Morgunblaðið - 09.07.1976, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JULl 1976
LOFTLEIDIR
BÍLALEIGA
'ZT- 2 1190 2 11 88
^BILALEIGAN
felEYSIR
p
i
LAUGAVEGI 66 J>j
24460 ^
28810 n
LJtvarp og stereo. kasettutæki
CAR
RENTAL
FERÐABILAR hf.
Bílaleiga, sími 81260.
Fólksbílar, stationbílar, sendibíl-
ar, hópferðabílar og jeppar.
„Hátíð
f/ii •
tolksms
í Washington
MORGUNBLAÐINU hefur rtý-
lega borizt eftirfarandi bréf frá
konu búsettri f Washington D.C.,
sem hún skrifar 30. júní s.l.
„Bandaríkin fagna sínu tvö-
hundruð ára afmæli á margvfsleg-
an hátt allt þetta ár, en allra mest
í kringum þjóðhátíðardaginn 4.
júlí. Þá eiga m.a. að verða stór-
kostlegar flugeldasýningar.
Á grasfiötunum milli minnis-
varða forsetanna, Washington,
Lincoln og Jefferson, er haldin
„Hátið fólksins" daglega í tvo
mánuði. Sérhver þjóðflokkur,
sem hefur byggt þetta land, skipt-
ist á að koma fram og sýna það
eða selja, sem helzt einkennir
hann. Víða er sungið, spilað á
hljóðfæri og dansað á meðan aðr-
ir vinna að handiðn og list.
Skandinavar voru aðalþátttak-
endurnir síðustu viku. Þarna bar
handiðnaðartjald Islands af. í því
stóð lítil súðbaðstofa með litlum
rúmum og ofnum ábreiðum.
Margrét Lindal Jakobsdóttir
handavinnukennari Laugarnes-
skóla, klædd upphlut, sat við rokk
og maður hennar, Kristinn Gísla-
son kennari, stóð og vann einnig
tóvinnu, en Þórður Tómasson
safnvörður að Skógum vann úr
hrosshári. Mennirnir voru mjög
skemmtilega klæddir að fornís-
lenzkum sið, þó að heitt hljóti
þeim öllum að hafa verið, því að
hitinn var sífellt um 30 gráður.
Á veggjum héngu fallega unnir
hlutir úr ull, hrosshári og skinni.
Stórir áhorfendahópar stóðu stöð-
ugt við tjaldið og þremenningarn-
ir svöruðu fjölda spurninga.
Skammt frá var lítil fslenzk
búð, sem seldi töluvert af ullar-
vöru, þrátt fyrir hitann. í öðru
tjaldi var sýndur skandinavískur
kökubakstur. Vestur-íslenzk
kona, Emma Scheving frá Seattle,
bakaði þar kleinur og vínartertu,
sem hún gaf svo almenningi að
smakka á.
Loks var stórt matsölutjald þar
sem félagar úr Islendingafélag-
inu í Washington D.C. seldu undir
stjórn Birnu Lenahan íslenzkan
mat í tvo daga. Salan gekk ótrú-
lega vel. Langar raðir fólks biðu
eftir að kaupa smurt rúgbrauð
með hangikjöti eða síld og lauk,
heitar fiskikökur sem Icelandic
Seafood Co. og Coldwater Co.
höfðu gefið en bornar voru fram í
brauðsamlokum með tómatsneið-
um og salati, og svo pönnukökur
með rjóma og jarðaberjamauki.
Þær eru vinsælar hjá Ameríkön-
um, enda seldust þréttánhundruð
á skömmum tima og hægt hefði
verið að selja miklu fleiri.
Ágóðinn rann til Smithsonian
Institute, sem sér um öll hátiða-
höldin og til Islendingafélagsins.
Þátttaka Islendinga í „Hátíð
fólksins" hefur venð íslandi til
mikils sórna."
ðlvarp Reykjavík
FÖSTUDAGUR
______9. júli______
MORGUIMNINN
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og
10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Örn Eiðsson les „Dýra-
sögur" eftir Böðvar Magnús-
son á I.augarvatni (2)
Tilkynningar kl. 9.30. Létt
lög milli atriða.
Spjallað við bændur kl.
10.D5.
Tónleikar kl. 10.25.
