Morgunblaðið - 04.08.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.08.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGUST 1976 3 Dr. Trausti Einarsson: Stjömuhröp og’ vígahnettir smástirni og loftsteinar og hvaða sögu þeir segja um uppruna sólkerfisins MEÐALFJARLÆGÐ jarðar frá sólu er notuð sem fjarlægðar- eining innan sólkerfisins, og raunar einnig sem grundvallar- eining f himingeimnum yfir- leitt, en hér verður í fyrstu aðeins rætt um hinn innri hluta sólkerfisins, að Júpfter við- bættum. Meðalfjarlægð Mars er þá 1,5, Júpíters 5,2. En á milli þessara reikistjarna eru smá- stirna-brautirnar, f meðalfjar- lægð 2,8. Það virðist nú orðið Ijöst að þar sem nú eru smá- stirnin, mynduðust árla í sögu sólkerfisins kúlulaga smáhnett- ir, hver á sinni braut, og virðist þvermál þeirra hafa Iegið á bil- inu 200 km til 800 km. Af nú- verandi dreifingu smástirna- brautanna, er það hins vegar Ijóst, að þeim hefur verið raðað, fyrir aðdráttaráhrif frá Júpí- ter, en massi hans er 318, þegar jarðmassinn er notaður sem eining. Þessi áhrif koma þannig fram að Júpíter lfður það ekki, að smástirni hafi 'A eða 'A af umferðartíma hans, sem er 11,9 ár. Þar eru eyður í smástirna- beltinu — en svo er samsafn brautanna nefnt — sem svara til slfks umferðartíma. Þessi „önugleiki" Júpfters hófst þeg- ar er smástirnin voru tilkomin sem kúlulaga hnettir, og olli þetta rask brautanna tíðum og oft æði-hörðum árekstrum milli hnattanna. Niðurstaðan er sú, að aðeins fjórir smáhnattanna hafa enn hnattlögun, sem sé Ceres, Pallas, Vesta og Júnó, en hin smástirnin eru hnattbrot af ýmsum stærðum. Marsferðir hafa þegar sýnt, með beinni ljósmyndun, að tunglin tvö sem ganga um Mars eru svona hnattbrot, sem honum hefur tekist að fanga. Hinir upphaf- legu smástirnahnettir hafa orð- ið að þola óblfða meðferð. Og brotin, sem við árekstra, og bein áhrif Júpíters og Mars (en massi háns er þó aðeins 0,1) rata í slík ævintýri, að braut þeirra nær inn fyrir jarðbraut í sólnánd, þá kemur það fyrir að jörðin verður á vegi þeirra, og þá er ekki að sökum að spyrja. Langflest brotin sem hitta loft- hjúp jarðar eru á stærð við sandkorn. Þau fara með hraða sem nemur tugum kílómetra á sekúndu, í gegnum andrúms- loftið, bráðna við núninginn og gufa upp og gera vart við sig með ljósrák, sem kölluð er stjörnuhrap. Sé um stærri steina að ræða, verða þeir hvft- glóandi á yfirborði, og endur- kast þessarar birtu frá and- rúmsloftinu sést sem kúlulaga hjúpur, en aftur úr steininum stendur hali úr glóandi gösum og steinmylsnu, sem losnar við yfirborðshitann. Þegar hitinn hefur leiðst nokkuð inn í stein- inn, veldur það misþenslu sem getur leitt til þess að steinninn klofni í 2 eða fleiri hluta. Liggi braut steinsins ofarlega í þunnu andrúmslofti fer hann út úr lofthjúpnum aftur. En liggi brautin neðarlega, eða stefni blátt áfram á jöfðina sjálfa, getur hemlun í loftinu og aðdráttarafl jarðar í fyrra tilfellinu, valdið falli steinsins niður á jörð og í seinna tilfell- inu er það sjálfgefið. Slíkum loftsteinum hefur verið safnað saman í tfmanna rás og eru þeir geymdir á söfnum. Það eru rannsóknir á þessu efni, sem eru undirstaða loftsteinafræð- innar, og það eru þessi gögn, sem túlkuð eru, þegar menn reyna að fá rétta mynd af gerð smáhnattanna áður en þeir brotnuðu, og af þeirri gerð er svo ráðið í mundunarsögu þess- ara smáhnatta. En þetta varpar aftur ljósi á innri gerð jarðar og það hvernig jörðin myndaðist. öll hníga gögnin að