Morgunblaðið - 09.07.1976, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.07.1976, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1976 AUSTUR-Berlín Hér er nýlokið Iveggja daga ráðstefnu leiðtoga kommúnista í Evrópu. Höfðu leiðtogarnir mjög skiptar skoð- anir á þvf, hversu mikilvæg ráðstefna þessi hefði verið og einnig voru menn ekki á einu máli um þýðingu ályktunarinn- ar, sem gefin var út í lok ráð- stefnunnar. Og það eru einmitt þessar deildu meiningar, sem eru hvað mestrar athvgli verð- ar varðandi ráðstefnuna því að þær eru brot á þeirri hefð, sem hingað til hefur ríkt um ein- ingu og samstöðu kommúnista- flokkanna, a.m.k. f orði. Fundur þessi staðfesti, að ennþá eru veruleg tengsl á milli kommúnistaflokka f Evrópu og mikil samvinna við Rússa, en hann leiddi einnig í Ijós þá staðreynd, að margir sætta sig ekki lengur við þá kröfu Rússa að þeir einir eigi að ráða yfir og varðveita rétt- trúnaðarstefnu kommúnista. Santiago Carillo, leiðtogi spænska kommúnistaflokksins, greip jafnvel til trúarlegs lík- ingamáls, er hann sagði, að Kommúnisminn hefði verið ,,ný kirkja" og Moskva hefði verið „Rómarborg okkar". Sagði hann, að slíkar kenningar væru orðnar úr sér gengnar og gætu leitt tii deilna og sundrungar innan hreyfingarinnar. Það fer því ekki milli mála, að á fundi þessum riðaði til falls hin gamla kenning um ein- an, sannan og hreinræktaðan kommúnísma. Á hinn bóginn voru engar mikilsverðar breyt- ingar gerðar á sjálfri trúarjátn- ingunni, né heldur kom í ljós, að sovézka heimsveldinu væri hrunahætt, a.m.k. ekki að sinni. SAMANBURÐUR VIÐ BRETLAND ítalskur flokksforkólfur, Ginearlo Pajetta að nafni, var að því spurður, hverjar afleið- ingar þessi einstæða ráðstefna myndi hafa á samband Rússa og bandamenn þeirra í Austur- Evrópu. Hann vék sér undan því að svara beint, en benti á, að brezka heimsveldið hefði á sínum tíma orðið brezka sam- veldið. „Slíkt er vel framkvæm- anlegt,“ sagði hann og hló við og nefndi hliðstæð dæmi, sem orðið hefðu í kapítalískum löndum, en ekki í kommúnista- ríkjum. Það er hreint ekki ljóst, hvaða hlutverki þessi ráðstefna átti að gegna, og kom það m.a. fram í sjálfu skipulagi hennar og störfum. Ályktunin, sem gef- in var út í fundarlok, var hvorki undirrituð né borin und- ír atkvæði, heldur var hún ein- ungis birt án þess að getið væri, hvort um væri að ræða sam- þykkt, níðurstöðu eða sameigin- lega yfirlýsingu. En má þá líta svo á, að álykt- unin hafi verið bindandi fyrir alla aðila? Þar er þvý lýst yfir, að riki skuli ekki hlutast til um mál hvers annars og öll skuli þau hafa rétt til sjálfræðis, — og hvernig kemur þetta heim og saman við „Brezhnefkenn- inguna" sem notuð var til að réttlæta innrás Rússa inn í Leiðtoginn — Leonid Breshnev Tftó Júgóslavíuforseti ávarpar ráðstefnuna. Ráðstefna evrópskra komm- únista í Austur-Berlín Enrico Berlinguer, leiðtogi ítalskra kommúnista, flytur ræðu sína. Tékkóslóvakíu árið 1968 og fól það í sér, að kommúnistaríkin hefðu rétt á að viðhalda komm- únistísku stjórnarfari, ef það ætti í vök að verjast? Á þessari tveggja daga ráð- stefnu voru engar umræður, einungis ræðuhöld, og því fékkst ekkert svar við þessari knýjandi spurningu. VARNARÞÖRFIN í einkaviðræðum sagði júgóslavneskur fulltrúi á ráð- stefnunni umbúðarlaust, að engar yfirlýsingar gætu tryggt varnir lands síns. Því aðeins gætu Júgóslavar séð vörnum sínum borgið, að þeir væru þess umkomnir að heyja sjálfir varnarstríð. Það kvað við svipaðan tón hjá öðrum kommúnistaleiðtogum, en jafnframt fögnuðu þeir þvi, sem gerðist á ráðstefnunni, eða öllu heldur því sem gerðist ekki, og töldu það bera vott um veðrabrigði í samskiptum kommúnistaflokka Evrópu við Moskvuvaldið. Væru nú meiri horfur á því en oft áður, að flokkarnir gætu staðið af sér ýtni Sovétríkjanna. Og það sem gerðist ekki á ráðstefnunni var, að flokkarnir voru ekki sveigðir undir skil- yrðislausa hlýðni við Rússa með hinni fornu kenningu um alþjóðahyggju öreiganna. Þeim voru að þessu sinni ekki gerðir f v!