Morgunblaðið - 22.07.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.07.1976, Blaðsíða 1
158. tbl. 63. árg. FIMMTUDAGUR 22. JULÍ 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sendiherra Breta drepinn í Dýflini Dýflini og Lundúnum, 21. júlí—AP. Reuter. CHRISTOPHER Ewart-Biggs, ný- skipaður sendiherra Bretlands í Irska lýðveldinu, fórst f morgun ( sprengingu þegar hann var að ieggja af stað frá heimili sínu til sendiráðsins f Dýflini. Hafði mik- illi sprengju verið komið fyrir við Bifreið Ewart-Biggs sendiherra ofan i sprengjugígnum á Murphystown Road í gær. útkeyrsluna frá heimili sendi- herrans, og sprakk hún þegar bif- reið sendiherrans ók yfir hana. Þeyttist bifreiðin hátt f loft upp, og kom niður á toppinn ofan f sprengjugfgnum. Starfsstúlka sendiráðsins var með f bifreið- inni og fórst hún einnig. Ökumað- urinn og annar starfsmaður sendiráðsins slösuðust og voru fluttir f sjúkrahús. trska rfkisstjórnin kom saman til aukafundar fljótlega eftir Framhald á bls. 20 Hættuástand á Eyjahafi: Grikkir og Tyrkir vígbúast af kappi Aþenu, 2i. júif — ap. i Heræfingar eru tiðar, og rikis- 1 TILKYNNINGIJ grfsku stjórn- stjórnin kemur svo til daglega til arinnar f dag segir að Constantine fundar með ráðgjöfum sinum. Caramanlis forsætisráðherra hafi Dagblöð landsins slá upp fréttum boðað varnarmálaráðherrann og | af deilunni, og er einna helzt á yfirstjórn herafla landsins tif fundar f Aþenu f dag til að fá yfirlit um viðbúnað vegna stór- aukinnar spennu í samskiptunum við Tvrkland. Bæði Grikkland og Tyrkland telja sig eiga rétt á olfu- leit á botni Eyjahafs, og er deila þeirra litin mjög alvarlegum aug- um í vestrænum rfkjum. Bæði rfkin eru aðilar að At- lantshafsbandalaginu, og bæði hafa dregið saman herlið á sam- eiginlegum landamærum rfkj- anna f Þrakfu og hafa herskip á Eyjahafi. þeim að sjá að blöðin telji styrjöld rfkjanna á næsta leiti. Spenna mikil hefur rikt milli rikjanna allt frá því Tyrkir gerðu Framhald á bls. 20 Átök breiðast í Rhódesíu Salisburv, 21. júlf. AP. Reuter. SKÆRULIÐAR blökkumanna hafa ráðizt með vélbyssum á tvo bfla á aðalveginum milli Suður- Afrfku og Viktorfufossa að þvf er tilkynnt var f dag. Einn hvftur maður særðist f árásunum, hinum fyrstu sem hafa verið gerðar á veginum. Arásirnar eru fyrsta vfsbend- ingin um að skæruliðar blökku- manna búnir sovézkum vopnum hafi hafið baráttu á nýjum vfg- stöðvum — f Norður Matabele- landi f norðvesturhluta Rhódesfu. Pieter van der Byl varaði við þessu fyrir mánuði og Kenneth Kaunda Zambfuforseti tilkynnti fyrr f ár að hann ætlaði að leyfa blökkumönnum að hefja baráttu á nýjum vfgstöðvum. Kínverskum handsprengjum var beitt i árásum á næturklúbb og veitingahús í Salisbury f nótt og þar með er óttazt að borgar- skæruliðar muni láta til sín taka I Rhódesiu. Hingað til hefur bar- átta blökkumanna gegn minni- hlutastjórn hvitra manna ein- skorðazt við sveitahéruð, aðallega meðfram norðaustur- og austur landamærunum. Þrjátíu manns sátu að snæðingi i veitingahúsinu, en aðeins einn maður særðist alvarlega. Litið tjón varð i næturklúbbnum og engan sakaði. Yfirvöld í Rhódesíu hafa áður varað við borgarskæruhernaði og komið á fót sérþjálfuðum sveitum til að berjast við borgarskæruliða. Tilkynnt var í Salisbury