Morgunblaðið - 22.07.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.07.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚLI 1976 11 handtek- inn í Bonn FRIEDRICH Schwend, sem eitt sinn aðstoðaði Adolf Hitler við að greiða kostnaðinn við njósnakerfi nasista með þvi að láta falsa milljónir sterlingspunda i ensk- um bankaseðlum, var nýlega handtekinn i Bonn auralaus og sakaður um að hafa reynt að hlaupast á brott frá ógreiddum hótelreikningi. Schwend var eitt sinn foringi i SS-sveitum Hitlers, og geivk pá undir nafninu „peningafalsari foringjans". Stjórnaði hann þá prentun eins og fimm punda seðla, samtals að upphæð um 100 milljónir punda. Nú handtók lög- reglan í Bonn hann fyrir að greiða ekki hótelreikning að upp- hæð sem svarar 12 pundum fyrir þriggja daga gistingu á ódýru hót- eli. Þessi fyrrum nasisti, sem nú er 69 ára, hafði breytt nafni sínu litilsháctar, og þóttist vera banda- rískur þegar hann skráði sig til gistingar. Við handtökuna komst lögreglan að því rétta, eða að hér væri um að ræða falsarann mikla, sem eftirlýstur var í Þýzkalandi fyrir morð á fanga í útrýmingar- búðum nasista, og dæmdur hafði verió til 21 árs fangelsisvistar á ítalíu að honum fjarstöddum fyr- ir striðsglæpi. Á árum siðari heimsstyrjaldar- innar hafði Schwend yfirráð yfir 140 föngum í Sachsenhausen fangabúðunum til að framleiða fölsku seðlana, sem Hitler notaði svo til að standa undir kostnaði við njósnanet sitt víða um heim. Einn þekktasti njósnarinn var Eliezar Bazna, þjónn brezka sendiherrans i Tyrklandi, en hann gekk einnig undir nafninu „Cicero". Cicero flýði árið 1944 til Suður-Ameríku með 150 þúsund pund í farareyri, en komst fljótt að þvi að fjársjóðurinn var falsað- ur. Sjálfur flýði Schwend til Perú, og var þar i felum þar til i byrjun mánaðarins að yfirvöldin náðu honum og settu hanrt um borð i Flugvél, sem fór til Frankfurt. Ekki voru þýzk yfirvöld vöruð við gestinum, en nú verður hann dreginn fyrir rétt. Mörg ljón í veginum — en bólusetning gegn inflúensu ætti að hefjast eftir mánuð ÁKVÖRÐUN Geralds Fords Bandarikjaforseta frá þvf I marz- mánuði sl. um að láta bólusetja helzt alla Bandarfkjamenn gegn svonefndri svfna-inflúensu, á mjög erfitt uppdráttar. Þó vonast yfirvöld til að bólusetning geti hafizt 1. september 1 sfðasta lagi. Ákvörðun forsetans var mjög vel tekið í upphafi, og var f þvf tilefni margsinnis bent á hörmungar þær, sem fylgdu inflúensufar- aldrinum mikla 1918—19, sem varð 548 þúsund manns að bana f Bandarfkjunum einum. Þingið veitti þegar 135 milljónir dollara til að standa undir kostnaði við þessa allsherjar herferð gegn in- flúensunni, og hafin var fram- leiðsla á bóluefni. En mörg ljón voru f veginum. Erfiðasta hindrunin var deila um það, hvenig ætti að vernda framleiðendur bóluefnisins gegn hugsanlegum skaðabótakröfum. Flestir eru sannfærðir um að bóluefnið sjálft er hættulaust, en bent er á, að þegar bólusetningin er svo almenn, sem til er ætlazt, hljóti einhverjar aukaverkanir að koma fram einhvers staðar. Aó sögn eins talsmanns framleiðenda gilti það sama „ef við bólusettum alla þjóðina með drykkjarvatni". Algengt er í Bandaríkjunum að læknar séu lögsóttir fyrir minnstu mistök, og nú treysta tryggingarfélögin sér ekki til að tryggja framleiðendur bóluefnis gegn hugsanlegum skaðabóta- kröfum. Einnig hefur þingið neit- að að taka á sig ábyrgðina, en er þó að kanna hugmyndina um að setja ný lög er takmarki bóta- greióslur. Annað ljón í veginum er það gífurlega magn bóluefnis, sem ,'ramleiða þarf til að bólusetja 200 inilljónir manna, auk þess sem oent hefur verið á að kostnaður- nn fari langt yfir þær 135 nilljónir dollara, sem þingið lagði :ram. Þá eru sumir að draga í efa lauðsyn bólusetningarinnar þar æm ekki eitt einasta tilfelli af svínainflúensu hefur fundizt frá pví sýklar fundust i hermönnum í Fort Dix-herbúðunum snemma á árinu. Það var þá sem þetta af- brigði inflúensunnar var greint, og er það mjög lfkt inflúensunni frá 1918—19. Bóluefnið hefur verið ræktað við Mount Sinai-læknaskólann í New York, og hefur þegar verió reynt á 5.000 sjálfboðaliðum. I Ijós kom að það virðist hafa góð áhrif og engar hliðarverkanir á þá, sem eru eldri en 23 ára, en áberandi fjöldi yngri manna fékk háan hita eftir bólusetningu. Olli sú niðurstaða nokkrum deilum, og til dæmis sagði dr. Albert Sabin, upphafsmaður bólusetn- ingarefnis gegn lömunarveiki, Jonas