Morgunblaðið - 09.07.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.07.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JULI 1976 15 Meðferð „pólitískra” fanga á Indlandi LONDON — Tveir menn, sem setið hafa í fangelsum í Ind- landi um sjö mánaöa skeið, og þar af verið 10 vikur i hungur- verkfalli, eru nýkomnir til London. Annar þeirra er náms- maður frá Nýja-Sjálandi, fædd- ur í Bretlandi og heitir Richard White. Hinn er ástralskur vin- ur hans, Andrew Colbert að nafni. Þeir kváðust hafa verið í stöðugum næturyfirheyrslum í fjórar vikur, áður en þeir voru fluttir í fangelsi. Hvorugur þeirra var nokkurn tímann ákærður fyrir glæp af ein- hverju tagi. Báðir eru þeir félagar i An- anda Marga-hreyfingunni, sem starfar í 25 löndum og fæst við félagsaðstoð og hugleiðslu. Leiðtogi þessarar hreyfingar, sem jafnframt er stofnandi hennar, er P.R. Sarkar, þekktur undir nafninu Andamurti. Hann hefur verið í hungurverk- falli í fjögur ár, meðan hann bíður eftir réttarhöldum vegna ákæru um morð. White skýrði svo frá, að einn þeirra manna, sem hann hefði verið sakaður um að hafa myrt, hefði verið í fangelsinu með þeim félögun- um. White var tekinn til fanga i september 1975, en mánuði áð- ur hafði Indira Gandhi forsæt- isráðherra sakað Ananda Marga-hreyfinguna fyrir að hafa staðið á bak við morðið á járnbrautarmálaráðherranum í stjórn hennar, morðtilraun við dómsmálaráðherra landsins svo og fyrir ráðabrugg um að ráða hana sjálfa af dögum. White hefur vísað þessum að- dróttunum eindregið á bug. ,,Það kom til fjandskapar með Ananda Marga og leiðtogum Kongressflokksins og Kommún- istaflokksins i Calcutta", segir hann. ,,Það er ekkert óeðlilegt miðað við það, hvernig hreyf- ingin starfar. Við viljum ekki aðeins létta þjáningar fólks heldur ráðast gégn rótum þeirra meinsemda, sem hrjá það. Hreyfingin varð vinsæl á Indlandi vegna þess að hún lagðist gegn hvers konar spill- ingu. Það var þess vegna, sem kongressmönnum og kommún- istum tók að standa stuggur af henni og hófu ofsóknir á hend- ur okkur, áður en hreyfingin var formlega bönnuð og félagar hennar hnepptir í fangelsi.“. White lagði stund á verk- fræði við háskólann i Auck- land, en árið 1973 gerði hann hlé á námi og hélt til Ástralíu. Þar komst hann í kynni við Andrew Colbert, og fóru þeir saman til Indlands til að vinna þar á vegum Ananda Marga. Erfiðleikar þeirra hófust sunnudagskvöld í september- lok 1975. „Við höfðum verið úti um daginn og vorum rétt komn- ir heim, þegar lögreglumenn knúðu dyra og báðu okkur að V.'-— A. / THE OBSERVER ( ---------’.y**ýk~*v t * Eftir Colin Legum koma með sér út af einhverju varðandi vegabréf," segir White. Farið var með þá á skrifstofu Öryggiseftirlitsins í Calcutta og þar voru þeir yfirheyrðir alla nóttina. „Lögreglan þráspurði mig, hvað við ætluðum að gera 25. september, en þann dag áttu að hefjast réttarhöldin yfir Sakar,“ segir White. „Þeir spurðu, hvern við ætluðum að drepa þann dag. Ég sagði þeim, að það væri algerlega út í hött að spyrja slíkra spurninga.