Morgunblaðið - 22.07.1976, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JULl 1976
Einn mjólkur-
framleiðandi
hefur hætt
þriðja hvern
dag sl. 10 ár
— ÞAÐ ER komið
fjósamál! Þessi setning
var það fyesta, sem
kom upp í huga undir-
ritaðs blaðamanns
Morgunblaðsins, þeg-
ar hann vaknaði um
sjöleytið einn morgun
fyrir skömmu á hótel-
inu á Blönduósi. En af
hverju þessi setning?
Ástæðan var einfald-
lega sú að ætlunin var
að heimsækja Jóhann-
es Torfason, bónda á
Torfalæk II íTorfalækj-
arhreppi, þá um morg-
uninn við mjaltir og
ræða við hann. Reynd-
ar hafði Jóhannes farið
í fjós klukkan 6 um
morguninn og var
langt kominn við
mjaitirnar, þegar und-
irritaðan bar að garði.
Bústofn Jóhannesar
er eingöngu nautgrip-
ir, 40 mjólkurkýr og
um 20 geldneyti. Jó-
hannes er búfræði-
kandidat frá Hvanneyri
og hóf búskap á Torfa-
læk II 1968, en kona
hans er Elín Sigurðar-
dóttir frá ísafirði.
„ÖNNUR KYNSLOÐIN
ÁN TENGSLA VIÐ
SVEITIRNAR''
Við grípum fyrst niður í samtali
okkar við Jóhannes, þar sem hann
ræðir þær breytingar, sem orðið
hafa á tengsluni fólks i þéttbýli og
dreifbýli á síðustu árum ,,Á sl 10 til
20 árum hefur losnað mjög um
tengsl fólks i sveitum við fólk i
bæjum Þéttbýlisfólk nú er raunar
„ . . . vinna á hverja kú á ári
er allt frá 60 tímum upp I
500 tíma eftir búum."
önnur kynslóðin án tengsla við sveit
irnar Þetta leiðir til þess að bilið
milli fólksins i landinu breikkar Nú
er t d ekki hægt að bæta við ung-
lingum á velflesta bæi í sveitunrr yfir
sumarmánuðina nema auka vinnu-
álag á húsmóðurina, en vinnuálag á
bændum og fólki í sveitum hefur
ekki minnkað til jafns viðaðrar stétt-
ir Bændur stunda flestir einyrkjabú-
skap og eru bundnir við búskap sinn
allt árið "
..Vist er að skilningur á landbún-
aði sem frumframleiðslugrein og
matvælaf ramleiðanda minnkar og
þegar landbúnaðurinn hefur náð þvi
. marki að framleiða fyrir innlendan
markað er skilningurinn það litill að
landsmenn sem heild vilja ekki
tryggja að hægt sé að bjóða upp á
nægjanlega mnlenda búvöru. þegar
itla árar En til að svo verði er ekki
hægt að komast hjá þvi að um
nokkra offramleiðslu verði að ræða i
góðærum, en þessa offramleiðslu
vill fólk að bændur taki sjálfir á sig
Bændasamtökin eiga þarna líka
nokkra sök, þvi þau hafa ekki rekið
nógu harðan áróður fyrir mikilvaégi
landbúnaðarms, sem hráefnagjafa
og segja rná að landbúnaðurinn sé
emi atvinnuvegurinn sem noti land
ið eingöngu til að framfleyta lifi i
landmu Það hlýtur að verða að
teljast nokkuð afrek i landi, sem er á
mörkum hins byggilega heims."
„BÆNDUR NJOTA
í RAUN ANNARS
FLOKKS KJARA''
Ertu þá sammála þeirri skoðun,
sem stundum hefur heyrzt að borga
eigi bændum fyrir og vera til að vera
hluti af landslagmu?
,,Nei, það á ekki að gera það sem
slikt, heldur verður að tryggja að
landbúnaður sé hvar sem hann er
stundaður, rekinn með það i huga
að menn fá greitt i samræmi við
það, sem þeir framleiða Vandamál
ið í dag er að bændur njóta i raun
annars flokks kjara hvað laun snertir
og það getur ekki gengið til lengdar
Þeir mega heldur ekki vera dæmdir
Rœtt viö Jóhannes Torfason,
bónda á Torfalœk II í A.-IIún.
til að njóta lakari félagslegrar þjón-
ustu s.s. í sambandi við læknishjálp.
skólahald, samgöngur og rafmagn
Það er lítið gaman að búa á þeim
stað þar sem aldrei sést önnur
mannvera i lengri tíma nema ef vera
kynm þulurinn i sjónvarpinu. Það
þarf að fjölga fólkinu, sem býr i
hinum dreifðu byggðum og ég tel
að fjölmargir aðilar sem sinna þjón-
ustu við landbúnaðinn geti átt sitt
heimilii sveitum, og ég get nefnt þá
mjólkurbilstjóra, ráðunauta og iðn-
aðarmenn "
Nú allra siðustu ár hefur nokkuð
verið rætt um i hvaða átt eigi að
stefna með stærð búa og eininga i
landbúnaði Hvað heldur þú að
verði ofaná i þeim málum?
