Morgunblaðið - 09.07.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.07.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JIJLl 1976 17 333% hækkun skóla- gjalda í Bretlandi? Kemur verst niður á erlendum námsmönnum - 148 ís- lendingar sóttu um lán fyrir nám í Bretlandi sl. vetur BREZKA menntamála- ráðuneytið hefur nú gert grein fyrir tillögum sem miðast að því að hækka skólagjöld við brezka há- skóla um allt að 333% eða 500 sterlingspund á ári, að því er segir í frétt í brezka blaðinu Daily Telegraph. Miðast þessi hækkun við október 1977. Um 4,5 millj- ónir stúdenta verða fyrir barðinu á þessari hækkun, en verst úti verða þeir 62.000 erlendu námsmenn sem nema í Bretlandi, svo og námsmenn sem ekki taka próf við lok námstíma og verða að reiða sig á sér- staka fyrirgreiðslu lána- sjóða í sinni heimabyggð. Brezki menntamálaráðherrann var undir miklum þrýstingi að iáta erlenda námsmenn greiða hærri gjöld fyrir sitt nám, en tók hins vegar þann kost að afnema allan skólagjaldamismun milli er- lendra og innfæddra námsmanna. Mbl. fékk þær upplýsingar hjá Lánasjóði islenzkra 'námsmanna i gær, að 148 íslendingar hefðu sótt um lán hjá sjóðnum fyrir nám í Englandi og Skotlandi veturinn 1975—76, en heildartala íslenzkra námsmanna í Bretlandi mun þó nokkru hærri. í frétt Daily Telegraph segir að forystumenn námsmanna í Bret- landi og háskólakennara hafi þeg- ar í stað ráðist hart gegn þessum ráðagerðum rikisstjórnarinnar, og sakað hana um að leggja aukn- ar byrðar á þá námsmenn sem verst stóðu að vigi fyrir. Útför Heinemanns á kostnað ríkisins Bonn, 8. júlf — AP. WALTER Scheel, forseti Vestur- Þýzkalands, tilkvnnti í dag að út- för fyrirrennara hans, Gustav Heinemanns, sem lézt I gær, myndi fara fram á kostnað ríkis- ins. Heinemann, sem var 76 ára að aldri, mun verða jarðsettur f iðnaðarborginni Essen í Ruhrhér- aði, en ekki hefur verið ákveðið hvenær jarðarförin fer fram. Heinemann átti við blóðrásar- sjúkdóm að strfða. Þá sagði Scheel að haldin yrði sérstök minningarathöfn um Heinemann, — sennilega f vestur-þýzka þing- inu. Heinemann fékk á sig orð sem „forseti hins venjulega borgara“. Hann gegndi embættinu, sem er fyrst og fremst formlegs eðlis, frá árinu 1969 til 1974, og varð fyrsti jafnaðarmaðurinn sem í það emb- ætti komst frá lokum siðari heimsstyrjaldarinnar. Hann hafði þó fyrr á árum verið einn af stofn- endum Kristilega demókrata- flokksins. Heinemann var kosinn forseti með aðeins sex atkvæða mun, en áður hafði hann verið dómsmálaráðherra í þrjú ár. Hann varð snemma andsnúinn nasismanum og beitti sér gegn framgangi hans. Hann nam lög- fræði í Essen og starfaði þar sem lögfræðingur um skeið, og varð ennfremur borgarstjóri þeirrar borgar. Hann dró sig i hlé frá forsetaembætti eftir fimm ára kjörtimabil og neitaði að gefa aft- ur kost á sér því honum þótti hann vera orðinn of gamall, — 74 ára. í forsetatið sinni fór hann viða um lönd sem fulltrúi lands síns, — til Hollands og Danmerk- ur 1969, Noregs 1970, og varð fyrsti vestur-þýzki þjóðhöfðing- Carter kannar málin Plains, Georgfu 8. júlf — AP. JIMMY Carter ræddi f dag við Walter Mondale, öld- ungadeildarþingmann frá Minnesot sem er í hópi sex hugsanlegra varaforseta- efna Carters. „Ég er mjög ánægður með að hafa verið boðið að hitta og ræða við næsta forseta Bandaríkja- manna,“ sagði Mondale. John Glenn, öldungardeild- arþingmaður og fyrrum geimfari, sem einnig er í hópi hugsanlegra varafor- Edmund Muskie og Jimmv Carter — verða þeir fram- bjóðendur demókrata? setaefna átti að ræða við Carter síðar um daginn. Carter sagði í dag að hann byggist við að ræða einnig við Henry Jackson öldungar- deildarþingmann og Peter Rodino fulltrúadeildarþing- mann eftir helgina í New York, þar sem flokksþing demókrata héfst á mánudag. Önnur hugsanleg varafor- setaefni Cartrs eru Adlai Stevenson öldungadeildar- þingmaður og Frank Church öldungardeildarþingmaður. Sá fyrsti þessara varafor- setaefna sem Carter ræddi við var Edmund Muskie. Belgrad 8. júlí — AP. VARNARMALARAÐHERRA Angóla sagði í gær að enn væri bardögum haldið áfram í nokkr- um héruðum landsins við „sendi- menn heimsvaldasinna", að þvf er júgóslavneska fréttastofan Tanjug segir f fréttasendingu frá Luanda. Haft var eftir ráðherran- um að barizt sé við „fámennan hóp leikbrúða sem enn standa í þeirri von að þeir geti stöðvað rás sögunnar“, og væri það verkefni angólska hersins að „brjóta þá á bak aftur og koma á eðlilegu stjórnmálaástandi". Þá sagði ráð- herrann: „Við munum um langa framtfð þurfa að mæta metnaði afturhaldsseggja og leikbrúða sem dreifðir eru um landsbyggð- ina. Um langa framtfð munum við þurfa að berjast og úthella blóði fyrir þetta þjáningarfulla land okkar.