Morgunblaðið - 09.07.1976, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JULÍ 1976
Skátar úr Garðabæ við undirbúning mótsins f Urriðavatnsdölum.
Skátamót Vífils
í Garðabæ
Danskar bækur
UM næstu helgi, dagana
9. —11. júlí mun skátafé-
lagið Vifill í Garðabæ
gangast fyrir opnu skáta-
móti í Urriðavatnsdölum
í nágrenni Heiðmerkur.
Vífill hefur haft Urriða
vatnsdali til umráða í
nokkur ár og hafa skát-
arnir reist þar útilegu-
skála og sáð og gróður-
sett. Á skátamótinu um
helgina verður fitjað upp
á ýmis konar nýjungum
varðandi skipulag og dag-
skrá, en kjörorð mótsins
verður „Sameinaðir
stöndum vér, sundraðir
föllum vér, allir sem
einn“. Mótsgjald verður
kr. 800 og er innifalið í
því mótsmerki, mótsblöð,
kakó og kex kvölds og
morgna og súpa og brauð
í hádegis- og kvöldmat.
Norrænu lektorarnir við Há-
skóla Lslands hafa undanfarin ár
flutt almenna fyrirlestra um sam-
timabókmenntir landa sinna. Nú
hafa dönsku lektorarnir Peter
Rasmussen og' Erik Skyum-
Nielsen sent frá sér fjóra slíka,
offsetfjölritaða, að viðbættum
bókalista fyrir hvert ár og tekur
þetta til áranna 1972 til 1975 að
báðum árunum meðtöldum. 1 for-
mála segir meðal annars (laus-
lega útlagt):
„Bókalistarnir og fyrirlestrarn-
ir eru prentaðir eins og þeir voru
fluttir. Að þvf leyti má skoða
þetta sem dagbók. Sumt, sem á
sinum tima þótti mikilsvert, þykir
ef til vill ekki jafnmerkilegt þeg-
ar stundir líða. En af þeim sökum
hefur þessi kynning líka nokkurt
heimildagildi. Sums staðar teljum
viðokkur vita betur nú."
Þessi litla bók, sem heitir fullu
nafni Danske böger 1972—
1973—1974—1975, lætur lítið yfir
sér en er býsna efnisrík og laus
við mælgi og orðskrúð; bækur og
höfundar afgreiddir i stuttu en
skýru máli. Raunar myndar þetta
sem heild eins konar bókmennta-
sögu þeirra fjögurra ára sem fyr-
irlestrarnir ná yfir og kannski er
spjall þeirra lektoranna skemmti-
legast fyrir þá sök að það er
sprottið upp úr stemming andar-
taksins hverju sinni en eins og
segir í formálanum voru fyrir-
lestrarnir fluttir hér í desember
ár hvert og þá jafnan sagt frá
bókum sama árs, sem sagt glænýj-
um.
Ég hygg að fyrirlestrar þessir
falli hér í frjóan jarðveg, meðal
annars af þeim sökum að áhugi á
dönskum bókmenntum er nú
meiri og almennari hér en var
fyrir eina tið. Orsakirnar eru
margvíslegar, kannski fyrst og
fremst sú margháttaða kynning
sem Norræna húsið hefur staðið
fyrir.
Bðkmenntlr
eftir ERLEND
JÓNSSON
Fyrir nokkrum árum kom hing-
að hópur danskra höfunda á veg-
um þess og efndi til upplestrar.
Það tókst ljómandi vel. Einn
þeirra var Klaus Rifbjerg. Hann
kom svo hingað öðru sinni og hitti
þá íslenska rithöfunda að máli. Er
því ekki ofmælt að hann sé orðinn
islendingum að góðu kunnur.
Önnur orsök til áhuga íslend-
inga á dönskum bókmenntum eru
verðlaun Norðurlandaráðs fyrir
bókmenntir en þau beina jafnan
athyglinni að þeim rithöfundum
sem teljast verðlauna verðir i
hvert skipti, ekki aðeins þeim
sem verðlaunin htjóta heldur allt
eins hinum, sem taldir eru eiga
þau skilið en hljóta ekki.
