Morgunblaðið - 22.07.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.07.1976, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1976 Minning: Einar Norðfjörð húsasmíðameistari í dag fer fram frá Keflavíkur- kirkju útför Einars Norðfjörðs húsasmíðameistara, en hann lézt í Borfjarspítalanum 13. þ.m., eftir langt of! mjöf> crfitt sjúkdóms- stríð. Einar Norðfjörð var fæddur í Innri-Njarðvík 23. marz 1915. For- eldrar hans voru þau hjönin Guð- rún Einarsdóttir og Jón Jönsson, or lengi bjó í Stapakoti í Innri- Njarðvík of> var ávallt við þann bæ kenndur síðan. Systkini Ein- ars voru 14, þar var einn albróðir, Marfít'ir Jónsson, útgerðarmaður í Kt'flavík. en hann var hálftöðru ári yngri. I Stapakoti ólst Einar upp. Þeg- ar hann var fjögurra ára missti hann móður sína. En faðir hans kvæntist aftur, Ragnhildi Helgu Egilsdóttur, ágætiskonu, sem gekk honum og albróður hans, Margt'iri, nú í móður stað. Um 14 ára aldur fluttist Einar með fjölskyldu sinni til Kefiavík- ur, og skömmu síðar vistaðist hann hjá frænda sínum, Eínari Guðbergi Sígurðssyni, skipstjöra og útgerðarmanni, og konu hans Maríu Guðmundsdóttur. Atti Ein- ar þar gott heimili þar til hann stofnaði sitt eigið. Einar var kvæntur Sólveigu Guðmundsdóttur frá Löndum á Miðnesi. Þau gengu í hjónaband 24. ágúst 1940. Bjuggu þau fyrst í húsinu nr. 45 við Suðurgötu, sem Kinar hafði byggt. Seinna byggði hann húsið nr. 5 við Mánagötu og bjó þar nokkur ár. En síðasta hús- ið, sem hann byggði og bjó í sjálf- ur er húsið nr. 1 við Mánagötu. Þar bjuggu þau hjónin þar til þau fluttust til Reykjavíkur árið 1965. Sólveig var samhent manni sín- um í að gera heimilíð vistlegt og aðlaðandi. Hún var einnig traust stoð manns síns í öllum hans sjúk- dómserfiðleikum og stríði. Þar átti Einar sannarlega trausta verndarvætt. sem aldrei þrást, Þau hjónin eignuðust 3 börn. Þau eru Einar Guðberg, tækni- fræðingur, kvæntur Kristínu Þórðardóttur, eiga 3 börn; Guð- rún, gift Steinari Arnasyni, meinatækni, eiga 1 barn; Sigur- björg gift Þorgeiri Valdimars- syni, veggföðrara, eiga 1 barn. — ÖII búa þau í Reykjavík. Einar höf nám í húsasmíði árið 1936, hjá Skúla heitnum Skúla- syni trésmið í Keflavík. Iðnskóla- námi lauk hann í Reykjavík 1939 og tók sveinspróf í húsasmíði 1940. Næstu árin vann hann í iðngrein sinni. Teiknaði og byggði þá mörg hús hér í Kefla- vík. Hann var eftirsóttur bygg- ingameistari vegna dugnaðar og vandvirkni. Þær byggingar allar, sem Einar stóð fyrir sem meistari, verða ekki taldar hér, þö vil ég nefna nokkrar. Við Mánagötu í Keflavfk eru 6 hús og það vill svo til, að öll þeirra, nema eitt, hefur Einar byggt, og hann hefur teknað 3 þeirra. — Hann var bygginga- meistari við byggingu barnaskóla- hússins við Sólvallagötu, þegar það var reist, 1950—52. Þá var tækni öll skemmra á veg komin en nú. Eigi var heldur ákvæðis- vinna við smíðar þekkt hér. — Það kom í minn hlut að fylgjast með þessu verki á vegum bæjar- ins, og þess minnist ég enn eftir 24 ár hve þangað var ávallt ánægjulegt að koma. Þar var unn- ið með einum huga og var bygg- ingameistarinn þar ávallt leið- andi. Með Einari var gott að vinna. Hann var sérstakt ljúf- menni, sem vildi hvers manns vanda leysa. Um tíma var Einar bygginga- fulltrúi í Keflavík og leysti það starf sem önnur með ágætum. Aður en Einar hóf húsasmiða- nám sitt vann hann eins og allir aðrir, sem unnið