Morgunblaðið - 22.07.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.07.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚLl 1976 17 Frá fréttaritara Mbl. í Hull. „ER HÆCT art treysta íslending- um fyrir þeirra eigin þorski?“ hljóðar fyrirsögn f sfðasta tölu- blaði Trawling Times, málgagni brezkra togarasambandsins. Þar segir að verndun fiskstofna hafi verið höfuðriiksemd tslend- inga í þorskastrfðinu og nú séu fslenzkir sjómenn á góðri leið með að gera hann að engu. Blaðið segir að á fyrstu fimm mánuðum ársins hafi Islendingar veitt 75% þess þorskafla sem vís- indamenn þeirra segi óhætt að veiða án þess að stofninn komist í hættu og ljóst sé að erfitt muni reynast að komast hjá því að afl- inn fari langt yfir þetta mark. Jafnframt reyni ríkisstjórnin að beina sókninni að karfa og öðrum fisktegundum. „Bretar hafa þráfaldlega bent á að stofnunum við ísland stafar meiri hætta frá uppbyggingu skuttogaraflota tslendinga og Bretar eru látnir súpa seyðið af ofveiði íslendinga, ekki sizt þegar þess er gætt að veiðbBreta hefur farið minnkandi," segir Trawling Times. Finnar og Norðmenn eru í hópi lækna sem vinna við frumstæð skilyrði f bráða- birgðasjúkrahúsi í hálffullgerðu hóteli í Beirút. Allt að 60 manns eru skornir upp á dag í sjúkrahúsinu. Þeir eru starfsmenn Rauða krossins, einu hjálparsamtakanna sem leyft er að starfa í Líbanon. Kyrrð eftir ný uppþot svertingja í S-An*íku suour-atriskur lögreglumaður lumbrar á blökkumanni. þegar ökumaður reyndi að aka bil sinum gegnum hóp blökkumanna sem létu ófriðlega i Lynville að sögn lögreglunnar. Að minnsta kosti níu aðrir blökkumenn særðust, fjórir þeirra af skotsárum, þegar lög- regla reyndi að koma í veg fyrir að blökkumenn kveiktu i skrif- stofubyggingum, skóiahúsum, verzlunum Indverja og bifreiðum i Lynville. Lögreglan skýrir enn fremur frá því að reynt hafi verið að kveikja i skólum blökkumanna i að minnsta kosti þremur öðrum bæjum I Transvaal og tveimur i Óraniu. Óeirðirnar brutust út þegar opna átti skóla að nýju við byrjun nýs skólaárs, en stjornin fyrir- skipaði að skólarnir yrðu ekki opnaðir. Óeirðirnar voru litlar saman- borið við uppþotin sem hófust i Soweto skammt frá Jóhannesar- borg í síðasta mánuði og breidd- ust út til fleiri bæja blökku- manna. Þá biðu 176 bana í óeirð- um sem geisuðu i fimm daga. Jóhannesarborg, 21. júlf. AP. Reuter. KYRRÐ er komin á í þrem- ur bæjum blökkumanna í Suður-Afríku eftir óeirðir sem hafa kostað tvo menn lífið, 20 særðust. 3.000 ungir blökkumenn gengu berserksgang í námubænum Witbank 80 km. austur af Jóhannesar- borg, köstuðu grjóti og kveiktu í bílum og húseign- um hvítra manna, Indverja og kynblendinga. Einn blökkumaður beið bana þegar grjóti var kast- að að bifreiðum á aðalveg- inum frá Witbank til Pret- SPRENGING í LISSABON Lissabon, 21. júlí. Reuter. KRÖFTUG sprengja sprakk í Lissabon-skrifstofu marxista- hreyfingarinnar MPLA f Angóla í nótt og olli mikiu tjóni en engan sakaði. Skrifstofan hefur verið lokuð síðan í apríl þegar sambúð Portú- gals og Angóla versnaði. Nefnd frá MPLA ræddi óformlega við fulltrúa portúgölsku stjórnarinn- ar fyrr i vikunni. oria og að minnsta kosti átta hvítir slösuðust, þar á meðal þrjár hvítar konur og fjögurra ára gömul hvít stúlka. Annar blökkumaður beið bana Garð- slöngur