Morgunblaðið - 22.07.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.07.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1976 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Aðalstræti 6, simi 10100 Aðalstræti 6. sími 22480. hf. Árvakur. Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald 1000.00 kr. á mánuði innanlands í lausasölu 50,00 kr. eintakið. Sá alþjóólegi kreppu- vottur, sem undan- farin ár hefur sett svip sinn á efnahagsmál hins vestræna heims, er víðast í hjöðnun og mál að þróast í öruggari skorður. Engu að síður rikir enn víðtækt og ógnvekjandi atvinnuleysi í flestum iðnþróuöum ríkj- um Evrópu. C.ildir þar einu, hvers konar ríkis- stjórnir halda um stjórn- völ. Atvinnuleysið virðist þó hvað umfangsmest þar sem jafnaðarmenn eóa sósíaldemókratar ráða ferð, eins og i Englandi, Vestur-Þýzkalandi og Dan- mörku, svo dæmi séu nefnd. Þessi riki hafa hins vegar náð meiri árangri i baráttunni gegn verðbólg- unni en stjórnvöld hér á landi, þó einnig hafi dregið verulega úr veróbólguvext- inum hér tvö síöustu misserin. Verkalýðsmálaráðuneyti brezku jafnaðarmanna- stjórnarinnar skýrði frá því í byrjun vikunnar, að þar í landi væru nú ein milljón fjögur hundruð sextiu og þrjú þúsund at- vinnuleysingjar og hefði þeim fjölgað um eitthundr- að og þrjátíu þúsundir frá þvi í júnímánuði sl. Sér- stök athygli var vakin á vandamálum ungs fólks, sem hvergi fær vinnu, að loknu námi og sérhæfingu til margvíslegra starfa. Langskólagengnir atvinnu- leysingjar eru nú taldir í tugum og jafnvel hundruð- um þúsunda. Þessar tölur verkalýðs- málaráðuneytisins brezka koma i kjölfar yfirlýsinga Denis Healey, brezka fjármálaráðherrans, þess efnis, að gera megi ráð fyr- ir um eitt þúsund milljóna sterlingspunda samdrætti í útgjöldum brezka ríkisins, en það svarar til um 330 þúsund milljón íslenzkra króna. Svo verulegur niðurskurður ríkisútgjalda hlýtur að segja til sín í enn frekari atvinnusamdrætti, enda hefur hann mætt um- talsverðri andstöðu verka- lýðsforystunnar þar í landi. Áhrif hinnar alþjóðlegu efnahagskreppu hafa vissulega sagt til sín hér á landi sem annars staðar með margvíslegum hætti. Við erum meira að segja þeim mun næmari fyrir alþjóðlegum efnahags- sveiflum sem atvinnuvegir okkar og útflutningur eru einhæfari og háðari afla- brögðum en atvinnulíf annarra landa. Og við þurftum að mæta inn- fluttri verðbólgu, bæði olíuverðshækkunum og öðrum, með lækkandi verði útflutningsafurða okkar, og þar af leiðandi lækkandi kaupmætti útflutnings- tekna okkar, sem nam allt að þriðjung á rúmu ári. Þetta sagði að sjálfsögðu til sín í rýrnun rauntekna hverrar fjölskyldu, skert- um kaupmætti launa. Hins vegar í mun minni atvinnu- samdrætti en reikna mátti með — þann veg, að