gátu, við sjóinn. Hann vann við vélbátana í landi á vetrarvertíðinni og var á síld á sumrin. — Hann var því öllum hnútum kunnugur, þegar hann vorið 1946 myndaði útgerðarfélag með bróður sínum, Ölafi B. Ölafs- syni skipstjóra, sem nú er nýlát- inn, og mági sínum, Hreggviði Guðmundssyni, og keyptu þeir vélbát frá Sviþjóð. Þeir gáfu bátn- um nafnið Nonni og gerðu hann út i nokkur ár. Fyrir 22 árum hóf Einar störf hjá Sameinuðum verktökum á Keflavíkurflugvelli, og hann hélt þar störfum áfram eftir að Isl. aðalverktakar tóku þar við. Eigi ermér kunnugt um hvers konar störf hann vann þar síðari árin, en það munu hafa verið eftirlits- störf með byggingum á vegum Isl. aðalverktaka. Nú þegar leiðir skilja um sinn, er mér, sem þessar fátæklegu lín- ur rita, efst í huga þakklæti til hjónanna beggja. og minnist ég þá sérstaklega löngu liðinna ára. Með hjartanlegri samúðar- kveðju okkar hjónanna til eigin- konu, barna, barnabarna, tengda- barna, svo og annarra ættingja og vina. Ragnar Guðleifsson í dag verður einn af vormönn- um Keflavíkur borinn þar til hinztu hvíldar. Þessi vinur minn og samstarfsmaður í mörg ár er Einar Norðfjörð trésmiðameist- ari. Hann fæddist í Innri- Njarðvík 23. marz 1915, og á Suðurnesjum ól hann allan sinn aldur, aðeins nokkur sfðustu árin hér i Reykjavík. Einar missti móður sína aðeins 4 ára að aldri, en ólst eftir það upp hjá föður sínum og stjúpmóð- ur til fermingaraldurs, en þá fór hann til móðurbróður síns, Einars Guðbergs skipstjóra og útgerðar- manns í Keflavík, og þar dvelst hann þangað til hann festir ráð sitt og giftist 24. ágúst 1940 eftir- lifandi konu sinni, Sólveigu Guðmundsdóttur frá Löndum í Miðnesi. Með þessari ágætis konu eignaðist hann 3 efnileg og vel gefin börn, sem nú eru öll gift og búsett hér í Reykjavík. Þau hafa líka reynzt móður sinni mikill styrkur i þessum raunum hennar og langvarandi veikindum Einars, en hún hefur setið og vakað við sjúkrabeð hans svo vikum og jafn- vel mánuðum skiptir, og þar meó sýnt í verki það heit sem unnið er t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi JÓN EINAR JÓNASSON frá Neskaupstað, andaðist að Elliheimilinu Grund 20 júlí. Ragnhildur Jónsdóttir Karl Finnbogason Bragi Jónsson Jónas B. Jónsson , Sigurást Kristjánsdottir barnaborn og barnabarnabörn Faðir okkar GUÐJÓN JÓHANNSSON skósmiður Innra Sæbóli Kópavogi andaðist I Landsspítalanum að morgni 21 þ m Bjarni Guðjónsson, Ragnheiður Guðjónsdóttir, Ágústa Guðjónsdóttir. f Útför Útför JÓNÍNU GUÐMUNDSDÓTTUR. Ránargötu 28, fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 22 júlí kl 1 3 30 MARGRÉTAR JÓHANNSDÓTTUR frá Stóru Ásgeirsá, sem andaðist 15. þ m fer fram frá Melstaðarkirkju föstud. 23 júli kl. 14 Aðstandendur. Ólafur Jónsson og dætur. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför GUNNARS GÍSLASONAR kaupmanns frá Seyðisfirði Sólveig Glsladóttir, Pállna Gunnarsdóttir, Ásgeir Kjartansson, Sólveig Ásgeirsdóttir, Ásgeir Þór Asgeirsson + Innilegar þakkír til allra er auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför EVFEMÍU JÓNSDÓTTUR Austurgötu 4, Hofsósi. Guð blessi ykkur öll. Sigmundur Baldvinsson böm og vandamenn. t Innileg þökk til allra þeirra er af vináttu minntust okkar við andlát GUÐJÓNS A SIGUROSSONAR frá Gufudal. Þórunn og böm. + ' Innilegt þakklæti færum við öllum sem auðsýndu okkur samúð við fráfall og útför manns mlns, föður