í bann London, 21. júlí. AP. ÞRÁTT fyrir þrumuveó- ur sem olli smávætu í nokkrum hluta Lundúna eftir langt þurrkasumar verður borgarbúum bannað að nota garð- slöngur sínar. Bannið tekur gildi kl. 1 á laugardag og gildir íóákveðinn tíma. Síðast var slikt bann sett fyrir 18 árum. Vatnsbirgðir eru aðeins 60% af venjulegu magni að sögn yfirvalda. „Okkur vantar góða gamaldags brezka rigningu í einn mánuð,“ sagði vatnsveitu- talsmaður í dag. Bamsránið að leysast Sacramento. Kalifornfu, 21. júlf. Reuter. BLAÐIÐ Bee f Sacramento hermdi f dag að sjö auðugir ungir menn að minnsta kosti yrðu hand- teknir innan eins sólarhrings vegna barnsránanna I Chowchilla f Kalifornfu f sfðustu viku. Saksóknarinn f Madera County, Charles Hoffman, staðfesti að straumhvörf hefðu orðið f rann- sókn málsins sfðdegis f gær. Larsen efstur Bienne, 21. júlí. AP. Reuter. BENT Larsen sigraöi Lajos Portisch í biðskák úr sjöttu umferð milli- svæðamótsins í Bienne í Sviss í dag og er efstur á mótinu með 5lA vinning. Næstir koma Vasily Smyslov og Robert Byrne með 5 vinn- inga. Robert Htibner er með 4‘A vinning og biðskák. í sjöundu umferðvann Lar- sen Lombard frá Sviss og Gell- er tapaði fyrir Rojas Castro frá Kólombíu. Jafntefli gerðu Sanguineti og Byrne, Rogoff (Bandarikjunum) og Carlos Diaz (Kúbu), Andersson og Petrosjan og Sosonko og Smys- lov. Aðrar skákir fóru í bið. „Við bfðum aðeins eftir nokkr- um simhringingum áður en við handtökum grunsamlega menn,“ sagði hann. „Bee“ sagði að ungu mennirnir sjö, sem lægju undir grun, gætu verið félagar í einhverjum trúar- samtökum. Blaðið hefur eftir heimildum sinum að handtökurnar í málinu muni fyrst og fremst fara fram á San Francisco-svæðinu. Hoffman sagði að fulltrúar ýmissa yfirvalda hefðu átt fund í dag til að fjalla um nokkur forms- atriði sem yrði að ganga frá eftir handtökurnar. Börnunum frá Chowchilla var rænt úr skólabil ásamt bilstjóran- um og þau fundust innilokuð í grjótnámu 64 km austur af San Francisco. Skiptast á sendiherrum Nýju Delhi, 21. júlf. AP. INDLAND og Pakistan skiptust á sendiherrum I dag i fyrsta skipti siðan strfð geisaði milli landanna 1971. Jafnframt var áætlunarflug tekið upp að nýju milli landanna í fyrsta skipti frá lokum striðsins og sendiherrarnir ferðuðust með fyrstu vélunum. Járnbrautarferðir milli Amrits- ar á Indlandi og Lahore i Pakistan hefjast að nýju á fimmtudag og þar með komast járnbrautasamgöngur landanna í eðlilegt horf. SÞ langar í meira fé frá olíulöndunum New York, 21. júlf. AP. SÉRFRÆÐINGAR leggja til að Sameinuðu þjóðirnar hækki að- ildargjöld flestra oliuútflutnings- landa. Hækkunin yrði þó svo Iftii að 13 aðildarlönd Samtaka olfuútflutn- ingslanda(OPEC) mundu aðeins greiða 2.01% heildarútgjalda SÞ sem nema 332.587.378 dollara á þessu ári, ef tillaga sérfræðing- anna verður samþykkt. OPEC-löndin greiða nú 1.389j heildarútgjalda SÞ eða 4.25 millj ónir dollara á ári. Ef útgjöldii haldast óbreytt veröur hið nýj: framlag OPEC-landanna 6,6! milljónir dollara. Bandarikin greiða 25% af út gjöldum SÞ eða 83,2 milljóni; dollara á þessu ári. Framlöf OPEC-landanna yrðu einnij minni en landa eins og ítalíu Frakklands, Bretlands, Sovétrikj anna, Kina og Vestur-Þýzkalands Segir íslendinga ógna þorskinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.