Morguntónleikar kl. 11.00:
Jean-Pierre Rampal, Pierre
Pierlot, Gilbert Coursier,
Paul Hongne og Karamer-
sveitin 1 París leika Konsert-
sinfóníu nr. 5 fvrir flautu,
óbó, horn, fagott og hljóm-
sveit eftir Ignaz Pleyel; Luis
de Froment stjórnar /
Hljömsveit Tónlistarháskól-
ans I París leikur Boléro eft-
ir Ravel; André Cluytens
stjórnar / Valentin
Gheorghiu og Sinfónfuhljóm-
sveit rúmenska útvarpsins
leika Píanókonsert nr. 1 1 g-
moll op. 25 eftir Mendels-
shon; Richard Scumacher
stjórnar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
SIÐDEGIÐ
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Römm
er sú taug“ eftir Sterling
North
Þórir Friðgeirsson þýddi.
Knútur R. Magnússon byrjar
lesturinn.
15.00 Miðdegistónleikar
Margaret Price syngur
„Barnaherbergið", lagaflokk
eftir Mussorgský; James
Lockhart leikur með ápíanó.
Gyorgy Sandor leikur á píanó
Sónötu nr. 6 í A-dúr op. 82
eftir Prokofieff.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn
17.30 Eruð þið samferða til
Afrlku?
Ferðaþættir eftir Lauritz
Jóhson. Baldur Pálmason Ies
þýðingu sfna (9).
18.00 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
KVÖLDIÐ
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Daglegt mál
Helgi J. Halldórason flytur
þáttinn.
19.40 lþróttir
Umsjón Jón Asgeirsson.
20.00 Sinfónía nr. 7 1 A-dúr
op. eftir Beethoven
Hljómsveitin Fflharmónla
leikur; Otto Klemperer
stjórnar.
20.40 Til umræðu: Aðstoð Is-
lands við þróunarlöndin
Þátttakendur: Ölafur Björns-
son prófessor, Ölafur R. Ein-
arsson kennari og Baldur
Öskarsson ritstjóri.
Stjórnandi: Baldur Krist-
jánsson.
21.15 Íslenzk tónlist
Björn Ölafsson og Arni
Kristjánsson leika Sex ís-
lenzk þjóðlög fyrir fiðlu og
píanó eftir Helga Pálsson.
21.30 Utvarpssagan: „Æru-
missir Katrfnar Blum“ eftir
Heinrich Böll
Franz Gfslason les þýðingu
sína (6).
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir
Kvöldsagan: „Litli dýrling-
urinn" eftir Georges
Simenon
Kristinn Reyr les þýðingu
Asmundar Jónssonar (8).
22.40 Áfangar
Tónlistarþáttur í umsjá Ás-
mundar Jónssonar og Guðna
Rúnars Agnarssonar.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
UmrϚur kL 20.40
Hvernig aðstoðum
við þróunarlöndin?
í umræðuþætti, sem er
á dagskrá útvarpsins kl.
20.40 í kvöld verður tekið
til meðferðar efnið „Að-
stoð íslands við þróunar-
löndin“. Stjórnandi þátt-
arins er Baldur
Kristjánsson, en þátttak-
endur eru Ólafur Björns-
son prófessor, Ólafur R.
Einarsson kennari og
Baldur Óskarsson rit-
stjóri.
,,Ég valdi Ólafana tvo í
þessar umræður, vegna
þess að þeir eru báðir í
stjórn um aðstoð íslands
við þróunarlöndin,“ sagði
Baldur. „Þessi stofnun
var sett á laggirnar árið
1971 og á að annast að-
stoð íslands við þróunar-
löndin. Hún hefur í sam-
vinnu við hliðstæðar
stofnanir á Norðuijjönd-
um tekið að sér ýmis bein
verkefni í þróunar-
löndunum, aðallega í
Tanzaníu og Kenya. Bald-
ur Óskarsson fékk ég í
umræðurnar vegna þess
að hann er einn þeirra
íslendinga, sem hefur
starfað í Afríku á vegum
þessarar stofnunar.“
I umræðunum veróur
fyrst og fremst fjallað
um þessa aðstoð, hversu
Ölafur Björnsson prófessor er
formaður nefndar um aðstoð Is-
lands við þróunarlöndin.
mikil hún er, hvernig
hún skiptist o.s.frv. Það
er ekki ýkja mikið sem
við leggjum af mörkum,
eða um 100 milljónir en
af þeirri upphæð eru
ekki nema um 12 milljón-
ir, sem renna beint til
þessarar stofnunar, hitt
fer í Alþjóðabankann og
ýmsar aðrar stofnanir
Sameinuðu þjóðanna.
