Morgunblaðið - 09.07.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.07.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1976 Prófessor Klaus A. J Jarvineru Ofnæmissjúkdómar FRÆÐSLUERINDI FRÁ SAMTÖKUM ASTMA- OG OFNÆMISSJUKLINGA Erindi þad srm hér birtist flutti forseti finnsku ofnæmissam- takanna, prófessor Klaus A.J. Járvinen, á ráðstefnu um „REN LUFT“, sem haldin var f Ilelsinki s.l. haust. Prófessorinn hefir vinsamlegast heimilað samtókum okkar birtingarrétt á fyrir- lestrinum, og er það liður f stefnu félagsins að miðla fræðslu um astma- og ofnæmissjúkdóm til þeirra, sem Ifða af þeim. Morgunblaðið hefir verið svo vinsamlegt að taka efni þetta til birtingar og vonum við að framhald geti orðið á því, er samtök- um okkar vex fiskur um hrygg. Og enn viljum við hvetja astma- og ofnæmissjúklinga til þess að ganga f lið með okkur, þvf fleiri sem við erum þvf öflugri verður starfsemin. Heimilisfangið er: Samtök astma- og ofnæmissjúklinga, Suðurgötu 10, Reykjavfk. Magnús Konráðsson form. Áreynslupróf gert með innöndunartæki (provokationstest). HVAÐ ÞÝÐIR OFNÆMI VIÐ ATVINNUVAL? Ein af þeim mikilvægustu ákvörðunum, sem við gerum á lífsleiðinni, er að velja okkur atvinnu. Margir ólikir eigin- leikar skipta miklu máli við þetta vai, gáfur, hæfileiki til þess að aðlagast, úthald og líkamsbygging. Það er ljóst, að heppnin er einnig með hér. Þrátt fyrir að mörg störf krefj- ast mikils af okkur (heilsa og úthald), þá hefur þessum atrið- um ekki verið veitt nógu mikil athygli. Læknirinn sér mjög oft mistök í þessu sambandi. Ung manneskja hefur e.t.v. lokið menntun sinni fyrir eitthvað ákveðið starf, með mikilli áreynslu og fórnum. Þegar svona langt er komið, þá upp- götvast e.t.v. að viðkomandi manneskja getur alls ekki gegnt þessu starfi vegna heilsu sinnar. Til þess að hindra þetta verður að gera eftirfarandi: Þegar við starfsval verður að taka heilsuástand viðkomandi með í reikninginn. Við atvinnuval eru þeir, sem hafa eiginleika fyrir ofnæmi, mikið vandamál og allt valið hlýtur þvi að verða vandasamt. I því, sem á eftir fer, einbeitum við okkur að eftirfarandi: Of- næmissjúkdómar af gerð nr. I og þá sérstaklega ofnæmissjúk- dómar í öndunarvegum: astmi, ofnæmiskvef og ofnæmishósti. Ef maður veitir þessum sjúk- dómum ekki næga athygli þeg- ar velja skal atvinnu, þá getur það haft alvarlegar afleiðingar. Við vitum nefnilega, að 1/10 af íbúunum, eða 460 þús. Finnar (rúmlega 20 þús. íslendingar), og það er mikilvægt, hafa meiri og minni erfðalega eiginleika fyrir að veikjast af ofnæmis- sjúkdómum, sem snerta öndun- arvegi. HVAÐ ER OFNÆMI AFGERÐNR. I? Frumorsakir til ofnæmis eru nú svo mikið rannsakaðar, að við vitum nú næstum hvað það er. Þeir sjúkdómar, sem áður fyrr voru taldir valda ofnæmi, eins og t.d. migraine og hug- sýki, eru nú vandlega rannsak- aðir. Það sem liggur á bak við ofnæmi af gerð I eru erfðalegir eiginleikar, sem stuðla að snöggri ofnæmissvörun. Þegar fólk meö þennan eiginleika kemst í samband við viss, sér- stök og áður