Morgunblaðið - 09.07.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.07.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚLl 1976 Blönduós. Frá SÖeusÝninp'nnni f harnackólanum á Blönduósi. Lúðrasveit Blönduóss lék við hátfðarhöldin á Blönduósi, Svipmyndir frálOOára afmælinu á Blönduósi Blönduósbúar minntust þess um sfðustu helgi að 100 ár eru nú liðin sfðan staðurinn fékk verzlunarréttindi. ~ Voru hátfðarhöldin með margvfsleg- um hætti og bárust sveitar- stjórninni margar góðar gjafir f tilefni dagsins. Þá var afhjúp- aður minnisvarði af fyrsta Blönduósingnum, Tómasi Thomsen kaupmanni, en minn- isvarðann gerði Jónas Jakobs- son. Veðurguðirnir léku við hátfðargesti á laugardaginn og fór þá mikill hluti hátfðarhald- anna fram undir berum himni. Á sunnudeginum var veðrið hins vegar ekki eins hagstætt og þurfti þá að fara f hús með nokkurn hluta hátíðarhald- anna. 1 tilefni af afmælinu var opnuð sögusýning í barna- skólanum og á laugardaginn var sérstakur póststimpill f notkun á pósthúsi staðarins. Mynd af minnisvarðanum af fyrsta Blönduósbúanum, Tómasi Thomsen, sem afhjúp- aður var f tilefni hátfðarhald- anna. Myndina tók Gunnar Agnarsson, en aðrar myndir frá Blönduósi hér á sfðunni tók Sigursteinn Guðmundsson. Blönduósbúar fjölmenntu til hátfðarhaldanna og hér má sjá nokkrá þeirra slappa af f veðurblfðunni á laugardaginn. Tvö róleg jafn- teflí í 3. umferð t 3. umferð IBM skákmótsins í Amsterdam áttu þeir Friðrik og Guðmundur báðir í höggi við unga hollenzka skákmeistara, Ligterink og Ree. Ljóst er að Hol- lendingarnir hugðust ekki lenda í því sama og landar þeirra Ðonner og Böhm í 1. umferð og tefldu báðir stfft til jafnteflis. Það tókst, báðum skákunum lauk með jafn- tefli eftir örfáa leiki. Lítum fyrst á skák Friðriks, hún er athyglis- verð frá skákfræðilegu sjónar- horni. Hvítt: Friðrik Ólafsson Svart: H. Ligterink Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — e6, 3. d4 (Friðrik hefur oft náð góðum árangri með uppbyggingunni 3. d3, ásamt g3 og Bg2. Hvers vegna ekki að reyna hana gegn ungum mönnum, sem gjörþekkja Sikíl- eyjarvörn?). 3. — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — Rc6, 6. Bc4 (Þennan leik hef ég ekki séð áður í þessari stöðu. Algengt er hér 6. g3, 6. Be2 eða 6. Be3). 6. —Dc7, 7. Bb3 — Rxe4, (Þessi leikur virðist duga til að jafna taflið). 8. Rxe6 (Eða 8. Rxe4 — De5 og svartur fær manninn aftur). 8. — dxe6, 9. Rxe4 — De5, 10. De2 — Rd4, 11. De3 — Rxb3, 12. Axb3 — Be7, 13. Rc3 og hér sömdu keppendur jafntefli, enda ekki eftir miklu að slægjast f stöðunni. Þá er það skák Guðmundar, þar sem fylgt var þekktri „teórfu". Hvitt: Guðmundur Sigurjónsson Svart: H. Ree Spænskur leikur. 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5 — Rf6 (Berlínarvörnin er eitt elzta af- brigði spænska leiksins og gjarn- an beitt þegar menn tefla til jafn- teflis). 4. 0-0 — Rxe4, 5. d4 — Rd6, 6. Bg5 (Sjaldséður leikur. Guðmundur hefur vafalítið viljað rugla and- stæðinginn í ríminu, en leikurinn veldur svörtum Iitlum erfiðleik- um. Algengast er 6. Bxc6, en einn- ig kemur til greina 6. dxe5 — Rxb5, 7. a4, eða 7. c4). 