Salk Bólusetningarefnið ræktað f eggj- um. sem við hann er kennt, að tak- marka ætti inflúensubólusetn- ingu við þá aðila, sem i mestri hættu væru, eins og eldra fólk og sjúklinga. Annar höfundur bólu- efnis gegn lömunarveiki, dr. Jonas Salk, er á öndverðum meiði. Hann segir bóluefnið hættulaust og bendir á að jafnvel takmarkaðar ónæmisaðgerðir dragi úr útbreiðslu sýkingarinn- ar. „Ónæmisaðgerðir eru bezta vopn okkar til að héfta útbreiðslu veirusjúkdóma,“ segir hann. Yfirvöldin eru sammála Salk að því er virðist. Benda þau á að siðast þegar meiriháttar inflú- ensufaraldur kom upp i Banda- ríkjunum árin 1968—69, létust um 30 þúsund manns. Þar var' um að ræða nýtt afbrigði, sem nefnt var „Hong Kong A“. Vonast yfir- völdin til að geta hafið bólusetn- ingu seint í ágúst. (Heimild TIME) Síldveiðar heim- ilaðar í reknet SÍLDVEIÐAR með reknetum hafa nú verið heimilaðar á ný og er leyfilegt að stunda rekneta- veiðar fram til 25. nóvember n.k. á svæðinu frá Eystra-Horni suður og vestur um að Riti. Sfldveiðar með herpinót verða hins vegar ekki leyfðar á ný fyrr en 25. sept- ember n.k. og til 25. nóvember. Akveðið er að heimila veiðar á 10 þús. lestum I heprinót og verður þvf veiðimagni skipt niður á þau skip, sem veiðileyfi hljóta. Á sl. ári var alls heimilað að veiða 10 þús. lestir af sild, þar af 7500 lestir í herpinót, en alls munu hafa veiðst um 13.600 lest- ir. I umsögn Hafrannsóknastofn- unarinnar um síldveiðar á kom- andi hausti til sjávarútvegsráðu- neytisins segir að ekki sé talið heppilegt að veiða meira en 15 þús. lestir. í reglugerð sjávarút- vegsráðuneytisins segir, að rek- netaveiðarnar séu ótakmarkaðar á þeim tíma sem veiði er leyfð og lágmarksmöskvastærð rekneta verði 63 mm. Norskir hrefnuveið- arar í Siglufirði Siglufirði. 20. júlí. ÞRÍR norskir hrefnuveiðarar komu hér við í dag til .að taka olíu, en þeir eru á leið til miðanna við A-Grænland. Skipverjar sögðu að þeir hefðu séð mikið af hrefnu austur og norður af islandi á leið þeirra til Siglufjarðar. mj. 70 þús. krónum stolið úr íbúð í SÍÐUSTU viku var 70 þúsund krónum stolið úr íbúð í blokk f Seljahverfi í Breiðholti. Þjófur- inn mun hafa komizt inn um illa læsta hurð. Fjárhæð þá er stolið var höfðu húsráðendur ætlað til nota í sumarfrii. i fréttatilkynningu frá sjávar- útvegsráðuneytinu segir, að ráðu- neytið hafi ákveóiö að takmarka síldveiðileyfi í herpinót að þessu sinni við þau skip, sem á þessu ári stunda síldveiðar í Norðursjó, svo, og þau skip, sem leyfi fengu til síldveiða hér við land á s.l. hausti. Er hér um 52 skip alls að ræða, þannig að um 200 lestir kæmu þá í hlut hvers, ef sótt verður um leyfi fyrir öll þessi skip. Hér ber þó að athuga, aó þau skip, sem á s.l. hausti fiskuðu fram yfir síld- arkvóta sinn, og kærð voru vegna þess, fánúsemþvf svarar lægri kvóta. Þá segir, að ákveðið hafi verið að allur síldarafli herpinótabáta Fasteignaviðskipti Bankastræti 6, 3. hæð sími 27500 Einbýlishús Litið einbýlishús við Sogaveg, Sunnubraut og i Blesugróf. Parhús við Sólvallagötu. Sér hæðir í Reykjavík íbúðir íbúðir af öllgm stærðum i Reykjavik og Kópavogi. Fokhelt einbýlishús \ Mosfellssveit og raðhús í Seljahverfi og í Kópa- vogi. Tilbúið undir tréverk íbúðir við Engjasel og Furu- grund. Lóð 1064 ferm, lóð á Álftanesi. Björgvin Sigurðsson^hrrl. Ragnar Guðmundsson sölusimi kvöld og helgar 71255. verði ísaður í kassa og lögð verði áherzla á að allur afli verði veg- inn við löndun. Ofangreindar ákvarðanir voru teknar í samræmi við niðurstöður funda, sem haldnir voru með full- trúum þeirra hagsmunasamtaka, sem málið varðar, eða L.Í.Ú., Fiskifélagi íslands, F.F.S.Í., S.S.Í., Sfldarútvegsnefnd og svo Hafrannsóknastofnun og ráóu- neyti. Til leigu Fastur byggingarkrani til leigu vel meðfærilegur, með góðan radíus. Upplýsingar sendist Morgunblaðinu merkt: „Hagkvæmt 6288" fyrir mánaðarmót. SÉRSTAKUR SUMARBÚSTAÐUR Þessi glæsilegi sumarbústaður ásamt 1 '/2 ha lands er til sölu. Hann er í landi Vaðness í Grímsnesi, í 67 km fjarlægð frá Reykjavík. Sumarbústaðurinn er 60 ferm. að flatarmáli, (4 herb. eldhús og bað.) með 30 ferm. verönd. Bústaðnum fylgja öll húsgögn, rúmstæði og hreinlætistæki, einnig veiðiréttur í Hvítá og réttindi til rafmagns. Allar frekari upplýsingar veitir ALMENNA FASTEIGHASALAN LAUGAVEGI49 SÍMAR 21150-21370 L.Þ.V SÓLUM J0HANN ÞÓROARSON H0L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.