“ Hann segir, að þeir Colbert hafi óttast að vera hafðir i haldi samkvæmt sérstökum ákvæð- um um öryggismál ríkisins, en af því hefði leitt, að engar upp- lýsingar um handtöku þeirra yrðu gefnar erlendum aðilum. „Þess vegna ákváðum við að reyna að flýja og leita á náðir ræðismanna okkar, “ heldur White áfram. „Þegar verið var að flytja okkur á milli lögreglu- stöðvarinnar, þar sem við urð- um að láta fyrirberast og skrif- stofu Öryggiseftirlitsins, ók billinn um ræðismannahverfið. Anirudda (það er nafn Andrew Colbert á sanskrít) teygði sig fram og náði taki á stýrinu og sneri bílnum. Eg komst út, en lenti í flasinu á aðvifandi lög- reglumanni. Fljótlega safnaðist mikill mannfjöldi saman, og þar á meðal var annar ritari brezku sendisveitarinnar, Perr- ot að nafni. Ég kallaði til hans nöfn okkar og þjóðerni, og þá handtók lögreglan hann lika, en honum var þó fljótlega sleppt." Þeir félagar voru yfirheyrðir i 24 daga, áður en þeir voru fluttir i fangelsi. Yfirheyrsl- urnar fóu að mestu leyti fram að næturþeli. „Meðan við dvöldumst í fangageymslu lögreglunnar," segir White, „vorum við allan tímann nema þegar yfirheyrsl- ur fóru fram i lítilli kytru ásamt 25 föngum öðrum, og næstum því allir þeirra reyktu. Gluggarnir voru uppi undir lofti og mikil loftþyngsli voru í klefanum. Við höfðum enga sápu né heldur greiðu og gátum aldrei haft fataskipti. Við feng- um að borða tvisvar á dag og matarskammturinn var tvær hveitibrauðsneiðar, ein teskeið af jógúrt og smávegis af græn- meti.“ White segir ennfremur að margir fanganna hafi verið blá- ir og bólgnir á fótum og sums staðar hafi igerð verið komin i sárin. „Við komumst að þvi að I þeir höfðu verið hengdir upp á fótunum og barðir í iljarnar. Þetta var mjög algeng aðferð til að fá fram játningu fyrir smá- glæpi. Margir saklausir játuðu á sig brot aðeins til að sleppa við barsmíðarnar.“ „Þegar við neituðum að svara spurningum," heldur White áfram, „höfðu lögreglumenn- irnir óspart i hótunum við okk- ur og höfðu grófar móðganir í frammi.“ Yfirheyrslurnar héldu áfram í 5 mánuði, og stundum voru þeir félagar leiddir fyrir rétt, en réttarhöldunum lyktaði æv- inlega á þá lund, að lögreglan tjáði dómaranum, að hún þyrfti dálítið meira svigrúm og tíma til að komazt til botns I málinu. Þegar hér var komið tilkynntu þeir dómaranum, að þeir hygð- ust vera í hungurverkfalli, þar til skýlaus ákæra hefði verið lögð frá á hendur þeim. En loks tókst sendisveitum Bretlands og Ástralíu að fá tvímenning- ana látna lausa eftir mikla eft- irgangsmuni. Nú þegar Richard White hef- ur verið látinn laus beinast Indira Gandhi áhyggjur hans einkum að Anda- murti (Sakar). „Hann hefur nú verið í þriggja ára hungurverk- falli og drekkur aðeins nokkra bolla af horlick á dag, enda er hann ekki sagður svipur hjá sjón,“ segir hann. Það er erfitt að geta sér til um, hversu lengi enn hann getur lifað við þessar aðstæður. Amnesty International hefur um nokkurra ára skeið fylgzt með meðferðinni á Sakar og einnig hefur William T. Wells fyrrum þingmaður fylgzt með honum að eigin frumkvæði. Ár- ið 1974 fór hann til Indlands gagngert til að kynna sér mála- vöxtu. Þá gaf hann mjög ófagr- ar lýsingar af ástandi fangans og lét í ljós þungar áhyggjur af heilsu hans. 1 skýrslu sinni gagnrýndi Wells Ananda Marga- hreyfinguna á ýmsa lund. Hann sagði, að ekki gæti farið hjá því, að indversk stjórnvöld hefðu imugust á henni, þar sem hún fordæmir hina rótgrónu stétta- skiptinu á Indlandi og vandaði um við spillingaröflin. Hann sagði enn fremur, að þar sem hreyfingin fengist mjög við andleg viðfangsefni, væri hún alger andhverfa þeirra flokka, sem eingöngu berðust fyrir þessa heims gæðum, þar á með- al kommúnista. Hann gagn- rýndi Sakar ennfremur fyrir það að gefa andstæðingum sin- um höggstað á sér með því að láta þessi andlegu samtök taka á sig pólitiska mynd. Niðurstaða Wells var samt sem áður sú, að enda þótt Sakar ætti einhverja sök á því, hvern- ig fyrir honum væri komið, væri það staðreynd, að hann væri að þrotum kominn vegna hungurverkfalls sem hann hefði farið í sökum sinnar bjargföstu sannfæringar, að hann og hreyfing hans sættu hörðum ofsóknum. 