Morgunblaðið - 09.07.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JULl 1976
23
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
T résmiðir
Tveir trésmiðir óskast í móta-
uppslátt. Tilboð sendist blað-
inu merkt: „Einbýli —
6122” fyrir 1 4. júlí.
Ungur, reglusamur
maður óskar eftir starfi við
útkeyrslu hjá góðu fyrirtæki.
Helst á V.W. sendiferðabíl.
Uppl. í síma 5261 6.
Flateyri
Til sölu 2ja hæða járnklætt
timburhús. Uppl. í s. 94-
7738.
Keflavik
Til sölu mjög vel með farin
rúmgóð 2ja herb. íbúð við
Faxabraut. Sérþvottahús.
Fasteignasalan, Hafnargötu
27, Keflavík, sími 1420.
Ný peysusending
í stærðum 38—46
Dragtin, Klapparstíg 37.
Verzlunin hættir
Allar vörur seldar með mikl-
um afslætti.
Barnafataverzl. Rauðhetta
Iðnaðarmannahúsinu.
Hjólhýsi
Nýtt hjólhýsi til sölu. Tæki-
færisverð og greiðsla með
bréfum möguleg að hluta.
Fyrirgreiðsluskrifstofan. Sími
1 622J og heima 1 2469.
Rýmingarsala
Nýir svefnbekkir með
sængurgeymslu nú frá kr. 14
þús. Svefnsófar nú kr.
16.500. Hjónasvefnbekkir
kr. 1 7 þús. Nýtt sófasett nú
kr. 39. þús. hálfvirði. Dívanar
kr. 4 þús. Sendum gegn
póstkröfu.
Sófaverkstæðið, Grettisgötu
69, Opið kl. 2—9, sími
20266 — 12203.
Óskast til leigu
2ja—3ja herb. íbúð i Laugar-
neshverfi eða Vesturbæ.
Uppl. i sima 85936 eftir kl.
5 á daginn.
Vogar- Vatnsleysu-
strönd
Óska eftir einbýlishúsi til
kaups i Vogum eða nágrenni.
Vinsamlegast sendið uppl. i
pósthólf842, Reykjavik
SÍMAR. 11798 OG 19533.
Föstudagur 9. júlí kl.
20.00
1. Þórsmörk.
2. Landmannalaugar —
Veiðivötn.
3. Kerlingarfjöll — Hvera-
vellir.
4. Gönguferð yfir Fimm-
vörðuháls. Fararstjóri: Jör-
undur Guðmundsson.
5. Gönguferð á Baulu og
Skarðsheiði. Fararstjóri:
Tómas Einarsson.
Farmiðar á skrifstofunni.
Laugardagur 10. júlí
kl. 13.00
Þingvallaferð. Sögustaðir
skoðaðir uridir leiðsögn Jóns
Hnefils Aðalsteinssonar fil
’lic.
Verð kr. 1 200 gr. v/ bilinn.
Ferðafélag (slands.
\ Farlugladeild
Reykfavlkup
Föstudaginn 9. til 11.
júlí
1. Þórsmerkurferð.
2. Gönguferð á Fimm-
vörðuháls.
Nánari uppl. i skrifstofunni,
sími 24950. Farfuglar.
Fíladelfia
Munið tjaldsamkomurnar við
Melaskóla kl. 20.30 i kvöld.
ÚTIVISTARFERÐIR
Föstud. 9/7 kl. 20.
Þórsmörk, ódýr tjaldferð,
helgarferð og vikudvöl. Farar-
stj. Þorleifúr Guðmundsson.
Sumarleyfisferðir:
Hornstrandir 12/7
Fararstj. Jón I. Bjarnason.
Látrabjarg 15/7.
Aðalvik 20/7. Fararstj.
Vilhj. H. Vilhjálmsson.
Lakagígar 24/7. Fararstj.
Þorleifur Guðmundsson.
Grænlandsferðir 22/7
og 29/7.
Útivist,
Lækjarg. 6, sími 14606.
Filadelfia
Munið tjaldasamkomurnar
við Melaskóla i kvöld kl.
20.30.
radauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Q) ÚTBOÐ
Óskað er eftir tilboðum í eftirfarandi
tækjabúnað fyrir heilsugæslubraut Fjöl-
brautarskólans í Breiðholti.
4 stk. sjúkrarúm o.t.h., 4 stk. náttborð, 2
stk. skemla, 1 stk. sjúkravagn, 2 stk.
hjólastólar, 16 stk, áhaldaborð, 2 stk.
vökvagjafastanda, 2 stk. skjóltjaldagrind-
ur, 3 stk. língrindur, 1 stk. vagga á
hjólum, 1 stk. lyfjaskápur, 1 stk. skápur
fyrir sótthreinsunarvökva, 1 stk. skol-
svelg, 1 stk. rafmagnssuðupott (á borði),
1 stk. skuggamyndavél, 4 stk. dýnur í
sjúkrarúm, 1 stk. stóra æfingabrúðu, 1
stk. litla æfingarbrúðu, 1 stk. brúðu
vegna kennslu í lífgun, 1 stk. beinagrind
og 1 stk. auka hauskúpu.
