Morgunblaðið - 22.07.1976, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.07.1976, Blaðsíða 36
1 DAG er spáð hægri SV-átt um allt vestanvert landið og að sögn Guðmundar Hafsteinssonar veðurfræðings má búast við einhverri úrkomu öðru hverju. Gert er ráð fyrir betra veðri austanlands, sunnan-suðvestan átt og skýjað með köflum. Hiti á landinu verður að Ifkind- um svipaður og f gær, 9—13 stig. FIMMTUDAGUR 22. JÚLl 1976 Fiskveiðasjóður: Synjaði um smíði rækjutogarans FISKVEIÐASJÓÐUR tslands liefur synjað lánsbeiðni Snorra Snorrasonar útgerðarmanns á Daivík vegna áforma sem hann hafði um að láta smíða um 300 tonna rækjuveiðiskip. /F.tlaði Snorri að láta smíða skipsskrokk- inn í Bretlandi, en láta fullsmfða skipið hjá Slippstöðinni á Akur- eyri. Hugðist hann einkum stunda veiðar á djúprækju við Kolbeinsey. Forráðamenn Fiskveiðasjóðs segja ástæðuna fyrir synjuninni fyrst og fremst erfiða fjárhags- stöðu sjóðsins, jafnframt þvf sem þeir segjast hafa ótta/.t að láns- heimild af þessu tagi til eins aðila kynni að hleypa af stað nýrri kaupaskriðu af skipum sem þessu í lfkingu við það sem átti sér stað þegar skuttogarakaupin mikiu voru gerð. Snorri Snorrason út- gerðarmaður hefur lýst vonbrigð- um sínum með þessi málalok og þó öllu heldur óánægju með vinnuhrögð málsaðila vegna um- sóknar hans. Framhald á hls. 20 Blóðsýnitöku úr 2000 íslendingum að ljúka Vegna könnunar á ónæmi gegn sjHÍnsku veikinni „VIÐ EKUM um þessar mundir að kanna mótefnamyndun íslend- inga gegn spænsku veikinni sem geisaði hér 1918". sagði Olafur (llafsson landlæknir i samtali við Arcturus málitt; Skipstjórinn lézt áður en málinu lauk fyrir hæstarétti FLESTUM er í fersku minni er togarinn Areturus frá V- Þýzkalandi var tekinn að ölög- legum veiðum innan 50 mílna landhelgismarkanna í nóvemb- er 1974, en togarinn er eini erlendi togarínn, sem færður hefur verið til hafnar eftir að fiskveiðilögsagan var stækkuð 1972. Skipstjórinn á Areturus Werner Masteit var sakfelldur og dæmdur í 1,5 millj. kr. sekt i undirrétti í Vestmannaeyj- um, en hann áfrýjaði dómnum til hæstaréttar. Morgunblaðið Framhald á bls. 20 Morgunblaðið i gærkvöldi. „Við fengum fé til þess v.erkefnis," hélt landlæknir áfram, „hjá heil- brigðisráðuneytinu og í samráði við prófessor Margréti Guðnadött- ur sendum við þrjá læknastúd- enta í ferðalag um landið og eru þeir langt komnir að taka blóð- sýnishorn af 2000 landsmönnum á öllum aldri, ákveðið hlutfall úr ákveðnum aldurshópum, en þessi blöðsýnishorn verða síðan notuð til þess að kanna ónæmi fölks hér gegn spænsku veikinni. Við vitum að fólk sem er fætt fyrir 1925 hefur töluvert ónæmi í blóðinu og niðurstöður þessarar rannsóknar geta leiðbeint okkur varðandi bölusetningarfyrjrkomulag, en niðurstöðurnar liggja fyrir snemma \ haust. Landlæknisemb- ættið hefur gert ráðstafanir og fengið loforð fyrir bóluefni og bóluefnið kemur. Víð vonum að það verði á þessu ári, en það eru erfiðleikar í sambandi við fram- leiðsluna þar sem verið er að prófa nýtt bóluefni. Prufur voru tilbúnar í vor og nú er verið að prófa mótefnamyndun og auka- verkanir bóluefnisins,“ Nýtt fíkniefnamál: Maður úrskurðaðnr 1 30 daga gæzlu