétur stjórnvöld litið geta við þessu gert. Stjórnvöld geta ekki haft áhrif á ákvörðun dómara, sagði Pétur. — Rannsaka Framhald af bls. 2 þáttur rannsóknarinnar gefa vis- bendingu um á hvern hátt megi nálgast frekar einstaka þætti byggðarsögunnar. Könnun þessi er að mestu fjármögnuð af Visindasjóði íslands, en unnið er í samráði við og með nokkrum fjárstyrk Sagn- fræðistofnunar Háskólans, Þjóð- minjasafns íslands og Stofnunar Árna Magnússonar. — Styrkveit- ingar Framhald af bls. 14 Þórarinn Stefðnsson eðlisfræðing- ur. Rannsókn á árekstrum orkulítilla fareinda Verkefnið ef unnið við tækni- háskólann i Þrándheimi 800 þús kr Þórir Dan Bjömsson læknir. Rann- sókn á gagnhrifum blóðþynningarlyfja og blóðfitulækkandi lyfja 680 þús kr B. HUGVÍSINDADEÍLD Fjárhæð Fjöldi Heildat í þús. kr. styrkja tjárhæS 600 5 3 000 400 1 400 300 10 3 000 200 5 1 000 1 50 3 450 Samtals 24 7 850 Skrá um veitta styrki og rannsóknar- efni: Björn Teitsson lektor. Rannsókn á byggðarsögu á Norðurlandi á tímabil- inu 1200—1700, með sérstöku tilliti til samdráttar og útþenslu byggðarinn- ar á ákveðnum timum Rannsóknin er liður i svæðarannsóknum á vegum Det nordiske ödegárdsprosjekt 300 þús.kr. Eirikur Tómasson cand. jur. Rann- sókn á stjórnarvaldsúrskurðum, er vikja að því álitaefni, hvenær islenzk stjórnvöld teljast vanhæf til meðferðar einstakra mála 300 þús kr Gisli Pálsson M.A. Samanburðar- rannsókn á sjávarþorpum við Norður- Atlantshaf. Kostnaðarstyrkur 200 þús. kr Dr. Helgi Guðmundsson lektor. Til að rannsaka keltnesk áhrif á íslandi 300 þús kr Helgi Þorláksson cand. mag. Rann- sókn á umfangi og mikilvægi islenzkrar utanrikisverzlunar á miðöldum fram til ársins 1412 300 þús. kr George J. Houser M.A. Vegna rannsóknar á sögu hestalækninga á íslandi 1 50 þús kr Höskuldur Þráinsson cand. mag. Rannsókn á setningafræði islenzkra sagna 600 þús kr Jón Benedikt Björnsson sálfræð- ingur. Félagssálfræðileg rannsókn á áhrifum þjóðfélagslegrar samhjálpar á þann þjóðfélagshóp. sem verður sam- hjálparinnar aðnjótandi 200 þús kr. Jón Torfi Jónasson M.Sc. Sál- fræðileg rannsókn á þeirri hugarstarf- semi, er fram fer við lestur 200 þús kr Kristján Árnason cand. mag. Rann- sókn á reglum um lengd hljóða í ís- lenzku og öðrum norrænum málum með sérstöku tilliti til hljóðdvalarbreyt- ingarinnar í islenzku 600 þús kr Lúðvik Kristjánsson rithöfundur. Til greiðslu kostnaðar við teikningar í rit um islenzka sjávarhætti fyrr og siðar 300 þús kr Magni Guðmundsson hagfræðing- ur. Rannsókn á samkeppnislöggjöf og verðgæzlu (doktorsverkefni við Mani- tobaháskóla) 300 þús kr Magnús Pétursson B.A. Rannsókn á fjármálum sveitarfélaga Kostnaðar- styrkur 1 50 þús kr Njáll Sigurðsson tónlistarmaður. Söfnun og skráning islenzkra þjóðlaga 400 þús kr Óskar Halldórsson lektor. Rann- sókn á Grettis sögu Kostnaðarstyrkur 200 þús kr Sigfús Daðason skáld. Rannsókn á Heimsljósi eftir Halldór Laxness 300 þús. kr Sigurður B. Stefánsson M.Sc. Stærðfræðilegt/tölfræðilegt líkan af hmu islenzka hagkerfi (doktorsverkefni við háskólann i Essex) 600 þús kr. Séra Sigurjón Einarsson sóknar- prestur. Rannsókn á siðaskiptunum hér á landi, einkum sögu Marteins biskups Einarssonar 1 50 þús. kr Dr. Sveinbjörn Rafnsson. Útgáfa á skýrslum íslenzkra presta um fornleifar til dönsku fornfræðinefndarinnar (1 81 7 og siðar) 300 þús kr. Sverrir Tómasson cand. mag. Rannsókn á helgisagnaritun Bergs Sokkasonar ábóta 300 þús kr Svæðisrannsóknir á menningar- sögu sveita kringum Hvalfjörð. (í fyrirsvari rannsóknarhóps. sem að verkefninu vinnur, er Þorlákur H Helgason menntaskólakennari) 600 þús. kr Dr. Tómas Helgason prófessor (ásamt Gylfa Ásmundssyni dósent, Þorbirni Broddasyni lektor, Haraldi Ólafssyni lektor, Helgu Hannesdóttur lækni og Jóni G Stefánssyni lækni og lektor) Rannsókn á heilbrigðisástandi og félagslegum aðstæðum sjómanna og fjölskyldna þeirra kr 600 þús. Raunvisindadeild veitti einnig styrk til þessarar rannsóknar Þórólfur Þórlindsson M.A. Rann- sókn á samspili máls, hugsunar og félagslegra þátta, einkum atferlis og samskiptasniða (social interaction patt- erns), frá félagsfræðilegu sjónarmiði (doktorsverkefni við lowa-háskóla) 300 þús kr Þorsteinn Gylfason lektor og Páll Skúlason prófessor (I sameiningu). Vegna málþings, sem haldið var f til- efni heimboðs siðfræðingsins Philippu Foote Kostnaðarstyrkur 200 þús kr — Elkem Framhald af bls. 32 ræðnanna, en viðræður tækni- manna munu fara fram á næst- unni bæði í Ósló og Reykjavík. 