Norðurlandaverðlaunin gera
engan höfund heimsfrægan held-
ur Norðurlandafrægan — eins og
lika til var ætlast! Önnur ferð
Rifbjergs hingað stóð í sambandi
við veiting þeirra ef ég man rétt.
Þriðju orsökina fyrir dönskum
bókmenntaáhuga okkar ber svo
að þakka sjónvarpinu sem flytur
við og við dönsk sjónvarpsleikrit.
Þannig hafa íslenskír sjónvarps-
áhorfendur kynnst t.d. Leif Pand-
uro nánar en flestum núlifandi
dönskum rithöfundum vegna æsi-
spennandi sakamálamynda hans.
Meðal annarra höfunda danskra
sem hér eru nokkuð þekktir má
nefna Benny Andersen, Jörgen
Gustava Brandt, Christian Kamp-
mann og Villy Sörensen. Allir eru
höfundar þessir títt nefndir í
Danske böger.
Vissulega eru Danmörk og Is-
Iand ólík lönd og áhugamál og
sjónarmið þjóðanna því nokkuð
mismunandi. Eigi að síður er nú
heimurinn orðinn svo smár að allt
er þetta meira og minna orðið
heild og því kemur ekki spánskt
fyrir sjónir að danskir rithöfund-
ar skuli vera á svipaðri bylgju-
lengd og íslenskir starfsbræður
þeirra. Bókmenntatískan berst
ekki hægar frá landi til lands en
önnur tísk.a. .
Lektorarnir segja að nýju bók-
menntirnar í landi þeirra séu að
meirihluta „krítískar". Og hvað
eru menn að krítisera? 1 stórum
dráttum — velferðarþjóðfélagið!
Þeim finnst svo lítið gerast að
þeir verða smám saman leiðir á
tilbreytingarleysinu; öll undur og
stórmerki samtímans gerast ann-
ars staðar i heiminum. Eitt er
bæði athugunar- og íhugunarvert:
I siðasta hluta þessarar bókar,
sem fjallar um árið 1975, segir að
það ár hafi verið kreppuár í Dan-
mörku með til að mynda yfir
hundrað þúsund atvinnulausra.
En hvað um bókriienntirnar i því-
líku hallæri? ,,A sama tíma var
góðæri í bókmenntunum," segir
lektorinn! Velferðarþjóðfélaginu
er þá ekki alls varnað þegar öllu
er á botninn hvolft. Eða hvað?
Þarf kannski að geisa kreppa til
að andinn komi yfir höfunda?
Ég þakka lektorunum fyrir
þessa litlu bók sem er ágætt fram-
lag til danskrar bókmenntakynn-
ingar á íslandi.
— Sr. Ólafur
Framhald af bls. 10
unni „Kristni og þjóölíf“ sem ný-
lega var haldin í Skálholti, en
hann var þar fulltrúi P.í. ásamt
sr. Jóni Einarssyni. Mörg önnur
mál voru rædd. Samþykkt var til-
laga um að heimila stjórn P.í. að
bjóða til norræns prestafundar á
íslandi sumarið 1979. Einnig var
samþykkt, að prestar haldi áfram
að gefa 1% af launum sinum til
Hjálparstofnunar Kirkjunnar, en
það hafa þeir gert siðan 1969.
Þá var enn einu sinni samþykkt
tillaga frá sr. Stefáni Eggertssyni
þar sem skorað er á stjórn félags-
ins „að láta nú þegar rösklega til
sin taka um stuðning í verki við
frumvarp um veitingu presta-
kalla, sem að undanförnu hefur
legið fyrir Alþingi".
Stjórn Prestafélags íslands var
öll endurkjörin. en hana skipa sr.
Ólafur Skúlason formaður, sr.
Arngrímur Jónsson, sr. Grímur
Grimsson, sr. Halldór S. Grönda}
og sr. Jón Einarsson.