-, Sovétríkjanna eða hafa sig á brott úr bræðralagi kommún- istaríkja, sem væri súrt í broti fyrir þá, sem eru sannfærðir um, að aðeins kommúnismi geti fært þjóðum heims frið og far- sæld. Hins vegar áttu ýmsir garnlir harðlinumenn erfitt með að kyngja þessum bita. Til dæmis valdi Erich Honecker, einn af fulltrúum Austur-Þjóðverja, þann kostinn að halda ræðu upp á gamla mátann, lofa bylt- ingu bolsévíka og hefja æðsta valdhafa Sovétríkjanna upp til skýjanna. Georges Marchais réðst hins vegar til harðrar at- lögu gegn „heimsvaldasinnum og Atlantshafsbandalaginu" og lofsöng framtíðina, sem lúta myndi heimskommúnismanum. Einn ráðstefnugesta skýrði svo frá, að er síga hafi tekið á seinni hluta undirbúningsvið- ræðnanna, sem stóðu um Eftir Flóra Lewis tveggja ára skeið, hafi fulltrúi Búlgaríu farið að kjökra og hefði hann spurt, hvað orðið væri um hina alþjóðlegu komm- únistahreyfingu, úr því að svo langt væri gengið, að menn gætu ekki einu sinni komið sér saman um hatramma árás gegn heimsvaldasinnum. Það voru hvorki tár né gleði- hlátrar sem settu svip sinn á ráðstefnuna sjálfa, en ekki fór þó hjá því, að ýmsir fulltrúar, til að mynda Rúmenar, Júgóslavar, ítalir og Spánverj- ar, gengu glaðir frá borði, en þeir höfðu mætt til leiks gagn- gert til þess að spyrna gegn yfirráðum Rússa, þótt ýmsar mismunandi ástæður lægju þar til grundvallar. kröfeus' "<} sjáifs ákvörðunarréttur hvers komm- únistaflokks yrði virtur, og sú krafa bar þann árangur, að hugmyndafræðilega samstöðu ber ekki eins hátt og áður, en þess í stað er lögð megináherzla á að bræða saman þjóðernis- stefnu og hugmyndafræði. Nicolae Ceausescu sagði, að þjóðir heims myndu eftir sem áður verða grundvallaraflið í heiminum. Enda þótt það hafi eflaust verið erfitt fyrir leiðtoga Sovét- ríkjanna að sætta sig við það, að þeir nytu ekki lengur skilyrðis- lausrar hollustu allra kommún- ista, tóku þeir þó þann kostinn að fallast á háværar kröfur um þjóðernishyggju og sjálfs- ákvörðunarrétt ríkja. Nokkur Austur-Evrópuríki hafa sjálf- sagt ekki tileinkað sér þessi sjónarmið með glöðu geði, svo sem Pólland, Tékkóslóvakía og Ungverjaland, en þar hefur þjóðernisleg vakning yfirleitt ekki fengið mikinn byr frá Rússum, eins og menn muna. Og þessi stefnubreyting var greinilega óbærileg fyrir Aust- ur-Þýzkaland, en það ríki bygg- ir á hugmyndafræðinni einni saman. Vitaskuld höfðu bandamenn Sovétríkjanna sig lítt í frammi varðandi þessa stefnubreyt- ingu, og engir ráðstefnugesta frá þeim ríkjum þorði að láta nokkuð eftir sér hafa opinber- lega. Hins vegar létu ýmsir þess getið í einkaviðræðum, að breyttar aðstæður hefðu kriúið Sovétrikin til að breyta til. Töldu ýmsir, að ella hefðu deil- ur þær og sundrung, sem Car- illo drap á, orðið að veruleika, en aðrir, og þar á meðal ýmsir vestrænir sérfræðingar, hölluð- ust frekar að því, að bætt sam- skipti risaveldanna ng við- skiptahagsmunir Rússa hafi verið þyngri á metunum. jNeUrJjjorkStttteg C?r<s Hvað sem öðru liður markaði ráðstefna þessi tímamót i sögu kommúnismans og ýmsir full- trúar sögðu í lok hennar, að aldrei yrði önnur slík haldin. Italir, Júgóslavar og Frakkar lýstu jafnvel yfir óánægju sinni með það, að gefin hefði verið út sameiginleg yfirlýsing, og drógu enga fjöður yfir það, að þeir myndu hreinlega hafna þátttöku í slíkum fundum i framtíðinni nema um væri að ræða opin fundarhöld, þar sem menn skiptust á skoðunum. Því hafði verið fleygt, að Rússar myndu efna til ráð- stefnu kommúnistaleiðtoga heimsins í kjölfar þessarar ráð- stefnu, en þær vonir eru greini- lega að engu orðnar. Jean Kanapa, starfsmaður franska kommúnistaflokksins, átti þátt i undirbúningsviðræð- unum. Hann var ómyrkur i máli, er fréttamaður spurði hann álits um þýðingu ráðstefn- unnar, er hann var á leið þang- að. Hann sagði: „Á frönsku myndi ég segja bof, á rússnesku er phooey rétta orðið, en ég veit ekki, hvernig það er á ensku.“ Fulltrúar allra flokka létu þess getið, að yfirlýsingin, .sem gefin var út í fundarlok , hefði litið allt öðru vísi út, ef hver fyrir sig hefði mátt ráða. Sumir töldu það sér til tekna, að hafa verið fúsari til málamiðlunar en aðrir. í Iok ráðstefnunnar höfðu JLUIÍLlUctí CVIUJJÖM d IS.UI1Í1UU11- istaklokka gengið frá ályktun, slíka ráðstefnu. Höfðu fulltrú- arnir létt á hjarta sínu með þvi að halda alls 29 ræður, þar sem komu fram eins mörg sjónar- mið, bæði hvað snertir hug- myndafræði og hagnýt stjórn- mál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.