Morgunblaðið - 22.07.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.07.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚLl 1976 15 að fá Til að ráða bót að því að bændur fái laun sín á réttum tíma, kemur vart annað til greina en að auka afurðalán til vinnslufyrirtækj- anna, þannig að þau geti greitt bændum fullt verð strax Að öðrum kosti hefði lagfæring á þessu í för með sér hækkun á söluverði land- búnaðarafurða „HJÁ KÚABÆNDUM ERU ALLIR 365 DAGAR ÁRSINS JAFNIR" Mig langar að víkja lítillega að þróun mjólkurframleiðslunnar á sið- ustu árum. Skýrslur sýna að mjólk- urframleiðendum hefur stöðugt farið fækkandi Með hverju skýrir þú þessa fækkun? x3. hluti aðalheiður „Siðustu tiu ár hefur að meðaltali einn mjólkurframleiðandi hætt fram- leiðslu þriðja hvern dag. Þvi miður hefur þessi fækkun orðið i sveitum og á svæðum, sem eru nærri mörk- uðum og vinnslustöðvum og þetta hefur því haft í för með sér að mjólkurframleiðslan er dreifð og flutningskostnaður verður oft hærri en æskilegt væri Við sjáum þetta mjög skýrt hér í Torfalækjarhreppi. Hér eru 24 bæir, sem allir lögðu inn mjólk til skamms tima, en nú er mjólkurframleiðsla aðeins á 9 bæj- um í hreppnum Orsakirnar til þessa eru margir og má þar nefna að eldri bændur vilja mjög gjarnan létta af sér vinnuálaginu og þá hætta þeir frekar við kýrnar en sauðféð Menn geta vel leyft sér þetta, því þeir búa oft við litinn fjármagnskostnað Yngri bændum hrýs hins vegar hug- ur við þeirri miklu bindingu sem kúabúskapnum fylgir, því hjá kúa- bændum eru allir 365 dagarnir árs- ins jafnir." Stundum hefur verið sagt að tank- væðingin svokallaða eða það að teknir voru upp mjólkurtankar í stað brúsanna, hati haft þarna veruleq áhrif? „Tankvæðingin hefur það í för með sér að bændur með litla mjólk- urframleiðslu verða að gera það upp við sig hvort þeir ætla að stækka búið eða hætta, og þá velja margir að breyta fjósinu frekar í fjárhús en að byggja nýtt mjólkurhús, sem oft- ast þarf að gera vegna tankvæðing- arinnar En það sem ef til vill skiptir mestu máli, þegar bændur langt inn til dala og á svæðum fjarri mjólkur- stöðvunum halda i mjólkurfram- leiðsluna, er að henni fylgja bættar samgöngur yfir vetrarmánuðina og það er ekki litið atriði " Hvað með verðjöfnun á mjólkur- flutningunum frá framleiðanda til mjólkurstöðva? „Það má ekki ganga of langt i verðjöfnun á flutningskostnaðinum á/rrtjólkinni innan hvers framleiðslu- svæðis, þvi slik verðjöfnun getur í mörgum tilvikum stuðlað að því að Framhald á bls. 20 „ . . . bóndinn fær aðeins um 20% sinna launa greidd um hver mánaðamót, en hinn hlutinn liggur vaxta- laus til næstu áramóta." Teg. 206. Leðurskór, fóðraðir. Litur: Millibrúnt Stærðir nr. 36—40 Verð kr. 3.980. Póstsendum Teg. 207 Leðurskór, fóðraðir. Litur: Rautt. Stærðir nr. 36—40. Verð kr. 3.980 Teg. 450 Litur: Cognac brúnt leður. Nr. 37—41. Verð kr. 3985 Italskir kvenskór ir leðri með innleggi, fóðraðir, vandaðir og sérstak/ega þægilegir Teg. 300 Litur: Ljósbrúnt leður. Nr. 37—41 Verð kr 3875 Teg. 205. Litur: Hvítt leður. Stærðir: 36—42 Verð kr. 3.950. Teg. 302 Litur: Cognac brúnt leður. Nr. 37—41. Verð kr. 3875 Teg. 423 Litur: Antik brúnt leður Nr. 37—41. Verð kr. 3875 Teg. 07. Litur: Ljósbrúnt og dökkbrúnt leður. Nr. 37—41. Verð kr. 4885 Teg. 235. Litur: Brúnt eða hvítt leður. Stærðir: 36—42 Verð kr. 3.250. Teg. 06. Litur: Vinrautt leður. Nr. 37—41. Verð kr. 4885 Nýkomid. Brúnir leðurskór með hrágúmmísóium. Teg. 231. Litur: Hvítt leður Stærðir: 36—42 Verð kr. 3.450. Skrásett vörumerki Póstsendum Skóverzlun Þórðar K'rkjustræti 8 v/AusturvöH. Sími 14181 Péturssonar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.