FIKNIEFNADÓMSTÓLLINN úr- skurðaði I gær mann I allt að 30 daga gæzluvarðhald fyrir fíkni- efnameðferð. Starfsmenn ffkni- efnalögreglunnar sögðu I gær að mál þetta væri á algjöru byrjun- arstigi, og voru ófáanlegir til að gefa frekari upplýsingar um eðli þess og umfang að öðru leyti. Hins vegar gefur tfmalengd gæzluvarðhaldsúrskurðarins til kynna að mál þetta sé allvfðtækt eða um töluvert magn sé að ræða f tengslum við það. ÞKSSI virðulegi svartfuKl er nú einn af skipverjum á vardskipinu Óðni. Þegar varúskipid var statt um 40 mílur frá landi fyrir nokkru, sáu skipverjar hvar svartfugl nálgaðist skipið. Auðséð var að eitthvað amaði að fuKlinum og er hann kom nær sást að hann var útataður í olfu. Fu«linn harðist um á sjónum og tókst skipverjum að ná honum um borð Fina ráðið sem skipverjar kunnu til að ná olfunni af honum, var að sprauta S hann volgu vatni OR virtist fuglinn ná sér fljótt við það. Þá renndu skipverjar færi oj? náðu þorski fullum af sfli. sem fuglinn át með heztu Ivst. Skipverjar á Óðni se^ja að þessi olfuhlauti svartfujíl hafi vakið upp þá spurninMU. hvort hann væri fórnardýr svartolfunnar. sem er farið að nota um horð f skuttogurum. Svartfugl meðal skipverja á Oðni Reynt aó ná fuglinum Á þyrluþilfarinu. Krafla: Landið rís um 6,5 mm á dag Risið orðið 70 cm síðan í marz LANDIÐ umhverfis Kröflu held- ur áfram aó rfsa og meóalris þess er nú 6,5 mm á dag, ef mióað er við Reykjahlfð við Mývatn sem fastan punkt. Þetta kom fram er Morgunblaðió ræddi við Jakob Björnsson orkumálastjóra í gær. Jakob Björnsson sagði, að frá því í marz er umbrot þar hættu að mestu hefði landið umhverfis Kröflu hækkað um 70 em eða um 18 cm á mánuði. I náttúruhamför- unum, sem urðu á svæðinu seint á sl. ári, lækkaði landið hins vegar um 2 metra, og að sögiv Jakobs ættu menn því ekkí að þurfa að vera órólegir vegna þessa riss. Þá hafði Morgunblaðið sam- band við dr. Guðmund Pálmason jarðeðiisfræðing og spurði hann hvað þetta landris gæti þýtt. Guð- mundur sagði, að risið væri mjög jafnt eða um 6.5 mm á dag að meðaltali, enn hefði landið ekki risið nema um 70 cm og þvi vant- aði mikið á að landið næði þeirri hæð er það var f áður en eldsum- brotin hófust við Kröflu í fyrra. Svona fyrirbæri, þ.e. að land lækkaði meðan á umbrotum stæði og hækkaði síðan á ný á eftir væri þekkt fyrirbæri frá eldsstöðvum f öðrum löndum. Guðmundur sagói, að það væri engin ástæða fyrir fólk að vera órólegt fyrr en hæð landsins nálg- aðist það, sem hún var fyrir gos, — ef ekki drægi úr rishraðanum þá, gæti verið ástæða til að fara að öllu með gát. Að sögn Jakobs Björnssonar orkumálastjóra gengur borun við Kröflu vel um þessar mundir. Langt er komið að bora fyrstu hoiuna og er borinn þegar kom- inn niður fyrir 1100 metra. Þá sagði hann að uppsetning á gufu- veitunni gengi nokkurn veginn samkvæmt áætlun. GESTIR í BÆNUM — Fyrir fer ungvióið og þaö fremsta æöi gleiðfætt, en á eftir vappar í halarófu einhver virðulegasta grágæsafylkingin serr enn hefur sézt á götum Reykjavikur. Myndin var tekin vestur á Eiðsgranda í f.vrradag og hersingin stefndi inn í bæinn. Ljósm: Frioþjófur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.