Þeir sem áhuga hafa á, sendi verðtilboð
ásamt myndalistum á skrifstofu vora, fyrir
þriðjudaginn 20. júlí 1976.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800 * 1 * 1 2
Útboð — Málun
Tilboð óskast í að mála húseignina Óðins-
gata 7 að utan. Útboðsgögn eru afhent á
teiknistofunni Óðinstorgi s/f, Óðinsgötu
7.
Tilbpð verða opnuð 1 5.7. n.k. kl. 11.
Teiknistofan Óðinstorgi s / f.
f§) Tilboð
Óskað er eftir tilboðum í rennibekk fyrir
Borgarspítalann. Rennibekkurinn skal
vera 10"—12" á borði með skápum, ca.
1 meter á milli odda. Með mótor og
lágmarks fylgihlutum. Bekk sleðinn sé
með V-laga stýringu.
Þeir sem áhuga hafa á, sendi verðtilboð
ásamt myndalistum á skrifstofu vora fyrir
þriðjudaginn 20. júlí 1 976.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800
Útboð
Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í að
skipta um þak á Sundhöll Hafnarfjarðar.
Útboðsgögn eru afhent á Skrifstofu bæj-
arverkfræðings, Strandgötu 6. Tilboð
verða opnuð á sama stað kl. 11, mánu-
daginn 1 9. júlí 1976.
Loðnunót til sölu
Lítið notuð loðnunót stærð ca. 42 faðmar
á dýpt og 1 50 faðmar á lengd.
Pétur O. Niku/ásson Tryggvagötu 8,
símar 20110 — 22650.
Vestf ja rða rkjö rdæ m i
mennStrandamenn
Sigurlaug Bjarnadóttir, alþingismaður
heldur almenna þing og landsmála-
fundi: í Reykjanesi, sunnudaginn 11.
júlí kl. 4 síðdegis.
A Hólmavík, mánudaginn 12. júlí kl. 9
siðdegis í Félagsheimilinu. Fyrirspurnir
— almennar umræður.
Allir velkomnir.
VANTAR ÞIG VINNU g
VANTAR ÞIG FÓLK í
Þl' ALGLÝSIR LM ALLT
LAND ÞEGAR Þl ALG-
LÝSIR í MORGLNBLAÐIXL
Konur tefla bréfskák
í ÞÁTTUM hér í blaðinu í vet-
ur hefur öðru hvoru verið sagt
frá skákkeppni kvenna. Ekki
minnist ég þó að hafa skýrt frá
þátttöku kvenna í bréfskák-
keppni. Slík keppni tíðkast þó
mjög víða um heim, bæði á
„innlendum" og alþjóðlegum
vettvangi. Skákin, sem hér fer
á eftir, var tefld í bréfskák-
meistaramóti vestur-þýzkra
kvenna, sem lauk fyrir
skömmu. Það er sigurvegarinn
i mótinu, sem stýrir hvítu
mönnunum, en hún er að sögn
eiginkona alþjóðameistarans
M. Gerusel, sem ýmsir munu
kannast við.
Hvítt: U. Gerusel
Svart: T. Manthey
Hollenzk vörn
1. d4 — f5, 2. g3 — g6, 3. Rf3 —
Bg7, 4. Bg2 — Rf6, 5 b3.
(Þessi leikur kanp að sýnast
harla hægfara, enTiann leynir á
sér).
5. -0-0,6. b2 — d5 (?)
(Mjög hæpinn leikur. Stone-
wall uppbyggingin á sjaldan við
þegar svartur hefur leikið g6 og
Bg7. Betra var 6. — d6).
7. Rbd2 — c6, 8. Re5 — Be6,
(Skemmtileg tilraun til liðskip-
unar).
9. e3 — Rbd7, 10. Rd3! — b6,
11. c4 — Re4, 12. Hcl — Hc8,
13. 0-0 — Bf7, 14. Hc2!
(Góður leikur. Nú getur hvítur
tvöfaldað á c-línunni ef þörf
krefur og reyni svartur að und-
irbúa e7 — e5 getur hvíta
drottningin alltaf vikið sér til
al).
14. — g5?
Skák
eftir JÓN Þ. ÞÓR
(Svartur er i vandræðum á mið-
borðinu, en þessi leikur veikir
kóngsvænginn um of).
15. f3! — Rxd2, 16. Dxd2 —
dxc4?, 17. bxc4 — b5, 18. cxb5
— cx5, 19. Hxc8 — Dxc8, 20.
Hcl — Db8,
(Uppskiptin hafa leitt til al-
gjörra yfirburða hvits á drottn-
ingarvæng).
21. Ba3 — He8, 22. Rb4 — Bf6,
23. f4! — gxf4, 24. gxf4 — Bc4,
25. Rc6 — Db6, 26. Ra5 — Bf7,
27. Bc6! — Hd8, 28. Rb7 —
Hb8, 29. Dg2 + ! — Kh8, 30.
Bxd7 — Dxb7,
(Ekki 30. — Hg8?, 31. Hc8).
31. Hc8+ — Dxc8,
(Drottningarfórnin bjargar
engu fyrir svartan).
32. Bxc8 — Hxc8, 33. Db7 —
Hg8+, 34. Kf2 — BH4+, 35. Ke2
— Bc4+, 36. Kd2 — e6, 37. Bd6!
— Bf6, 38. Df7! — Bg7, 39.
Dxa7 — h6, 40. a3 — Bf8, 41.
Bxf8 — Hxf8, 42. a4 — bxa4, 43.
Dc5! og svartur gafst upp.