Morgunblaðið - 09.07.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.07.1976, Blaðsíða 3
Svifflug: MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JULl 1976 3 | ^ LAUGAVEGUR * ®-21599 w Islandsmótið hefst á Hellu á morgun ÍSLANDSMÓTIÐ í svif- flugi hefst á flugvellinum á Hellu á morgun og stend- ur mótið í 9 daga. Alls eru 8 svifflugur skráðar til keppni, en þetta er 8. Is- Jandsmótið í svifflugi, sem Flugmálafélag tslands heldur, en tvö fyrri mót Auðveldari Eyjaferðir MEÐ tilkomu nýju Vest- mannaeyjaferjunnar, Her- jólfs, hafa auknir möguleikar opnast á ferðum til og frá Vestmannaeyjum. Þannig mun á næstunni verða mögu- legt að kaupa miða t.d. i Um- ferðarmiðstöðinni f Reykjavfk og alla leið til Vestmannaeyja. Þarf þvf ekki lengur að kaupa tvo miða þegar farið er til Eyja. Sérstakar ferðir verða skipulagðar á vegum sérfeyfis- hafans til Þorlákshafnar f sam- bandi við ferjuna og þarf þvf ferðin til Eyja ekki að taka nema innan við fjóra tíma þeg- ar farið er með bfl og sfðan sjóleiðina til Eyja. urðu þó ógild vegna ónógs f jölda gildra keppnisdaga. Flugvélar draga svifflugurnar á loft í 600 m flughæð, þar sem dráttartauginni er sleppt. Kepp- andinn reynir síðan að fljiiga þá keppnisleið, sem mótsstjórn ákveður fyrir hvern dag. Svifflug- urnar haldastá loftimeðþvf að notfæra sér hitauppstreymi, en til þess að það myndist þarf yfirleitt að vera sólskin. Keppt verður í hraðaflugi á allt áð 106 km. löngum þríhyrnings- leiðum eða á leiðum að og frá tilteknum punktum. Ennfremur er gert ráð fyrir keppni í fjar- lægðarflugi eftir tilteknum ferl- um eða um fyrirfram ákveðna punkta með því að ljósmynda þá úr lofti samkvæmt ákveðnum reglum. Keppendur verða þeir Bragi Snædal, Garðar Gíslason, Leifur Magnússon, Sigmundur Andrés- son, Sverrir Thorláksson og Þór- mundur Sigurbjarnason. Auk þeirra eru í hverju keppnisliði einn til þrír aðstoðarmenn. Móts- stjóri verður dr. Þorgeir Pálsson, en auk hans eru í mótstjórn þeir Kristján Róbertsson og Gísli Sig- urðsson. Búist er við að töluverð- ur fjöldi svifflugmanna og ann- arra áhugamanna um flug muni búa á Hellu-flugvelli mótstímann. Margeir með 2 vinn- inga eftir 3 umferðir MARGEIR Pétursson tekur þessa dagana þátt í Heimsmeistaramóti unglinga í skák f Lille f Frakk- landi. Hefur Margeir fengið tvo vinninga f 3 fyrstu skákum sín- um, en alls verða tefldar 9 umferðir eftir Monrad-kerfi. Er annarri umferð. Þriðja umferó var tefld á miðvikudaginn og sigr- aði Margeir þá V-Þjóðverjann Arnold. Margeir lét vel af dvöl- inni í Lille er rætt var við hann í gær, en kvartaði þó yfir miklum hitum. Margeiri til aðstoðar er Ásgeir Þ. Árnason. (Ljósm. Steingrímur). Rafallinn f hina nýju virkjun í Fljótaá vegur alls 15 tonn, en er hér kominn á áfangastað. Hitaveita í öll hús í Siglufirði næsta vor FRAMKVÆMDIR á vegum Siglufjarðarkaupstaðar eru með marg- víslegum hætti f sumar og meiri en um árabil. Hitaveita verður væntanlega komin f öll hús f Siglufirði næsta vor, unnið er við stækkun Skeiðfossvirkjunar, á næstunni verður byrjað á fram- kvæmdum við nýja togarabryggju, haldið verður áfram við bygg- ingu ráðhússins f sumar, gatnagerðarframkvæmdir eru miklar og ýmislegt fleira mætti nefna, sem Siglufjarðarbær vinnur að um þessar mundir. í júnímánuði í fyrra var byrj- að á aðallögn fyrir hitaveituna í bænum og einnig að leggja lögn úr Skútudal og inn í bæinn, en það er um 5 km leið. Áætlað er að heildarkostnaður við hita- veituframkvæmdirnar verði um 400 milljónir króna að sögn Bjarna Þórs Jónssonar bæjar- stjóra á Siglufirði. — 110 íbúðir eru nú komnar með hitaveitu, sagði Bjarni í viðtali við Morg- Vinnuaðstæður ekki upp á það bezta. Ægir Jónsson lagfærir „nálar- augaleka". (Ljósm. Steingrímur). Borað eftir heitu vatni f Skútu- dal, sem er tæpa 5 km fyrir innan Sigluf jarðarkaupstað, sem sést f baksýn. (Ljósm. Tryggvi). unblaðið. — Um áramót reikn- um við með að hitaveitulagnir verði komnar inn fyrir vegg alls staðar og í gagnið með næsta vori. Nú er unnið við borun á 8. holunni í Skútudal og gengur borunin mjög vel. Er borinn kominn niður á um 840 metra Framhald á bls. 16 Œrtu buxnolaus 9 Margeir Pétursson mótið fyrir skákmenn 17 ára og yngri. í 1. umferðinni tapaði Margeir fyrir Svianum Cramling, en vann síðan Englendinginn Hogson í Nýr lyfsali í Iðunni Kjartani Gunnarssyni lyfsala hef- ur verið veitt lyfsöluleyfi f Lyfja- búðinni Iðunni í Reykjavfk frá 1. október n.k. að telja. Brendan inn fyr- ir 200 mflurnar írski húðbáturinn Brendan sigldi inn i 200 mílna landhelgi íslands í gærmorgun á leió sinni til Vest- mannaeyja frá Færeyjum, en Brendan fór yfir mörkin mjög sunnarlega. Allt var í lagi um borð, en sæfararnir höfðu fengið góðan byr síðustu daga. * V % 1 * BANKASTRATI r\ É / « 14275 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.