,,Sennilega verður seint gefin út
algild formúla um hversu búin eigi
að vera stór en við verðum að at-
huga að nú er með hagræðingu og
tæknibúnaði hægt að ná meiri fram-
leiðslu en áður á hverja einingu
Stærðin hlýtur þó að takmarkast á
hverjum stað af möguleikum til hey-
skapar og hæfilegu vinnuálagi Og
sennilega verður það vinnuálagið,
sem mestu ræður í framtíðinni. Fjár-
„ ... verðjöfnun getur í
mörgum tilvikum stuðlað
að því að mjólkurfram-
leiðslu sé viðhaldið á stöð-
um, þar sem slíkt er mjög
óhagkvæmt."
Fjósið hjá Jóhannesi er lausgöngufjós með sérstökum
legubásum fyrir kýrnar, en mjaltabásinn er í öðrum enda
fjóssins. Hér gefur Jóhannes kúnum fóðurbæti.
magnskostnaður og skattamál koma
þarna einnig við sögu "
„HEPPILEGT AÐ
MINNKA BÚIÐ
TIL AÐ SKATTA-
BYRÐIN VERÐI
EKKI OF ÞUNG
Þú nefnir fjármagnskostnað og
skattamál Með hvaða'hætti hafa
þessir þættir einkum áhrif á stærð
búanna?
..Þegar bóndi byggir ný hús þarf
hann að leggja mjög hart að sér á
fyrstu 5 til 8 árunum eða meðan
hann er að komast yfir mestu
skuldabyrðina Allt er því spennt til
hins ýtrasta og vinnuálagið er stund-
um utan skynsamlegra marka í
slíkri verðbólgu, sem verið hefur
hér, getur verið heppilegt fyrir
bónda, sem búinn er að afskrifa
byggingar að mestu, að minnka bú-
ið og þá um leið framleiðsluna til að
skattabyrðin verði ekki of þung.
Þetta getur bóndinn gert án þess
skerða laun sín Með þessu móti
verður minni nýting á fjárfesting-
unni þegar fram í sækir."
Okkur hefur orðið tiðrætt um
vinnuálag á bændum Eru til ein-
hverjar tölur um vinnustundafjölda
bænda?
..Meðaltimafjöldi bænda við bú-
reksturinn er um 3100 tímar á ári
en hjá öðrum stéttum er árlegur
vinnutimi talinn vera um 2000
vinnustundir Það er talið að árleg
vinnuþörf á meðalbúi sé um 5000
vinnustundir og skiptist það á bónd-
ann og fjolskyldu hans eða aðkeypt
vinnuafl Vissulega eru frávik frá
þessu mikil og ég get nefnt sem
dæmi að vinna á hverja kú á ári er
allt frá 60 tímum upp í 500 tíma
eftir búum Þrátt fyrir þetta mikla
vinnuálag hefur bændum ekki tekizt
að ná þeim launum, sem verðlags-
grundvöllur landbúnaðarins gerir
ráð fyrir "
GREIÐA 30%
RAUNVEXTI
AFREKSTRAR-
VÖRUM
Þú nefrtir launin, en hvernig fá
bændur greitt fyrir framleiðslu sina?
„Ég þekki ekki nægilega míkið inn
á sauðfjárbúskapinn til að geta sagt
um, hvernig þessu er háttað þar, en
hjá okkur kúabændum eru greiðslur
þannig, að við fáum 75% af ákvörð-
uðu verði verðlagsgrundvallar 10
hvers mánaðar eftir innleggsdag
Frá þessu dregst flutningskostnaður
mjólkurinnar til mjólkurstöðvar. Eft-
irstöðvarnar eru reikningsfærðar við
áramót og eru vaxtalausar allt fram
leiðsluárið IVIeð þessu leggja bænd-
ur vinnslufyrirtækjunum til vaxtar-
laust rekstrarfé En á sama tíma og
mjólkurframleiðendur eiga þannig
inni vaxtalaust fé hjá vinnslufyrir-
tækjunum taka sömu fyrirtæki eða
systurfyrirtæki þeirra 18% skulda-
vexti af rekstrar og neysluvörum
okkar Þetta hefur I för með sér að
bændur verða að greiða rúmlega
30% raunvexti af stórum hluta
sinna rekstrarvara Hvað snertir
launin þá eru þau milli 30 og 35%
af verðlagsgrundvallarverðinu.
þannig að bóndinn fær aðeins um
20% sínna launa greidd um hver
mánaðamót, en hinn hlutinn liggur
vaxtalaus til næstu áramóta "
Á þeim átta árum sem liðin eru siðan Jóhannes hóf búskap hefur hann byggt bæði íbúðarhús og útihús og er
hvort tveggja mjög reisulegt. Ljósmyndirnar á síðunni tóku þeir Tryggvi Gunnarsson og Unnar Agnarsson.
AUKA VERÐUR
AFURÐALÁNIN EÐA
HÆKKA VERÐ Á
LANDBÚNAÐAR-
VÖRUM
Til hvaða ráðs er að þfnum dómi
hægt að gripa til að tryggja að
bændur fái þau laun, sem þeim eru
ætluð samkvæmt verðlagsgrundvell-
inum og á réttum tima?
„Það er ekki hægt að horfa fram-
hjá þvi að verðlagsgrundvöllurinn
stenzt ekki Rekstrarliðirnir eru
metnir of lágt og ekki er tekið nægi-
legt tillit til vaxta af rekstrarkostnaði
og þvi hefur útkoman orðið sú. að
bændur hafa ekki náð nema 80 til
90% af þeim launum, sem þeir eiga