Morgunblaðið - 09.07.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.07.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9 JULÍ 1976 Góð loðnuveiði í gær LOÐNUSKIPIN Sigurður, Gullberg og Guðmundur öfluðu öll vel í gær á loðnumiðunum um 140 mílur frá Sauðanesi, en loðnan er heldur að færast austur á bóginn. Um miðjan dag í gær var Sigurður kominn með um 600 tonn, Gullberg um 300 og Guðmundur um 200 síðdegis í gær, en þá var Súlan á leið á loðnumiðin til veiða. Bræðsla á Siglufirði gengur ágætlega. Ylræktar- nefndin til Hollands í ágúst ÁRNI Kristjánsson aðalræðis- maður Hollands er nýkominn heim frá llollandi, en þangað fór hann m.a. vegna viðræðna um yl- ræktartilboð Ilollendinga, en yl- ræktarnefnd sú sem átti að fara I júlíbyrjun til viðræðna um þessi mál við Hollendingana mun ekki fara fyrr en í ágústbyrjun. Minningar- gjöf til Hjartaverndar NÝLEGA barst Hjartavernd, landssamtökum hjarta- og æða- verndarfélaga á íslandi stór gjöf frá ekkju og dætrum Friðgeirs Júlíussonar. Minningargjöf krón- ur 50.000.00 — fimmtíuþúsund — voru gefnar á fæðingardegi hans. Framkvæmdastjórn Hjartavernd- ar færir aðstandendum innileg- ustu þakkir. Báðir með jafntefli FRIÐRIK Ólafsson og Guðmund- ur Sigurjónsson eru f 1. til 7. sæti með 2 vinninga eftir 3. umferð á IBM-mótinu f Hollandi ásamt Kurajica, Ligterink, Miles, Farago og Kortsjnoj. Friðrik gerði jafntefli við Hol- lendinginn Ligterink og Guð- mundur gerði jafntefli við Hol- lendingin Ree í 3.umferðinni sem var tefld í gærkvöldi. Farago og Kortsjnoj gerðu jafn- tefli. Miles tapaði fyrir Lange- weg, Kurajica vann Boehm, Gipslis og Szabo gerðu jafntefli, Sax vann Belimirovic og Ivkov vann Donner. Gipslis, Velimirovic, Szabo og Ivkov hafa fengið 1V$ vinning, Boehm, Sax, Ree og Donner 1 vinning og Langeweg engan. Fjórða umferð verður tefld í dag föstudag og sú sjötta á morg- un en á sunnudag eiga keppendur fri. Sjá nánar skákskýringu á bls. 16. — segir Halldór Laxness FINNSKI ballettflokkurinn Morgunblaðið ræddi við Hall- dór Laxness í gær um hugmynd finnska ballettflokksins að dansi um Sölku Völku. Sigurður að landa loðnu. Dómur í Gnitanesmálinu: Tanssiteatteri Raatikko er nú að hefja æfingar á ballett, sem gerður er eftir skáldsögu Hall- dórs Laxness, Sölku Völku. 1 samtali við ballettmeistara flokksins, Marjo Kuusela, sagði hún að flutningur ballettsins myndi taka um eina klukku- stund og fjörutfu mínútur. Verið er að semja tónlistina við ballettinn og er þar m.a. stuðzt við fslenzka tónlist, þjóðlög og fleira. Marjo sagði að reiknað væri með að ballettinn um Sölku Völku yrði frumfluttur í Finnlandi í janúar n.k. Tanssiteatteri Raatikko ball- ettflokkurinn, sem samanstend- ur af 11 dönsurum, var fyrir skömmu á listahátíð í Færeyj- um, en flokkurinn hefur sama- stað í Varda í Finnlandi, en ferðast um allt Finnland með sýningar sínar, sem eru ýmist byggðar upp af klassískum eða nútíma ballett. Allir dansarar flokksins eru lærðir atvinnu- Tveir af dönsurum finnska ballettflokksins. Ballettmærin er Maria YVolska, en hún mun dansa hlutverk Sölku Völku. Maria er ein kunnasta ballett- dansmær Finnlands. dansarar í ballett, en flokkur- inn hefur starfað síðan 1972 og lagt jöfnum höndum fyrir sig klassískan ballett, nútíma dans, jassdans og frásögudans. Marjó Kuusela sagði að flokk- urinn hefði mikinn hug á að heimsækja ísland þegar búið væri að æfa upp Sölku Völku. „Það skrifaði mér finnsk danskona,“ sagði Halldór, „sem hélt að ég hefði eitthvað með ballett að gera, en ég hef ekki neina möguleika á ballettsviði, er alveg utan við ballettlist. En þeim er velkomið að búa til dans út af Sölku Völku, því ekki það. Mér hefur þó aldrei dottið í hug nein tónlist við Sölku Völku. Lögin sem eru við Hjálpræðisherssöngvana lærði ég munnlega af konu á tsafirði, konu sem er löngu farin úr heimi hér, en lögin eru skemmtileg. Þau munu vera úr lagasafni Hjálpræðishersins og þegar til stóðaðfáþau á sínum tíma í sambandi við kvikmynd- unina á Sölku Völku, voru þau ekki föl hjá Hjálpræðishernum nema fyrir mikla peninga, en ballettdansararnir munu ef til vill hafa einhver önnur ráð til að verða sér úti um tónlist fyrir dansinn, en þeim er þetta vel- komið af minni hálfu." Eigandi Gnitaness 10 var