Morgunblaðið - 09.07.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.07.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JULl 1976 11 Héraðsskólinn í Skógum HÉRAÐSSKÓLANUM I Skógum var slitið laugardaginn 22. mat sl. Nemendur á skólanum f vetur voru 114 í fimm bekkjardeildum. Af nemendum skólans bjuggu 65 I heimavist en hinir voru ýmist búsettir í Skógum eða þeim ekið í skólann daglega úr báðum Eyja- fjallahreppum og Dvrhólahreppi. Að sögn Jóns Einarssonar skóla- stjóra hafa nemendur I heiman- akstri aldrei verið fleiri en I vet- ur, en akstur með nemendur I skólann hefur aukist mjög hin sfðari ár. í fyrsta bekk skólans hlaut æstu einkunn Þorbergur Albertsson, Skógum, 8,57. Unglingapróf reyttu 19 nemendur og stóðust það allir. Hæstu einkunn á ung- lingaprófi hlaut Jón Ingvar Óskarsson, Miðbælisbökkum, A- Eyjafjöllum, 8,50. í almennum miðskólabekk hlaut hæstu eink- unn Unnur Jónsdóttir, Holti, Stokkseyrarhreppi, 7,63. Á lands- prófi varð hæst Guðbjörg A. Jóns- dóttir, Skógum, með einkunnina 9,2. Gagnfræðaprófi luku 28 nem- endur og hlaut Maria Guðmunds- dóttir, Haga, Holtum hæstu aðal- einkunn á gagnfræðaprófi, 8,38. Af nemum í fimmta bekk varð hæstur Páll Pétursson, Litluheiði, Mýrdal, með. einkunnina 7,71. Sýslunefnd Rangárvallasýslu færði skólanum að venju bækur til þess að verðlauna þá nemend- ur, sem skarað höfðu fram úr í námi auk þess sem danska og þýska sendiráðið veittu verðlaun þeim nemendum, sem bestum ár- angri náðu í þessum tveimur tungumálum. Þá gaf Lionsklúbb- urinn Suðri í Vík verðlaunabæk- ur þeim nemendum, sem hæstu einkunn hlutu i stærðfræði á landsprófi og gagnfræðaprófi. Gjöf þessi er gefin til að heiðra minningu Guðmundar Magnús- sonar en hann var einnn af aðal- hvatamönnum að stofnun klúbbs- ins og stærðfræðikennari við Skógaskóla við ágætan orðstír um skeið. Félagslif í skólanum var með ágætum í vetur en auk skemmt- ana og samkoma fyrir nemendur skólans var efnt til samkoma fyrir hópa nemenda úr öðrum skólum í sýslunni. Hinn 1. mai sl. komu i heimsókn í skólann nemendur, sem útskrif- uðust fyrir tíu árum og færðu þeir skólanum rausnarlega pen- ingagjöf til kaupa á kennslutækj- um. Vélskóli íslands VÉLSKÓLA tslands var slitið f 60. sinn 29. mal sl. 1 vetur stund- uðu 420 nemendur nám við skól- ann, þar af ein stúlka, f 22 bekkjardeildum. Flestir vorú nemendurnir í skólanum í Reykjavík eða 350 en 70 nemend- ur voru í vélstjóradeildum á Akureyri, Siglufirði, tsafirði og f Vestmannaeyjum. Samtals út- skrifuðust nú 336 vélstjórar úr hinum ýmsu stigum skólans og þar af luku 52 nemendur 4. stigs vélstjóraprófi úr efsta bekk skól- ans. Að þessu sinni hlaut Örn Ingólfsson, Breiðdalsvík hæstu einkunn á vélstjóraprófi 1. stigs, einkunnina 9,09 en á 2. stigi var efstur Þorsteinn Sverrisson, Reykjavik, og hlaut hann einkunnina 8,80. Á þriðja stigi vélstjóraprófs var efstur að þessu sinni Grétar Hartmannsson, Fljót- um, Skagf., með einkunniná 8,70 en á fjórða stigi var hæstur Tóm- as Hansson, Akureyri, með einkunnina 8,85. I skólaslitaræðu skólastjórans Andrésar Guðjónssonar kom fram að aðsókn að skólanum hefur