ókunn eggjahvítu- efni, myndast mikið af „mót- efnum" (antibodies) í slím- himnu öndunarýeganna á móti þessu ókunna eggjahvítuefni, þ.e.a.s. sérstakt mótefni (í blóði = immunoglobulin — E). í að- alatriðum eru það aðeins nokk- ur sérstök efni, sem svífa í loft- inu og valda þessari sérstöku svörun, þ.e.a.s. ryk, sem er auð- veldlega uppleysanlegt í vatni og fitu. Það er mikilvægt að vita, að almennt krefjast þau 'A—2 ára, þ.e.a.s. maður verður að vera í sambandi við áður- nefnd eggjahvítuefni í þennan tíma, áður en þau fara að gefa einkenni sem ofnæmi. Ef nú maður, sem er næmur fyrir sér- stöku eggjahvítuefni, fær þetta ryk einhvern tíma seinna niður í öndunarvegi sína, þá bólgnar hin næma slímhúð upp á 5—10 mínútum nokkuð mikið, úr slímhimnunni kemur seigt, glært slim, og um leið getur orðið samdráttur í sléttu vöðv- unum. Það er komið undir því, hvaða hluti öndunarfæranna verður fyrir þessari svörun, hvort afleiðingin verður sú, að viðkomandi fái stíflað nef, of- næmishósta (bólga í barkakýli eða efri hluta barkans) eða astma. HVERSU OFT Á SÉR STAÐ OFNÆMI í ÖNDUNARVEGUM? Þegar hefur verið getið um að erfðalegir eiginleikar fyrir ofnæmi af gerð I séu hjá 10% af fólki. Það eru oft utanaðkom- andi áhrif, sem valda því, að fólk, sem hefur þennan eigin- leika, veikist með ofnæmi af gerð I. Núna er gert ráð fyrir, að um 2% af landsmönnum með þennan eiginleika, fái astma. Um það bil 8% eru með nefstíflu. Það er óhjákvæmilegt að brjóta þessa prósenttölu nið- ur, þar sem ofnæmi í öndunar- vegum byrjar venjulega sem nefstífla og síðan, eftir að and- að hefur verið að sér meira og minna af ryki, verður þetta að astma. HVERNIG VEIT MAÐUR, HVERJIR OKKAR HAFA EIGINLEIKA FYRIR OFNÆMI AFGERÐI? Við getum sjálf dæmt vissar kringumstæður og út frá þeim ályktað, hvort við e.t.v. höfum einhverjar líkur á að fá ofnæmi af gerð I. Ef báðir foreldrar hafa ofnæmi af þessari gerð, t.d. ofnæmis nefstíflu, astma eða exem (sem börn mjólkur- exem, sem unglingar kláðaút- brot í olnboga og hnésbótum), getur maður almennt ákveðið, að 3A hluti þeirra barna, sem þessir foreldrar eignast, fái eig- inleika til þess að þróa eigin- leika af gerð I — „skjót svör- un“. Hægt er að dæma um, hvort ofnæmi getur þróazt, þeg- ar litið er til fyrri sjúkdóma. Ég ætla nú að telja upp sjúkdóma eða einkenni, sem merkjast eiga með punktum. Ef þú færð yfir 7 punkta i þínum lista, þá er það trúlegt, að þú hafir eig- inleika til að mynda ofnæmi af gerð I. 2ja punkta sjúkdómar Mjólkurexem sem lítið barn (2 p.) Endurtekin, langdregin nefstífla (2 p.) Endurtekin hæsi og þurr- hósti Sem barn falskur krupp (2 P)- 3ja punkta sjúkdómar Kláðaútbrot í olnboga og hnésbótum, sem unglingur (3 p.) Endurteknar bólgur í kjálka og ennisholum (3 p.) 4ra punkta sjúkdómar Skyndileg hnerraköst vegna þess að maður andar að sér dýraryki, frævlum úr heyi eða einhverjum öðrum frævlum (4 p.) Ef polypar í nefi hafa sést og verið teknir burtu (4 p.) Öndunarerfiðleikar og hvin- ur í öndun i sambandi við nefkvef og áhrif