Morgunblaðið - 04.08.1976, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.08.1976, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. AGUST 1976 17 Stórkostleg hátíð gleði, lita og Ijósa er XXI Úlympíuleilainum var sJrtið í Montreal Frá Ágústi I. Jónssyni í Montreal: Lokaathöfn Ólympfuleikanna I Montreal á sunnudagskvöldið hlýtur að verða öllum ógleym- anleg stund sem þar voru við- staddir á aðalleikvanginum. Stórkostlegri sýningu fær maður vart hugsað sér, né stór- brotnara samspil ljóss og lita. Gleðin sat f fyrirrúmi og löngu eftir að Ólympfuleikunum var formlega slitið að þessu sinni héldu keppendur áfram að dansa á leikvanginum. Kanadamann helguðu þessa lokaathöfn að verulegu leyti Indfánunum og áttu öll brot Indíánaþjóðflokka sem lifðu eða lifa í Kanada þarna sfna fulltrúa. Leiddu Indíánarnir sex keppendur frá hverri þátt- tökuþjóð inn á völlinn á hátíð- legan og líflegan hátt. Fulltrú- ar Islands í þessari athöfn voru pau Guðmundur Sigurðsson, Sigurður Ólafsson, Gísli Þor- steinsson, Ágúst Ásgeirsson, Lilja Guðmundsdóttir, Þórdfs Gásladóttir og að sjálfsögðu Óskar Jakobsson, fánaberi. Gekk Óskar reyndar ekki inn með þeim sex, heldur með öðr- um fánaberum á undan aðal- hópnum. Þeir keppendur aðrir sem ekki tóku þátt í athöfninni sjálfri inni á vellinum stóðu við enda vallarins og fylgdust þaðan með því sem gerðist þar til að lokaathöfninni sjálfri var lokið. Þá leystist hópurinn upp og allir tóku þátt f gleðidansin- um á leikvanginum. Lokaathöfnin hófst með því að ýipis fyrirmenni tóku sér sæti í heiðursstúkunni, þeirra á meðal Killanin lávarður, for- maður Alþjóðlegu Ólympíu- nefndarinnar og Roger Rousseau, formaður kanadfsku Ólympíunefndarinnar. Ljósin voru dempruð og 500 kana- dískar stúlkur gengu inn á völlinn í alhvítum klæðum. Hófu þær síðan að dansa á vellinum og mynduðu í lokin Ólympíuhringina á leikvangin- um. Höfðu klæði þeirra breytt um lit, einn hringurinn var gul- ur, annar rauður, sá þriðji blár, sá fjórði svartur og sá fimmti grænn. Óvænt innskot 1 miðjum dansi stúlknanna gerðist það að maður einn hoppaði yfir grindverkið úr áhorfendastúkunum og inn á völlinn. Berháttaði hann sig þar í miðjum stúlknahópnum og hoppaði um meðal þeirra nokkra stund. Tókst lögreglu- mönnum þá loks að handsama kauða og var hann borinn af vellinum af fimm fjlefldum lag- anna vörðum. Vakti þetta atriði litla kátínu meðal áhorfenda sem óspart púuðu á stríparann, en stúlkurnar héldu óáreittar áfram fallegum dansi sfnum. Ekki þarf að orðlengja að hvert sæti var skipað á Ólympfuleik- vanginum og komust færri að en vildu. Auk þess fylgdist síðan á að gizka milljarður sjón- varpsáhorfenda úti um allan heim með þessari athöfn. Eru Ólympíuleikarnir í Kanada sá atburður í sögunni sem flestir hafa átt kost á að fylgjast með, en viðstaddir einn eða fleiri lið þéssarar. miklu fþróttahátíðar voru um þrjár milljónir áhorf- enda, á ýmsum stöðum f Montreal og nágrenni, þar sem einhver keppni fór fram. Indíánatjöld á miðjum leikvanginum Var nú komið að því að full- trúar þátttökuþjóðanna gengu inn á leikvanginn ásamt fjöðr- um skrýddum Indfánum. Komu fánaberarnir fyrstir og stilltu sér upp meðfram hliðarlínunni fyrir framan heiðursstúkuna ásamt kanadískum stúlkum sem báru skilti þátttökuþjóð- anna, eins og við setningarat- höfnina. Hluti Indíánanna fór þegar inn I hringina sem stúlkurnár höfðu myndað og áður en nokkurn varði höfðu þeir reist fimm indíánatjöld inni á sjálfum leikvanginum, þar sem aðeins tæpum tveimur tímum áður hafði lokið keppni í síðustu keppnisgreininni, hindrunarhlaupi hesta. Höfðu fyrir þá grein verið komið upp ýmiss konar hindrunum, girðingum og vatnstorfærum, auk þess sem trjágróður og lit- skrúðug blóm höfðu skreytt leikvanginn þá. Þetta var nú allt búið að f jarlægja og var það reyndar undrunarvert hversu fljótt og skipulega Kanada- mönnum tókst að hreinsa völlinn og gera allt tilbúið fyrir lokaathöfnina. S:gði einhver að það verk hefði einkennzt af þýzkri nákvæmni og amerísk- um hraða. Indfánatjöldin fimm voru í gulum, rauðum, grænum, blá- um og hvítum lit, þannig að allt lagðist á eitt um að gera þessa athöfn sem litskrúðugasta, og sjálfsagt hefur það verið lítið verra að fylgjast með þessu öllu saman í litsjónvarpstækjum víða um heim. Leikunum slitið Er hér var komið sögu gekk Killanin lávarður að ræðustóln- um fyrir framan heiðursstúk- una og snéri sér í átt að Ólympíufánanum við enda vallarins. Var nú gríski þjóð- söngurinn leikinn og gríski fáninn dreginn að hún. Síðan var kanadfski fáninn dreginn upp meðan kanadíski þjóð- söngurinn „O Kanada'1 var leikinn. Þriðji fáninn sem dreg- inn var að hún var sá sovézki, og sovézki þjóðsöngurinn var leikinn, en næstu Ólympíu- leikar verða sem kunnugt er haldnir i Moskvu árið 1980. Killanin sleit nú 21. Ólympíu- leikunum og sagði m.a. „Ég lýsi 21. Ólympíuleikunum lokið og skora á æsku heims að safnast saman eftir fjögur ár i Moskvu til að gleðjast og taka þar þátt í 22. Ólympíuleikunum." Var nú Ólympfufáninn dreginn niður og 40 manna kór söng Ólympiu- sálminn. 8 fþróttamenn báru siðan fánann út af leikvangin- um. Ólympiueldurinn dó nú hægt og rólega út, dauðaþögn rikti á vellinum, utan hvað trompetleikari lék á hljóðfæri sitt. Sjáumst í Moskvu Indíánarnir gáfu nú öllum keppendunum inni á leikvanginum litla gjöf til minningar um þessa athöfn, fjöður eða eitthvað f þá áttina. Áhorfendur höfðu allir fengið kerti við innganginn og veifuðu þeim óspart til hópsins á leik- vanginum sem söng, dansaði, Framhald á bls. 29

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.