segja má að tekizt hafi að tryggja atvinnu — og af- komuöryggi fólks um gjör- vallt landið. Mótaðgerðir stjórnvalda gegn verðbólgu hafa verið við það miðaðar, að þær stuðluðu hvergi að at- vinnuleysi. Nauðsynlegt og óhjákvæmilegt var að gripa til allverulegra aðhaldsaðgerða i rikisfjár- málum og stjórnun peningamála almennt, til að hamla gegn verðbólgu og þeim viöskiptahalla út á við, sem var bein afleiðing versnandi viðskiptakjara. En hér þurfti að sigla á milli skers og báru. Draga varð verulega úr verðbólg- unni, sökum þess, að ekk- ert þjóðfélag þolir til lengdar þann veröbólgu- vöxt, sem hér hefur ríkt frá tímum síðari vinstri stjórnarinnar. Með honum var stefnt í rekstarstöðvun atvinnuvega okkar, víð- tæku atvinnuleysi og e.t.v. langvarandi og veikari stöðu þjóðarbúsins út á við á allan hátt. í annan stað mátti ekki grípa til það rót- tækra mótaðgerða, að þær leiddu til hliðstæðs at- vinnuleysis og raun hefur á orðið í flestum öðrum löndum álfunnar og Bret- land hefur verið nefnt sem dæmi um. Hér hefur verið farin millileið meó þeim árangri sem alþjóð þekkir. Verðbólguvöxtur var hér yfirleitt 10 til 12% að árs- meðaltali á árum viðreisn- arstjórnarinnar — og þótti meiri en góðu hófu gegndi. Hann óx í yfir 50% á siðustu misserum vinstri stjórnarinnar eða langt yfir hættumark. Hann var kominn niður í um 25% á síðustu mánuðum liðins árs — og stefnt er að því, að hann verði ekki meiri á líðandi ári. Þó hér hafi vissulega mióaó i rétta átt er verðbölguvöxturinn þó mun meiri en í markaðs- löndum okkar. Því þarf enn að spyrna vió fótum. Mikilsvert er i þessari við- leitni að skila hallalausum ríkisbúskap. Horfur eru á að það takist í ár, eftir öfugþróun síðustu ára. Margháttaðar aðhaldsað- gerðir fjármálaráðherra í ríkisbúskapnum eru þegar farnar að sýna umtalsverð- an árangur. Ríkisstjórnin hefur þeg- ar framfylgt tveimur helztu stefnuákvæðum stjórnarsáttmálans. Að við- halda fullri atvinnu í land- inu, sem er umtalsvert af- rek, miðað við aðstæður, og í samanburði við atvinnu- ástandið í nágrannaríkjum okkar, og að færa fiskveiði- landhelgina út í 200 sjómíl- ur sem var forsenda fisk- verndar og efnahagslegs sjálfstæðis okkar. Baráttan við viðskiptahallann og verðbólguna hefur einnig sýnt nokkurn árangur. Þar er þó enn ófarinn drjúgur spölur að settu marki. Atvinnu- og afkomuöryggi Frá skákmótinu í Amsterdam: Jafntefli og tap í 12. umferð Eins og lesendur munu hafa orðið varir við. hefur Margeir Pétursson skákmeistari. sem staddur' er i Amsterdam, sent blaðinu fréttir af IBM-mótinu að undanförnu Upp- haflega var ætlunin að Margeir sendi fréttir þessar fullbúnar til blaðsins. en þar sem skeytin eru send um fjarrita hefur ýmislegt farið bagalega úrskeiðis og hefur undirrit- aður þvi farið i gegnum nokkrar skákir úr siðustu umferðum og mun gera svo við þær skákir. sem enn eiga eftir að berast Ef Margeir send- ir athugasemdir með skákum munu þær auðkenndar (M P ), en geri ég athugasemdirnar verða þær auð- kenndar (J.