og tengdaföður okkar ÞORSTEINS LOFTSSONAR. Sérstaklega vildum við þakka þeim presthjónunum að Kálfafellsstað fyrir þá miklu hjálp og aðstoð er þau veittu á raunastund. Sveiney Guðmundsdóttir Sveinn Þorsteinsson Hjördís Einarsdóttir Sólveig Þorsteinsdóttir Ólafur Þorsteinsson Hólmfrlður Björnsdóttir + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför konu minnar og systur okkar ODDBJARGAR SÆMUNDSDÓTTUR Gunnar Vigfússon Ingunn Sæmundsdóttir Valgerður Sæmundsdóttir Steinunn Sæmundsdóttir Guðrún Sæmundsdóttir + Þökkum samúðarkveðjur og vinarhug vegna andláts og útfarar MAGNUSAR Ó. STEPHENSEN Sigurbjörg B. Stephensen, Sigrlður M. Stephensen, Steinunn M. Stephensen. Guðrún Magnúsdóttir, Haraldur Bergþórsson Magnús Þorleifsson. Ida S. Danlelsdóttir og barnaböm. í upphafi hjúskapar að standa við hlið maka síns jafnt í bliðu sem stríðu. Slíkt sem þetta getur sann- arlega kallast fegurð lífsins. Snemma hneigðist hugur Ein- ars að smíðum og byggingarmál- um enda var hann smiður góður. Hann lauk sveinsprófi í húsa- smíði 13. apríl 1940 frá iðnskólan- um hér í Reykjavík og var þá hæstur þeirra er þessa prófraun þreyttu. Meistarabréf í iðn sinni hlaut hann svo 22. júlí 1943. Að þessum áfanga loknum vann Ein- ar mikið að byggingamálum í Keflavík og víðar um Suðurnes. Stofnaði meðal annars bygginga- félag ásamt fleirum. í Keflavík bera honum gott vitni byggingar eins og sjúkrahúsið, kvikmynda- hús og mörg ibúðarhús. Ennfrem- ur gegndi hann ýmsum opinber- um trúnaðarstörfum, svo sem í bygginganefnd í Keflavík. Einnig hafði hann á hendi kirkjugarðs- vörzlu þar og formaður þróf- nefndar í húsasmíði var hann i nokkur ár. Síðustu tvo áratugi vann hann sem eftirlitsmaður hjá Islenzkum aðalverktökum að byggingaframkvæmdum á Kefla- víkurflugvelli og var hluthafi í því félagi. Á þessu og mörgu fleiru sést bezt, að hann naut mikils trausts og virðingar í byggðarlagi sinu og segir það ef til vill meira en mörg orð hvaða mannkosti og hæfileika hann hafði að geyma, enda brást hann aldrei þessu trausti. Hef ég aldrei í öll þessi ár heyrt annað en gott til hans lagt. Hann var líka eitt af þessum hæglátu prúð- mennum, sem ekki segja mikið, en manngæzkan geislar frá til samferðafólksins, og ekki mun hann heldur hafa skort karl- mennskuna þegar svo bar undir. En um þetta eða annað slíkt spyr hann aldrei sláttumaðurinn mikli. sem allir verða að lúta. Hann bara tekur, og þeim örlögum verðum við öll að hlíta fyrr eða síðar. Við sem nú fylgjum þessum ágæta vini og samstarfsmanni get- um því aðeins beðið guðsblessun- ar eftirlifandi konu hans, börn- um, ættingjum og vinum um leið og ég, kona mín og vinnufélagar votta þeim öllum okkar dýpstu samúð. Ennfremur hef ég verið beðinn fyrir innilegustu samúðar- kveðjur til konu hans og aðstand- enda allra frá íslenzkum aðal- verktökum. Daníel Einarsson Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig vefð- ur grein, sem birtast á f mið- vikudagsblaði, að berast f sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu 'fnubili. + Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför EIRÍKS GUÐMUNDSSONAR frá Dröngum. Sérstaklega þökkum við sveitungum og vinum fyrir norðan frábærar viðtökur og alla aðstoð RagnheiSur Pétursdóttir, böm og tengdabörn. úllaraskreytlngar blómouol Groðurhusið v/Sigtun simi 36770

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.