1-2% minni fram- leiðsla í iðnaði í HAGSVEIFLUVOG iðnaðarins, fyrir 1. ársfjórðung þessa árs, sem nú er komin út, benda niður- stöður til þess, að nokkur sam- dráttur hafi orðið I iðnaðarfram- leiðslu á 1. ársfjórðungi 1976 mið- að við 1. ársfjórðung 1975. Ætla má samkvæmt þeim upplýsingum sem bárust um hlutfallslega breytingu framleiðslunnar á 1. ársfjórðungi 1976 miðað við 1. ársfjórðung 1975, að framleiðslan hafi minnkað í kringum 1—2%, og þarf að leita allt til ársins 1969 að sambærilegri niðurstöðu. Þetta stafar að sjálfsögðu mest af verkföllunum í febrúarmánuði s.l. Einnig varð framleiðslan á 1. ársfjórðungi þessa árs talsvert minni en á siðasta ársfjórðungi 1975, en í fyrra varð framleiðslan einnig nokkru minni á 1. ársf jórð- ungi en á 4. ársf jórðungi 1974. Nú eins og á undanförnum árum er búist við að framleiðslan aukist á 2. ársfjórðungi miðað við 1. árs- fjórðung. Nýting afkastagetu l iðnaði var talin nokkru betri f lok 1. ársfjórðungs 1976 en 1 lok 4. ársfjórðungs 1975. Starfsmenn voru heldur færri við lok 1. ársfjórðungs 1976 en um áramót og var gert ráð fyrir, að þeim fjölgaði talsvert á 2. árs- fjórðungi í ár. Venjulegur vinnu- tími við lok 1. ársfjórðungs var að jafnaði svipaður eða heldur lengri en um áramót. Af þeim fyrirtækjum, sem svöruðu spurn- ingum Hagsveifluvogarinnar, svöruðu fyrirtæki með 55% mannaflans játandi spurningu um fyrirhugaða fjárfestingu á ár- inu 1976, en á sama tíma í fyrra höfðu 30% fyrirtækjanna fyrir- ætlanir um fjárfestingu. Fyrir- liggjandi pantanir og verkefni voru töluvert meiri við lok 1. árs- fjórðungs en í ársbyrjun. I þeim upplýsingum sem bárust kom fram að framleiðsluaukningin miðað við árið áður hafi mest orð- ið i skógerð og sútun og verkun skinna og lítilsháttar i brauð- og kökugerð, sælgætisgerð, matvæla- iðnaði og skipasmíðum. I flestum öórum iðngreinum varð annað hvort kyrrstaða eða framleiðslan dróst saman. Mestur var sam- drátturinn i steinefnaiðnaði (steypugerð o.fl.), húsgagnagerð og innréttingasmíði, málningar- gerð og prjónaiðnaði. Hagsveifluvogin er tekin saman af Félagi islenzkra iðnrekenda og Landssambandi iðnaðarmanna. (Fréttatilkvnning.) r Islenzk vefjaralist 1 Álaborg 26. júnl s.l. var opnuð I listasafni Álaborgar sýning á norrænni vefjar- list. Sýningin verður haldin þriðja hvert ár og er sú fyrsta sinnar teg- undar á Norðurlöndunum. Að þessu sinni verður sýningin farandsýning og fer frá Álaborg til Noregs, þaðan til Svlþjóðar, áfram til Finnlands, islands og Færeyja. Alls bárust 800 verk á sýninguna. en aðeins 100 hlutu náð fyrir augum dómnefndar, þar af 10 frá íslandi. Dómnefnd var skipuð 5 fulltrúum, einum frá hverju landi og sat af íslands hálfu I nefnd- inni Ásgerður Búadóttir. islenzku listamennirnir, sem eiga verk á sýningunni, eru: Arndls Ögn Guðmundsdóttir, Ásgerður Búadótt- ir, Ragna Róbertsdóttir, Sigrún Sverrisdóttir, Sigurlaug Jóhanns- dóttir og Þorbjörg Þórðardóttir. Sýn- ingin kemur til íslands I janúar á næsta ári og verður á Kjarvalsstöð- um. Allur undirbúningur hér heima varðandi Nordisk Textiltriennale var Framhald á bls. 20 HEF OPHAD VIÐ BARONSSTIG SÍMI 10771 Oss&gt v'öx'vW'*'>'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.