Þ.Þ ) og þurfum við þá ekki að taka ábyrgð á orðum hvors annars Vona ég að lesendur geti notið skákanna hér eftir sem hingað til. Þá er að skýra frá 12 umferð, en hún var tefld á þriðjudag Friðrik Ólafsson tefldi þá við stórmeistar- ann Gipslis. sem virðist á góðri leið með að slá oll jafnteflismet Friðrik fékk góða vinningsmöguleika i byrj- un, en missti af strætisvagninum og tókst ekki að knýja fram vinning þrátt fyrir góðar tilraunir Skákin fer hér á eftir Hvítt: FriSrik Ólafsson Svart: A. Gipslis Enskur leikur 1 Rf3 — Rf6, 2. c4 — c5, 3. Rc3 — e6, 4. d4 — cxd4, 5. Rxd4 — Bb4, 6. g3 — Re4 (Óneitanlega glæfralegur leikur Ör uggara var 6. -— 0 0 eða 6 — d5) 7. Dd3 — Da5, 8 Rc2! (Knýr fram hagstæð uppskipti) 8. — Bxc3 + , 9. bxc3— d5, (Svartur hagnast ekki á 9. — Dxc3, 10 Dxc3 — Rxc3, 11 Bb2 og siðan Bxg7). 10. Bg2 — 0-0, 11.0-0— Rc6, (Auðvitað ekki 11 — Dxc3, 12 Bxe4). 12. cxd5 — exd5, 13. c4! (Nú kemst svartur ekki hjá peðstapi) 13. — Rc5. 14. Da3 — Re4, 15. Dxa5 — Rxa5, 16. cxd5 — He8, 17. Re4 — Bd7, 18. f3 — Rd6, 19. e4 — f 5, (Svartur verður að leita eftir mótspili á miðborðinu). 20. Bf4 — Rac4, 21 Hfel — fxe4, 22. fxe4 — Rf7, (Svartur mátti alls ekki leyfa e5). 23. Hac 1 — Hac8. 24. Rf3 — Bg4, 25. Rd2 — Rce5, 26 Bf1(?) (Hér virðist mér Friðrik glata tæki- færinu, eftir 26. h3 á svartur þriggja kosta völ: a) 26 — Hxc1, 27. Hxcl — Bh5, 28 Hc7 og hvitur stendur betur b) 26 — Bh5, 27 Hxc8 — Hxc8, 28 g4 — Bg6, 29 Rf3 og hvitur stendur betur. c) 26. — Bd7, 27 Hxc8 — 8xc8. 28 Rf3 — Rxf3, 29 Bxf3 — Bxh3, 30 g4 og hvitur stendur betur) 26. — g5! (Ekki veit ég hvort Friðrik hefur yfirsézt þessi leikur, en nú skiptist skákin upp i jafntefli) 27 Be3 — Hxc1, 28. Hxcl — Rf3 +, 29 Rxf3 — Bxf3, 30. Bxa7 — Bxe4, 31. Hel — Ha8, 32. Hxe4 — Hxa7. 33 a4 — Ha5, 34. Bg2 — Kf8, 35. Hb4 — Rd6. 36 h4 — h6, 37 hxg5 — hxg5, 38. Kh2 — Ke7. 39. Kh3 b5, 40. axb5 — Hxb5. 41. Ha4 — Hb3, 42. Kg4 — Kf6, 43. Ha6 — Ke5, 44. Ha8 — Kf6, 45. Ha6 — Ke5, 46. Bf3 — Hc3, 47. Ha2 — He3, 48. Hh2 — Rf7. 49. Hf2 — Kf2, 50. Be4+ — Kg7, 51. Bc2 — Rh6 +, 52 Kh3 — Rf7, 54. Kg4 — Rh6+, 55. Kh3 — Framhald á bls. 20 Tvö róleg jafntefli í 13. umferð í 1 3. umferð IBM mótsins i Amst- erdam lauk báðum skákum islenzku stórmeistaranna með jafntefli Guð- mundur tefldi við Donner og Friðrik við Ivkov Ekki verður sagt að mikil spenna fiafi verið i skákunum Þær fylc/du báðar hefðbundnum leiðum framan af og enginn virtist þora að leggja út i hættulegar vinningstil- raunir Skákirnar birtast nú báðar, en ekki sé ég ástæðu til þess að gera athugasemdir við þær Hvitt: J H. Donner Svart: Guðmundur Sigurjónsson Kóngsindversk vörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — g6, 3 g3 — Bg7, 4 Bg2 — 0—0, 5 Rc3 — d6. 