Morgunblaðið - 09.07.1976, Blaðsíða 36
13 ára drengur
lézt af skotsárum
Faðirinn úrskurðaður í 45 daga varðhald
ÞRETTÁN ára gamall
drengur, Leó Guómunds-
son, varð í fyrradag fyrir
skoti úr haglabyssu föður
síns, Guðmundar Helga-
sonar bónda, Stangarholti
á Mýrum, og beið bana.
Guðmundur Helgason hef-
ur verið úrskurðaður í 45
daga gæzluvarðhald og
geðrannsókn. Hann er nú í
gæziu hjá lögreglunni í
Borgarnesi.
Læknir úr Borgarnesi
var kvaddur að Stangar-
holti síðdegis á miðviku-
dag og gerði hann lögregl-
unni viðvart um kl. 17.
Þegar lögreglumenn komu
á staðinn, sem er i um 20
km fjarlægð frá Borgar-
nesi, kom í ljós, að dreng-
urinn hafði fengið skot í
höfuðið og var hann látinn
Nætur-
róður
í Engey
HAFNSÖGUMENN og lög-
regluþjónn létu snarlega úr
höfn f fyrrinótt tim kl. 4 til
þess að hafa tal af tveimur
piltum sem reru þá knálega á
keipalausum bát út yrti höfn-
ina i átt að Engey. Piltarnir
sem eru 16 og 18 ára voru
stöðvaðir á miðri leið. Höfðu
þeir tekið bátinn traustataki
til þess að skreppa út í Engey í
sumarblíðunni, en áfangastað
náðu þeir ekki f það skiptið.
þegar lögreglan kom að.
Guðmundur Helgason
bóndi á Stangarholti, sem
er hálfsextugur, var hand-
tekinn á staðnum. Lík
drengsins var flutt til
Reykjavíkur þar sem rétt-
arkrufning mun fara fram.
Rannsókn þessa máls
hófst þegar í fyrrakvöld og
skv. upplýsingum lögregl-
unnar í Borgarnesi er talið,
að atburðurinn hafi orðið
um kl. 15 á miðvikudag.
Guðmundur mun hafa ver-
ið undir áhrifum áfengis,
þegar Leó sonur hans varð
Framhald á bls. 20
Gjaldeyrisstaðan
batnaði um 2364
millj. krónur í júní
Er 576 millj. kr. betri en um s.l. áramót
GJALDEYRISSTAÐAN
batnaði mjög mikið í síð-
asta mánuði, eða um 2364
milljónir kr., en gjaldeyris-
skuld bankanna var í júní-
byrjun um 5454 milljónir
kr. Er þetta einn hagstæð-
asti mánuður í viðskiptum
um árabil, en þess má geta
að á þessum tíma er flutt út
mikið magn af saltfiski og
öðrum sjávarafurðum.
Gjaldeyrisstaðan var
mjög óhagstæð um s.l. ára-
mót, en skuldin var þá 3666
millj. kr. þannig að nú er
staðan 576 millj. kr. betri
en um áramót, en ennþá er
staðan neikvæð um 3090
millj. kr.
Snorri Surluson hefur verið f árlegri botnhreinsun i Slippnum f
Reykjavfk undanfarna daga, en þessari mynd smelltum við af
honum skömmu áður en hann fór aftur á flot í gær, tilbúinn til
veiða. Dældirnar á stefninu hlaut Snorri annars vegar f bryggju-
snakki f Þýzkalandi og hins vegar á siglingu f fs. 1 sfðasta túr
landaði Snorri 190 tonnum og þar af voru tvö tonn af langhala sem
var heilfrystur í frystihúsi BÚR fyrir Rússlandsmarkað, en þetta er
f fyrsta sinn sem langhali er frystur fyrir útflutning.
Banamenn Guðjóns Atla í 90 daga gæzluvarðhald:
Urðu ásáttir um að
stytta Guðjóni aldur
hvað honum blæddi mikið
Þessi litla stúlka var að skoða sig
fyrir framan spegilinn heima hjá
sér, einn daginn fyrir skömmu,
alsæl á svip, þótt nokkuð sé liðið
frá 17. júní. Ef til vill ætlar hún f
öldunginn f haust, en allavega
ætlar hún ekki að vera á eftir
áætlun með að prófa húfuna a
tarna. Ljósmynd Mbl. Sigurgeir.