6. Be7, 7. Bxe7 — Dxe7, 8. Bxc6 — dxc6, 9. dxe5 — Rf5, 10. Rc3 — Rh4, (Sterkara en 10. Be6, 11. Dd2 — Hd8, 12. Df4 o.sv. frv., Fischer — Fuller, 1963). 11. Rxh4 — Dxh4, 12. Df3 — 0-0, 13. Hfel — Dc5, 14. He3 — Bf5, 15. De2 og hér var samið um jafntefli. Hvítur stendur ef til vill örlítið betur, en erfitt er að fá nokkuð út úr stöðunni. — Egyptar Framhald af bls. 17 stað. Blaðið AI-Akhbar í Kairó segir ennfremur í dag að sumir hinna handteknu málaliða sem börðust gegn Nemery hafi sagzt vera þjálfaðir í búðum í Líbýu, svo og í afskekktum hlutum Eþió- píu undir sjórn Líbýumanna. Lí- býumenn hafa harðlega neitað að- ild að byltingartilrauninni, en Súdan hefur slitið stjdrnmálasam- bandi við þá. í Kairó í dag sagði varaforseti Egyptalands, Hosni Mombarak, að hernaðarsamstarf Egypta og Súdana myndi eflt eftir byltingar- tilraunina og egypzk hernaðar- sendinefnd væri nú í Khartoum til að ræða um það mál. Hermálaráð- herra Egypta sagði í dag: „Það sem ógnar Súdan, ógnar okkur. Við munum veita Súdan aðstoð." Egypzki herinn hefur verið við öllu búinn -frá þvi byltingartil- raunin var gerð. — Mútuþegi Framhald af bls. 17 í Washington hafa Lockheed- yfirmenn skýrt frá því við yfir- heyrslur að fyrirtækið hafi varið meir en 12 milljónum dollara til að hafa áhrif á flugvélasölu í Jap- an og að þar af hafi 2 milljónir farið til embættismanna i japönsku ríkisstjórninni. Auk stjórnarmanna í ANA, hafa tveir stjórnarmanna Marubeni, sem áður var umboðssali Lockheed í Japan, verið handteknir, og tveir aðstoðarmenn hins valdamikla hægri manns, Yoshio Kodama. Því hefur verið haldið fram að Kodama sjálfur hafi þegið sjö milljónir dollara í mútugreiðslur frá Lockheed. Hann hefur verið kærður fyrir tekjuskattssvik og gjaldeyrisbrot, en hefur ekki verið handtekinn vegna heilsu- brests. — Hitaveita í Siglufjörð Framhald af bls. 3 dýpi, en allar holurnar 8 eru á svipuðu svæði. Siglfirðingar ætla sér að stækka Skeiðsfossvirkjun í sumar, en hún er nú 3 mega- wött. í haust er reiknað með að virkjunin geti framleitt 4,6 megawött, en betri nýting fæst út úr vatninu með þeim fram- kvæmdum sem nú er unnið að. Verið er að setja upp 15 tonna rafal við virkjunina þessa dag- ana. Næstu daga verður byrjað á byggingu nýrrar togara- bryggju, sem verður sunnan á Eyrinni, vestan við hafnar- hryggjuna. I sumar verður væntanlega unnið fyrir 27 milljónir króna við þær fram- kvæmdir. — Að sögn Bjarna Þórs Jónssonar bæjarstjóra er orðið brýnt fyrir Siglfirðinga að fá betri aðstöðu fyrir skut- togarana, sem eru 3 talsins. Legupláss eru lítil og léleg í vondum veðrum og löndunarað- staða orðin úr sér gengin. Að sögn Bjarna er bygging togara- bryggjunnar byrjunin á endur- skipulagningu og endurbygg- ingu hafnarinnar. Byrjað er á að skipta um jarð- veg á Eyrinni og er áætlað aó vinna fyrir 20 milljónir króna við gatnagerð í Siglufirði. Var- anlegt slitlag verður sett á göt- ur á Eyrinni næsta sumar. Haldið verður áfram við bygg- ingu ráðhússins í sumar, en mikill fjöldi starfar nú við framkvæmdir á vegum Siglu- fjarðarbæjar. Við hitaveitu- framkvæmdirnar starfa t.d. á milli 60 og 70 manns og stór hópur t.d. við virkjunarfram- kvæmdirnar og gatnagerðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.