í dag að fjórir skæruliðar hefðu fallið í bardögum við öryggissveitir siðan f gær. Þar með hafa 1.093 skæru- liðar verið felldir síðan uppreisn þeirra hófst sumarið 1972. Veturgamall foli seldur á 275 mUljónir Lexington, Kentucky, 21. júlí — AP KANADtSKIR hestakaup- menn greiddu f gær hæsta verð, sem um getur fyrir vet- urgamalt tryppi, ótamið og óreynt. Keyptu þeir folann fyr- ir l‘A milljón dollara (rúmlega 275 milljónir króna) á Keene- land hestamarkaðinum í Bandarfkjunum, en hann er undan Secretariat, einum frægasta kappreiðahesti Framhald á bls. 20 Frönsku þotunni á Entebbe sleppt Nairobi, 21. júlf. AP. Reuter. IDI AMIN Ugandaforseti sleppti f dag frönsku farþegaþotunni sem hryðjuverkamenn neyddu að fljúga til Entebbe-flugvallar með fsraelska gfsla f siðasta mánuði og sendi Jomo Kenyatta Kenyafor- seta skeyti til að friðmælast við hann. Amin kallaði franska sendi- herrann f Uganda á sinn fund, tilkynnti honum að farþegaþot- unni yrði sleppt og bað hann að sjá-til þess að ráðstafanir yrðu gerðar til að fljúga henni úr landi að sögn Uganda-útvarpsins. Hann sagði að uppihald gfsl- anna hefði kostað Uganda 87.000 pund, en Frökkum væri i sjálfs- vald sett hvort þeir greiddu þann kostnað eða ekki og hann setti það ekki sem skilyrði fyrir því að sleppa þotunni. ísraelsmenn vilja ekki bæta það tjón sem þeir hafa valdið og Ug- andamenn verða að bera skaðann, bætti hann við. Amin neitaði því að Uganda- menn hefðu haft samstarf við flugvélaræningjana og kvaðst að- eins hafa viljað bjarga mannslíf- um. Hann hvatti Frakka til að eiga eins góð samskipti við ensku- mælandi Afrikuþjóðir og frönsku- mælandi þjóðir álfunnar. 1 orðsendingunni til Kenyatta hét hann þvi að binda enda á áróður Ugandamanna gegn Ken- ya og sagði að „Ugandamenn hefðu alls ekki í hyggju að ráðast svo mikið sem einn þumlung inn í Kenya til að berjast við bræður sína og systur." Um helgina hótaði Amin að sprengja upp heimili Kenyatta í Framhald á bls. 20 í Grikklandi eru sveitir orustu- flugvéla og hermanna viðbúnar útkalli, og mestur hluti griska flotans er kominn út á Eyjahaf, auk þess sem grisk yfirvöld leggja mikla áherzlu á aukin vopnakaup. Skilyrði fyrir lífi á „Rauða reikistjarnan” er rauðbrún Mars Pasadena, Kaliforníu, 21. júlí — AP, Reuter. MARS hefur löngum verið nefnd „rauða reikistjarnan" vegna þess rauðleita bjarma, sem slær á hana séða frá jörðu. Nú hefur bandaríska Mars- ferjan, sem lenti á reikistjörn- unni í gær, sýnt tram á að yfir- borðið — að mínnsta kosti í næsta nágrenni við lendingar- staðinn — er f rauninni rautt. Mars-ferjan sendi í dag frá sér fyrstu litmyndina af yfirborð- inu, og kom þar fram að um- hverfis ferjuna er rauðbrún slétta, sett dreifðum Ijósum steinum, en í baksýn sést Ijós- blár himinninn. Áður hafði ferjan sent upp- lýsingar til jarðar um að á reiki- stjörnunni væri að finna köfn- unarefni. Áður var vitað að þar væri einnig vetni, súrefni og kolefni, og er þá ljóst að öll skilyrði eru þar fyrir einhvers- konar lífi. Vísindamenn í geimrann- Framhald á bls. 20 iVlynd þessi var tekin úr Mars-flauginni Vikingi 1. af lendingarstað Mars- ferjunnar. Var myndin tekin f 1.550 km hæð. og sýnir krossinn lendingarstaðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.