“ „Ástandið á landamærum okkar er ekki friðsamt. Suður- afrískir kynþáttahatarar hafa uppi ögranir í suðri og leikbrúður af öllum gerðum fara yfir landa- mæri okkar i norðri og austri." Hann sagði einnig að angólski herinn yrði að styðja þá sem ekki hefðu enn hlotið sjálfstæði sitt, — ekki aðeins í Namibíu, heldur einnig í Zimbabwe (Rhódesíu) og Suður-Afríku,“ og alla þá sem berjast gegn kúgun og fyrir frelsi og sjálfstæði". Ráðherrann sagði þetta herskóla fyrir yfirmenn i Lobito, og gat ráðherrann þess að kennarar þar yrðu kúbanskir og myndi kennslan grundvallast á marx-lenínískum fræðum. Egyptar og Súdanar sameinast gegn Líbýu Kairó, 8. júlí — Rauter. MEIR EN 80 súdanskir stjórn- málamenn voru handteknir f sam- bandi við hina misheppnuðu bylt- ingartilraun í Súdan f sfðustu viku gegn Jaafar Nemery forseta, að þvf er hið hálfopinbera dag- blað Al-Ahram f Kairó sagði f dag í frétt frá Khartoum. Sagði blaðið að þeirra á meðal væri Ali Mah- moud Hassanein, lögfræðingur sem að sögn blaðsins hefði orðið hinn nýi forsætisráðherra lands- ins ef byltingin hefði heppnast, en hann væri félagi f bönnuðu bræðralagi hægrisinnaðra mú- hameðstrúarmanna. Þá segir f fréttinni að Sadik Al—Mahdi, fyrrum forsætisráðherra Súdans sem verið hefur í útlegð f meir en fimm ár, hefði átt að verða forseti stjórnmálaráðsins, en það hefði orðið æðsta valdastofnun í land- inu. Nemery forseti sagði í blaðavið- tali fyrir tveimur dögum að flug- vél með Mahdi innanborðs hefði flogið yfir Khartoum s.l. föstudag og beðið eftir merki um að lenda á meðan bardagar áttu sér enn Framhald á bls. 16 Ungrú Alheimur —Pauline Davis frá Englandi afhendir forseta borgarstjórnar Hong Kong, A.De O.Sales að gjöf silfurslegna drykkjarkrús og regnhlíf við opnunarathöfn Ungfrú Alheimskeppninnars.l.laugardagíHong Kong, en keppnin sjálf fer fram 11. júlí (á sunnudag). í bakgrunni bíða f.v. ungfrú Frakkland, Danmörk, Grikk- land, Guatemala, Honduras, og ungfrú ísland, Guð- munda Hulda Jóhannsdóttir. AP—mynd. Enn eru bardagar í héruðum Angola ^lnndi mu.dþeg- inn hand- tekinn í Japan Tókýö. 8. jölí — AP. SAKSÓKNARINN I Tókýó lét í dag handtaka stjórnarformann stærsta innanlandsflugfélags Jap- ans, All-Nippon Airways, Tokuji Wakasa, 61 árs að aldri, og er hann ákærður um meinsæri og brot á gjaldeyrisreglum. Hann er fimmti stjórnarmaður þess f.vrir- tækis sem handtekinn er vegna gruns um aðild að Lockheed- mútuhneykslinu, en alls hafa níu manns verið handteknir f Japan vegna þess máls. Wakasa var áður varasamgöngumálaráðherra. Þá skýrði sérstök rannsóknarnefnd japanska þingsins frá þvf f dag að hún hygðist leggja fram ákæru um meinsæri á hendur sjötta stjórnarmanninum í fyrirtækinu, Naoji Watanabe, varaforseta félagsins. Eijiro Toyoshima, varasaksókn- ari í Tókýó sagði i dag: „Við telj- um okkur hafa leyst úr spurning- um um peningastreymi frá Lock- heed til All-Nippon Airways. Það sem við verðum nú að rannsaka gaumgæfilega er á hvern hátt peningarnir streymdu aftur frá All-Nippon Airways." Hann vildi ekki segja af eða á um það hvort hann hefði undir höndum lista yfir viðtakendur peninganna, en sagði að rann- sóknin mjakaðist fram á við. Framhald á bls. 16 Lendingu Vík- ings frestað í annað sinn Washington, 8. júlf — NTB. ÖÐRU sinni hefur lend- ingu bandaríska geim- farsins Víkings 1. á Mars verið frestað, þar eð nýi lendingarstaðurinn reyndist heldur ekki nægilega tryggur fyrir lendingu, að því er tals- maður geimferðastjórn- arinnar í Pasadena í Kaliforníu sagði í dag. Upphaflega átti Víkingur að lenda 5. júlí, en lendingunni Var svo frestað til 17. júlí. Nú er ekki gert ráð fyrir þvi að hún verði fyrr en 20. júlí. Hinn nýi lendingarstaður verður að líkindum aðeins vestur af Chryse-svæðinu sem hið upp- Haflega lendingarsvæði. Gustav Heinemann. inn til að heimsækja austur- evrópskt kommúnistaland með heimsókn sinni til Rúmeníu 1971. Heinemann kom til íslands árið 1968; þá ráðherra. Heinemann var maður tilgerðarlaus óg afnam ýmsa viðhöfn í kringum forseta- embættið. Er hann var eitt sinn spurður hvort hann elskaði landið sitt svaraði hann: „Æ. hvilík vit- leysa. Ég elska ekkert land. Ég elska konuna mína.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.