(Frá Prestafélagi íslands)
t
Maðurinn minn
HALLDÓR JÓNSSON
frá Garðstöðum
Heíðarveq
Vestmannaeyjum
sem lést 4 júlí verður jarðsettur
frá Landakirkju, laugardaginn
10 júlí kl 2
Fyrir mína hönd, barna okkar og
annarra vandamanna
Ágústa Sveinsdóttir
t
Utför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa
VILHJÁLMS ÁRNASONAR
skipstjóra
Flókagötu 53
verður gerð frá Fríkirkjunni i Reykjavík laugardaginn 10 júlí kl 10 30
Guðríður Sigurðardóttir,
Sigríður Vilhjálmsdóttir, Vilhjálmur K Sigurðsson,
Kristín Vilhjálmsdóttir, Asgeir Bjarnason,
Árni Vilhjálmsson Ingibjorg Björnsdóttir
og barnabörn
t
Innilegar þakkir til allra hinna fjölmörgu vina, vandamanna. ættingja
- og félagasamtaka fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og útför
ERLUJÓNASDÓTTUR
Merkjateigi 2.
Sigfús Ingimundarson,
synir, tengdadóttir, barnabörn
og faðir hinnar látnu.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginmanns
míns, föður, tengdaföður og afa
ÞÓROAR GUÐNA MAGNÚSSONAR
Sigrfður Sveinsdóttir,
Rannveig Þórðardóttir,
Guðmundur Arason og barnabörn.
t
Þökkum mnilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
eigmmanns míns, föður okkar, afa og bróður
SIGURÐAR JÓNSSONAR,
kaupmanns,
Grundarlandi 7. •
Lilja G Guðjónsdóttir,
Jón Sigurðsson, Eydís G. Sigurðardóttir,
Lilja Rós Sigurðardóttir, Þórir Sigurðsson,
Sigurður Jónsson,
Arnar Jónsson, Guðrún Du Pont.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda sarnúð og vinarhug við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, stjúpföður og afa
GUNNARS GUÐMUNDSSONAR
Emnig þökkum við læknum og hjúkrunarliði Landspítalans góða
umönnun í veikmdum hans
Jakobfna Guðmundsdóttir
Guðbjörg Gunnarsdóttir Haraldur Ágústsson
Mundheiður Gunnarsdóttir Lýður Jónsson
Flosi Gunnarsson Alda Kjartansdóttir
Hrólfur Gunnarsson
Guðmundur Gunnarsson Marfa Magnúsdóttir
Vilmundur Ingimarsson Valgerður Þorvaldsdóttir
og barnaböm
t
Minningarathöfn um móður okkar,
GUÐBJORGU JÓNSDÓTTUR.
frá Helgastóðum,
Stokkseyri,
fer fram frá Fossvogskirkju, laugardaginn 10 júlikl 10 30
Blóm afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu er bent á
liknarstofnanir
Bömin.
t
Útför móður minnar, tendamóður og ömmu
HELENU SCHMIDT.
sem lést i Landspitalanum 25 júni hefur farið fram í kyrrþey
samkvæmt ósk hinnar látnu Rafn Skarphéðinsson, Helga S. Helgadóttir og barnabörn
t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför
föður okkar. tengdaföður og afa.
JOHAN JOHANSEN,
Dalbraut 5,
Grindavfk.
Aðalgeir Jóhannsson, Sigurbjörg Róbertsdóttir.
Guðrún Jóhannsdóttir, Pétur Eyfjörð.
Fóvent Jóhannsson, Marfa Óladóttir,
Kristinn Jóhannsson,
og barnaböm.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
konu minnar, móður, tengdamóður og ömmu
RÖGNU BJÖRNSDÓTTUR
Nókkvavog 1.
Bergþór N. Magnússon
Hulda Bergþórsdóttir Hreinn Bergþórsson
Konráð Bergþórsson Gunnar Bergþórsson
Magnús Bergþórsson Þórunn Jónsdóttir
Bjöm Bergþórsson Anny Bergþórsson
Ragnhildur Bergþórsdóttir Atli Ellasson
og barnabörn
t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug viðandlát og útför
INGIBJARGAR ÓLAFSDÓTTUR,
frá Bólstaðahlfð, Vestmannaeyjum
Halldóra Björnsdóttir Guðmundur Hákonarson,
Sigrlður Björnsdóttir, Angantýr Ellasson.
Jón Björnsson, Bryndís Jónsdóttir,
Kristfn Björnsdóttir, Hjálmar Þorleifsson,
SigfrFður Björnsdóttir. Sigursteinn Marinósson,
Perla Björnsdóttir, Þórarinn Sigurðsson,
Soffla Björnsdóttir, Arnar Sighvatsson,
og barnaböm.