af sérstöku ryki (4 p.) Læknir gétur staðfest til- hneigingu sjúklings til ofnæm- is af gerð I. Þegar þetta er gert er nauðsynlegt að greina vel þá sjúkdóma, sem um er að ræða. Það má nefna rannsóknastofu- rannsóknir, sem læknirinn not- færir sér: Rannsóknir á nef- slimi og/eða leitun að eosinofil- um-frumum i slími, sem hóstað er upp, eosinofil-frumur í blóði, I og E í blóði, histamin- provokations-próf, sem gert er á loftvegum, bronkolyt-pröf (,,Adrenalin-próf“) o.s.frv. Það er alltaf nauðsynlegt að gera fullkomna læknisrann- sókn á sjúklingum til þess að útiloka aðra sjúkdóma, sem hægt er að rugla saman við ofnæmissjúkdóma eða ofnæm- issjúkdóma af gerð I. Af þess- um sjúkdómum má nefna t.d. hinn svokallaða hjarta-astma, astmasjúkdóm sjúklinga með bronkitis o.s.frv. Það má benda á það hér, að þegar maður er að greina of- næmi af gerð I, þá eru ekki alltaf raunveruleg not af þess- um svokölluðu húðprófunum. Jákvæða svörun húðarinnar er oft hægt að sjá hjá annars al- gerlega frískum mönnum og neikvæð svörun útilokar engan veginn ofnæmi af gerð I. Þessi húðpróf er hins vegar hægt að skoða sem hjálpartæki við lei't- ina að allergenum eðaofnæmis- völdum, sem sjúklingar með of- næmi af gerð I hafa orðið of- næmir fyrir. Áreynslupróf fyr- irvissum allergenum (provoka- tions-próf) er mikilvægasta að- ferðin við leitina að ofnæmis- völdunum(slímhimnu-próf í augum, slímhimnu-próf i nefi, innöndunar-próf) og þessi próf má styðja með radioimmunolo- giskum prófum RAST. Bæði síðast nefndu prófin geta gefið vísbendingu um, hvort ofnæmi af gerð I geti verið til staðar. HVAÐA STÖRF Á SÁ MAÐUR AÐ FORÐ- AST, SEM HEFUR TILHNEIGINGU TIL OFNÆMIS AF GERÐ I? Dýrahár (epithel) eru sfcað- legust þeim, sem hafa ofnæmi I loftvegum, sérstaklega hið fína ryk, sem kemur frá dýrum sem eru klædd pelsum eða fjöðrum. Langvarandi nálægð við dýra- hár (anda þeim að sér) — yfir 'á ár —, leiðir nær undantekn- ingalaust til loftvegarofnæmis (astma, ofnæmis nefstíflu) hjá þeim, sem hafa slíka erfanlega eiginleika. Fólk með ofnæmis- tilhneigingu af gerð I á ekki að velja sér ævistarf, þar sem það er lengi í návist dýrahárs eða fiðurs. Störf eins og dýraum- sjónarmaður, refa- eða minka- hirðir, ökumaður með hesta o.þ.h., eru þannig ekki heppi- leg. Það er ástæða til að benda á, að þegar talað er um það, hvernig astma kemur fram, þá geta það verið mörg skaðvæn- leg efni. Ef hægt er að útiloka hluta af ofnæmisrykinu þá get- ur það hugsazt, að sjúklingur- inn geti þolað þá hluta ofnæm- isryksins, sem eftir eru, án þess að fá hin margumræddu ein- kenni. Ef t.d. bakari fær þenn- an svokallaða mjölastma, þá hefur það sýnt sig, að ef maður fjarlægir kött eða hund, sem eru á heimilinu, þá stuðlar það að þvi að mjölrykið gefur ekki lengur sömu einkenni. Það er mjög slæmt eða verra fyrir mann með tilhneigingu til of- næmis af gerð I að halda ketti, hunda og fugla í búrum, en t.d. að stunda búskap á hreinlegri og snyrtilegri jörð. Það eru til mörg störf, þar sem maður verður fyrir