far- ið ört vaxandi á undanförnum ár- um og er nú svo komið að til vandræða horfir vegna tækja- skorts og vöntunar á viðbótarhús- næði, en fé til þessara hluta hefur verið mjög naumt skammtað. Nýmæli i skólastarfinu í vetur var svonefnd starfs- og kynn- ingarvika, en þá heimsóttu nem- endur ýmsa vinnustaði og stofn- anir undir leiðsögn kennara sinna, svo sem landhelgis- gæsluna, vélaumboð, rannsókna- stofnanir, þjóðminjasafn, lista- söfn, leikhús, kyndistöð Hitaveitu Reykjavíkur, en þar voru gerðar mælingar á kötlum og loks fiski- skip í höfn, en þar var reiknuð út raforkuþörf þeirra með tilliti til þess að fá rafmagn úr landi. Þá unnu nemendur að sérstök- um verkefnum í skólanum, 3. stigs nemendur skoðuðu Sements- verksmiðju ríkisins, en nemendur 4. stigs fóru i náms- og kynnisferð til Danmerkur, Þýskalands og Sviss og skoðuðu vélaverksmiðj- ur. Nemendur öfluðu sjálfir fjár til utanlandsferðarinnar m.a. með því að taka að sér að breyta brennslukerfi ms. Akraborgar fyrir svartolíu, eins og fram hefur komið í fréttum. Haldnir voru fyrirlestrar um sérhæfð efni, nemendur sóttu námskeið i skyndihjálp hjá Rauða krossinum, námskeið í eldvörnum hjá Slökkviliði Reykjavíkur og námskeið i meðferð gúmmíbjörg- unarbáta hjá Slysavarnafélagi ís- lands. Þessi fyrsta starfs- og kynn- ingarvika skólans þótti takast vel og verður væntanlega fastur liður i skólastarfinu. Við skólaslitin var nokkrum nemendum veittar viðurkenning- ar fyrir góðan námsárangur og eldri nemendur skólans færðu skólanum gjafir. 17 júnf var dregið f vorhappdrætti Krabbameinsfélagsins. Annar vinningurinn, Plymouth-Duster fólksbifreið kom á miða í eigu Arn- grfms Marteinssonar bifvélavirkja og fjölsky Idu hans. Hér á myndinni sjáum við þau hjónin, Arngrfm og Ingibjörgu og þrjú af fýnm börnum þeirra, svo og frænku Ingibjargar. Hinn vinningurinif,' sumarhús á hjólum kom á miða nr. 18714. Miðinn var seldur f lausasölu, en eigandinn hefur ekki gefið sig fram. Héraðsskólinn f Skógum Húsmæðraskólinn á ísafirði HUSMÆÐRASKÓLANUM á Isa- skólaslitin gerði skólastjórinn, firði var slitið 27. maí sl. Við Þorbjörg Bjarnadóttir, grein fyr- Skólaslit ir starfi skólans f vetur og kom þar m.a. fram að skólastarfið hófst á liðnum vetri með stuttum grænmetisnámskeiðum, sfðan tóku við fjögura vikna vefnaðar- námskeið en samhliða þeim voru haldin stutt matreiðslunámskeið. Eftir áramót var haldið 5 mánaða hússtjórnarnámskeið, sem stóð til vors og iauk með prófi f öllum venjulegum hússtjórnargreinum, s.s. matreiðslu, þvotti og ræst- ingu, vefnaði og saumum. Hæstu einkunn hlaut Guðlaug Björns- dóttir, Lóni, Kelduhverfi, 8,84. Alls voru nemendur Hús- mæðraskólans á ísafirði um lengri og skemmri tíma á sl. vetri 287. Þess má geta að 17 nemendur Menntaskólans á ísafirði tóku matreiðslu og vefnað sem val- grein og er það í fyrsta sinn, sem heimilisfræði er metin í stigum til prófs í þeim skóla. Fastir kennar- ar skólans í vetur voru 3 auk skólastjóra en auk þess störfuðu við skólann 4 stundakennarar. Vantar þig kjól? Troðfull búð af nýjum sumarkjólum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.