Morgunblaðið - 09.07.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.07.1976, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JULI 1976 Skipbrotið * um við þær aftur. Á meðan hafði einn af villimönnunum varpað Spánverjanum til jarðar. Villimaðurinn sneri korðann úr höndum hans. Þá hleypti hann kúlu í brjóst villimannsins, svo að hann féll örendur til jarðar hjá honum. Við héldum bardaganum áfram við hina aðra villimenn, sem enn voru á lifi. Innan lítils tíma áttum við sigri að hrósa og héldum velli. Það eina, sem ég nú óttaðist, voru flóttamennirnir, sem höfðu hlaupið út í bátinn, en þeir voru rétt í þessu komnir kippkorn undan landi. Frjádagur stökk út í einn bátinn og kallaði: „Hér liggur þá enn þá einn band- inginn.“ Ég fór út í bátinn, og sá ég þá villimann einn liggja neðst í honum, fjötraðan á höndum og fótum, og hálfdauðan af hræðslu. Ég skar í sundur sefreipi það, er '''nn var fjötraður með, og reisti hann á fætur. En hann var svo aumur og magn- þrota, að hann hné niður aftur með and- vörpum. Hann hefur víst hugsað, að nú ætti að lífláta sig.. . Tók ég þá eftir því, að Frjádag varð allt í einu furðulega starsýnt á hann. Ég ætlaði að fara að spyrja han, hvaó það væri, er vekti svo Vi<> hcfrium vel getað staldrað við og fengið kaffi- sopa. mjög athygli hans, en í sama bili hljóp hann með feginsópi um hálsinn á villi- manninum og kyssti hann hágrátandi. Síðan hoppaði hann í háa loft, hló og söng og dansaði, neri saman höndunum og stökk ýmist upp á land eða út í bátinn aftur. Það var ekki fyrr en eftir margítrekað- ar spurningar, að hann lét mig verða þess vísan, að þessi villimaður væri faöir sinn. Ég gat ekki sjálfur tára bundist, þegar ég sá hina barnslegu ást og fögnuð brjótast svo ákaft fram hjá þessum góða syni, er hann hitti föður sinn svona óvænt og sá hann frelsaðan úr hættunni.. . Þetta atvik gerði það að verkum, að við hugsuðum ekki frekara um að elta hina þrjá villimenn. Þetta var annars mesta happ fyrir okkur, því að stundu seinna skall á ofboðs veður, sem okkar bátur mundi ekki hafa afborið, en hefur hins vegar vafalaust búið flóttamönnunum vota gröf i sjávaröldunum. .. (Ur Róbinson Krúsóe; Stgr. Th. þýddi). Helgi kóngsson og Álfdís kóngsdóttir Einu sinni var kóngur, er réð fyrir ríki. Ekki er þess getió, hvað hann hét, eða hvar hann átti löndum að ráða. Hann hafði kvænst fyrir nokkrum árum og gengið að eiga unga kóngsdóttur úr öðru kóngsríki. Þau konungur og drottning unnust hugástum. Þegar tími var til, lagðist drottningin á gólf og ól sveinbarn for- kunnarfrítt. Sveinninn var vatni ausinn og nefndur Helgi, og ólst hann upp í konungshöllinni, þar til hann var 8 vetra að aldri. Þá bar svo til einn góðan veður- dag, að tvær hirðmeyjar drottningar beiddu leyfis að mega hafa sveininn með sér á skemmtigöngu út fyrir kóngshöll- ina, og var drottningin treg við þeim tilmælum, en leyfði það þó fyrir þrá- beiðni hirðmeyjanna og sveinsins, og lagði ríkt á við þær að koma aftur með sveininn innan tiltekins tíma. Þær hétu því. Gengu þær nú og sveinninn með þeim, en er tilsettur tími var liðinn, voru MOR&dN kafhnu ii r* Þegar þú ferð framhjá póst- Svo virðist sem þú sért í verk- kassanum, skelltu þessu bréfi í falli, úr því kennarinn er það ’ann fyrir mig. ekki. Og svo bara skellti hann á mig pskop ertu eitthvað lummó. handjárnunum og sagði sfsvona — við erum nú hvort öðru bundið. X Það hlýtur að hafa verið skemmtilegra þegar afi og amma lifðu — f grænu trján- um. X William Dean Howells las eitt sinn kvæði, er ungt skáld kom með til hans. „Þetta er gott kvæði“, sagði Howells. „Sömduð þér það hjálparlaust?" „Já, herra,“ svaraði ungi maðurinn, „hvert og eitt einasta orð.“ Mr. Howells reis upp úr sæti sínu og sagði: „Mér þykir mjög vænt um að hitta yður, Byron lávarður. Ég sem hélt að þér hefðuð dáið í Missolonghi fyrir nokkrum ár- um.“ Mörgum aðdáendum Dumas eldri lék mikil forvitni á að vita um ætt skáldsins. Einn fram- takssamur náungi spurði hann eitt sinn: „Er það rétt, að þér séuð sonur kynblendings og hvfts rnanns?" ,Jlá,“ svaraði Dumas. „Svo að faðir yðar —?“ „Var múlatti." „Og afi yðar —?“ „Var negri.“ Dumas hafði alveg misst þolinmæðina, en spyrjandinn var djarfur og hélt áfram: „Og leyfist mér að spyrja, hver var langafi yðar?“ „Api,“ þrumaði Dumas, „api. Mfn ætt byrjar, þar sem yðar endar.