því, að við sjálfa myndun smáhnattanna eða fljótlega á eftir hafi mynd- ast í þeim kjarni úr járn- nikkelblöndu og af sömu ástæðum hefur samskonar kjarni myndast i jörðinni. Til- vera hans er ljós á grundvelli jarðskjálftafræðinnar, svo og vegna þess að meðaleðlisþungi jarðar er um tvöfalt meiri en eðlisþungi helstu jarðlaga sem menn þekkja á yfirborði jarðar. Loftsteinafræðin er mjög þýð- ingarmikil, þegar reynt skal að rýna inn í jörðina. Við fyrstu sýn kemur sú upplýsing loft- steinafræðinnar mjög á óvart, að bæði geislavirkt joð (129J) sem helmingast að magni til á 17 milljón árum, svo og plútónium (244P) með 80 milljón ára helmingatima, voru í því efni sem myndaði smá- stirnin, og þá vafalítið einnig I jarðarefninu. Þessi efni eru auðvitað sjálf löngu horfin á 4500 milljón árum, sem liðin eru frá uppruna sólkerfisins. En þau hafa skilið eftir sig dótt- urefni, sem ekki eru geislavirk. Þarna er þá fingrafaraaðferð lögreglunnar í nýrri útgáfu. Hér á jörð eru það eðlisfræð- ingarnir sem framleiða plútónf- um, og voru eðlilega nokkuð drjúgir þegar þeir uppgötvuðu þetta frumefni, sem gera mátti úr atómsprengju. En einhverjir hafa þó orðið fyrri til. Hver framleiddi þetta plútónfum og önnur skammæ geislavirk efni tiltölulega skömmu áður en sól- kerfið varð til? Þessi efni myndast djúpt inni i risasólum við meira en 20 milljón stiga hita. Þessar risasólir framleiða sjálfkrafa slfkan innri hita, ef efnismagn þeirra er um 7—10 faldur sólmassi. En af hinum hröðu og miklu frumefnabreyt- ingum, sem verða inni í slíkum stjörnum, verður þeim svo bumbult, eða á ögn fræðilegra máli, jafnvægið í byggingu þeirra raskast algerlega, á stjarnfræðilega stuttum tima, að þær springa hreinlega, og „innvolsið", allt f gasástandi, þeytist með geysihraða til allra átta. Ur svona gasefni sem þá var orðið kalt hljóta reikistjörn- ur og smástirni að hafa mynd- ast, og það með þeim einfalda hætti, að sólin sjálf gerði þetta gas rafhlaðið, klauf atómin í en þá gat sterkt segulsvið sólar sópað gasinu í hringsnúning f kringum sól er hún snerist sjálf. Gasið fékk þannig nægan hraða til brautargöngu kring um sól og þurfti þá ekki lengur á hjálp segul- sviðsins að halda, eftir að hnett- ir höfðu orðið til úr þessari svokölluðu sólþoku. Sólarljósið klýfur nú atóm í fareindir f halastjörnuhölum í 3ja eininga fjarlægð. A frum- skeiði sólar, sem nefnist Hayashi-skeið, var geislun sólar allt að 100 sinnum meiri en nú. Að öðru jöfnu, gat klofning þá náð 10 sinnum lengra, eða út i 30 eininga fjarlægð. En þetta er einmitt fjarlægð Neptúnusar. Þannig kemur stærð sólkerfis- ins eðlilega út, því smákrilið Plútó þarf ekki að telja með. En er það ekki harla mikil tilviljun, að sólinni standi svona efni til boða þegar henni finnst „veður til að skapa“? Nei hér þarf engin tilviljun að koma til. Sólstjörnur myndast nefnilega í hópum upp á eitt- hvað 1000 stjörnur. En of langt mál er að fylgja því eftir. Frumský í geimnum með um 1000-földum sólmassa, liðast í sundur i álíka marga parta, en þeir hljóta að verða dálítið mis- stórir hvað massa snertir. Slatti fær 10-faldaðan sólmassa og springa þær stjörnur innan skamms og á svæði frumskýsins verður því mikið af gasi með skammæjum geislavirkum efn- um. Hver stjarna á svæðinu sem hefur nægilega geislun og nægilega sterkt segulsvið, sveiflar svona gasi f kring um sig. Efnið i reikistjörnur, sól- þokur, er þá til reiðu, en út í það get ég ekki farið í svo stuttu máli, hvort sérhver