- er þeir sáu
YFIRSAKADÓMARI úr-
skurðaði í gær piltana tvo
sem játað hafa á sig að
hafa orðið Guðjóni Atla
Árnasyni að bana, í 90
daga gæzluvarðhald og til
að sæta geðheilbrigðis-
rannsókn. Báðir piltarnir
eru 18 ára að aldri, annar
utanbæjarmaður en hinn
úr Reykjavík. Hefur sá áð-
ur komizt í kast við lögin
og mun hafa hlotið skii-
orðsbundna dóma fyrir af-
brot. í framburði piltanna
kemur fram, að þeir hafi
ekki þekkt Guðjón Atla
Árnason fyrir, en sest
ölvaðir upp f bifreið hans
við Umferðarmiðstöðina
um miðnætti aðfararnótt
þriðjudags og ekið með
honum með það fyrir aug-
um að útvega sér meira
áfengi. Ekki hefur komið
fram viðhlftandi skýring á
því hvers vegna þelr veitt-
ust að Guðjóni heitnum en
báðum kemur saman um
að þeir hafi í fyrstu ekki
ætlað að verða honum að
bana en sfðan — þegar
Guðjóni var tekið að blæða
mjög — talið ráðlegra að
stytta honum aldur.
Að sögn Njarðar Snæhólms, að-
alvarðstjóra rannsóknarlögregl-
unnar í Reykjavfk, báru piltarnir
eftir að játning þeirra lá fyrir á
miðvikudag, að þeir hefðu verið
við Umferðarmiðstöðina um mið-
nætti á mánudagskvöid, þegar þar
ók að gulur Moskvits sendibíll
með svörtum toppi. Reykvík-
ingurinn kveðst hafa tekið mann-
inn tali og viðræður þeirra æxlast
þannig, að hann hafi sest upp í
bifreiðina við hlið ökumanns. Ut-
anbæjarmaðurinn kom litlu síðar
og kom sér fyrir i bílnum fyrir
aftan Guðjón sem sat við stýrið.
Ákveðið var að aka um borgina
til að útvega meira áfengi og átti
reykvíski pilturinn að annast það.
Leið þeirra lá meðal annars um
Breiðholtshverfið en síðan var ek-
ið eftir veginum sem liggur mi'Ji
Breiðholts og Kópavogs og tengist
Fífúhvammsvegi. Var bifreiðin
komin í malargryfjurnar sem ekið
er um á þessari leið, þegar reyk-
víski pilturinn segist hafa sagt
Guðjóni að staðnæmast.
Piltarnir höfðu haft þrjár pilsn-
erflöskur meðferðis í bílferðina,
og sló Reykvíkingurinn Guðjón í
Framhald á bls. 20
r
Agætur
afli hjá
Eyjabátum
AGÆTUR afli hefur verið að
undanförnu hjá Eyjabátum og
hafa trollbátarnir landað allt upp
f 50 tonnum eftir vikuna. Eyja-
bátarnir hafa mest róið austur
fyrir Eyjar að undanförnu, ailt
austur til Vfkur f Mýrdal og einn-
ig hafa þeir verið talsvert út af
Ingólfshöfða. Humarafli hefur
hins vegar verið fremur slælegur,
en mikil vinna er nú í Eyjum og
er unnið þar alla virka daga fram
á kvöld, en nú fer að styttast í
Þjóðhátíð Vestmannaeyja, sem
verður haldin 6., 7. og 8. ágúst n.k.
og þá leggst niður öll vinna í
Eyjum um sinn.
35% hækkun á fiskmjöli
„VERÐIÐ á proteineiningu fyrir
fiskmjöl hefur hækkað mjög
mikið að undanförnu," sagði
Gunnar Pedersen þegar Morgun-
blaðið innti frétta af verði á lýsi
og mjöli um þessar mundir.
Ekkert cr til af lýsi f landinu nú,
en hins vegar er gangverðið á
tonninu 370—380 dollarar, en f
vetur var það 320 dollarar. Hins
vegar er gangverðið á proteinein-
ingu af mjöli nú 6$ og 10 til 6$ og
30, en f vetur var mest allt mjöl-
magn landsmanna selt á 4 og 20
til 4$ og 80, en meðalverð var urn
4 og 50. Hér er þvf um að ræða um
35% hækkun á fiskmjölinu, en
þess er þó að gæta að hér er um að
ræða fremur Iftið magn, nokkur
þúsund tonn, þvf stærstur hlutinn
var seldur og nú vilja Rússar t.d.
kaupa mjöl af okkur, en það vildu
þeir ekki á sfnum tfma f vetur.
Gunnar kvað Iftið vera til af mjöli
í landinu, Ifklega aðeins nokkur
hundruð tonn.