“ X Prófessorinn var mjög annars hugar. „Hefurðu séð þetta?“ spurði konan hans, þegar hann kom inn. „Það er sagt hér f blaðinu, að þú sért dáinn.“ „Hvað er þetta“, hrópaði prófessorinn, „við verðum að muna að senda blómsveig." Hðskadraumar Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 22 hygli að hann var farinn að þúa hana, það var eins og það traust sem hún hafði sýnt honum hvetti hann til enn frekari trúnaðar. — Já, sagði hún áfjáð. — Hvað finnst þér? — Eg held það séu ekki hara einn hundur grafinn þarna held- ur tveir. Kári Hallmann hatar föður sinn og fröken Ylfa sem finnur í því sjúklega fullna'gju að fara með ömurleg Ijóð, hatar að minnsta kosti hálfbróður sinn. Ungu hjónin rffast og deija og sa-ra hvort annað og skáldið mikla gefur tengdadóttur sinni dýrar gjafir, en hún fær aftur á mótí EKKI demantshringinn sem maðurinn hennar hafði pantað handa henni... — Haldu áfram, sagði Malin — Eg beini athygli minni sér- slaklega að tveimur atriðum. Hvers vegna hann var f baðher- berginu um miðja nótt.. . og með þennan pakka í hiindunum? Ef mér skjáltast ekki eru tvennar dvr á herbergi Jóns llallmanns — aðrar inn f svefnherbergi eigin- konu hans og hinar út f baðher- bergið og þaðan út f forstofuna og salernið. Hvað segir því heilbrigð skynsemi og eðlileg ál.vktunar- gáfa okkur? EF hann hefur verið á leiðinni til herbergis hennar að afhenda henni síðbúna afmælis- gjiif var þetta ekki Ieiðin þangað. Og ef hann var veikur. Svo veikur að hann var hjálpar þurfi.. . — Þá hefði hann kallað á Cecilfu... þú átt við það. ekki salt? — Jú. kampavfn er ekki'svefn- Ivf og það tókst smám saman að ruska við ykkur öllum. Meira að segja við Gregor Isander ... Ilann sá hversu hissa Malin varð og sagði til skýringar. — Ja. Hann er þekktur að því að vera all drvkkfolldur. En Is- ander er hæfur læknir, svo að það er engin ástaða til að draga f efa að Jón hafi látist úr hjartaslagi, ef HANN segir það. En það sem skiptir máli er að skýra... — Skýra... hvað? — Orsiikina fyrir þessu hjarta- slagi. Hún varð svo föl að freknurnar hurfu næstum af andliti hennar. — En. .. En.. . hann hafði ákaf- lega veilt hjarta. Það gat brostið hvenær sem var... — Það þýðir, sagði hann misk- unnarlaust að það þurfti afar Iftið til. Og hvað segir það okkur? Hann hefur sjálfsagt ekki þolað að komast í uppnám eða verða hræddur. Og þessi matur og drykkjarföng sem kannski hafa ekki skaðað ykkur sem eruð heil- brigð... — Nei... nei, hvíslaði Malin í bænarrómi. — Imyndunarafl þitt er enn hryllilegra en mitt. — Þú vfkur frá að nota orðið morð... Hann hallaði sér fram yfir borðið. — Og þó veiztu að það er einmitt það sem þú skelfist. Hún heyrði bflflaut fyrir utan. — Þarna er frú llallman kom- in, sagði hann. — Og einhvern veginn er ég ekkert dús við þá tilhugsun að þú farir aftur á þennan stað. Þú verð- ur að lofa mér að vera afskaplega gætin... Og það er vonandi sfmi f húsinu. — Já. I herbergi Bjargar. — Þá verður þú að fá aðgang að herbergi hennar ef eitthvað kem- ur fvrir. Hér hefurðu mitt einka- sfmanúmer. Hann reif blaðsnifsi og krotaði tölustafi niður. Bílflautið ágerðist enn. — Og um hvaða stöð á ég að biðja. — Ef þú hringir í þetta númer færðu samband við mig á vinnu- stað. Þau höfðu bæði risið upp. Augu hans voru full af alvöru þegar hann bætti við hægt og af tvf- mælalausum þunga: — Það er hjá lögreglunni f Vásterás. 5. kafli Petrus lagði það ekki í vana sinn að vera með óþarfa áhvggjur eða heilabrot út af þvf sem hon- um þótti litlu skipta. En ein- hverra hluta vegna fór ekki hjá því að hann fengi hálfgerðan sting í hjartað f hvert skipti sem honum varð hugsað til stúlkunn- ar á kaffistofunni og þeirrar kyn- legu sögu sem hún hafði sagt hon- um. Og þar sem þetta ágerðist, varð hann sfðan leiður á þessum áhyggjum sfnum og ákvað á ráð- ast á garðinn þar sem hann var hæstur og hringja til Hall. Eftir að hafa með aðskiljanlegum brögðum komist að sfmnúmerinu á Hall tókst honum að lokum að ná sambandi við eiginkonu rithöf- undarins, sem kurteislega en mjög ákveðið sagði honum að fröken Skog va-ri önnum kafin við vinnu og mættí ekki trufla hana. En gæti hún tekið skilahoð til hennar? Já. hugsaði hann með sér án þess að segja neitt að sinni. Þú getur skilað kveðju til þessa bandóða harðstjóra og sagt að i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.