slík sólþoka mundi verða að sól- kerfi, og enn sfður út í hitt, hvort f hverju sólkerfi muni vera reikistjarna, með hæfileg- um skilyrðum fyrir líf i ein- hverri mynd. Ég vil nota þetta tækifæri til að benda á, að dr. Þorsteinn Sæmundsson starfsbróðir minn Framhald á bls. 33 Lokið við að fóðra hol- unavið Kröfiu FÖÐRUN nýju borholunnar við Kröflu lauk um helgina og gekk það verk framar vonum að þvf er tsleifur Jónsson forstöðumaður Jarðborana rfkisins tjáði Morgun- blaðinu I gær. Borun nýju hol- unnar, sem er 2000 metra djúp, hófst fyrir þrem vikum, en s.I. viku var unnið að þvf að fóðra holuna. Isleifur Jónsson sagði, að mjög vel hefði gengið að bora við Kröflu að undanförnu og nú væri verið að undirbúa flutning á stóra bornum á næsta borunarstað, en það er skammt frá holunum, sem boraðar voru á sáðastliðnu ári. Nýja holan er nokkru neðar í dældinni við Kröflu í útkanti hita- svæðisins. Að sögn Isleifs á árangur af sfðustu borun eftir að koma í ljós. Framhald á bls. 38 Bretar þægir eins og lömb TUTTUGU og fimm brezkir tog- arar voru að veiðum á tslandsmið- um f gær. Af þeim voru nokkrir togarar sem höfðu þurft að bfða f nokkurn tfma til að geta hafið veiðar og vitað var um tvo togara, sem voru búnir að bfða f þrjá sólarhringa. Starfsmenn Land- helgisgæzlunnar segja, að Bretar séu þægir eins og lömb og geri allt til að brjóta ekki samninginn við tslendinga um veiðar innan 200 mflna fiskveiðilögsögunnar. Varðskipsmenn hafa gert mikið af því að skoða vörpur togara og hefur allt verið í stakasta lagi. Frá því um áramót hafa þrír islenzkir togarar verið teknir fyr- ir að hafa ólögleg veiðarfæri. I öllum tilfellum hefur verið um of Framhald á bls. 38 einhverjir og þökkuðu okkur fyr- ir, en ég svaraði reyndar ekki í símann. Ég er alltaf hræddur við að ansa sfma þegar fólk hringir á útvarpsstöðvar, það er svo oft fullt fólk sem hringir og biður um eitthvað, sem ómögulegt er að verða við eða þá að það hund- skammar mann fyrir eitthvað,“ sagði Jón Múli. Jón Múli: „Þetta var skemmtileg helgi.“ Sigurður Agústsson, Kristjana Jónsdóttir og Erla Pálmadóttir hjá Umferðarráði. Ljósm. Br.H. Siguröur Agústsson hjá „Gekk eins og „ÞETTA gekk allt eins og í lyga- sögu,“ sagði Sigurður Agústsson hjá Umferðarráði, þegar Mbl spurði hann um samstarf upplýs- ingatniðstöðvar Umferðarráðs og lögreglunnar. „Það hefur sýnt sig“, sagði Sigurður, „að svona upplýsingaöflun og miðlun f út- varpi hefur ótvfrætt /gildi. Eg held að allir geti verið ánægðir Umferöarráði: í lygasögu” þegar verzlunarmannahelgi er nær þvf slysalaus, eins og f þetta skipti“. I upplýsingaþjónustunni unnu auk Sigurðar, þær Kristjana Jóns- dóttir og Erla Pálmadóttir frá Umferðarráði, lögregluvarðstjór- arnir Arnþór Ingólfsson og Bald- vin Ottósson, Jón Múli Arnason Framhald á bls. 38 Sveinn Oddgeirsson, framkv.stj. FÍB: „Beina útvarpið hafði ómetanlega þýðingu” „ÞAÐ var talsvert mikið að gera hjá viðgerðarbílunum okkar, en mest voru það sma»rri bilanir, sem þurfti að eiga við,“ sagði Sveinn Oddgeirsson fram- kvæmdastjóri Félags islenzkra bifreiðaeigenda við Mbl. ,,Eg held að það séu allir sam- mála um að þetta hafi verið mesta sómahelgi í alla staði," sagði Sveinn. Hann sagði að samvinna þeirra aðila, sem stuðluðu að því að umferð gengi greiðlega og Framhald á bls. 38 Starfsmenn Gufunesradíós höfðu mikið að gera við að koma skilaboð- um áleiðis, og þeim var mikið hrósað fyrir lipurð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.