Framlag okkar til þess-
ara mála mun vera um
lA% af þjóðartekjum
okkar og til samanburðar
má geta þess að hin Norð-
urlöndin láta um 1% af
þjóðartekjum sínum
renna til þessara landa.
Baldur Kristjánsson
starfar í landbúnaðar-
ráðuneytinu og mun á
næstu mánuðum annast
umræðuþætti í útvarpi á
móti Baldri Guðlaugs-
syni. Munu þeir taka til
meðferðar efni úr ýms-
um áttum.
Ný miðdegissaga:
„Römm er
sú taug”
KL. 14.30 hefst lestur nýrrar
miðdegissögu. Sagan heitir
„Römm er sú taug“, en höfund-
ur hennar er Bandaríkjamaður-
inn Sterling North. Áður hefur
verið lesin i útvarp smásaga
eftir sama höfund.
Þórir Friðgeirsson hefur þýtt
söguna, en lesari er Knútur R.
Magnússon.
„Sagan fjallar eiginlega um
fernu, guð, ömmuna, lítinn
dreng og lítið lamb, og held ég
að hægt sé að segja að í sögunni
sé ákaflega ljúfur tónn. Að
mínu mati er North mjög lipur
höfundur og ef fólki fellur ekki
sagan þá er það örugglega ekki
honum að kenna, heldur frekar
mér,“ sagði Knútur um söguna
og höfund hennar.
4
Steve Miller kgnntur
KL. 22.40 í kvöld verður á dag-
skrá tónlistarþátturinn Áfang-
ar i umsjá Ásmundar Jónssonar
og Guðna Rúnars Agnarssonar.
Að sögn Guðna Rúnars verð-
ur þátturinn í kvöld í tveimur
iiðum. „Annars vegar munum
við kynna svo nefnt West-coast
rokk San Francisco, en flestar
Guðni Rúnar Agnarsson annar
stjórnandi tónlistarþáttarins
„Áfangar".
þær hljómsveitir komu fram á
árunum ‘65—‘68. i upphafi var
stefnan hjá okkur sú að kynna
þessar hljómsveitir rækilega,
en það hefur nú orðið minna úr
því, og við höfum verið að
kynna svona eitt og eitt lag, en
erum komnir inn á það núna að
taka frekar hljómsveitirnar
rækilega fyrir og kynna þær
itarlega,“ sagði Guðni Rúnar.
Hins vegar munu þeir taka
fyrir og kynna Steve Miller og
hljómsveit hans. „Það hefur
verið hljótt um Miller núna í 3
ár, þangað til núna að hann gaf
út plötu og hafa margir verið að
velta því fyrir sér hvort harin
væri alveg búinn að draga sig í
hlé. En svo er greinilega ekki,
því talað er um að hann sé með
4 plötur í gangi, um menntun
og dulfræði Indíána, jassplötu,
plötu með jólalögum og sálmum
og einnig hefðbundna Steve
Miller plötu. Það má segja að
þögnin um hann þessi 3 ár hafi
gert hann að leyndardómsfullri
persónu. Textar hans eru oft á
tíðum mjög athyglisverðir.
Hann spyr t.d. spurninga um
upphaf og endir og veltir ýms-
um hlutum fyrir sér.“
Fjallað verður um Steve Miller
og hljómsveit hans 1 útvarpi kl.
22.40.
Þeir Guðni Rúnar og As-
mundur eru báðir rúmlega tvít-
ugir, luku stúdentsprófi frá
M.T. í fyrravor. Ásmundur
vinnur nú i plötudeild Faco og
Guðni Rúnar vinnur i hljóm-
plötudeild Fálkans. Guðni Rún-
ar sagði að þeir myndu verða
með þáttinn alla vega í sumar
en vissi ekki hvort þátturinn
yrði áfram á dagskrá i vetur.