1 gær skoðuðu Norðmennirnir Grundartanga og aðstæður á þeim stað, sem járnblendiverksmiðjan á að rlsa. Jóhannes Nordal sagði að aðilar væru sammála um að halda áfram verkfræðilegum undirbúningi og undirbúningi að lántöku hjá Nor- ræna fjárfestingarbankanum, sem nýtofnaður er. Er stefnt að því að ljúka viðræðunum í sumar, en í þeim er gert ráð fyrir óbreyttri eignaraðild frá því sem áður var samið um við Union Car- bide. 1 gær hafði ekki verið ákveðið, hvort næsti viðræðu- fundur þessara samninganefnda yrði hérlendis eða i Noregi. Bjarnaneskirkja vígð á sunnudag BJARNANESKIRKJA í Horna- firði verður vfgð næstkomandi sunnudag klukkan 14, en kirkjan 1 Bjarnanesi hefur verið f smíð- um f allmörg ár. Byggingarlag kirkjunnar er með nokkuð sér- stökum hætti og má segja að aðal- áherzla sé lögð á samspil ljóss og skugga. Arkitekt kirkjunnar er Hannes Kr. Davíðsson, en byggingameistari Guðmundur Jónsson. Fram til þessa hefur verið messað í Barna- og unglingaskóla sveitarinnar. Kirkjan rúmar um 100 manns í sæti. Við vígsluat- höfnina á sunnudaginn verða vígðir ýmsir nýir gripir kirkjunnar, meðal annars kerta- stjakar, altarisklæði, sem konur i sókninni hafa hannað og nýtt — Spánn Framhald af bls. 1 gær að eigin ósk. Lögum sam- kvæmt ber ráðgjafanefndinni að leggja fyrir Juan Carlos konung nöfn þriggja manna, sem til greina gætu komið f embættið, en konungur sfðan að ákveða innan. sex daga hv'er hnossið hlýtur. Nefndin lauk ekki störfum á fundinum I dag, og kemur saman að nýju á morgun, laugardag. Meðal þeirra, sem helzt eru taldir líklegir í embætti forsætis- ráðherra, eru Manuel Gutierrez Mellado hershöfðingi, forseti her- ráðsins, og Jose Vega Rodriguez, herstjóri i Madrid. Þá eru einnig nefndir þeir Manuel Fraga innan- ríkisráðherra, Jose Maria de Areilza utanrikisráðherra og Torcuato Fernandez-Miranda, þingforseti. — Vatns- skömmtun Framhald af bls. 1 d’Estaing forseti lýst þurrkunum sem þjóðarneyð og fyrirskipað aukna aðstoð til bænda. Þá hefur vatnsskömmtun þegar verið tekin upp í sumum héruðum landsins. Á Spáni hefur sundlaugum sums staðar verið lokað vegna vatns- leysis, og drykkjarvatn fæst þar aðeins i 8—10 klukkustundir á dag. orgel, sem kvenfélag sveitarinnar gefur. Biskup Islands herra Sigur- björn Einarsson, mun annast vígsluna og sóknarpresturinn séra Gylfi Jónsson, prédikar og fermir sjö börn við athöfnina. Að lokinni vígsluathöfn bjóða húsmæður í Nesjum kirkjugest- um til samsætis í Nesjaskóla. — Gjaldeyrir Framhald af bls. 32 manna ferðaskrifstofanna væru allar kynnisferðir jafnan hafðar undir einum hatti og engin greinarmunur gerður á því hvort þar væri um að ræða annars vegar heimsókn i ein- hvern næturklúbbinn eða í grísaveizlu ellegar hins vegar hvort um væri að ræða landferð frá sólbaðstaðnum til einhvers sögufrægs staðar í nágrenninu. Þá hefur Morgunblaðið aflað sér upplýsinga um, að gjald- eyrisyfirvöld féllust á veita gjaldeyrisyfirfærslu til Tjære- borgarferðarinnar á vegum Út- sýnar, sem hefst í dag, eftir að þau höfðu fengið i hendur skeyti frá dönsku ferðaskrif- stofunni um að hún hefði lækk- að verðið á ferðinni verulega frá þeim 1035 dönskum krónum fyrir einstaklinginn, sem upp- haflega hafði verið ákveðið. Engu að síður er ferðin enn nokkru dýrari en nemur þeirri hámarksyfirfærslu, sem gilti til skamms tima fyrir þessar ferð- ir, þ.e. 700 kr. danskar, en gjaldeyrisyfirvöld töldu ástæðulaust að gera þann mun að ásteytingafsteini i þessu til- felli. — Lokuðu vegi Framhald af bls. 32 mfnútur og fór þessi árangurs- ríka mótmælaaðgerð mjög friðsamlega fram. Áætlunar- bfllinn frá Stykkishólmi lagði af stað þaðan klutfkan 18 i gær og tafðist hann ekkert vegna þessarar lokunar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.