eggja- hvítuögnurh í loftinu. Ef tekin eru frá þau störf, þar sem mað- ur er í snertingu við loðdýra- feldi, þá nefndi maður einnig bakara. Það eru til mörg störf í atvinnuvegum vorum, þar sem fólk andar að sér eggjahvítu- efnum. t sápugerðarhúsum voru enzym eða hvatarnir gerðu, að fólk fékk oft ofnæmi í öndunarvegina. Þegar svo hvat- arnir voru settir í stór korn, þá hætti þetta ofnæmi, þ.e.a.s. komizt varð hjá rykmyndun- inni. Sá sem nú þjáist af ofnæmi í öndunarvegum, astma, er nú enn meira vandamál. Endur- teknar ofnæmissvaranir, þar sem öndunarfærin bólgna, gera slímhimnurnar mjög næmar fyrir alls konar óhreinindum i andrúmslofti. Ef það vill svo til, að t.d. tóbaksreykur slæðist of- an í þetta fólk, getur pað leitt til mikillar ertingar í öndunar- vegum, svo að það er alveg ómögulegt fyrir það að vera þar sem aðrir reykja. Sömu verkan- ir hafa t.d. brennisteinssam- bönd í lofti, köfnunarefnissam- bönd, útblástur úr bílum, svita- meðöl og hárlakk í úða, t.d. kvef getur valdið öndunarerfið- leikum hjá fólki meö ofnæmi. Sérstakt vandamál gera veirusýkingar í öndunarvegum, sem svo draga á eftir sér bakteríusýkingar. Þetta vanda- mál kemur einmitt svo oft upp í þessum svokallað „innri astma", (intrinsic asthma). Þannig verður þetta fólk að forðast alla loftmengun, þ.e.a.s. ekki einungis að forðast eggja- hvíturykið, sem olli sjúkdómn- um í upphafi. Þetta ástand veldur vandamálum, þegar fólk er að velja sér ævistarf. í tré- iðnaði er notað formalin, sem veldur ertingu. Þegar logsoðið er, myndast ertandi lofttegund- ir, hjá rekaranum eru notaðir sterkir úðarar, sem erta öndun- arvegina, og svona mætti lengi telja. Mesta vandamálið er þó tóbaksreykurinn á mörgum vinnustöðum. Margt fólk með astma verður oft að fara burtu úr vinnu vegna þess. HVAÐÁ AÐGERA? Það mikilvægasta væri að tengja lfkamsskoðun læknis við deildina, sem hefur með að gera leiðbeiningar um atvinnu- val. Þarna á að beina sérstakri athygli að ofnæmissjúkdómum. Það á umfram allt að veita at- hygli eiginleikum til ofnæmis af gerð I og ef það er fyrir hendi, þá að laga atvinnuvalið eftir því. Það er náttúrlega aug- ljóst, að maður verður að segja manneskju, sem hefur eigin- leika fyrir ofnæmi af gerð í, allt um ofnæmi. Það er ekki nóg að hún finni vinnu, þar sem hún getur andað að sér rykfríu lofti, ef hún svo fær sér kött, hund, fugl í búri eða annað slíkt, sem svo getur valdið astma. Það er ennþá mikið, sem eftir er að gera, hvað snertir hrein- leika loftsins á vinnustöðum. Það myndi skipta miklu máli fyrir þá, sem hafa astma, ef hægt væri að hreinsa burtu tó- baksreykinn frá stöðum, þar sem fólk hittist. Tóbaksreykur- inn er sú mesta mengun, sem finnst í landi voru í dag. Það er heilmikið eftir að gera þegar átt er við hreint loft, en þar leggja nú margir hönd á plóg- inn. Þegar þessi vandamál eru leyst, kemur það til með að skapa mikinn fögnuð hjá fólki með astma, en fyrir það er hreint loft hin raunverulega líf- gjöf. G.B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.