6 Rf3 —Rbd7. 7 0—0 — e5. 8 e4 — c6, 9 h3 — Db6, 10 d5 — Rc5, 11. Hel — Bd7, 12. Bf 1 — a5. 13 b3 — Hfc8, 14 Hb1 — Dd8, 15. Rd2 — Hcb8, 16. a3 — cxd5, 17. cxd5 — b5, 18. b4 — axb4, 19. axb4 — Ra4, 20 Rxa4 — Hxa4, 21. Hb3 — Dc8, 22 Kh2 — Bh6, 23 Bb2 — Rh5, 24 Rb1 — Dd8, 25. Bcl — Bxcl, 26. Dxc1 — Db6, 27 De3 — Dxe3, 28 Hexe3 — Kf8, 29. Hec3 — Ke7, 30 Bd3 — f5, 31 f3 — Hb7, 32 Hc2 — f4, 33. g4 — Rg7, 34 Rc3 — Haa7, jafntefli. Hvítt: B. Ivkov Svart: Friðrik Ólafsson Drottningarbragð (Ragozin af brigðið) 1 d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3 Rf3 — d5, 4 Rc3 — Bb4, 5. cxd5 — exd5. 6. Bg5 — h6, 7. Bxf6 — Dxf6, 8 Da4+ — Rc6, 9. Re5 — Bd7, 10. Rxc6 — a5, 11. e3 — 0—0, 12 Be2 — Bxc6, 13. Dc2 — Bd7, 14 a3 — Bf5, 15 Bd3 — Bcx3, 16. Dxc3 — Bxd3. 17. Dxd3 — c6, 1 8 0—0 — a4, 19 Hab1 — ha6, 20 Hfc1 — De7, 21. Hc3 — g6, 22 h3 — Kg7, 23. h3 jafntefli. Vinningsskák Friðriksgegn Korts- noj úr 11 umferð brenglaðist illi- lega í blaðinu á þriðjudaginn Hún birtist nú aftur og vonandi rétt: Hvitt: Friðrik Ólafsson Svart: Viktor Kortsnoj Vængtafl 1 Rf3 — Rf6, 2 g3 — d5, 3. c4 — dxc4, 4. Da4+ — Rc6, 5. Dxc4 — e5, 6. Bg2 — Be6, 7. Da4 — Rd7, 8 d3 — Rb6, 9 Ddl — Be7, 10 Rc3 — f5, 11 Be3 — g5, 12. Rd2 — f4, 13. Bxb6 — axb6, 14. a3 — 0—0, 1 5. 0—0 — g4, 16 Be4 — Hf6, 17 Rc4 — Hh6, 18. Kg2 — De8, 19. Rd5 — Bc5, 20. h4 — gxh3 frhj.hl.. 21. Kh2 — Df7, 22 Rb4 — Kh8, 23. e3 — Dg7, 24. Rxc6 — bxc6, 25. b4 — Hg8, 26 Hgl — fxe3, 27. fxe3 — Bxc4, 28. bxc5 — Bd5, 29. cxb6 — cxb6, 30. Bxd5 — cxd5, 31. Ha2 — Hg6, 32. Df3 — e4, 33 dxe4 — dxe4, 34. Df4 — hg4, 35 Dd6 — h5, 36 Dd4 — Dxd4, 37 exd4 — e3, 38. He2 — He8, 39 d5 — Hd4, 40. Hgel og hér fór Kortsnoj yfir timamörkin. En vikjum nú aftur að 1 3 umferð Þar urðu úrslit sem hér segir i skák- um ánnarra keppenda Gipslis — Kortsnoj jafntefli, Velimirovic — Kurajica jafntefli, Sax vann Lange- weg, Farago vann Szabó. Ree vann Ligerink, Böhm — Miles biðskák Staðan að loknum 13 umferðum er þá þessi: 1. Kortsnoj 8,5 v., 2. Sax 8v., 3. Miles 7,5 v. og biðsk., 4 Faragó 7,5 v , 5 — 6 Velimiro- vic og Szabó 7 v., 7 — 10 Friðrik, Guðmundur, Kurajica og Gipslis 6.5 v , 11 Böhm 6 v og biðsk , 12 Ivkov 6 v , 13 Ree 5,5 v. og biðsk . 1 4. Donner 4,5 v og biðsk . 15 Ligterink 4,5 v . 16 Langeweg 4 v Eins og þessi upptalning ber með sér er mjög mjótt á mununum og hiklaust má fullyrða, að 6 efstu menn hafi enn möguleika á sigri Verður því vafalasut hart barizt i lokaumferðunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.