sýknaður Bresku Þingmennirmr John Farr t.v. og Peddie lávarður, sem hér voru á fundi undirnefndar Evrópuráðsins, sem fjallar um fiskveiði- mál. Brezkir þingmenn: Nýtt og betra útiskýli á Lækjartorgi A FUNDI borgarráðs í gær var lagt Tram bréf skipulags- dcildar ásamt uppdráttum með hugmyndum að frágangi svæðis milli La'kjartorgs og Hafnarstrætis. Það sem hér um ræðir er breyting á skipu- lagi þessa svæðis, en er göngu- galan var skipulögð var áætlað að þetta svæði yrði þakið að mestu með grasi. Reyndist það illa vegna mikils umgangs í sundinu og hefur nú verið ákveðið að helluleggja mestan hluta þess. Auk þess verður reist þarna skýli, fyrir þá sem bíða eftir strætisvögnum. Verður það hannað þannig að sa*ti verða báðum megin í því og geta þeir sem frekar vilja bíða úti en inni eftir strætisvagni því alltaf verið í skjóli. Skýlið verður hannað þannig að hægt verður að flytja það á milli staða, en í sundinu á milli La*kjartorgs og Hafnarstrætis á í framtíðinni að rísa bygg- ing. KVEÐINN hefur verið upp í sakadómi Reykjavfkur dómur I máli, sem ríkissaksóknari höfð- aði á hendur húseigenda að Gnitanesi 10 í Reykjavík. Var húseigandinn ákærður til að sæta brottnámi bifreiðageymslu á lóð sinni en því var hald- ið fram í ákæru, að bifreið- argeymsla þessi bryti í bága við ákvæði hvggingarsamþykktar Reykjavfkur að því er varðaði flatarmálsstærð og hæð. Staðsetn- ing hennar og afstaða til fbúðar- hússins bryti einnig í bága við skipulagsuppdrátt og skipulags- skilmála og að síðustu skerti hún rétt húsráðanda að Gnitanesi 8 til sólar og birtu að það varðaði við skipulagslög. I dómnum var eig- andi Gnitaness 10 hins vegar sýknaður af öllum kröfum ákæru- valdsins og málskostnaður felld- ur á ríkissjóð. Dómurinn komst að þeirri nið- urstöðu að með því að leyfa stærð bifreiðargeymslunnar 2,80 fer- metra umfram grunnreglu bygg- ingarsamþykktar og staðsetningu um 2,50 m lengra til vesturs en sýnt var á mæliblaði, er gert var eftir skipulagsuppdrætti, hafi byggingarnefnd Reykjavíkur gengið lengra en eðlilegt var mið- Framhald ábls. 20 Mest atvinnu- leysi á Þórshöfn ÞANN 30. júní s.l. voru 101 karl og 99 konur skráð atvinnulaus í Reykjavík, eða samtals 200. 30. maí voru 426 skráðir atvinnulaus- ir í borginni. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu félagsmála- ráðuneytisins um atvinnuleysi landsmanna. A öllu landinu voru 403 skráðír atvinnulausir 30. júní en voru í maílok 653. Atvinnulausum hcfur fækkað alls staðar nema í Þórshöfn, en þar var fjöldi þeirra, scm skráðir voru vinnulausir tvo undanfarna mánuði, hlutfallslega mestur á landinu, og voru það í maí 46 en í lok júní 47. Veldur þessu algjör aflabrestur það sem af er þessu ári. I þessum mánuði er væntan- legur til Þórshafnar fyrsti skut- togari bæjarins og vonast ibúar Þórshafnar til, að hann muni stuðla að aukinni atvinnu á staðn- um. 2700 millj. króna erlend lán til opinberra framkvæmda MIÐVIKUDAGINN 7. júlí var undirritaður i París samningur um opinbert lánsútboð rfkissjóðs að fjárhæð 12 millj. Evrópureikn- ingseininga (European Units of Account), en það er jafnvirði um 2.750 millj. fslenskra króna. Lánsútboðið hafa átta bankar annast undir forystu Credit Commercial de France og First Finnskur ballett um Sölku Völku: Velkomið að búa til dans út Boston (Europe) Ltd., en allur undirnúningur lántökunnar af hálfu ríkissjóðs hefur verið i höndum Seðiabanka íslands. Aðrir bankar, er þátt tóku í lánsútboðinu, voru: Kredietbank S.A. Luxembourgeoise, Arab Financial Consultants Company S.A.K., Banque Bruxelles Lambert S.A., Manufacturers Hanover Limited, Société General Framhald á bls. 20 afSötku Vötku, þvíekkiþaðyy VERNDARSJONAR- MIÐUM VEX FYLGI UNDIRNEFND þings Evrópu- ráðsins sem fjallar um fisk- veiðimál hefur haldið fundi f Reykjavfk undanfarna daga og komu tíl fundanna 9 erlendir þingmenn en af tslands hálfu sat fundina Ingvar Gfslason al- þingismaður. A fundunum var rætt um þau mál sem efst eru á baugi f fiskveiðimálum aðildar- rfkjanna, hafréttarráðstefnuna og ýmis vandamál f sambandi við verndun fiskstofna og fisk- veiðar almennt. Þingmennirnir fóru til Akureyrar í skoðunarferð og skoðuðu þar m.a. frystihús og Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.